Rökræðum málið – en rífumst ekki um staðreyndir

Jón Baldvin Hannibalsson segir að aðildarriki EES hafi ótvíræðan rétt til að semja um undanþágur frá EES-gerðum og regluverki. Því sé hægt að hafna slíkum án viðurlaga.

Auglýsing

Í Silfri Egils s.l. sunnu­dag (25.11.) full­yrti ég, að aðild­ar­ríki EES-­samn­ings­ins hefðu ótví­ræðan rétt til að semja um und­an­þágur frá EES-­gerðum og reglu­verki og að hafna þeim með öllu, án við­ur­laga, umfram það að njóta þá ekki rétt­inda á við­kom­andi mála­sviði. Sem og að for­dæmi væru fyrir þessu í reynd.

Ein­hverjir hafa orðið til að rengja það, að þetta sé rétt. Ég stend hins vegar við það sem ég sagði. Vænt­an­lega rengja menn ekki, að rétt sé farið með í svörum utan­rík­is­ráð­herra við form­legum fyr­ir­spurnum á Alþingi, eða hvað? Það vill svo til, að Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi þing­mað­ur, spurði þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Gunnar Braga Sveins­son, um þetta (sjá þing­skjal 1276).

Fyr­ir­spurnin hljóð­aði svo: „Hversu oft og í hvaða til­vikum hefur Ísland á ára­bil­inu 2000-2014 óskað eftir und­an­þágum frá inn­leið­ingu EES-­gerða á vett­vangi sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar? Hversu oft hefur verið fall­ist á slíkar und­an­þág­ur?

Auglýsing

Í svari ráð­herr­ans kemur m.a. fram eft­ir­far­andi: (ath. let­ur­breyt­ingar eru mín­ar).

(1)„Í ýmsum til­fellum er í slíkum ákvörð­unum sér­stak­lega samið um, hvort og með hvaða hætti ESB- gerð taki til EES/EFTA- ríkja á grund­velli EES- samn­ings­ins. Í því ferli er m.a. unnt að semja um aðlag­anir og und­an­þágur af ýmsu tagi, jafnt tækni­legar sem efn­is­legar“.

(2) „Þá er einnig unnt að und­an­þiggja ríki inn­leið­ingu gerðar í heild eða að hluta“.

(3) „Ís­land hefur þannig samið um ýmsar aðlag­anir og und­an­þág­ur, hvort sem er að hluta eða í heild. Sem dæmi um nokkrar und­an­þág­ur, sem Ísland hefur samið um eru t.d. veiga­miklar und­an­þágur frá gerðum um regl­ur, er varða dýra­heil­brigði og lif­andi dýr“.

(4) „Jafn­framt er Ísland und­an­skilið til­skipun um orku­nýtni bygg­inga, til­skipun um sum­ar­tíma og gerð­um, sem varða jarð­gas. Þá er Ísland einnig und­an­þegið sam­eig­in­legum reglum um flug­vernd í almenn­ings­flugi að hluta, þ.e. hvað inn­an­lands­flug varð­ar. Eins og að framan grein­ir, er auk slíkra und­an­þága unnt að semja um aðlag­anir og sér­lausnir af ýmsum toga, svo sem aðlag­anir sem Ísland hefur samið um í tengslum við upp­töku orku­pakka  ESB í EES – samn­ing­inn sem og við upp­töku á ýmsum til­skip­unum ESB á sviði umhverf­is­mála“.

(4) „Þá má bæta við, að Ísland þarf hvorki að inn­leiða gerðir á sviði lest­ar­sam­gangna né um skip­gengar vatna­leið­ir“.

Von­andi geta menn svo haldið áfram rök­ræðum um aðal­at­riði máls­ins, og hvað þjóni íslenskum hags­munum best, án þess að hengja sig í að ríf­ast um stað­reynd­ir.

Höf. stýrði samn­inga­við­ræðum um EES-­samn­ing­inn fyrir Íslands hönd á árunum 1989-93.

Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Mikill er máttur minnihlutans
Leslistinn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar