Ósanngjarnt.is

Saga Garðarsdóttir leikkona og grínisti lýstir upplifun sinni af fyrstu mánuðum nýbakaðra foreldra, því óréttlæti sem felst í reyktum laxi og markaðsfræðilegum afrekum karlmanna.

Auglýsing

Hér verður fjallað um hversu erfitt og ósann­gjarnt það getur verið að eign­ast barn með maka. Vert er að taka það fram að barn­eignir eru að lang­mestu leiti æðis­legar eins og hægt er að sækja sér stað­fest­ingar um með því að skoða fal­legar myndir á instagram eða lesa face­book­pósta mæðra þegar börnin þeirra eiga afmæli. Og börn eru svo nátt­úru­lega óum­deild snilld. Það sem næst samt síður á mynd og er leið­in­legra afmælis­tal er hvað álagið sem barn­eignir eru leggst mis­harka­lega á for­eldra þess.

Ég ætla ekki að láta eins og eitt­hvað fórn­ar­lamb hérna. Barn er guðs­gjöf og allt það. Blessed be the fruit! Under his eye.

Mig langar bara aðeins að reyna að koma þessum flóknu til­finn­ingum sem leika um mann alveg frá því að manni verður fyrst flök­urt og þangað til að maður sleppir því að fara í þús­undasta partýið því að það er auð­vitað miklu mik­il­væg­ara að gefa barn­inu sínu áfeng­is­lausa mjólk að drekka en að fara í lukku­hjólið á Eng­lish.

Auglýsing

Já, og ef þið vissuð það ekki þá er ekki mælt með því að gefa barni brjóst sé maður undir áhrif­um. Áfeng­is­magn finnst í brjósta­mjólk*. Svo er heldur ekki sjálf­sagt að barn taki pela. Eða að konur nenni að mjólka sig. Þannig er bara alls ekki sjálf­sagt að konur með barn á brjósti kom­ist eða nenni í partý!

Nema hvað, um leið og við verðum óléttar breyt­ist allt. Við finnum lík­am­legan mun, megum ekki borða fullt af hlut­um, byrjum að bryðja fólen­sýru og hlaða niður öppum sem að segja okkur nákvæm­lega eins og hvaða græn­meti barnið okkar er að stærð. Á meðan halda makar okkar (ef að þeir eru í mynd­inni) áfram að borða reyktan lax með óger­il­sneyddum rjóma­osti með Vivino appið í botni.

Ekki af því að þeir eru ótillit­samir heldur af því að reyktur lax er unaðs­legur og það er erfitt að sleppa tök­unum á for­rétt­indum sem maður hef­ur. Það er heldur ekki svo að ég vilji tak­marka lífs­gæði maka míns. Ég vildi bara óska þess að mín væru þau sömu og hans.

Mér er sér­stak­lega minnistætt þegar ég fór að gráta við tösku­bandið í Frí­höfn­inni þegar Snorri var að velja fínt rauð­vín fyrir jólin sem ég fengi aldrei að bragða; 50% eðli­leg við­brögð og 50% horm­ón­ar.

Vanda­málið er að álagið er ólíkt en ávinn­ing­ur­inn sá sami. Ekki ósvipað því að vinna hóp­verk­efni í Háskól­anum þar sem maður vinnur alla vinn­una, les allar leið­in­legu grein­arnar og gerir heim­ilda­skrána en allir fá 10 fyrir verk­efn­ið. Og það sem verra er að þú ætlar að vinna næsta verk­efni með sama hóp. Og það er svo erfitt að verða ekki bit­ur.

Auð­vitað getur eng­inn gert neitt í þessu. Svona er bara líf­ið. Konur fara á blæð­ing­ar, eru með egg sem frjóvgast, ótrú­lega teyg­an­lega píku sem fæðir börn og tvö­falda snilld framan á sér sem býr til ofur­fæðu. Þannig ásaka ég eng­an. Nema kannski rík­ið. Því mögu­lega væri ég eitt­hvað minna pirruð ef að þetta væri metið að verð­leik­um. Ljós­mæður með hærri laun, allar konur bornar um í kónga­stólum og fengu frítt í bíó (alla­vega á íslenskar mynd­ir)**.

Æ, mig lang­aði bara að segja ykkur hvað þessi eðl­is­lægi halli hefur vaf­ist mikið fyrir mér. Það er sann­kölluð kúnst fyrir pör að halda honum í lág­marki svo eng­inn verði súr.

Þetta er líka svo and­legt. Ég held ég hafi aldrei hugsað jafn­mikið um eitt­hvað eitt í líf­inu en Eddu. Þannig er ég viss um að jafn­vel þó að ég kæm­ist í öll þau partý sem ég vildi þá er helsta áhuga­málið mitt enn að horfa á hana anda. Og ég er ekki enn byrjuð að skrifa um mamm­visku­bitið sem ég fæ og efa­semd­irnar sem grípa mig yfir hverri ákvörðun sem ég tek. Er ég að örva hana of mik­ið? Of lít­ið? Verður hún tölvu­leikjafík­ill sem kúkar í pizza­kassa ef ég hef sjón­varpið alltaf í gangi eða til­gerð­ar­leg skáld­kona sem á bara gamlan síma ef ég slekk á því. Er of snemmt að senda hana til sál­fræð­ings?

Edda Kristín SnorradóttirFleira var það ekki að sinni, ég læt hér fylgja með passa­mynd af Eddu þar sem hún lítur út fyrir að vera prest­frú á Borg­ar­nesi að fara að halda köku­bas­ar. Bless­aður sé sýslu­maður Kópa­vogs og hans ljós­mynda­færni!

*Sko! Hér langar mig að segja margt. En fyrst vil ég taka það fram að ég er ekki ljós­móð­ir, læknir eða starfs­maður Vín­búð­ar­inn­ar. Eftir því sem ég kemst næst þá mælist áfengi í brjósta­mjólk eins og áfengi í blóði það er í litlum mæli eða pró­mill. Sem er ekki ráð­lagt ef deilir þú blóð­rás með barn­inu (ert þunguð) en málið snýr öðru­vísi ef barnið er á brjósti og að drekka þessi pró­mill. Og það er hér sem mæður fá alveg afskap­lega mis­vísandi skila­boð. Enda hafa rann­sóknir á þessu, eins og mörgum kven­legum mál­um, ekki verið miklar né víð­tækar enda hefur það lengi verið for­gangs­mál karla að rann­saka frekar hvors ann­ars anus til hlítar heldur en að athuga hvort að ein­hverjar kéll­ingar gætu mögu­lega haft það eitt­hvað betra.

Þannig hefur stemmn­ingin bara soldið verið ,,better safe than sorry” sem opnar nátt­úru­lega á það að konur séu dæmdar fyrir að fá sér einn drykk og gefa brjóst. Mjög ósann­gjarnt ef þú spyrð mig.

Hvað á þá að gera? Ég veit það ekki. Flestir engj­ast um í efa. Ég bind traust mitt núna við munn­lega heim­ild vin­konu minnar sem sá við­tal við nútíma­legan danskan fem­inista­lækni í sjón­varp­inu sem segir að það sé skað­laust að drekka einn eða tvo drykki. Jafn­vel ef að þú drekkur fjögur vín­glös og gefur brjóst með mesta áfeng­is­magnið í blóð­inu þá séu áfeng­is­á­hrifin á barnið þau sömu og ef að þú gefur full­orð­inni mann­eskju mat­skeið af létt­víni. Og ef ykkur finnst þessi heim­ild ekki nægi­lega áreið­an­legar þá vil ég bæta við að vin­kona mín útskrif­að­ist með afburð­ar­ein­kunn úr MR og er mjög gagn­rýnin týpa.

Ég vil taka það fram að ég er ekki að leita að afsök­unum til að raða í mig Gajol skot­um. Ég er ekki með hvítvín í brúsa að skrifa þetta. Ég er bara venju­leg kona sem vill lifa venju­legu lífi og drekka rauð­víns­glas með steik án þess að vera dæmd. Og ég vil að aðrar konur geti það líka. Og nú er þessi neð­an­máls­greinapist­ill úti!

** Það fyrsta sem ég gerði mér grein fyrir svona almenni­lega eftir að hafa fætt barn er að allir eiga allt undir konum kom­ið. Pælið í þessu! Í raun og veru er mesta mark­aðs­fræði­lega afrek heims að körlum hafi tek­ist að sann­færa sjálfa sig og aðra svo mjög um mik­il­vægi sitt að þeir njóta enn góðs af því umfram kon­ur. Jú, auð­vitað eru karlar góðir í mörgu eins og að hanna föt og lesa af mælum en þeir eru ekki að fæða nein börn! Kaldur raun­veru­leik­inn er að karlar eru frekar ómerki­legir til ann­ars en ásta. Sem réttir þó fylli­lega til­vist þeirra. En just say­ing…

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit