Karolina Fund: Lifum lengi - betur

Safnað fyrir bók og fyrirlestri fyrir þá sem vilja lengja og bæta líf sitt.

Fjölskyldumyndin.jpg
Auglýsing

Hjónin Guðjón Svansson og Vala Mörk eru ásamt tveimur yngstu sonum sínum á leið í fimm mánaða rannsóknarleiðangur um heiminn. Þau ætla að heimsækja fimm samfélög þar sem fólk lifir óvenju lengi og við mjög góða heilsu. Fyrsti áfangastaður þeirra er Loma Linda í Bandaríkjunum, þaðan fara þau til Kosta Ríka, svo Okinawa í Japan og enda á því að dvelja á Ikaría og Sardiníu í Evrópu. 

Guðjón og Vala ætla að skrifa bók um langlífi og góða heilsu byggða á því sem þau læra í ferðinni. Þau stefna einnig að því að ferðast um allt Ísland haustið 2019 og halda fyrirlestur um sama efni. Þau eru nú að safna fyrir kostnaði við gerð bókarinnar og undirbúnings á fyrirlestrinum á Karolina Fund. 

Hvernig kviknaði hugmyndin að verkefninu?

„Ég var á afmælisráðstefnu VIRK í vor og sá á skjánum kort af Blue Zones í kynningu hjá hollenskri konu, Dr. Machteld Huber, sem heillaði mig upp úr skónum með pælingum sínum um jákvæða heilsueflingu. 

Auglýsing
Ég sat þarna í salnum, horfði á skjáinn og hugsaði, við verðum að heimsækja þessa staði og læra meira um hvernig fólk fer að því að lifa svona lengi við svona góða heilsu. Ég sagði Völu frá þessu þegar ég kom heim og stuttu síðar höfðum við tekið ákvörðun um að kýla á þetta.“

Hver eru þemu verkefnisins?

„Þema verkefnisins er langlífi og góð heilsa í samfélögum. Við Íslendingar eigum marga einstaklinga sem hafa lifað lengi, en það sem er sérstakt við þessa staði er að langlífi er ekki undantekning, heldur regla. Það finnst okkur heillandi. Við viljum komast að því hvað þessi samfélög eru að gera betur en við Íslendingar og svo miðla af þeirri þekkingu þegar við komum aftur heim. Við stefnum að því að gefa út bók og draumurinn er að halda fyrirlestra í öllum sveitarfélögum á Íslandi þar sem við segjum frá því sem við höfum lært, ræðum við heimamenn og spáum saman í hvað við getum nýtt okkur til þess að lifa lengur og betur.“

Er ekki flókið að stökkva út í heim í marga mánuði með heila fjölskyldu?

„Jú, en samt ekki. Við fórum í árs ferðalag með syni okkar þrjá fyrir 10 árum, þá var sá yngsti ekki fæddur. Sú ferð var frábær og kenndi okkur margt, ekki síst að það er virkilega gaman að láta drauma sína rætast. Sérstaklega þegar maður þarf að hafa aðeins fyrir þeim. Núna erum við að láta tvo drauma rætast í einu, annars vegar þann draum að fá að læra meira um jákvæða heilsueflingu og langlífi, en það er eitthvað sem við hjónin brennum fyrir, og hins vegar að sýna sjálfum okkur og strákunum okkar í verki að maður getur gert það sem maður vill ef maður þorir og trúir.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk