Auglýsing

Samkvæmt þjónustukönnun sveitarfélaganna sem Gallup gerir reglulega er Garðabær það sveitarfélag sem er með hæstu einkunn þegar kemur að þjónustu leikskóla og grunnskóla. Reykjavík er hins vegar það sveitarfélag sem mælist lægst. Af þessu mætti ætla að Garðabær sé að forgangsraða í dagsvistunarmálum og menntun, en að Reykjavík dragi lappirnar.

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, benti hins vegar nýverið á áhugaverðan flöt í þessu sambandi. Þar sagði hann að þessi forgangsröðun sé gerleg vegna þess að sveitarfélag eins og Garðabær fái í raun „styrk frá Reykjavíkurborg og öðrum sem taka á sig að sjá fyrir félagslegu húsnæði.“ Í kjölfarið hvatti Konráð höfuðborgina til að hætta að veita félagslegt húsnæði þar til að önnur sveitarfélög tækju sig á.

Þetta er mjög réttmæt athugasemd hjá Konráð.

Auglýsing

Reykjavík ber uppi félagslega kerfið

Í lok árs 2016 átti Reykja­vík­ur­borg 2.445 félags­legar íbúð­ir. Í fyrra fjölgaði þeim um á annað hund­rað. Í Garðabæ eru 35 slík­ar, 30 í Mos­fellsbæ og 16 á Sel­tjarn­ar­nesi. Því keypti Reykja­vík­ur­borg, ásamt Félags­bú­stöð­um, næstum tvö­falt fleiri íbúðir á nokkrum vikum haustið 2017 sem munu nýt­ast þeim sem þurfa á félags­legu hús­næði að halda en Garða­bær, Mos­fells­bær og Sel­tjarn­ar­nes áttu sam­tals í heild í lok árs 2016.

Það er ekki bara félagslegt húsnæði sem er sjaldséð í Garðabæ. Þar eru líka sárafáir útlendingar. Sem dæmi eru erlendir ríkisborgarar 22,3 prósent af íbúum Reykjanesbæjar, 12,4 prósent af íbúum Reykjavíkur en einungis fjögur prósent af íbúum Garðabæjar.

Sveitarfélagið, sem er í svipaðri fjarlægð frá kjarna Reykjavíkur og Grafarvogur, tekur ekki þátt í þeirri áskorun að aðlaga nýja Íslendinga, með tilheyrandi viðbótarkostnaði, heldur lætur Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu það eftir.

Ríkt fólk sem vill borga lægri skatta

Í Garðabæ býr mikið af ríku fólk. Í grein sem birtist í tíma­­rit­inu Stjórn­­­mál og Stjórn­­­sýsla í fyrrasumar, og fjallaði um elítur á Íslandi og inn­­­byrðis tengsl þeirra, kom fram að flestir sem tilheyra elítu Íslands búa í Garðabæ og Sel­tjarn­ar­nesi. Þar búa 150 pró­sent fleiri ein­stak­lingar í við­skipta- og atvinnulífselítunni en vænta hefði mátt út frá íbúa­fjölda. Og gamlir karlmenn sem búa í þessum sveit­ar­fé­lög­um, og eru virkir í t.d. stjórn­mála­starfi, eru lang­lík­leg­astir til að vera hluti af elítunni.

Í báðum sveit­ar­fé­lögum hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn alltaf haft hreinan meiri­hluta í sveit­ar­stjórn. Þau eru einu sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem ekki er rukkað hámarks­út­svar. Það geta þessi sveit­ar­fé­lög gert vegna þess að þau taka ekki þátt í að veita sömu þjón­ustu og hin sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Færri en í Grafarvogi

Í Garðabæ búa 15.709 einstaklingar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Það eru færri en búa í Grafarvogi, þar sem 16.931 búa. Þrátt fyrir að einungis 13 kílómetrar séu frá Egilshöll og að Garðatorgi, og að það taki um korter að keyra á milli staðanna, eru íbúar í Grafarvogi, sem eru með mun lægri meðaltekjur og eiga mun minna af eignum en íbúar Garðabæjar, að greiða fyrir mun víðtækari félagslega þjónustu með útsvarsgreiðslum sínum en miklu ríkara fólkið í korters fjarlægð.

Vegna þess að Garðabær axlar nánast ekki neina ábyrgð á félagslegum úrræðum, og losnar þannig við þá fjárhagslegu byrði að greiða fólki félagslega framfærslu (í Reykjavík fengu 2.259 einstaklingar félagslega fjárhagsaðstoð árið 2016), þá getur sveitarfélagið forgangsraðað í menntun og dagvistun. Efnameira fólkið, sem býr í sjálfstæðu úthverfi, veltir nær öllum félagslegum vanda yfir á höfuðborgina og önnur nágrannasveitarfélög og notar mismuninn í að lækka skatta og fjárfesta í slíkri þjónustu. Og stærir sig svo að réttri forgangsröðun.

Á höfuðborgarsvæðinu búa rúmlega 217 þúsund manns. Í Galati í Rúmeníu og í Mannheim í Þýskalandi, sem hvorugar eru þekktar stórborgar, búa yfir 300 þúsund manns. Nær óhugsandi væri í viðmiðunarlöndum að úthverfi gæti skilgreint sig sem sérstakt sveitarfélag og boðið íbúum sínum upp á lægri skatta.

Augljóst er að sameina eigi öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, dreifa byrðum af þjónustu jafn á alla íbúa þess, skera niður í yfirbyggingu og bæta um leið sameiginlega þjónustu þeirra allra.

Þessi ráðstöfun, að úthverfi á borð við Garðabæ séu sérstök sveitarfélög sem geti boðið lægri skatta og undanskilið sig félagslegri ábyrgð, er ekki bara ósanngjörn og röng, heldur feikilega óhagkvæm fyrir heildina. Og löngu tímabært að vinda ofan af henni.

Ef það er ekki hægt að fá sveitarfélögin sjálf til að gera það ætti að setja lög um stóraukna sameiningu sveitarfélaga. Eða að minnsta kosti lög sem skikka þau til að taka jafnan þátt í veitingu á félagslegri og samfélagslegri þjónustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari