Eggert Gunnþór segist saklaus

Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.

Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Auglýsing

Egg­ert Gunn­þór Jóns­son leik­maður FH í knatt­spyrnu, sem sak­aður er um að hafa brotið kyn­ferð­is­lega á konu í keppn­is­ferð karla­lands­liðsl­ins í fót­bolta í Kaup­manna­höfn 2010, seg­ist full­kom­lega sak­laus í til­kynn­ingu sem lög­mað­ur­inn hans sendi á fjöl­miðla fyrr í dag.

Stundin greindi frá því fyrr í dag að Egg­ert hafi verið annar þeirra sem var kærður vegna máls­ins, ásamt lands­liðs­fyr­ir­lið­anum Aroni Ein­ari Gunn­ars­syni. Vegna máls­ins ákvað KSÍ að velja Aron Einar ekki í lands­liðs­hóp­inn, en sam­kvæmt frétt Stund­ar­innar hefur FH ekki brugð­ist við með sama hætti gagn­vart Egg­erti Gunn­þóri.

Í yfir­lýs­ingu sinni seg­ist Egg­ert hafa reynt að skýla sér og fjöl­skyldu sinni fyrir kast­ljósi fjöl­miðla vegna máls­ins, þar sem hann hafi ekki verið nafn­greindur fram til þessa. Hann hafi hins vegar óskað eftir því að vera boð­aður í skýrslu­töku hjá lög­regl­unni til að skýra frá sinni hlið.

Auglýsing

„Þar sem ég hef ekki enn fengið tæki­færi til að skýra mál mitt á réttum vett­vangi og sökum umfjöll­unar frétta­miðla í dag tel ég mig hins­vegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opin­ber­lega yfir að ég er full­kom­lega sak­laus af því sem ég hef verið sak­aður um,“ bætir Egg­ert við.

Yfir­lýs­ing Egg­erts Gunn­þórs í heild sinni:

Und­an­farnar vikur hafa fjöl­miðlar fjallað um atvik sem á að hafa átt sér stað í Kaup­manna­höfn árið 2010 þar sem tveir lands­liðs­menn hafa verið bornir þungum sök­um. Ég er annar umræddra lands­liðs­manna.

Það er hrika­legt áfall að vera ásak­aður um hræði­legt ofbeld­is­brot vegna atviks sem var svo sann­ar­lega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjöl­miðl­u­m.

Ég hef reynt að skýla mér og fjöl­skyldu minni fyrir kast­ljósi fjöl­miðla þar sem ég hafði fram að birt­ingu fréttar Stund­ar­innar í dag ekki verið nafn­greind­ur. Föstu­dag­inn 1. októ­ber síð­ast­lið­inn hafði ég hins­vegar þegar óskað eftir því að vera boð­aður í skýrslu­töku til að skýra frá minni hlið.

Þar sem ég hef ekki enn fengið tæki­færi til að skýra mál mitt á réttum vett­vangi og sökum umfjöll­unar frétta­miðla í dag tel ég mig hins­vegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opin­ber­lega yfir að ég er full­kom­lega sak­laus af því sem ég hef verið sak­aður um.

Ég vona að málið kom­ist í réttan far­veg hið snarasta svo ég geti hreinsað mig af þessum ásök­un­um.

Egg­ert Gunn­þór Jóns­son.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent