Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið

Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.

Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Auglýsing

Halyna Hutchins, 42 ára kvik­mynda­töku­stjóri, var við störf á töku­stað mynd­ar­innar Rust í Santa Fe í Nýju Mexíkó í gær þegar hún varð fyrir skoti úr leik­muna­byssu. Alec Bald­win, aðal­leik­ari og einn af fram­leið­endum mynd­ar­inn­ar, hleypti af skot­inu.

Atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan 14 í gær að stað­ar­tíma á búgarði við Bon­anza Creek þar sem upp­tökur á vestr­anum fara fram. Hutchins var skotin í mag­ann og var flutt með þyrlu á sjúkra­hús í Nýju Mexíkó þar sem hún lést af sárum sín­um. Leik­stjór­inn Joel Souza varð einnig fyrir skoti en hann hefur verið útskrif­aður af sjúkra­húsi. Rann­sókn lög­reglu stendur yfir en ákæra hefur ekki verið gefin út. Bald­win gaf skýrslu fljót­lega eftir atvikið að eigin frum­kvæði.

Hutchins fædd­ist í Úkra­ínu og ólst upp meira og minna á her­stöð á norð­ur­skaut­inu. Hún hóf starfs­feril sinn sem blaða­maður en færði sig yfir í kvik­mynda­geir­ann eftir að hafa starfað við kvik­mynda­fram­leiðslu á breskum kvik­myndum í Aust­ur-­Evr­ópu. Hún flutti síðar til Banda­ríkj­anna þar sem hún útskrif­að­ist úr AFI- kvik­mynda­skól­anum í Los Ang­eles árið 2015. Fyrir tveimur árum útnefndu lands­sam­tök kvik­mynda­töku­stjóra hana eina af efni­leg­ustu kvik­mynda­töku­stjórum Banda­ríkj­anna.

Auglýsing

Hutchins virt­ist kunna vel við sig á búgarð­inum þar sem tök­urnar fóru fram, að minnsta kosti ef marka má Instagram en á þriðju­dag birti hún mynd­skeið af sér á hest­baki á töku­stað.

Heill­andi og hæfi­leik­a­rík mamma

Kvik­mynda­heim­ur­inn er í sárum vegna frá­falls Hutchins. Adam Egypt Morti­mer, leik­stjóri hasar­mynd­ar­innar Archeny, vann með Hutchins við gerð mynd­ar­innar á erfitt með að átta sig á því að svona nokkuð geti gerst. „Halyna var ótrú­leg lista­kona sem var að hefja feril sem ég held að margir voru að taka eft­ir,“ segir Morti­mer í sam­tali við BBC.

Þá velti hann sér fyrir hvernig svona nokkuð geti ger­st, bæði úr frá þeim örygg­is­sjón­ar­miðum sem tíðkast í kvik­mynda­iðn­að­in­um, auk þess sem hann á erfitt með að átta sig á þeirri stað­reynd að Hutchins hafi fallið frá með þessum hætti.

Elsku­leg, hlý, fynd­in, heill­andi og opin. Og fyrst og fremst hæfi­leik­a­rík. Þannig lýsir Catherine Goldschmidt kvik­mynda­töku­stjóri vin­konu og sam­starfs­konu sinni. „Hún var einnig mamma, og það er það erf­iða,“ segir Goldsmith, sem dáð­ist að Hutchins fyrir að ná að sam­tvinna móð­ur­hlut­verkið og starfs­fram­ann, eitt­hvað sem konur í Banda­ríkj­unum hafa þurft að berj­ast fyr­ir.

Auglýsing

Leik­stjór­inn og kvik­mynda­töku­stjór­inn Elle Schneider minn­ist Hutchins á Twitter þar sem hún seg­ist orð­laus yfir harm­leiknum og krefst hún svara. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem and­lát verður á töku­stað með þessum hætti en harm­leik­ur­inn minnir óneit­an­lega á dauða leik­ar­ans Brandon Lee, son Bruce Lee, sem lést við tökur á kvik­mynd­inni The Crow árið 1993. Þá reynd­ist raun­veru­leg byssu­kúla vera í skot­vopni sem notað var við tök­ur. Systir Lee vottar aðstand­endum Hutchins samúð sína í færslu á Twitt­er.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent