Mest lesnu leiðarar ársins 2018 á Kjarnanum

Hvað eiga Pia Kjærs­gaard, stéttabarátta, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Klausturupptökurnar og Garðabær sameiginlegt? Öll voru viðfangsefni mest lesnu leiðara ársins.

Mest lesnu leiðarar 2018
Auglýsing

5. Skuggi Piu

„Mynd­­málið nefn­i­­lega skiptir máli. Í ljósi umkvört­unar fjár­­­mála­ráð­herra þess efnis að ein­stak­l­ing­­ur­inn Pia Kjær­s­gaard og skoð­ana­­syst­k­ini hennar séu lýð­ræð­is­­lega kjör­in, virða verði emb­ættin sem þau sitja í og passa að sýna danska þjóð­­þing­inu ekki yfir­­­læti og van­virð­ingu, er vert að minna á að margar af helstu harð­­stjórnum heims­­sög­unnar hafa einmitt verið kosnar til valda. Það skiptir máli að taka ábyrgð á ásýnd heims­ins og muna að tákn dags­ins í dag geta orðið veru­­leiki morg­un­­dags­ins. Við getum borið virð­ingu fyrir ferl­inu sem eru lýð­ræð­is­­legar kosn­­ingar og nið­­ur­­stöðu þeirra og sam­­tímis gagn­rýnt, fyr­ir­litið og barist hat­ramm­­lega gegn mál­­flutn­ingi og póli­­tík sem ofbýður sið­­ferð­is­­kennd okk­­ar.

Full­veld­is­há­­tíðin er ekki síst hátíð þjóðar sem eins og framar greinir hefur kom­ist ótrú­­lega langt á síð­­­ustu hund­rað árum. Og á slíkri hátíð­­ar­­stundu er lyk­il­at­riði - aðal­­at­riðið jafn­­vel - að halda á lofti gildum þjóð­­ar­inn­­ar, flagga þeim ótrú­­lega árangri og lýð­ræð­is­­legu fram­­förum sem hér hefur náð­st, ekki síst þegar kemur að mann­rétt­indum og mann­helgi og þjóðin getur verið gríð­­ar­­lega stolt af.

Til að geta notið þessa ótví­­ræða merk­is- og hátíð­­ar­­dags í sögu lands­ins skiptir máli að varpa ekki stórum skuggum á hátíð­­ar­höld­in. Nær­vera Piu Kjær­s­gaard gerði gott betur en það; hún varp­aði myrkri á þau öll, skrum­­skældi og eyð­i­lagði allan þann jákvæða boð­­skap sem hefði verið hægt að draga fram á 100 ára afmæl­inu. Og eins ömur­­legt og það er þá er ekki við neinn annan að sakast en afmæl­is­­barnið sjálft, gest­gjafann sem bauð í afmæl­ið.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

Auglýsing

4. Sér­stöku stétt­irnar sem mega vera með mjög há laun

„Það verður að segj­­ast eins og er, þegar þau dæmi sem hér hafa verið nefnd eru skoð­uð, þá virð­ist það fyrst og síð­­­ast vera karllægar stéttir sem voru þegar með mjög há laun í öllum sam­an­­burði sem líti á sig sem sér­­stak­­lega sér­­stak­­ar. Aðrar stétt­­ar, sér­­stak­­lega stórar kvenna­­stétt­ir, eiga ekki að fara fram með sam­­bæri­­legar kröf­­ur.

Í des­em­ber verða 81 kjara­­samn­ingar laus­­ir. Í mars 2019 bæt­­ast 150 við.

Ef ráða­­mönnum er alvara um að krefj­­ast þát­­töku launa­­fólks í við­haldi stöð­ug­­leik­ans, sem er auð­vitað öllum til góða, þá verða þeir að sýna gott for­­dæmi og vinda ofan af þeim „leið­rétt­ing­um“ sem tekju­háum hópum hefur verið skammtað á und­an­­förnum árum.

Sumir mega ekki vera jafn­­­ari en aðr­­ir. Eða sér­­stak­­ari.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

3. Þegar rík sveita­fé­lög fá styrk til að skara fram úr

„Aug­­ljóst er að sam­eina eigi öll sveit­­ar­­fé­lög á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, dreifa byrðum af þjón­­ustu jafn á alla íbúa þess, skera niður í yfir­­­bygg­ingu og bæta um leið sam­eig­in­­lega þjón­­ustu þeirra allra.

Þessi ráð­­stöf­un, að úthverfi á borð við Garðabæ séu sér­­­stök sveit­­ar­­fé­lög sem geti boðið lægri skatta og und­an­skilið sig félags­­­legri ábyrgð, er ekki bara ósann­­gjörn og röng, heldur feik­i­­lega óhag­­kvæm fyrir heild­ina. Og löngu tíma­­bært að vinda ofan af henni.

Ef það er ekki hægt að fá sveit­­ar­­fé­lögin sjálf til að gera það ætti að setja lög um stór­aukna sam­ein­ingu sveit­­ar­­fé­laga. Eða að minnsta kosti lög sem skikka þau til að taka jafnan þátt í veit­ingu á félags­­­legri og sam­­fé­lags­­legri þjón­­ust­u.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

2. Sig­mundur Davíð mun aldrei hætta

„Og hvert er íslenskt sam­­fé­lag þá kom­ið? Von­andi er það komið þangað að ofbeld­is­­menn verða sviptir dag­­skrár­­valdi. Að menn sem fyr­ir­líta kon­­ur, fatl­aða og sam­kyn­hneigða verði ekki settir í stöðu til að ákvarða hvernig aðstæður þeirra hópa eigi að vera. Von­andi er það komið þangað að sam­ræður um greiða­­starf­­semi um veit­ingu send­i­herra­­stöðu, og fundir sem haldnir voru til að inn­­heimta þá greiða, verði rann­sak­aðir með við­eig­andi hætti af við­eig­andi rann­­sókn­­ar­að­ila.

Von­andi er íslenskt sam­­fé­lag komið þangað að sam­­þing­­menn þess­­ara manna hafi þol­­gæði og stað­­festu til að halda þeim út úr hlýj­unni og senda þar með skýr skila­­boð um að svona hátt­erni sé með öllu óboð­­legt og verði ekki lið­ið. Ef stjórn­­­mála­­menn­irnir ráða ekki við slíkt þá munu þeir normalisera það athæfi sem átt hefur sér stað. Alveg eins og þeir gerðu eftir Pana­ma­skjöl­in.

Ef þing­heimi tekst ekki að finna leið til að skýla fórn­­­ar­lömbum ofbeld­is­­manna frá því að þurfa að deila þing- og nefnd­­ar­fundum með þeim dag­­lega þá er Ísland komið á þann stað að stjórn­­­mála­­menn geti gert nán­­ast hvað sem er án afleið­inga. Það má mis­­fara með opin­bert fé, eiga pen­inga í skatta­­skjól­um, sleppa því að borga skatt og brjóta lög úr ráð­herra­stól. Það má leyna almenn­ing og fjöl­miðla upp­­lýs­ingum og hóta nafn­­greindum fjöl­miðlum lög­­­sóknum í aðdrag­anda kosn­­inga. Það má svindla í kosn­­ing­­um. Og nú kemur í ljós hvort það megi atyrða og nið­­ur­lægja nafn­­greint fólk án afleið­inga.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

1. Vel­komin í íslenska póli­tík

„Sú orð­ræða sem við­höfð var af þing­­mönn­unum er ömur­­leg og óboð­­leg. Og ef þeir hefðu ekki verið gripnir í bólinu þá væru þeir ekki að biðja nokkurn mann afsök­un­­ar. Iðr­unin er vegna þess að það komst upp um þá.

Eftir stendur spurn­ingin um hvaða afleið­ingar þetta eigi að hafa.

Nú er það þannig að flestir hafa látið óvið­eig­andi orð falla um ein­hvern í ein­hverju sem þeir telja einka­­sam­­tal. En fæstir hafa von­andi setið í opin­beru rými klukku­­tímunum saman og skipst á að segja rætna, fyr­ir­lit­­lega, meið­andi, ósanna og nið­­ur­lægj­andi hluti um kon­­ur, sam­­starfs­­menn, póli­­tíska and­­stæð­inga, fatl­aða og sam­kyn­hneigða. Eða mært það að nota stað­­leysu um inn­­flytj­endur til að ná póli­­tískum mark­mið­­um. Eða við­­ur­­kennt póli­­tíska spill­ingu við veit­ingu emb­ætta sem er eins og skóla­­bók­­ar­­dæmi úr stroku­­spill­ing­­ar­fræðum helm­inga­­skipta­­tím­ans.

Þing­­menn eru nefn­i­­lega ekki eins og við flest. Þeir eru kjörnir full­­trúar alls almenn­ings. Við eigum að gera mun rík­­­ari kröfur til þeirra. Allar líkur eru á að fram­­ferði þeirra sé skýrt brot á siða­­reglum þing­­manna, fyrir utan að vera á skjön við allt almennt vel­­sæmi.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk