Auglýsing

Nokkrir þing­menn fóru á lít­inn bar á þriðju­dag í síð­ustu viku, á meðan þeir áttu að vera í vinn­unni, til að drekka sig fulla. Þar voru þeir teknir upp af aðila sem sat í námunda við þá og þeirri upp­töku komið á Stund­ina og DV, sem hefur birt mikið magn frétta úr þeim. Það sem hér kemur á eftir er að mestu byggt á þeim frétt­um.

Í hópnum er fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra henn­ar, sem var sem slíkur um tíma ein­hvers­konar and­lit Bar­bers­hop ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna sem fjall­aði um jafn­rétti kynj­anna. Slíkar ráð­stefnur snú­ast fyrst og síð­ast um að virkja karla gegn kven­fyr­ir­litn­ingu og karl­rembu, meðal ann­ars í lok­uðum rým­um. Að standa til dæmis upp gegn því sem for­seti Banda­ríkj­anna kall­aði „bún­ings­her­bergja­tal“ þegar hann gort­aði sig af því að grípa í píkur kvenna. Þetta er mik­il­vægt að muna áður en lesið er áfram.

Þing­menn­irnir koma úr tveimur flokk­um, Mið­flokki og Flokki fólks­ins. Um var að ræða sex manna hóp, fimm karla og eina konu. Flokkum sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, lýsti á drykkju­fund­inum sem sam­vinnu­flokk­um. Stjórn­mála­flokkum sem væru setnir af karl­mönnum „á sömu línu í öllum meg­in­málum og við viljum vinna með þeim. Og við viljum ekki að ein­hver Inga Sæland taki af þeim heið­ur­inn sem þeir eiga.“

Auglýsing
Hann bætti við að hann vildi að „þessi hópur hérna hafi það að leið­ar­ljósi að þeir sem standa með hópnum séu virtir af því og aldrei sviknir þegar á reyn­ir.“

Sig­mundur Davíð bauð Berg­þór Óla­son, þing­mann Mið­flokks­ins, vel­komin í póli­tík sam­tal­inu. Um leið var að hann, í ljósi opin­ber­ana síð­ustu daga, að bjóða okkur öll vel­komin í dimm­ustu anga henn­ar.

Kven­fyr­ir­litn­ingin

Í þessu drukkna en póli­tískt drekk­hlaðna spjalli þing­mann­anna, var farið yfir ýmis­legt. Eitt var þó mjög afger­andi, stæk kven­fyr­ir­litn­ing sem birt­ist sér­stak­lega gagn­vart starf­andi stjórn­mála­kon­um.

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, kall­aði Ingu Sæland „húrr­andi klikk­aða kunt­u“. Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður Flokks fólks­ins, sagði um for­mann sinn: „Hún getur þetta ekki. Hún getur talað um þetta, hún getur grenjað um þetta, en hún getur ekki stjórn­að.“

Hóp­ur­inn tók líka Odd­nýju Harð­ar­dótt­ur, þing­mann Sam­fylk­ingar og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, fyr­ir. Gunnar Bragi Sveins­son, þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins, sagði: „Oddný er ekk­ert ágæt, hún er algjör apa­kött­ur. Hún veit ekki neitt, hún kann ekki neitt, hún getur ekki neitt.“

Þing­menn Mið­flokks­ins sem voru við­stadd­ir, ofan­greindir þrír karlar og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, sem var for­maður aðgerða­hóps stjórn­valda og aðila vinnu­mark­aðar um launa­jafn­rétti kynj­anna 2013–2016 og er for­maður Jafn­rétt­is­sjóðs Íslands, fóru svo að velta því fyrir sér hverjum orðið „cunt“ lýsti best á Alþingi. Nið­ur­staða þeirra var Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Anna Kol­brún taldi hana hættu­lega og Berg­þór sagði um Silju að hún væri „ótraust kona“.

Svo kall­aði Gunnar Bragi Unni Brá Kon­ráðs­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og núver­andi verk­efna­stjóra stjórn­ar­skrárend­ur­skoð­un­ar, „kræfa kerfiskell­ing­u“.

Fyr­ir­litn­ingin gagn­vart fyrr­ver­andi sam­herja

Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og núver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, starf­aði náið með Sig­mundi Davíð árum sam­an. Fyrr­ver­andi sam­herjar hennar virð­ast mjög hneyksl­aðir á því að hún hafi valið sér­fræð­ing, Jón Pétur Zim­sen fyrr­ver­andi skóla­stjóra Rétt­ar­holts­skóla, í stöðu aðstoð­ar­manns. „Henni er bara fokk­ing sama um hvað við erum að gera. Hjólum í hel­vítis tík­ina! Það er bara mál­ið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjál­að­ur! Af hverju erum við að hlífa henn­i,“ sagði Gunnar Bragi um Lilju. Áður hafði hann sagt að hún hefði „ engan kyn­þokka“ og kyn­þokka sem væri „einn og þrett­án“.

Í frá­sögn Stund­ar­innar af umræðum mann­anna um Lilju er haft eftir Sig­mundi Davíð að hann geti sjálfum sér um kennt um þá stöðu sem uppi sé varð­andi Lilju. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aft­ur.“

Auglýsing
Bergþór sagði þá: „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asna­eyr­unum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða[...]Og hún hefur teygt ykkur miklu leng­ur. Ég er bara nýbú­inn að kynn­ast henni. Þegar við hitt­umst í skötu­veisl­unni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til.“

Sig­mundur Davíð sagði þetta rétt hjá Berg­þóri. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karl­menn eins og kven­fólk kann.“ Ein­hverjir úr hópnum bættu við „Who the fuck is that bitch?“ og „Fuck that bitch“. „Þú getur riðið henni, skil­urð­u,“ sagði Berg­þór og virtist, sam­kvæmt frá­sögn Stund­ar­inn­ar, einnig vera að vísa til Lilju.

#MeToo-­fyr­ir­litn­ingin

Kyn­ferð­is­legu ummælin um Lilju voru sann­ar­lega ekki þau einu þess eðlis sem féllu í sam­tal­inu. Um ónefnda stjórn­mála­konu úr Sjálf­stæð­is­flokknum sagði Gunnar Bragi að hún væri „hel­víti sæt stelpa.“ Berg­þór bætti við: „Nú ætla ég að segja eitt sem er nátt­úru­lega mjög dóna­legt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síð­an. Það er ótrú­legur mun­ur.“ Og Sig­mundur Davíð lok­aði leik­þætt­inum með því að segja að á þeim for­sendum „ segi ég að hún hrynji niður list­ann,“ og átti þar við fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í næstu kosn­ing­um.

Síðar sagði Anna Kol­brún það heilagan sann­leik að „stelpur eru að meiri­hlut­anum talna­blindn­ar“. Gunnar Bragi spurði þá hvort það væri ástæðan fyrir því að þær vita ekki hjá hvað mörgum þær sofa hjá?“ Berg­þór og Sig­mundur Davíð tóku undir þetta.

Albertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fékk sinn skerf af ömur­leg­heit­um. Berg­þór sagð­ist eiga MeToo-­sögu um hana en hafi sem „betur fer ekki“ látið sig hafa það að láta undan meintum til­raunum hennar til að fá hann til lags við sig. „Það voru ýmsir sem sögðu „take one for the team“ en Beggi var ekki til,“ sagði Sig­mundur Dav­íð. Hinir hlógu og Gunnar Bragi sagði í kjöl­farið sögu af sömu þing­konu, sem hann hefur síðan við­ur­kennt að sé ekki sönn. Hún var á þessa leið: „Það er ein­hver hátíð í sam­komu­hús­inu í Hnífs­dal. Ég mæti þarna sem fram­bjóð­andi ásamt fleir­um. Ég er allt í einu far­inn að dansa við þessa stúlku […] Ég sagði bara nei […] en það var bara suð­að. Þá var bara eins og ein­hver hefði verið líf­lát­inn. Hún var brjál­uð, hún tryllt­ist, hún grenj­aði og öskr­aði. Ég bara hugs­aði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjör­lega kreisí.“ Í kjöl­farið héldu báðir menn­irn­ir, Berg­þór og Gunnar Bragi, því fram að Albertína hefði reynt að nauðga sér.

Svo gerðu þeir grín að lengd MeToo-ræðu hennar og því að fórn­ar­lömb kyn­ferð­is­of­beldis fari í opnu­við­töl í DV.

Mann­fyr­ir­litn­ingin

Þá tók Gunnar Bragi Loga Ein­ars­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, líka fyrir fyr­ir. „Það versta er að við látum við­gang­ast að mað­ur­inn í strápils­inu sem dans­aði nán­ast á typp­inu með Skrið­jöklum á svið­inu sjálfu er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.“ Siðar bætti hann við: „Mað­ur­inn er klæddur eins og Hvar er Valli. Þetta er hræði­leg­t.“ Logi var með­limur í hljóm­sveit­inni Skrið­jöklunum á árum áður.

Það voru fleiri karl­menn sem fengu yfir sig sví­virð­ing­ar. Gunnar Bragi lýsti því meðal ann­ars yfir að póli­tísk hrossa­kaup, sem betur verður vikið að síð­ar, hafi gengið svo vel að þau hafi sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Frið­riki Ómari.“ Þar átti hann aug­ljós­lega við Frið­rik Ómar Hjör­leifs­son söngv­ara, sem er sam­kyn­hneigð­ur.

Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, fékk sinn skerf. Anna Kol­brún sagði um hann: „Hann er svona let­ingi. Hann er ekk­ert rosa­­lega með á nót­unum í alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefnd.“ Undir þetta var tek­ið. Sig­mundur Davíð tjáði sig svo um bak­grunn Páls úr fjöl­mið­l­um og sagði að hans reynsla væri að stjórn­­­mála­­menn með þannig bak­grunn ættu erfitt upp­­­drátt­­ar. Nefndi hann í því sam­hengi Elín­u Hir­st, ­Sig­­mund Erni Rún­ars­son og taldi Pál Magn­ús­­son vera í þeim hópi. Sagði Sig­­mundur Davíð sjálfur að hann væri und­an­­tekn­ing á regl­unni, en hann starf­aði um tíma hjá RÚV.

Ólafur Ísleifs­son heyr­ist segja á upp­tök­unni að það sé mark­aður fyrir sjón­­­ar­mið Ásmundar Frið­riks­sonar um inn­­flytj­endur í Suð­­ur­­kjör­­dæmi, en Ásmundur hefur ítrekað orðið upp­vís að því að fara með stað­leysu opin­ber­lega um stöðu inn­flytj­enda og reynt að etja þeim saman við aldr­aðra og öryrkja með því að segja bættan hag ann­ars hóps­ins hafa áhrif á hag hins. Ólafur sagði að Ásmundur hafi „treyst sér til að fjalla um mjög við­­kvæm mál­efni, sem „góða fólk­inu“ er mjög á móti skapi.“

Auglýsing
Loks gerðu þing­menn­irnir grín að Freyju Har­alds­dótt­ur, fyrr­ver­andi vara­þing­manni sem þjá­ist af sjald­gæfum beina­sjúk­dómi. Anna Kol­brún kall­aði hana „Freyju eyju“ og Sig­mundur Davíð gerði grín að því að tveir mann­anna við borðið hefðu sér­stakan áhuga á henni og áður­nefndri Albertínu. Við það til­efni hermdi ein­hver úr hópnum eftir sel.

Spill­ing­ar­fyr­ir­litn­ingin

Á upp­tök­unni gorta fyrr­ver­andi ráða­menn þjóð­ar­innar sig líka af því að hafa stundað póli­tísk hrossa­kaup með sendi­herra­stóla þegar Gunnar Bragi var utan­rík­is­ráð­herra. Hann hreykti sér af því að hafa skipað Árna Þór Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi þing­mann Vinstri grænna sem Gunnar Bragi kallar „sendi­tík Stein­gríms [J. Sig­fús­son­ar]“, í stöðu sendi­herra á sama tíma og Geir H. Haarde til að draga athygl­ina frá skipan Geirs. Ástæðan var meðal ann­ars sú að Geir var auð­vitað for­sæt­is­ráð­herra í hrun­inu og hafði verið fund­inn sekur fyrir Lands­dómi. Gunnar Bragi sagð­ist hafa fundað með Katrínu Jak­obs­dótt­ur, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­manni Vinstri grænna, í aðdrag­anda sendi­herra­skip­un­ar­innar og þar tryggt „að hún myndi ekki segja neitt“.

Af sam­tal­inu má ráða að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafi beðið Gunnar Braga um að gera Geir að sendi­herra.

Fyrir það við­vik taldi Gunnar Bragi að hann ætti inni greiða hjá Bjarna. Hann sagð­ist hafa sagt við Bjarna: „Og mér finnst sann­gjarnt að þið horfið til svip­aðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“

Sig­mundur Davíð heyr­ist stað­festa sög­una og segja að Bjarni hefði sagt að „nið­ur­staðan var sú að hann hefði fall­ist á það að ef þetta gengi eft­ir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálf­stæð­is­mönn­um.“ Sá greiði sem menn­irnir vildu inn­heimta var að gera Gunnar Braga að sendi­herra. Sig­mundur Davíð sagði að Bjarni hefði fylgt mál­inu eftir við Guð­laug Þór Þórð­ar­son, núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, sem hefði sagt: „Já­já, ef það er eitt­hvað sem þig vant­ar.“ Síðan hafi Guð­laugur Þór bara ekki haft áhuga á að klára mál­ið.

Í við­tali í morgun sagði Gunnar Bragi að þessi saga væri upp­spuni sem hann gæti ekki útskýrt.

Þá ræða þing­menn Mið­flokks­ins akstur Ásmundar Frið­riks­son­ar. Anna Kol­brún segir á upp­tök­unni að „Feill­inn sem Ási gerði var að hætta að keyra“ og vísar þar til þess að Ásmundur hafi minnkað veru­lega akstur sinn eftir að ásak­anir um sjálftöku hans komu fram. Berg­þór seg­ist þá hafa heyrt þá hug­mynd að Ásmundur hefði átt að setja bíla­­leig­u­bíl­inn á búkka í bíl­skúrn­­um. „Þar væri hann á 100 kíló­­metra hraða alltaf þegar hann væri sof­andi. Þannig að hverja nótt þegar Ási er sof­andi þá keyrir bíll­inn svona 700 kíló­­metra. Þannig að hann mun sýna okkur það að hann keyrir jafn­­vel meira.“

Raun­veru­leika­fyr­ir­litn­ingin

Fyrstu fréttir úr upp­tök­unni birt­ust í gær­kvöldi. Fyrstu við­brögð sem bár­ust frá þeim sem þar töl­uðu komu frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni. Hann birti stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann sýndi enga iðrun og baðst ekki afsök­unar á neinu. Þvert á móti beindi hann spjótum sínum að fjöl­miðl­um, líkti því að sam­talið hafi verið tekið upp við það „þegar útsend­arar blaðs­ins News of the World hler­uðu sím­töl stjórn­mála­manna og ann­ars þekkts fólks“ og von­aði að upp­taka á drukknu níði hans og starfs­fé­laga hans yrði lit­inn jafn alvar­legum aug­um.

Þetta er svipað við­mót og Sig­mundur Davíð hefur oft sýnt af sér áður. Að geta ekki litið í eigin barm undir nokkrum kring­um­stæð­um, kenna alltaf öðrum, oft til­búnum strá­mönnum eða George Soros, um allt sem aflaga fer hjá honum og ráð­ast ætið á sendi­boð­ann í stað þess að fjalla um efn­ið. Það gerð­ist í Panama­skjöl­un­um, þegar hann tap­aði for­manns­kosn­ingum í Fram­sókn­ar­flokknum og síð­ast þegar opin­berað var að aflands­fé­lag Sig­mundar Dav­íðs hafði ekki greitt skatta í sam­ræmi við lög og reglur í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. Þá hót­aði hann að fara í mál við þrjá nafn­greinda fjöl­miðla, meðal ann­ars Kjarn­ann. Enn hefur ekki orðið af þeirri mál­sókn.

Gunnar Bragi og Ólafur Ísleifs­son reyndu einnig að beina athygl­inni að því að sam­tal­ið, sem fór fram á kyrr­látum og litlum bar á virku kvöldi í margra vitna við­ur­vist, hefði ekk­ert erindi í fjöl­miðla þegar þeir voru til við­tals í Morg­un­út­varp­inu í morg­un. Það verður að taka það skýrt fram að upp­taka af háværu sam­tali drukk­inna þing­manna á kyrr­látum bar fyrir framan annað fólk á ekk­ert skylt við njósn­ir. Það á ekk­ert sam­eig­in­legt við það að brjót­ast inn í síma ein­hvers, inn í tölvu­póst­hólf ein­hvers eða inn á heim­ili ein­hvers.

Auglýsing
Það sem þessir menn vissu ekki þegar þeir reyndu þessu þunnu málsvörn var að ein­ungis hluti af upp­tök­unum höfðu verið gerðar opin­ber­ar. Og þegar leið á dag­inn í dag kom enn ógeð­felld­ara per­sónu­níð þeirra í ljós. Á end­anum sendu þing­menn Mið­flokks­ins sem voru við­staddir fyll­er­íið frá sér sam­eig­in­lega afsök­un­ar­beiðni til þeirra sem þeir níddu og fjöl­skyldna sinna, sem þeir gengu fram af.

Sam­fé­lags­fyr­ir­litn­ingin

Sú orð­ræða sem við­höfð var af þing­mönn­unum er ömur­leg og óboð­leg. Og ef þeir hefðu ekki verið gripnir í bólinu þá væru þeir ekki að biðja nokkurn mann afsök­un­ar. Iðr­unin er vegna þess að það komst upp um þá.

Eftir stendur spurn­ingin um hvaða afleið­ingar þetta eigi að hafa.

Nú er það þannig að flestir hafa látið óvið­eig­andi orð falla um ein­hvern í ein­hverju sem þeir telja einka­sam­tal. En fæstir hafa von­andi setið í opin­beru rými klukku­tímunum saman og skipst á að segja rætna, fyr­ir­lit­lega, meið­andi, ósanna og nið­ur­lægj­andi hluti um kon­ur, sam­starfs­menn, póli­tíska and­stæð­inga, fatl­aða og sam­kyn­hneigða. Eða mært það að nota stað­leysu um inn­flytj­endur til að ná póli­tískum mark­mið­um. Eða við­ur­kennt póli­tíska spill­ingu við veit­ingu emb­ætta sem er eins og skóla­bók­ar­dæmi úr stroku­spill­ing­ar­fræðum helm­inga­skipta­tím­ans.

Þing­menn eru nefni­lega ekki eins og við flest. Þeir eru kjörnir full­trúar alls almenn­ings. Við eigum að gera mun rík­ari kröfur til þeirra. Allar líkur eru á að fram­ferði þeirra sé skýrt brot á siða­reglum þing­manna, fyrir utan að vera á skjön við allt almennt vel­sæmi.

Á und­an­förnum árum höfum við hins vegar ekki getað gert neinar kröfur til þing­manna, vegna þess að þing­menn­irnir hafa ekki gert þær til sín. Þvert á móti er það varið út í rauðan dauð­ann að það þurfi aldrei að axla póli­tíska ábyrgð þótt ein­hver brjóti lög, mis­fari með opin­bert fé, svindli í kosn­ing­um, geymi fjár­muni í aflands­fé­lögum án þess að til­kynna um það, svíki undan skatti eða hagi sér ósið­lega. Nú reynir á hvort atburðir síð­ustu tveggja daga muni orsaka ein­hver vatna­skil. Það er í höndum stjórn­mála­manna á Alþingi að ákveða það. Eða hvort að hinn ömur­legi drykkju­fundur sex þing­manna á þriðju­dags­kvöldið fyrir viku sé bara enn eitt dæmi um póli­tíska menn­ingu á Íslandi sem verði að kyngja.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari