Mest lesnu álits-pistlar ársins 2018

Hvað eiga barneignir, metoo-umræða, ástarbrölt í Reykjavík og yfirþyrmandi kvíði sameiginlegt? Þau eru öll viðfangsefni þeirra álits-pistla sem mest voru lesnir á Kjarnanum í ár.

Mest lesnu álit 2018
Auglýsing

5. Ást­ar­brölt mið­aldra í Reykja­vík

„Um dag­inn fór ég að borða á mat­­ar­­mark­aðnum á Hlemmi með tveimur vin­­kon­­um. Önnur þeirra var í öngum sínum því hún var nýkomin frá spá­­konu og spá­­konan hafði boðað að hún myndi brátt hitta dásam­­legan maka. Vin­­konan fus­s­aði pirruð yfir beikon­vaf­inni bleikju: Og hvað á ég að gera við þennan dásam­­lega maka?! Mig langar ekk­ert í hann.

Af hverju ekki? spurði hin vin­­konan og glotti sínu fal­­lega ísmeyg­i­­lega glotti.

Af hverju? hváði hin með munn­­fylli af bleikju. Þá þarf ég að fara að gera alla þessa maka­­legu hluti með hon­­um. Keyra hring­inn og lesa upp úr korta­­bók meðan hann keyrir og mæta með honum í enda­­laus fjöl­­skyld­u­­boð með þess­­ari dásam­­legu fjöl­­skyldu – sem hann á víst líka. Og hvað! Allar helgar verða dæmi­­gerðir maka-laug­­ar­dagar og maka-sunn­u­dagar með þess­­ari fjöl­­skyldu hans eða að rölta um mið­bæ­inn og fara á fjöl­­skyld­u­­sam­kom­­ur. Ég bara nenni því ekki!“

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

Auglýsing

4. Auð­vitað mega karl­menn reyna við konur

„Þannig að þegar ein­hver segir að karlar megi nú alveg reyna við kon­­ur, að þessi #metoo-­­bylt­ing sé komin út í öfgar, þá má og á jafn­­vel að ræða það. Og segja: auð­vitað mega karlar reyna við kon­­ur. Og konum er líka vel­komið að reyna við karla. Og karlar við karla og konur við kon­­ur. En við­­reynsla mun aldrei gefa þetta óbragð í munni og van­líðan á sama hátt og áreitnin ger­­ir. Til­­f­inn­ingin gefur til kynna hvort um áreitni sé að ræða eða sak­­laust daður og hægt er að treysta þess­­ari til­­f­inn­ingu.

Hvernig geta það verið norna­veiðar þegar konur lýsa til­­f­inn­ing­um, reynslu og upp­­lifun af ákveð­inni hegð­un? Er það einmitt ekki klass­ísk aðferð þeirra sem vilja kenna fórn­a­lömbum um? Alla­­vega er ég sann­­færð, eftir að hafa lesið þessar hund­ruð sagna sem komið hafa fram í síð­­­ustu mis­s­erum, að áreitn­in, ofbeldið og mis­­mun­unin er raun­veru­­leg en ekki hluti af „eðli­­leg­um“ sam­­skiptum milli kynj­anna.“

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

3. Þegar ég krass­aði

„Við lifum á flóknum líf­um, mörg hver. Fólk er í flóknu fjöl­­skyldumunstri, skiptir um maka og blandar saman börn­um, vinnur flókin verk­efni á degi hverj­um, venur sig á að vera undir stöð­ugu áreiti, ræður mann­eskjur í vinnu til að skilja eigin skatt­fram­­töl, lifir með hinum ýmsu nútíma­­sjúk­­dómum og reynir að halda haus í lífs­­gæða­­kapp­hlaupi. Og ekk­ert við því að segja, svona er nútím­inn.

Þetta eru auð­vitað allt klisjur – en klisjur eru klisjur af því þær eru sannar og meira að segja sú setn­ing er orðin klisja.

Nú gæti ein­hver sagt að málið væri að breyta um lífstakt. Það er hæg­­ara sagt en gert ef maður ætlar að þrí­f­­ast í sam­­fé­lagi nútím­ans. Eina sem maður getur gert er að draga úr notkun á sam­­fé­lags­mið­l­um, mæta í jóga­­tíma, reyna að fók­usera á einn dag í einu og lifa sem heil­brigð­­ustu lífi. En gang­verk hins dag­­lega lífs heldur samt sem áður áfram að vera flók­ið.“

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

2. Ósann­gjarnt.is

„Hér verður fjallað um hversu erfitt og ósann­­gjarnt það getur verið að eign­­ast barn með maka. Vert er að taka það fram að barn­­eignir eru að lang­­mestu leiti æðis­­legar eins og hægt er að sækja sér stað­­fest­ingar um með því að skoða fal­­legar myndir á instagram eða lesa face­­book­­pósta mæðra þegar börnin þeirra eiga afmæli. Og börn eru svo nátt­úru­­lega óum­­deild snilld. Það sem næst samt síður á mynd og er leið­in­­legra afmæl­is­­tal er hvað álagið sem barn­­eignir eru leggst mis­­harka­­lega á for­eldra þess.

Ég ætla ekki að láta eins og eitt­hvað fórn­­­ar­­lamb hérna. Barn er guðs­­gjöf og allt það. Blessed be the fruit! Under his eye.

Mig langar bara aðeins að reyna að koma þessum flóknu til­­f­inn­ingum sem leika um mann alveg frá því að manni verður fyrst flök­­urt og þangað til að maður sleppir því að fara í þús­undasta partýið því að það er auð­vitað miklu mik­il­væg­­ara að gefa barn­inu sínu áfeng­is­­lausa mjólk að drekka en að fara í lukku­hjólið á Eng­l­is­h.“

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

1. Að fæða barn

„Ég hafði vissu­­lega heyrt mis­­­góðar fæð­ing­­ar­­sögur á með­­­göng­unni og ein­hverjar konur höfðu sagt mér að þetta væri hellað dæmi. Ég kink­aði alltaf kolli og virt­ist skiln­ings­­rík en hugs­aði með mér: já já, fæð­ing er kannski erfið fyrir svona venju­­lega snakk­­poka­­konu eins og þig sem hefur aldrei fengið tíu í leik­fimi í MR eða drukkið tvo lítra af vatni á tveimur mín­útum án þess að gubba. En ég mun hins­­vegar fara létt með þetta.

Ó mikil var heimska mín og hroki.

Allar háræð­­arnar í and­lit­inu á mér sprungu. Ég hélt tvisvar að ég myndi örmagn­­ast. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mig grun­aði að ég væri að kúka á mig og mér leið bara alveg fárán­­lega illa.*

Það sem kom mér mest á óvart er að það eru til konur sem hafa fætt barn oftar en einu sinni. Þær konur eru bil­að­­ar. Því þær vita í hvað þær eru að fara. Hvað er að ykk­­ur? Þetta er ekki retor­ísk spurn­ing. End­i­­lega hendið í opið bréf – ef þið hafið eitt­hvað til ykkar máls, rugl­haus­­arnir ykk­­ar!“

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk