Auglýsing

Nokkrir þing­menn fóru á lít­inn bar á þriðju­dag í síð­ustu viku, á meðan þeir áttu að vera í vinn­unni, til að drekka sig fulla. Þar voru þeir teknir upp af aðila sem sat í námunda við þá og þeirri upp­töku komið á Stund­ina og DV, sem hefur birt mikið magn frétta úr þeim. Það sem hér kemur á eftir er að mestu byggt á þeim frétt­um.

Í hópnum er fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra henn­ar, sem var sem slíkur um tíma ein­hvers­konar and­lit Bar­bers­hop ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna sem fjall­aði um jafn­rétti kynj­anna. Slíkar ráð­stefnur snú­ast fyrst og síð­ast um að virkja karla gegn kven­fyr­ir­litn­ingu og karl­rembu, meðal ann­ars í lok­uðum rým­um. Að standa til dæmis upp gegn því sem for­seti Banda­ríkj­anna kall­aði „bún­ings­her­bergja­tal“ þegar hann gort­aði sig af því að grípa í píkur kvenna. Þetta er mik­il­vægt að muna áður en lesið er áfram.

Þing­menn­irnir koma úr tveimur flokk­um, Mið­flokki og Flokki fólks­ins. Um var að ræða sex manna hóp, fimm karla og eina konu. Flokkum sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, lýsti á drykkju­fund­inum sem sam­vinnu­flokk­um. Stjórn­mála­flokkum sem væru setnir af karl­mönnum „á sömu línu í öllum meg­in­málum og við viljum vinna með þeim. Og við viljum ekki að ein­hver Inga Sæland taki af þeim heið­ur­inn sem þeir eiga.“

Auglýsing
Hann bætti við að hann vildi að „þessi hópur hérna hafi það að leið­ar­ljósi að þeir sem standa með hópnum séu virtir af því og aldrei sviknir þegar á reyn­ir.“

Sig­mundur Davíð bauð Berg­þór Óla­son, þing­mann Mið­flokks­ins, vel­komin í póli­tík sam­tal­inu. Um leið var að hann, í ljósi opin­ber­ana síð­ustu daga, að bjóða okkur öll vel­komin í dimm­ustu anga henn­ar.

Kven­fyr­ir­litn­ingin

Í þessu drukkna en póli­tískt drekk­hlaðna spjalli þing­mann­anna, var farið yfir ýmis­legt. Eitt var þó mjög afger­andi, stæk kven­fyr­ir­litn­ing sem birt­ist sér­stak­lega gagn­vart starf­andi stjórn­mála­kon­um.

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, kall­aði Ingu Sæland „húrr­andi klikk­aða kunt­u“. Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður Flokks fólks­ins, sagði um for­mann sinn: „Hún getur þetta ekki. Hún getur talað um þetta, hún getur grenjað um þetta, en hún getur ekki stjórn­að.“

Hóp­ur­inn tók líka Odd­nýju Harð­ar­dótt­ur, þing­mann Sam­fylk­ingar og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, fyr­ir. Gunnar Bragi Sveins­son, þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins, sagði: „Oddný er ekk­ert ágæt, hún er algjör apa­kött­ur. Hún veit ekki neitt, hún kann ekki neitt, hún getur ekki neitt.“

Þing­menn Mið­flokks­ins sem voru við­stadd­ir, ofan­greindir þrír karlar og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, sem var for­maður aðgerða­hóps stjórn­valda og aðila vinnu­mark­aðar um launa­jafn­rétti kynj­anna 2013–2016 og er for­maður Jafn­rétt­is­sjóðs Íslands, fóru svo að velta því fyrir sér hverjum orðið „cunt“ lýsti best á Alþingi. Nið­ur­staða þeirra var Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Anna Kol­brún taldi hana hættu­lega og Berg­þór sagði um Silju að hún væri „ótraust kona“.

Svo kall­aði Gunnar Bragi Unni Brá Kon­ráðs­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og núver­andi verk­efna­stjóra stjórn­ar­skrárend­ur­skoð­un­ar, „kræfa kerfiskell­ing­u“.

Fyr­ir­litn­ingin gagn­vart fyrr­ver­andi sam­herja

Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og núver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, starf­aði náið með Sig­mundi Davíð árum sam­an. Fyrr­ver­andi sam­herjar hennar virð­ast mjög hneyksl­aðir á því að hún hafi valið sér­fræð­ing, Jón Pétur Zim­sen fyrr­ver­andi skóla­stjóra Rétt­ar­holts­skóla, í stöðu aðstoð­ar­manns. „Henni er bara fokk­ing sama um hvað við erum að gera. Hjólum í hel­vítis tík­ina! Það er bara mál­ið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjál­að­ur! Af hverju erum við að hlífa henn­i,“ sagði Gunnar Bragi um Lilju. Áður hafði hann sagt að hún hefði „ engan kyn­þokka“ og kyn­þokka sem væri „einn og þrett­án“.

Í frá­sögn Stund­ar­innar af umræðum mann­anna um Lilju er haft eftir Sig­mundi Davíð að hann geti sjálfum sér um kennt um þá stöðu sem uppi sé varð­andi Lilju. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aft­ur.“

Auglýsing
Bergþór sagði þá: „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asna­eyr­unum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða[...]Og hún hefur teygt ykkur miklu leng­ur. Ég er bara nýbú­inn að kynn­ast henni. Þegar við hitt­umst í skötu­veisl­unni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til.“

Sig­mundur Davíð sagði þetta rétt hjá Berg­þóri. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karl­menn eins og kven­fólk kann.“ Ein­hverjir úr hópnum bættu við „Who the fuck is that bitch?“ og „Fuck that bitch“. „Þú getur riðið henni, skil­urð­u,“ sagði Berg­þór og virtist, sam­kvæmt frá­sögn Stund­ar­inn­ar, einnig vera að vísa til Lilju.

#MeToo-­fyr­ir­litn­ingin

Kyn­ferð­is­legu ummælin um Lilju voru sann­ar­lega ekki þau einu þess eðlis sem féllu í sam­tal­inu. Um ónefnda stjórn­mála­konu úr Sjálf­stæð­is­flokknum sagði Gunnar Bragi að hún væri „hel­víti sæt stelpa.“ Berg­þór bætti við: „Nú ætla ég að segja eitt sem er nátt­úru­lega mjög dóna­legt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síð­an. Það er ótrú­legur mun­ur.“ Og Sig­mundur Davíð lok­aði leik­þætt­inum með því að segja að á þeim for­sendum „ segi ég að hún hrynji niður list­ann,“ og átti þar við fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í næstu kosn­ing­um.

Síðar sagði Anna Kol­brún það heilagan sann­leik að „stelpur eru að meiri­hlut­anum talna­blindn­ar“. Gunnar Bragi spurði þá hvort það væri ástæðan fyrir því að þær vita ekki hjá hvað mörgum þær sofa hjá?“ Berg­þór og Sig­mundur Davíð tóku undir þetta.

Albertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fékk sinn skerf af ömur­leg­heit­um. Berg­þór sagð­ist eiga MeToo-­sögu um hana en hafi sem „betur fer ekki“ látið sig hafa það að láta undan meintum til­raunum hennar til að fá hann til lags við sig. „Það voru ýmsir sem sögðu „take one for the team“ en Beggi var ekki til,“ sagði Sig­mundur Dav­íð. Hinir hlógu og Gunnar Bragi sagði í kjöl­farið sögu af sömu þing­konu, sem hann hefur síðan við­ur­kennt að sé ekki sönn. Hún var á þessa leið: „Það er ein­hver hátíð í sam­komu­hús­inu í Hnífs­dal. Ég mæti þarna sem fram­bjóð­andi ásamt fleir­um. Ég er allt í einu far­inn að dansa við þessa stúlku […] Ég sagði bara nei […] en það var bara suð­að. Þá var bara eins og ein­hver hefði verið líf­lát­inn. Hún var brjál­uð, hún tryllt­ist, hún grenj­aði og öskr­aði. Ég bara hugs­aði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjör­lega kreisí.“ Í kjöl­farið héldu báðir menn­irn­ir, Berg­þór og Gunnar Bragi, því fram að Albertína hefði reynt að nauðga sér.

Svo gerðu þeir grín að lengd MeToo-ræðu hennar og því að fórn­ar­lömb kyn­ferð­is­of­beldis fari í opnu­við­töl í DV.

Mann­fyr­ir­litn­ingin

Þá tók Gunnar Bragi Loga Ein­ars­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, líka fyrir fyr­ir. „Það versta er að við látum við­gang­ast að mað­ur­inn í strápils­inu sem dans­aði nán­ast á typp­inu með Skrið­jöklum á svið­inu sjálfu er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.“ Siðar bætti hann við: „Mað­ur­inn er klæddur eins og Hvar er Valli. Þetta er hræði­leg­t.“ Logi var með­limur í hljóm­sveit­inni Skrið­jöklunum á árum áður.

Það voru fleiri karl­menn sem fengu yfir sig sví­virð­ing­ar. Gunnar Bragi lýsti því meðal ann­ars yfir að póli­tísk hrossa­kaup, sem betur verður vikið að síð­ar, hafi gengið svo vel að þau hafi sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Frið­riki Ómari.“ Þar átti hann aug­ljós­lega við Frið­rik Ómar Hjör­leifs­son söngv­ara, sem er sam­kyn­hneigð­ur.

Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, fékk sinn skerf. Anna Kol­brún sagði um hann: „Hann er svona let­ingi. Hann er ekk­ert rosa­­lega með á nót­unum í alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefnd.“ Undir þetta var tek­ið. Sig­mundur Davíð tjáði sig svo um bak­grunn Páls úr fjöl­mið­l­um og sagði að hans reynsla væri að stjórn­­­mála­­menn með þannig bak­grunn ættu erfitt upp­­­drátt­­ar. Nefndi hann í því sam­hengi Elín­u Hir­st, ­Sig­­mund Erni Rún­ars­son og taldi Pál Magn­ús­­son vera í þeim hópi. Sagði Sig­­mundur Davíð sjálfur að hann væri und­an­­tekn­ing á regl­unni, en hann starf­aði um tíma hjá RÚV.

Ólafur Ísleifs­son heyr­ist segja á upp­tök­unni að það sé mark­aður fyrir sjón­­­ar­mið Ásmundar Frið­riks­sonar um inn­­flytj­endur í Suð­­ur­­kjör­­dæmi, en Ásmundur hefur ítrekað orðið upp­vís að því að fara með stað­leysu opin­ber­lega um stöðu inn­flytj­enda og reynt að etja þeim saman við aldr­aðra og öryrkja með því að segja bættan hag ann­ars hóps­ins hafa áhrif á hag hins. Ólafur sagði að Ásmundur hafi „treyst sér til að fjalla um mjög við­­kvæm mál­efni, sem „góða fólk­inu“ er mjög á móti skapi.“

Auglýsing
Loks gerðu þing­menn­irnir grín að Freyju Har­alds­dótt­ur, fyrr­ver­andi vara­þing­manni sem þjá­ist af sjald­gæfum beina­sjúk­dómi. Anna Kol­brún kall­aði hana „Freyju eyju“ og Sig­mundur Davíð gerði grín að því að tveir mann­anna við borðið hefðu sér­stakan áhuga á henni og áður­nefndri Albertínu. Við það til­efni hermdi ein­hver úr hópnum eftir sel.

Spill­ing­ar­fyr­ir­litn­ingin

Á upp­tök­unni gorta fyrr­ver­andi ráða­menn þjóð­ar­innar sig líka af því að hafa stundað póli­tísk hrossa­kaup með sendi­herra­stóla þegar Gunnar Bragi var utan­rík­is­ráð­herra. Hann hreykti sér af því að hafa skipað Árna Þór Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi þing­mann Vinstri grænna sem Gunnar Bragi kallar „sendi­tík Stein­gríms [J. Sig­fús­son­ar]“, í stöðu sendi­herra á sama tíma og Geir H. Haarde til að draga athygl­ina frá skipan Geirs. Ástæðan var meðal ann­ars sú að Geir var auð­vitað for­sæt­is­ráð­herra í hrun­inu og hafði verið fund­inn sekur fyrir Lands­dómi. Gunnar Bragi sagð­ist hafa fundað með Katrínu Jak­obs­dótt­ur, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­manni Vinstri grænna, í aðdrag­anda sendi­herra­skip­un­ar­innar og þar tryggt „að hún myndi ekki segja neitt“.

Af sam­tal­inu má ráða að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafi beðið Gunnar Braga um að gera Geir að sendi­herra.

Fyrir það við­vik taldi Gunnar Bragi að hann ætti inni greiða hjá Bjarna. Hann sagð­ist hafa sagt við Bjarna: „Og mér finnst sann­gjarnt að þið horfið til svip­aðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“

Sig­mundur Davíð heyr­ist stað­festa sög­una og segja að Bjarni hefði sagt að „nið­ur­staðan var sú að hann hefði fall­ist á það að ef þetta gengi eft­ir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálf­stæð­is­mönn­um.“ Sá greiði sem menn­irnir vildu inn­heimta var að gera Gunnar Braga að sendi­herra. Sig­mundur Davíð sagði að Bjarni hefði fylgt mál­inu eftir við Guð­laug Þór Þórð­ar­son, núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, sem hefði sagt: „Já­já, ef það er eitt­hvað sem þig vant­ar.“ Síðan hafi Guð­laugur Þór bara ekki haft áhuga á að klára mál­ið.

Í við­tali í morgun sagði Gunnar Bragi að þessi saga væri upp­spuni sem hann gæti ekki útskýrt.

Þá ræða þing­menn Mið­flokks­ins akstur Ásmundar Frið­riks­son­ar. Anna Kol­brún segir á upp­tök­unni að „Feill­inn sem Ási gerði var að hætta að keyra“ og vísar þar til þess að Ásmundur hafi minnkað veru­lega akstur sinn eftir að ásak­anir um sjálftöku hans komu fram. Berg­þór seg­ist þá hafa heyrt þá hug­mynd að Ásmundur hefði átt að setja bíla­­leig­u­bíl­inn á búkka í bíl­skúrn­­um. „Þar væri hann á 100 kíló­­metra hraða alltaf þegar hann væri sof­andi. Þannig að hverja nótt þegar Ási er sof­andi þá keyrir bíll­inn svona 700 kíló­­metra. Þannig að hann mun sýna okkur það að hann keyrir jafn­­vel meira.“

Raun­veru­leika­fyr­ir­litn­ingin

Fyrstu fréttir úr upp­tök­unni birt­ust í gær­kvöldi. Fyrstu við­brögð sem bár­ust frá þeim sem þar töl­uðu komu frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni. Hann birti stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann sýndi enga iðrun og baðst ekki afsök­unar á neinu. Þvert á móti beindi hann spjótum sínum að fjöl­miðl­um, líkti því að sam­talið hafi verið tekið upp við það „þegar útsend­arar blaðs­ins News of the World hler­uðu sím­töl stjórn­mála­manna og ann­ars þekkts fólks“ og von­aði að upp­taka á drukknu níði hans og starfs­fé­laga hans yrði lit­inn jafn alvar­legum aug­um.

Þetta er svipað við­mót og Sig­mundur Davíð hefur oft sýnt af sér áður. Að geta ekki litið í eigin barm undir nokkrum kring­um­stæð­um, kenna alltaf öðrum, oft til­búnum strá­mönnum eða George Soros, um allt sem aflaga fer hjá honum og ráð­ast ætið á sendi­boð­ann í stað þess að fjalla um efn­ið. Það gerð­ist í Panama­skjöl­un­um, þegar hann tap­aði for­manns­kosn­ingum í Fram­sókn­ar­flokknum og síð­ast þegar opin­berað var að aflands­fé­lag Sig­mundar Dav­íðs hafði ekki greitt skatta í sam­ræmi við lög og reglur í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. Þá hót­aði hann að fara í mál við þrjá nafn­greinda fjöl­miðla, meðal ann­ars Kjarn­ann. Enn hefur ekki orðið af þeirri mál­sókn.

Gunnar Bragi og Ólafur Ísleifs­son reyndu einnig að beina athygl­inni að því að sam­tal­ið, sem fór fram á kyrr­látum og litlum bar á virku kvöldi í margra vitna við­ur­vist, hefði ekk­ert erindi í fjöl­miðla þegar þeir voru til við­tals í Morg­un­út­varp­inu í morg­un. Það verður að taka það skýrt fram að upp­taka af háværu sam­tali drukk­inna þing­manna á kyrr­látum bar fyrir framan annað fólk á ekk­ert skylt við njósn­ir. Það á ekk­ert sam­eig­in­legt við það að brjót­ast inn í síma ein­hvers, inn í tölvu­póst­hólf ein­hvers eða inn á heim­ili ein­hvers.

Auglýsing
Það sem þessir menn vissu ekki þegar þeir reyndu þessu þunnu málsvörn var að ein­ungis hluti af upp­tök­unum höfðu verið gerðar opin­ber­ar. Og þegar leið á dag­inn í dag kom enn ógeð­felld­ara per­sónu­níð þeirra í ljós. Á end­anum sendu þing­menn Mið­flokks­ins sem voru við­staddir fyll­er­íið frá sér sam­eig­in­lega afsök­un­ar­beiðni til þeirra sem þeir níddu og fjöl­skyldna sinna, sem þeir gengu fram af.

Sam­fé­lags­fyr­ir­litn­ingin

Sú orð­ræða sem við­höfð var af þing­mönn­unum er ömur­leg og óboð­leg. Og ef þeir hefðu ekki verið gripnir í bólinu þá væru þeir ekki að biðja nokkurn mann afsök­un­ar. Iðr­unin er vegna þess að það komst upp um þá.

Eftir stendur spurn­ingin um hvaða afleið­ingar þetta eigi að hafa.

Nú er það þannig að flestir hafa látið óvið­eig­andi orð falla um ein­hvern í ein­hverju sem þeir telja einka­sam­tal. En fæstir hafa von­andi setið í opin­beru rými klukku­tímunum saman og skipst á að segja rætna, fyr­ir­lit­lega, meið­andi, ósanna og nið­ur­lægj­andi hluti um kon­ur, sam­starfs­menn, póli­tíska and­stæð­inga, fatl­aða og sam­kyn­hneigða. Eða mært það að nota stað­leysu um inn­flytj­endur til að ná póli­tískum mark­mið­um. Eða við­ur­kennt póli­tíska spill­ingu við veit­ingu emb­ætta sem er eins og skóla­bók­ar­dæmi úr stroku­spill­ing­ar­fræðum helm­inga­skipta­tím­ans.

Þing­menn eru nefni­lega ekki eins og við flest. Þeir eru kjörnir full­trúar alls almenn­ings. Við eigum að gera mun rík­ari kröfur til þeirra. Allar líkur eru á að fram­ferði þeirra sé skýrt brot á siða­reglum þing­manna, fyrir utan að vera á skjön við allt almennt vel­sæmi.

Á und­an­förnum árum höfum við hins vegar ekki getað gert neinar kröfur til þing­manna, vegna þess að þing­menn­irnir hafa ekki gert þær til sín. Þvert á móti er það varið út í rauðan dauð­ann að það þurfi aldrei að axla póli­tíska ábyrgð þótt ein­hver brjóti lög, mis­fari með opin­bert fé, svindli í kosn­ing­um, geymi fjár­muni í aflands­fé­lögum án þess að til­kynna um það, svíki undan skatti eða hagi sér ósið­lega. Nú reynir á hvort atburðir síð­ustu tveggja daga muni orsaka ein­hver vatna­skil. Það er í höndum stjórn­mála­manna á Alþingi að ákveða það. Eða hvort að hinn ömur­legi drykkju­fundur sex þing­manna á þriðju­dags­kvöldið fyrir viku sé bara enn eitt dæmi um póli­tíska menn­ingu á Íslandi sem verði að kyngja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari