Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR

Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.

Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Auglýsing

Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem nú liggja fyrir um tölvu­árás­ina á Háskól­ann í Reykja­vík í síð­ustu viku er talin „hætta á að tölvu­þrjótum hafi tek­ist að kom­ast yfir tölvu­pósta starfs­manna háskól­ans, að hluta eða í heild, mögu­lega ein­hver ár aftur í tím­ann,“ sam­kvæmt tölvu­pósti sem Ragn­hildur Helga­dóttir rektor skól­ans sendi starfs­mönnum í dag.

„Hversu miklar líkur eru á þetta hafi raun­veru­lega gerst er þó enn sem komið er ómögu­legt að segja,“ segir í tölvu­pósti rekt­ors, en starfs­fólk upp­lýs­inga­tækni­s­viðs skól­ans hefur unnið að því, í sam­starfi við sér­fræð­inga hjá Syndis og Advania, að greina árás­ina, hættu á gagna­leka og lík­lega atburða­r­ás, aftur og fram í tím­ann.

Í tölvu­pósti rekt­ors segir að komið hafi í ljós að HR hafi frá því í byrjun júní verið á lista yfir póst­þjóna með til­tek­inn veik­leika og sá veik­leiki hafi lík­lega verið not­aður til að kom­ast inn á vef­þjón­inn. Sömu­leiðis hefur komið í ljós að frá því í júní hafi tölvu­þrjótar tvisvar komið spilli­for­riti inn á póst­þjóna HR.

Auglýsing

„Ekki er hægt að full­yrða að um sömu aðila hafi verið að ræða í bæði skipt­in. Í lok ágúst var spilli­for­rit á póst­þjónum HR í a.m.k. fjóra daga, en í tæpan sól­ar­hring í síð­ustu viku. Ekki eru til atburða­skrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilli­for­ritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvu­pósta og sent úr hús­i,“ segir rekt­or, sem segir að sér þyki afar leitt að þessi staða sé uppi.

Net­þjónn tek­inn úr umferð

Í póst­inum frá rektor segir að annar net­þjón­anna sem varð fyrir árás í ágúst hafi verið í notkun síð­ustu daga, en verði nú tek­inn úr umferð, sem gæti valdið trufl­unum á póst­kerfum skól­ans næstu daga.

„Sér­stakar var­úð­ar­ráð­staf­anir hafa verið í kringum þennan póst­þjón alla vik­una frá því að árásin upp­götv­að­ist og því er talið ólík­legt að leki hafi stafað frá honum frá því að við urðum vör við árás­ina,“ segir rektor og bætir við að leit að sporum eftir sams­konar spilli­for­rit á öllum öðrum net­þjónum og kerfum HR utan þess­ara tveggja póst­þjóna hafi ekki skilað neinu.

Sem áður segir er ekki ljóst hvort tölvu­póstar hafi lekið út, þó hætta sé talin á því. Rektor útskýrir í póst­inum hvernig slíkur leki út á netið gæti mögu­lega farið fram og segir að það gæti verið á ýmsan máta.

„Tölvu­póstar gætu verið birtir á opnum vef­svæðum með leit­ar­við­móti, þeir gætu birst á huldu­vefn­um, starfs­menn og aðrir aðilar sem fjallað er um í tölvu­póstum starfs­manna gætu fengið senda pósta með afritum af tölvu­póstum og hót­unum um leka ef lausn­ar­gjald væri ekki greitt o.s.frv. Ef til þess kæmi að við fáum upp­lýs­ingar um slíkan gagna­leka yrðu allir hlut­að­eig­andi látnir vita af því strax. Við munum einnig halda ykkur upp­lýstum um þróun máls­ins, eftir því sem myndin skýrist,“ segir rekt­or.

Enn hæfi­lega bjart­sýn – en búa sig undir hið versta

„Þó þessar upp­lýs­ingar megi túlka sem svo, að hlutir horfi nú til verri vegar er rétt að benda á að sér­fræð­ingar segja að ekki hafi mikið breyst varð­andi líkur á að um gagna­leka hafi verið að ræða,“ segir í skila­boðum rekt­ors til starfs­manna skól­ans.

Þar segir að stjórn­endur skól­ans séu enn hæfi­lega bjart­sýn, voni það besta en und­ir­búi sig fyrir það versta með ráð­gjöfum sínum og haldi áfram grein­ingu og fyr­ir­byggj­andi aðgerð­u­m„til að koma í veg fyrir að eitt­hvað þessu líkt geti gerst aft­ur.“

„Þetta er óþægi­legt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort ein­hverjir póstar voru afrit­aðir og þó svo væri hvort ein­hver hygg­ist gera eitt­hvað við afrit­in. Við erum að vera var­færin og upp­lýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausn­ar­gjald og neita að skamm­ast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöð­unni og í bestu sam­ræmi við það hvernig vinnu­staður við viljum vera.

Svo það er lín­an, auk þess að læra af reynsl­unni og styðja vel hvert við ann­að,“ segir rekt­or, sem lætur þess að end­ingu getið að til­kynn­ingar um málið sem hægt verði að deila til sam­starfs­fólks utan háskól­ans, ef fólk vilji, verði settar á vef skól­ans síðar í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent