Þegar ég krassaði

Auður Jónsdóttir rithöfundur deilir með lesendum sínum reynslu síðustu daga og fjallar um það þegar nútímamanneskjan missir tökin og verður algjörlega ófær um nokkurn hlut.

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum krass­aði ég. Og það kom mér í opna skjöldu. Ég fann fyrir stig­vax­andi kvíða og á ein­hverjum tíma­punkti heltók hann mig með þeim afleið­ingum að ég fraus úr hræðslu og brast síðan í óstöðv­andi grát í sunnu­dags­boði hjá pabba mínum og um stund virt­ist allt óyf­ir­stíg­an­legt. Nokkrum dögum seinna hitti ég lækni sem vildi meina að ástand mitt mætti rekja til álags.

Nú er það alls ekki svo að mér finn­ist dags dag­lega að lífið sé erfitt. Þvert á móti er oft­ast mikið fjör; ég lifi góðu lífi, get gert flest sem mig langar og er umvafin frá­bæru fólki. En ég er ein af þessum nútíma­mann­eskj­um. Öllum stundum með nokkur sam­töl í gangi á Face­book, stans­laus erindi í tölvu­póst­in­um, sjálf­stæð móð­ir, fríl­ans­ari með reglu­lega skila­fresti, stundum fleiri en einn á sama tíma. Og með fólk á launum við að reka líf mitt; end­ur­skoð­anda, lög­fræð­ing og sál­fræð­ing.

Flestir hafa krassað

Síðan þetta gerð­ist hef ég reynt að hægja á sam­skiptum í raf­rænum heimum og fara frekar í sund en svara tölvu­póstum stans­laust. Kvíð­inn vætlar út úr kerf­inu, smám sam­an, en ég finn að í fyrsta skipti á ævinni þarf ég að fara gæti­lega til að verj­ast hon­um. Og kannski að gæti­lega sé ekki rétta orð­ið, kannski frekar að ég reyni að finna ein­hvers konar eðli­leika. Andrána eins og hún var einu sinni. Þegar ég var ekki orðin þessi algjöra nútíma­mann­eskja.

Auglýsing

Það merki­lega er að nán­ast flestir sem ég hef sagt frá þessu hafa upp­lifað eitt­hvað svipað eða eru að verj­ast kvíða, kulnun eða ofþreytu. Fyrr í vetur upp­lifði ég ofþreytu, fannst ég í nokkra daga ekki hafa orku­dreitil aflögu til að koma minnstu athöfnum í verk og þá hváði kunn­ingja­kona mín, nán­ast hneyksl­uð: Ertu virki­lega að upp­lifa þetta í fyrsta skipti!

Sannar klisjur

Við lifum á flóknum líf­um, mörg hver. Fólk er í flóknu fjöl­skyldumunstri, skiptir um maka og blandar saman börn­um, vinnur flókin verk­efni á degi hverj­um, venur sig á að vera undir stöð­ugu áreiti, ræður mann­eskjur í vinnu til að skilja eigin skatt­fram­töl, lifir með hinum ýmsu nútíma­sjúk­dómum og reynir að halda haus í lífs­gæða­kapp­hlaupi. Og ekk­ert við því að segja, svona er nútím­inn.

Þetta eru auð­vitað allt klisjur – en klisjur eru klisjur af því þær eru sannar og meira að segja sú setn­ing er orðin klisja.

Nú gæti ein­hver sagt að málið væri að breyta um lífstakt. Það er hæg­ara sagt en gert ef maður ætlar að þríf­ast í sam­fé­lagi nútím­ans. Eina sem maður getur gert er að draga úr notkun á sam­fé­lags­miðl­um, mæta í jóga­tíma, reyna að fók­usera á einn dag í einu og lifa sem heil­brigð­ustu lífi. En gang­verk hins dag­lega lífs heldur samt sem áður áfram að vera flók­ið.

Margir sem ég þekki reyna að til­einka sér núvit­und en meira að segja það er flókið í með­förum þegar augna­blikið krefst þess að maður leysi verk­efnin sín, van­ræki ekki barnið sitt, muni að reka öll erindin sem mega ekki bíða, drífi áfram rútínu heim­il­is­ins og sinni sínum nán­ustu.

Fall­valt heil­brigði

Nútíma­líf er sturluð upp­finn­ing. Skemmti­legt og upp­fullt af tæki­færum, nýj­ungum og ævin­týrum en þannig háttað að nauð­syn­legt er að standa með­vit­aðan vörð um heil­brigði sitt. Eina ráðið til þess er að setja vit­und­ina um fall­valt heil­brigði í fyrsta sæti.

En það þýðir líka að maður þarf að gefa ákveð­inn afslátt á skyldum og kurt­eisi. Stundum er nauð­syn­legt að segja við vin­gjarn­legu mann­eskj­una við hlið manns í heita pott­inum að maður hafi bara tutt­ugu mín­útur til að kjarna sig og geti ekki haldið uppi sam­ræð­um. Fá gálga­frest og segj­ast svara erind­inu í tölvu­póst­inum í betra næði. Semja við lána­drottna frekar en að vera eins og undin tuska í smá­verk­efn­um. Afboða sig í afmæl­is­veislu af því að maður þarf að ná stund með sjálfum sér. Blæða í sál­fræð­ing frekar en kvöld­stund á barn­um. Stela ein­staka brotum úr degi þar sem maður horfir út um glugg­ann og hlustar á tón­list.

Þetta flókna en stór­kost­lega nútíma­líf

En við vitum þetta öll. Ég hef lengi vitað allt þetta sem ég er nú búin að tyggja ofan í ykk­ur. Veit mik­il­vægi þess, búin að heyra það í ótelj­andi skipti. Samt virð­ist mér vera lífs­ins ómögu­legt að lifa eftir því nema nokkra daga í einu.

Kannski er það ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta í pistil. Til að minna mig á alvöru þess. Því ef ég reyni að minnsta kosti ekki að taka þessar klisjur alvar­lega er hætt við að ég endi sjálf sem klisja. Nútíma­mann­eskja sem missti tökin og hrökk upp einn dag­inn ófær um nokkurn hlut, af því að hún ætl­aði fram að því að gera allt í einu.

Og ég skamm­ast mín ekki fyrir að segja það því ég veit nú, eftir að hafa deilt reynslu minni með vinum og kunn­ingjum síð­ustu daga, að ég er svo langt frá því ein um að vera á þessum stað.

Svo margir í kringum mig eiga það sam­eig­in­legt að lifa skemmti­legu lífi en vera samt að kikna. Af því að það er að svo mörgu að huga að hugur og til­finn­ingar hafa ekki við flóknu lífs­munstr­inu.

Bara mikil notkun á sam­fé­lags­miðlum ein og sér getur haft svo mikil áhrif á dag­legt líf að við skiljum kannski ekki einu sinni sjálf hvað við erum að útsetja okkur fyr­ir. Eða þá skatta- og líf­eyr­is­sjóðs­kerfið í lífi þeirra sem vinna sjálf­stætt. Allar litlu skyld­urnar sem mann­sæm­andi félags­líf nútíma­barns krefst. Óör­yggið á leigu­mark­aðnum fyrir þá sem búa við hann.

Svona má enda­laust upp telja til marks um flækju­stigið við þetta bless­aða nútíma­líf. Sem er svo stór­kost­lega skemmti­legt, þrátt fyrir allt og allt, að maður prísar sig sælan að lifa akkúrat núna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit