Eggert Gunnþór segist saklaus

Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.

Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Auglýsing

Egg­ert Gunn­þór Jóns­son leik­maður FH í knatt­spyrnu, sem sak­aður er um að hafa brotið kyn­ferð­is­lega á konu í keppn­is­ferð karla­lands­liðsl­ins í fót­bolta í Kaup­manna­höfn 2010, seg­ist full­kom­lega sak­laus í til­kynn­ingu sem lög­mað­ur­inn hans sendi á fjöl­miðla fyrr í dag.

Stundin greindi frá því fyrr í dag að Egg­ert hafi verið annar þeirra sem var kærður vegna máls­ins, ásamt lands­liðs­fyr­ir­lið­anum Aroni Ein­ari Gunn­ars­syni. Vegna máls­ins ákvað KSÍ að velja Aron Einar ekki í lands­liðs­hóp­inn, en sam­kvæmt frétt Stund­ar­innar hefur FH ekki brugð­ist við með sama hætti gagn­vart Egg­erti Gunn­þóri.

Í yfir­lýs­ingu sinni seg­ist Egg­ert hafa reynt að skýla sér og fjöl­skyldu sinni fyrir kast­ljósi fjöl­miðla vegna máls­ins, þar sem hann hafi ekki verið nafn­greindur fram til þessa. Hann hafi hins vegar óskað eftir því að vera boð­aður í skýrslu­töku hjá lög­regl­unni til að skýra frá sinni hlið.

Auglýsing

„Þar sem ég hef ekki enn fengið tæki­færi til að skýra mál mitt á réttum vett­vangi og sökum umfjöll­unar frétta­miðla í dag tel ég mig hins­vegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opin­ber­lega yfir að ég er full­kom­lega sak­laus af því sem ég hef verið sak­aður um,“ bætir Egg­ert við.

Yfir­lýs­ing Egg­erts Gunn­þórs í heild sinni:

Und­an­farnar vikur hafa fjöl­miðlar fjallað um atvik sem á að hafa átt sér stað í Kaup­manna­höfn árið 2010 þar sem tveir lands­liðs­menn hafa verið bornir þungum sök­um. Ég er annar umræddra lands­liðs­manna.

Það er hrika­legt áfall að vera ásak­aður um hræði­legt ofbeld­is­brot vegna atviks sem var svo sann­ar­lega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjöl­miðl­u­m.

Ég hef reynt að skýla mér og fjöl­skyldu minni fyrir kast­ljósi fjöl­miðla þar sem ég hafði fram að birt­ingu fréttar Stund­ar­innar í dag ekki verið nafn­greind­ur. Föstu­dag­inn 1. októ­ber síð­ast­lið­inn hafði ég hins­vegar þegar óskað eftir því að vera boð­aður í skýrslu­töku til að skýra frá minni hlið.

Þar sem ég hef ekki enn fengið tæki­færi til að skýra mál mitt á réttum vett­vangi og sökum umfjöll­unar frétta­miðla í dag tel ég mig hins­vegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opin­ber­lega yfir að ég er full­kom­lega sak­laus af því sem ég hef verið sak­aður um.

Ég vona að málið kom­ist í réttan far­veg hið snarasta svo ég geti hreinsað mig af þessum ásök­un­um.

Egg­ert Gunn­þór Jóns­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent