Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR

Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.

Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Auglýsing

Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem nú liggja fyrir um tölvu­árás­ina á Háskól­ann í Reykja­vík í síð­ustu viku er talin „hætta á að tölvu­þrjótum hafi tek­ist að kom­ast yfir tölvu­pósta starfs­manna háskól­ans, að hluta eða í heild, mögu­lega ein­hver ár aftur í tím­ann,“ sam­kvæmt tölvu­pósti sem Ragn­hildur Helga­dóttir rektor skól­ans sendi starfs­mönnum í dag.

„Hversu miklar líkur eru á þetta hafi raun­veru­lega gerst er þó enn sem komið er ómögu­legt að segja,“ segir í tölvu­pósti rekt­ors, en starfs­fólk upp­lýs­inga­tækni­s­viðs skól­ans hefur unnið að því, í sam­starfi við sér­fræð­inga hjá Syndis og Advania, að greina árás­ina, hættu á gagna­leka og lík­lega atburða­r­ás, aftur og fram í tím­ann.

Í tölvu­pósti rekt­ors segir að komið hafi í ljós að HR hafi frá því í byrjun júní verið á lista yfir póst­þjóna með til­tek­inn veik­leika og sá veik­leiki hafi lík­lega verið not­aður til að kom­ast inn á vef­þjón­inn. Sömu­leiðis hefur komið í ljós að frá því í júní hafi tölvu­þrjótar tvisvar komið spilli­for­riti inn á póst­þjóna HR.

Auglýsing

„Ekki er hægt að full­yrða að um sömu aðila hafi verið að ræða í bæði skipt­in. Í lok ágúst var spilli­for­rit á póst­þjónum HR í a.m.k. fjóra daga, en í tæpan sól­ar­hring í síð­ustu viku. Ekki eru til atburða­skrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilli­for­ritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvu­pósta og sent úr hús­i,“ segir rekt­or, sem segir að sér þyki afar leitt að þessi staða sé uppi.

Net­þjónn tek­inn úr umferð

Í póst­inum frá rektor segir að annar net­þjón­anna sem varð fyrir árás í ágúst hafi verið í notkun síð­ustu daga, en verði nú tek­inn úr umferð, sem gæti valdið trufl­unum á póst­kerfum skól­ans næstu daga.

„Sér­stakar var­úð­ar­ráð­staf­anir hafa verið í kringum þennan póst­þjón alla vik­una frá því að árásin upp­götv­að­ist og því er talið ólík­legt að leki hafi stafað frá honum frá því að við urðum vör við árás­ina,“ segir rektor og bætir við að leit að sporum eftir sams­konar spilli­for­rit á öllum öðrum net­þjónum og kerfum HR utan þess­ara tveggja póst­þjóna hafi ekki skilað neinu.

Sem áður segir er ekki ljóst hvort tölvu­póstar hafi lekið út, þó hætta sé talin á því. Rektor útskýrir í póst­inum hvernig slíkur leki út á netið gæti mögu­lega farið fram og segir að það gæti verið á ýmsan máta.

„Tölvu­póstar gætu verið birtir á opnum vef­svæðum með leit­ar­við­móti, þeir gætu birst á huldu­vefn­um, starfs­menn og aðrir aðilar sem fjallað er um í tölvu­póstum starfs­manna gætu fengið senda pósta með afritum af tölvu­póstum og hót­unum um leka ef lausn­ar­gjald væri ekki greitt o.s.frv. Ef til þess kæmi að við fáum upp­lýs­ingar um slíkan gagna­leka yrðu allir hlut­að­eig­andi látnir vita af því strax. Við munum einnig halda ykkur upp­lýstum um þróun máls­ins, eftir því sem myndin skýrist,“ segir rekt­or.

Enn hæfi­lega bjart­sýn – en búa sig undir hið versta

„Þó þessar upp­lýs­ingar megi túlka sem svo, að hlutir horfi nú til verri vegar er rétt að benda á að sér­fræð­ingar segja að ekki hafi mikið breyst varð­andi líkur á að um gagna­leka hafi verið að ræða,“ segir í skila­boðum rekt­ors til starfs­manna skól­ans.

Þar segir að stjórn­endur skól­ans séu enn hæfi­lega bjart­sýn, voni það besta en und­ir­búi sig fyrir það versta með ráð­gjöfum sínum og haldi áfram grein­ingu og fyr­ir­byggj­andi aðgerð­u­m„til að koma í veg fyrir að eitt­hvað þessu líkt geti gerst aft­ur.“

„Þetta er óþægi­legt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort ein­hverjir póstar voru afrit­aðir og þó svo væri hvort ein­hver hygg­ist gera eitt­hvað við afrit­in. Við erum að vera var­færin og upp­lýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausn­ar­gjald og neita að skamm­ast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöð­unni og í bestu sam­ræmi við það hvernig vinnu­staður við viljum vera.

Svo það er lín­an, auk þess að læra af reynsl­unni og styðja vel hvert við ann­að,“ segir rekt­or, sem lætur þess að end­ingu getið að til­kynn­ingar um málið sem hægt verði að deila til sam­starfs­fólks utan háskól­ans, ef fólk vilji, verði settar á vef skól­ans síðar í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent