Karolina Fund: HÆLIÐ setur um sögu berklanna

Safnað fyrir því á vef Karolina Fund að setja upp setur um sögu berklahælis á Kristnesi í Eyjafirði.

unnin.jpg
Auglýsing

Á Kristnesi í Eyjafirði standa gömul hús starfsmanna berklahælis, sem mega muna fífil sinn fegurri. María Pálsdóttir frá Reykhúsum, næsta bæ við, ætlar að bjarga húsunum og í leiðinni merkri sögu berklasjúkdómsins sem hefur nánast verið þaggaður niður.

Hvernig vaknaði hugmyndin að HÆLINU?

„Ég var á rölti um æskustöðvarnar mínar og sveið að sjá sum húsin í þorpinu drabbast niður og velti því fyrir mér hvort Kristnes myndi breytast í draugaþorp ef ekkert yrði að gert. Fór svo að hugsa um hvað ég gæti gert í málunum og þá kviknaði hugmyndin að setri um sögu berklanna. Mér fannst liggja beint við að tengjast sögu þorpsins en berklahæli var vígt á Kristnesi 1927.  

Auglýsing
Berklar voru lífshættulegur bráðsmitandi sjúkdómur sem engin lyf voru til við fyrr en um 1950. En gott húsaskjól, hollt fæði og frískt loft hafði góð áhrif á sjúkdóminn og dugðu þau ráð fyrir suma. En svo voru líka dramatískari aðferðir notaðar eins og blásning og höggning til að fella saman berklasjúka lungað. Sumir náðu heilsu en mjög margir dóu. Mig langar að heiðra minningu þeirra sem glímdu við sjúkdóminn og segja frá þessum merkilega tíma í sögu þjóðarinnar.“ 

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Þetta verður áhrifarík og sjónræn sýning um sögu berklanna, við segjum frá missi, sorg og örvæntingu en líka frá æðruleysi, von, bjartsýni og lífsþorsta. Staðsetningin er líka himnesk, náttúrufegurðin á Kristnesi er engu lík og upplagt að kíkja við á ferð um fjörðinn.. 

Frá því ég fór að tala um þetta verkefni hafa mér borist ómetanlegar frásagnir, ljósmyndir, dagbækur og sendibréf sem varpa skýru ljósi á hvernig lífsreynsla það hefur verið að greinast með berkla og vita ekki hvort maður næði heilsu eða ekki. Ég hlakka til að vinna sýninguna með Auði Ösp vöru- leikmynda- og búningahönnuði sem rak á fjörur mínar fyrir skemmstu og lofa sterkri og óvæntri sýningu sem mun hreyfa við gestum.“

Hvernig stendur verkefnið í dag?

„Það má segja að ég sé búin með einn bita af fílnum því í sumar tókst mér með dyggri aðstoð sveitunga, vina og vandamanna að opna kaffihús HÆLISINS þar sem andi liðins tíma svífur yfir vötnunum og ýmislegt forvitnilegt er að sjá sem tengist sögu staðarins. Þeir sem hafa þegar heimsótt HÆLIÐ gefa því góða einkunn og ég skynja mikla eftirvæntingu eftir sýningunni. Kaffihúsið er opið allar helgar frá 14-18 og sjón er sögu ríkari! Núna stendur til að taka næsta bita af fílnum og ef allt gengur að óskum opnum við sýninguna í  vor. Það veltur mikið á hvort söfnunin á Karolina Fund gengur upp.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk