Rökræðum málið – en rífumst ekki um staðreyndir

Jón Baldvin Hannibalsson segir að aðildarriki EES hafi ótvíræðan rétt til að semja um undanþágur frá EES-gerðum og regluverki. Því sé hægt að hafna slíkum án viðurlaga.

Auglýsing

Í Silfri Egils s.l. sunnu­dag (25.11.) full­yrti ég, að aðild­ar­ríki EES-­samn­ings­ins hefðu ótví­ræðan rétt til að semja um und­an­þágur frá EES-­gerðum og reglu­verki og að hafna þeim með öllu, án við­ur­laga, umfram það að njóta þá ekki rétt­inda á við­kom­andi mála­sviði. Sem og að for­dæmi væru fyrir þessu í reynd.

Ein­hverjir hafa orðið til að rengja það, að þetta sé rétt. Ég stend hins vegar við það sem ég sagði. Vænt­an­lega rengja menn ekki, að rétt sé farið með í svörum utan­rík­is­ráð­herra við form­legum fyr­ir­spurnum á Alþingi, eða hvað? Það vill svo til, að Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi þing­mað­ur, spurði þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Gunnar Braga Sveins­son, um þetta (sjá þing­skjal 1276).

Fyr­ir­spurnin hljóð­aði svo: „Hversu oft og í hvaða til­vikum hefur Ísland á ára­bil­inu 2000-2014 óskað eftir und­an­þágum frá inn­leið­ingu EES-­gerða á vett­vangi sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar? Hversu oft hefur verið fall­ist á slíkar und­an­þág­ur?

Auglýsing

Í svari ráð­herr­ans kemur m.a. fram eft­ir­far­andi: (ath. let­ur­breyt­ingar eru mín­ar).

(1)„Í ýmsum til­fellum er í slíkum ákvörð­unum sér­stak­lega samið um, hvort og með hvaða hætti ESB- gerð taki til EES/EFTA- ríkja á grund­velli EES- samn­ings­ins. Í því ferli er m.a. unnt að semja um aðlag­anir og und­an­þágur af ýmsu tagi, jafnt tækni­legar sem efn­is­legar“.

(2) „Þá er einnig unnt að und­an­þiggja ríki inn­leið­ingu gerðar í heild eða að hluta“.

(3) „Ís­land hefur þannig samið um ýmsar aðlag­anir og und­an­þág­ur, hvort sem er að hluta eða í heild. Sem dæmi um nokkrar und­an­þág­ur, sem Ísland hefur samið um eru t.d. veiga­miklar und­an­þágur frá gerðum um regl­ur, er varða dýra­heil­brigði og lif­andi dýr“.

(4) „Jafn­framt er Ísland und­an­skilið til­skipun um orku­nýtni bygg­inga, til­skipun um sum­ar­tíma og gerð­um, sem varða jarð­gas. Þá er Ísland einnig und­an­þegið sam­eig­in­legum reglum um flug­vernd í almenn­ings­flugi að hluta, þ.e. hvað inn­an­lands­flug varð­ar. Eins og að framan grein­ir, er auk slíkra und­an­þága unnt að semja um aðlag­anir og sér­lausnir af ýmsum toga, svo sem aðlag­anir sem Ísland hefur samið um í tengslum við upp­töku orku­pakka  ESB í EES – samn­ing­inn sem og við upp­töku á ýmsum til­skip­unum ESB á sviði umhverf­is­mála“.

(4) „Þá má bæta við, að Ísland þarf hvorki að inn­leiða gerðir á sviði lest­ar­sam­gangna né um skip­gengar vatna­leið­ir“.

Von­andi geta menn svo haldið áfram rök­ræðum um aðal­at­riði máls­ins, og hvað þjóni íslenskum hags­munum best, án þess að hengja sig í að ríf­ast um stað­reynd­ir.

Höf. stýrði samn­inga­við­ræðum um EES-­samn­ing­inn fyrir Íslands hönd á árunum 1989-93.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar