Ósanngjarnt.is

Saga Garðarsdóttir leikkona og grínisti lýstir upplifun sinni af fyrstu mánuðum nýbakaðra foreldra, því óréttlæti sem felst í reyktum laxi og markaðsfræðilegum afrekum karlmanna.

Auglýsing

Hér verður fjallað um hversu erfitt og ósanngjarnt það getur verið að eignast barn með maka. Vert er að taka það fram að barneignir eru að langmestu leiti æðislegar eins og hægt er að sækja sér staðfestingar um með því að skoða fallegar myndir á instagram eða lesa facebookpósta mæðra þegar börnin þeirra eiga afmæli. Og börn eru svo náttúrulega óumdeild snilld. Það sem næst samt síður á mynd og er leiðinlegra afmælistal er hvað álagið sem barneignir eru leggst misharkalega á foreldra þess.

Ég ætla ekki að láta eins og eitthvað fórnarlamb hérna. Barn er guðsgjöf og allt það. Blessed be the fruit! Under his eye.

Mig langar bara aðeins að reyna að koma þessum flóknu tilfinningum sem leika um mann alveg frá því að manni verður fyrst flökurt og þangað til að maður sleppir því að fara í þúsundasta partýið því að það er auðvitað miklu mikilvægara að gefa barninu sínu áfengislausa mjólk að drekka en að fara í lukkuhjólið á English.

Auglýsing

Já, og ef þið vissuð það ekki þá er ekki mælt með því að gefa barni brjóst sé maður undir áhrifum. Áfengismagn finnst í brjóstamjólk*. Svo er heldur ekki sjálfsagt að barn taki pela. Eða að konur nenni að mjólka sig. Þannig er bara alls ekki sjálfsagt að konur með barn á brjósti komist eða nenni í partý!

Nema hvað, um leið og við verðum óléttar breytist allt. Við finnum líkamlegan mun, megum ekki borða fullt af hlutum, byrjum að bryðja fólensýru og hlaða niður öppum sem að segja okkur nákvæmlega eins og hvaða grænmeti barnið okkar er að stærð. Á meðan halda makar okkar (ef að þeir eru í myndinni) áfram að borða reyktan lax með ógerilsneyddum rjómaosti með Vivino appið í botni.

Ekki af því að þeir eru ótillitsamir heldur af því að reyktur lax er unaðslegur og það er erfitt að sleppa tökunum á forréttindum sem maður hefur. Það er heldur ekki svo að ég vilji takmarka lífsgæði maka míns. Ég vildi bara óska þess að mín væru þau sömu og hans.

Mér er sérstaklega minnistætt þegar ég fór að gráta við töskubandið í Fríhöfninni þegar Snorri var að velja fínt rauðvín fyrir jólin sem ég fengi aldrei að bragða; 50% eðlileg viðbrögð og 50% hormónar.

Vandamálið er að álagið er ólíkt en ávinningurinn sá sami. Ekki ósvipað því að vinna hópverkefni í Háskólanum þar sem maður vinnur alla vinnuna, les allar leiðinlegu greinarnar og gerir heimildaskrána en allir fá 10 fyrir verkefnið. Og það sem verra er að þú ætlar að vinna næsta verkefni með sama hóp. Og það er svo erfitt að verða ekki bitur.

Auðvitað getur enginn gert neitt í þessu. Svona er bara lífið. Konur fara á blæðingar, eru með egg sem frjóvgast, ótrúlega teyganlega píku sem fæðir börn og tvöfalda snilld framan á sér sem býr til ofurfæðu. Þannig ásaka ég engan. Nema kannski ríkið. Því mögulega væri ég eitthvað minna pirruð ef að þetta væri metið að verðleikum. Ljósmæður með hærri laun, allar konur bornar um í kóngastólum og fengu frítt í bíó (allavega á íslenskar myndir)**.

Æ, mig langaði bara að segja ykkur hvað þessi eðlislægi halli hefur vafist mikið fyrir mér. Það er sannkölluð kúnst fyrir pör að halda honum í lágmarki svo enginn verði súr.

Þetta er líka svo andlegt. Ég held ég hafi aldrei hugsað jafnmikið um eitthvað eitt í lífinu en Eddu. Þannig er ég viss um að jafnvel þó að ég kæmist í öll þau partý sem ég vildi þá er helsta áhugamálið mitt enn að horfa á hana anda. Og ég er ekki enn byrjuð að skrifa um mammviskubitið sem ég fæ og efasemdirnar sem grípa mig yfir hverri ákvörðun sem ég tek. Er ég að örva hana of mikið? Of lítið? Verður hún tölvuleikjafíkill sem kúkar í pizzakassa ef ég hef sjónvarpið alltaf í gangi eða tilgerðarleg skáldkona sem á bara gamlan síma ef ég slekk á því. Er of snemmt að senda hana til sálfræðings?

Edda Kristín SnorradóttirFleira var það ekki að sinni, ég læt hér fylgja með passamynd af Eddu þar sem hún lítur út fyrir að vera prestfrú á Borgarnesi að fara að halda kökubasar. Blessaður sé sýslumaður Kópavogs og hans ljósmyndafærni!

*Sko! Hér langar mig að segja margt. En fyrst vil ég taka það fram að ég er ekki ljósmóðir, læknir eða starfsmaður Vínbúðarinnar. Eftir því sem ég kemst næst þá mælist áfengi í brjóstamjólk eins og áfengi í blóði það er í litlum mæli eða prómill. Sem er ekki ráðlagt ef deilir þú blóðrás með barninu (ert þunguð) en málið snýr öðruvísi ef barnið er á brjósti og að drekka þessi prómill. Og það er hér sem mæður fá alveg afskaplega misvísandi skilaboð. Enda hafa rannsóknir á þessu, eins og mörgum kvenlegum málum, ekki verið miklar né víðtækar enda hefur það lengi verið forgangsmál karla að rannsaka frekar hvors annars anus til hlítar heldur en að athuga hvort að einhverjar kéllingar gætu mögulega haft það eitthvað betra.

Þannig hefur stemmningin bara soldið verið ,,better safe than sorry” sem opnar náttúrulega á það að konur séu dæmdar fyrir að fá sér einn drykk og gefa brjóst. Mjög ósanngjarnt ef þú spyrð mig.

Hvað á þá að gera? Ég veit það ekki. Flestir engjast um í efa. Ég bind traust mitt núna við munnlega heimild vinkonu minnar sem sá viðtal við nútímalegan danskan feministalækni í sjónvarpinu sem segir að það sé skaðlaust að drekka einn eða tvo drykki. Jafnvel ef að þú drekkur fjögur vínglös og gefur brjóst með mesta áfengismagnið í blóðinu þá séu áfengisáhrifin á barnið þau sömu og ef að þú gefur fullorðinni manneskju matskeið af léttvíni. Og ef ykkur finnst þessi heimild ekki nægilega áreiðanlegar þá vil ég bæta við að vinkona mín útskrifaðist með afburðareinkunn úr MR og er mjög gagnrýnin týpa.

Ég vil taka það fram að ég er ekki að leita að afsökunum til að raða í mig Gajol skotum. Ég er ekki með hvítvín í brúsa að skrifa þetta. Ég er bara venjuleg kona sem vill lifa venjulegu lífi og drekka rauðvínsglas með steik án þess að vera dæmd. Og ég vil að aðrar konur geti það líka. Og nú er þessi neðanmálsgreinapistill úti!

** Það fyrsta sem ég gerði mér grein fyrir svona almennilega eftir að hafa fætt barn er að allir eiga allt undir konum komið. Pælið í þessu! Í raun og veru er mesta markaðsfræðilega afrek heims að körlum hafi tekist að sannfæra sjálfa sig og aðra svo mjög um mikilvægi sitt að þeir njóta enn góðs af því umfram konur. Jú, auðvitað eru karlar góðir í mörgu eins og að hanna föt og lesa af mælum en þeir eru ekki að fæða nein börn! Kaldur raunveruleikinn er að karlar eru frekar ómerkilegir til annars en ásta. Sem réttir þó fyllilega tilvist þeirra. En just saying…

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit