Rökræðum málið – en rífumst ekki um staðreyndir

Jón Baldvin Hannibalsson segir að aðildarriki EES hafi ótvíræðan rétt til að semja um undanþágur frá EES-gerðum og regluverki. Því sé hægt að hafna slíkum án viðurlaga.

Auglýsing

Í Silfri Egils s.l. sunnu­dag (25.11.) full­yrti ég, að aðild­ar­ríki EES-­samn­ings­ins hefðu ótví­ræðan rétt til að semja um und­an­þágur frá EES-­gerðum og reglu­verki og að hafna þeim með öllu, án við­ur­laga, umfram það að njóta þá ekki rétt­inda á við­kom­andi mála­sviði. Sem og að for­dæmi væru fyrir þessu í reynd.

Ein­hverjir hafa orðið til að rengja það, að þetta sé rétt. Ég stend hins vegar við það sem ég sagði. Vænt­an­lega rengja menn ekki, að rétt sé farið með í svörum utan­rík­is­ráð­herra við form­legum fyr­ir­spurnum á Alþingi, eða hvað? Það vill svo til, að Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi þing­mað­ur, spurði þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Gunnar Braga Sveins­son, um þetta (sjá þing­skjal 1276).

Fyr­ir­spurnin hljóð­aði svo: „Hversu oft og í hvaða til­vikum hefur Ísland á ára­bil­inu 2000-2014 óskað eftir und­an­þágum frá inn­leið­ingu EES-­gerða á vett­vangi sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar? Hversu oft hefur verið fall­ist á slíkar und­an­þág­ur?

Auglýsing

Í svari ráð­herr­ans kemur m.a. fram eft­ir­far­andi: (ath. let­ur­breyt­ingar eru mín­ar).

(1)„Í ýmsum til­fellum er í slíkum ákvörð­unum sér­stak­lega samið um, hvort og með hvaða hætti ESB- gerð taki til EES/EFTA- ríkja á grund­velli EES- samn­ings­ins. Í því ferli er m.a. unnt að semja um aðlag­anir og und­an­þágur af ýmsu tagi, jafnt tækni­legar sem efn­is­legar“.

(2) „Þá er einnig unnt að und­an­þiggja ríki inn­leið­ingu gerðar í heild eða að hluta“.

(3) „Ís­land hefur þannig samið um ýmsar aðlag­anir og und­an­þág­ur, hvort sem er að hluta eða í heild. Sem dæmi um nokkrar und­an­þág­ur, sem Ísland hefur samið um eru t.d. veiga­miklar und­an­þágur frá gerðum um regl­ur, er varða dýra­heil­brigði og lif­andi dýr“.

(4) „Jafn­framt er Ísland und­an­skilið til­skipun um orku­nýtni bygg­inga, til­skipun um sum­ar­tíma og gerð­um, sem varða jarð­gas. Þá er Ísland einnig und­an­þegið sam­eig­in­legum reglum um flug­vernd í almenn­ings­flugi að hluta, þ.e. hvað inn­an­lands­flug varð­ar. Eins og að framan grein­ir, er auk slíkra und­an­þága unnt að semja um aðlag­anir og sér­lausnir af ýmsum toga, svo sem aðlag­anir sem Ísland hefur samið um í tengslum við upp­töku orku­pakka  ESB í EES – samn­ing­inn sem og við upp­töku á ýmsum til­skip­unum ESB á sviði umhverf­is­mála“.

(4) „Þá má bæta við, að Ísland þarf hvorki að inn­leiða gerðir á sviði lest­ar­sam­gangna né um skip­gengar vatna­leið­ir“.

Von­andi geta menn svo haldið áfram rök­ræðum um aðal­at­riði máls­ins, og hvað þjóni íslenskum hags­munum best, án þess að hengja sig í að ríf­ast um stað­reynd­ir.

Höf. stýrði samn­inga­við­ræðum um EES-­samn­ing­inn fyrir Íslands hönd á árunum 1989-93.

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar