Tugmilljarða kostnaður þéttingarstefnu

Viðar Freyr Guðmundsson fjallar um skipulagsmál í aðsendri grein.

Auglýsing

Gatnamótin Reykjanesbraut-Bústaðavegur eru í þriðja sæti á lista yfir hættulegustu gatnamót landsins. Þar hafa orðið 54 slys á fólki á s.l. 10 árum. Samanlagt 90 manns slasaðir. Við þetta bætast hátt í 300 óhappa, þar sem aðeins bifreiðar verða fyrir tjóni. Sem gerir þessi gatnamót jafnframt að einum þeim kostnaðarsömustu, þegar bæði slys og óhöpp eru talin saman.

Glæra frá Vegagerðinni

Ekki nóg með það, þá tefja þessi gatnamót umferð gríðarlega mikið. Ekki síst í síðdegistraffíkinni. Þá má sjá hvernig röðin frá þessum gatnamótum nær alveg aftur að Sundagörðum um Sæbrautina og upp á Grensásveg gegnum beygjuakrein á mótum Reykjanesbrautar-Vesturlandsveg. Þessar raðir af bílum valda fjölda aftanákeyrsla sem sjást glögglega á slysakorti Samgöngustofu.

Auglýsing

Hér sjást aftanákeyrslur á Miklubraut milli Réttarholtsvegar og Reykjanesbrautar. Bláir punktar eru óhöpp án meiðsla. Grænir punktar eru slys á fólki.

Á myndinni hér má sjá fjöldan allan af slysum og óhöppum sem flest gerast í síðdegisumferðinni, þegar röð myndast til að beygja til hægri inn á Reykjanesbraut niður beygju-rampinn. Sú röð endar þegar umferðin kemst loksins yfir ljósin við Reykjanesbraut-Bústaðaveg. 

Mislæg gatnamót borga sig upp á stuttum tíma 

Sé lagður saman kostnaður við slys og óhöpp við þessi gatnamót ásamt þeim aftanákeyrslum sem verða þar sem ekið er á bílaröðina sem myndast, þá nemur kostnaðurinn af slysum meira en 3,5 milljarða króna á 10 ára tímabili. Það eru 350 milljónir á ári. 

Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er meðaltalstöf 24 sekúndur á hverja bifreið við þessi gatnamót, það eru 74.000 bifreiðar á sólarhring og klukkustund í akstri er talin kosta 2.480 kr (eldsneyti og tími ökumanns). Þannig má reikna að árlegur kostnaður vegna tafa er um 448 milljónir. 

Samanlagður samfélagslegur kostnaður við þessi ljósastýrðu gatnamót er því ekki minni en 798 milljónir á ári. Það hafa verið byggð mislæg gatnamót fyrir innan við milljarð á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Þannig mætti vel ímynda sér að þessi aðgerð borgi sig á einu kjörtímabili.

Ein af hugmyndum Vegagerðarinnar. Þarna er ekki gert ráð fyrir vinstri-beygju frá Bústaðavegi inn á Sæbraut.

Kastast í kekki milli borgar og Vegagerðar 

Vegagerðin er búin að benda á vandann við þessi gatnamót síðan 2006, eða lengur. Í nýlegri greinargerð er niðurstaðan þessi: 

„Það er mikið stílbrot í kerfinu í dag að gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar skuli ekki vera mislæg. Tafir síðdegis eru mjög miklar og hætta á óhöppum og slysum því mun meiri en ella.” 

Vegagerðin gagnrýnir Reykjavíkurborg í þessu máli, líkt og þeir hafa gert í öðrum málum, t.d. hvað varðar Sundabraut. Vegagerðin vill að stofnbrautir séu hafðar með mislægum gatnamótum. En borgin hefur ekki áhuga á því.

Tölvumynd Vegagerðarinnar af annarri lausn þeirra.

Mín hugmynd að lausn með lágmarks raski á grænu svæðunum. Myndin er tölvuteikning af mislægum T-gatnamótum sett yfir Google-loftmynd af svæðinu.

Stofnæðar án ljósastýringa 

Vegagerðin skilgreinir stofnæðar höfuðborgarsvæðisins sem eftirfarandi:

  • Reykjanesbraut allt frá Keflavíkurflugvelli að Vesturlandsvegi við Elliðaárósa og áfram að fyrirhugaðri
  • Sundabraut og síðan eftir Sundabraut norður á Kjalarnes og allt að Hvalfjarðargöngum. 
  • Hafnarfjarðarvegur frá vegamótum í Engidal (Álftanesveg) norður að Sæbraut í Reykjavík. 
  • Vesturlandsvegur og Miklabraut frá Grensásvegi að miðbæ Mosfellsbæjar. 
  • Suðurlandsvegur frá Vesturlandsvegi austur fyrir Rauðavatn. 
  • Breiðholtsbraut frá fyrirhuguðum vegamótum við Arnarnesveg að Suðurlandsvegi við Rauðavatn. 
Allt eru þetta þjóðvegir í þéttbýli, sem tengja sveitarfélögin og landið saman. Reykjavíkurborg hefur markvisst unnið gegn áformum um að bæta samgöngur um þessar stofnæðar. Með samningi árið 2012 voru fjölmargar úrbætur slegnar út af borðinu eða frestað í hið minnsta 10 ár. Þar á meðal fjölda mislægra gatnamóta við þjóðvegi kringum höfuðborgarsvæðið. Það er varlegt að áætla að samfélagslegur kostnaður við þennan viðsnúning hlaupi á tugum milljarða í slysum og töfum. Þetta skrifast á þéttingarstefnu borgarmeirihlutans.

Samgöngubætur sem hætt var við eða frestað að frumkvæði Reykjavíkurborgar árið 2012.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar