Karolina Fund: HÆLIÐ setur um sögu berklanna

Safnað fyrir því á vef Karolina Fund að setja upp setur um sögu berklahælis á Kristnesi í Eyjafirði.

unnin.jpg
Auglýsing

Á Kristnesi í Eyjafirði standa gömul hús starfsmanna berklahælis, sem mega muna fífil sinn fegurri. María Pálsdóttir frá Reykhúsum, næsta bæ við, ætlar að bjarga húsunum og í leiðinni merkri sögu berklasjúkdómsins sem hefur nánast verið þaggaður niður.

Hvernig vaknaði hugmyndin að HÆLINU?

„Ég var á rölti um æskustöðvarnar mínar og sveið að sjá sum húsin í þorpinu drabbast niður og velti því fyrir mér hvort Kristnes myndi breytast í draugaþorp ef ekkert yrði að gert. Fór svo að hugsa um hvað ég gæti gert í málunum og þá kviknaði hugmyndin að setri um sögu berklanna. Mér fannst liggja beint við að tengjast sögu þorpsins en berklahæli var vígt á Kristnesi 1927.  

Auglýsing
Berklar voru lífshættulegur bráðsmitandi sjúkdómur sem engin lyf voru til við fyrr en um 1950. En gott húsaskjól, hollt fæði og frískt loft hafði góð áhrif á sjúkdóminn og dugðu þau ráð fyrir suma. En svo voru líka dramatískari aðferðir notaðar eins og blásning og höggning til að fella saman berklasjúka lungað. Sumir náðu heilsu en mjög margir dóu. Mig langar að heiðra minningu þeirra sem glímdu við sjúkdóminn og segja frá þessum merkilega tíma í sögu þjóðarinnar.“ 

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Þetta verður áhrifarík og sjónræn sýning um sögu berklanna, við segjum frá missi, sorg og örvæntingu en líka frá æðruleysi, von, bjartsýni og lífsþorsta. Staðsetningin er líka himnesk, náttúrufegurðin á Kristnesi er engu lík og upplagt að kíkja við á ferð um fjörðinn.. 

Frá því ég fór að tala um þetta verkefni hafa mér borist ómetanlegar frásagnir, ljósmyndir, dagbækur og sendibréf sem varpa skýru ljósi á hvernig lífsreynsla það hefur verið að greinast með berkla og vita ekki hvort maður næði heilsu eða ekki. Ég hlakka til að vinna sýninguna með Auði Ösp vöru- leikmynda- og búningahönnuði sem rak á fjörur mínar fyrir skemmstu og lofa sterkri og óvæntri sýningu sem mun hreyfa við gestum.“

Hvernig stendur verkefnið í dag?

„Það má segja að ég sé búin með einn bita af fílnum því í sumar tókst mér með dyggri aðstoð sveitunga, vina og vandamanna að opna kaffihús HÆLISINS þar sem andi liðins tíma svífur yfir vötnunum og ýmislegt forvitnilegt er að sjá sem tengist sögu staðarins. Þeir sem hafa þegar heimsótt HÆLIÐ gefa því góða einkunn og ég skynja mikla eftirvæntingu eftir sýningunni. Kaffihúsið er opið allar helgar frá 14-18 og sjón er sögu ríkari! Núna stendur til að taka næsta bita af fílnum og ef allt gengur að óskum opnum við sýninguna í  vor. Það veltur mikið á hvort söfnunin á Karolina Fund gengur upp.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk