Gerum við nóg?

Sabine Leskopf hélt ræðu á fundi borgarstjórnar í gær um #metoo-hreyfingu erlendra kvenna.

Auglýsing

Ég er búin að vera í þessum mála­flokki svo lengi, ég hélt ég vissi þetta allt. Ég var búin að heyra sögu um kon­una sem var sann­færð af hálfu manns­ins síns að á Íslandi þurftu konur alltaf að vera naktar heima og þjóna bæði honum og vinum hans, ég var búin að heyra frá asískum vin­konum að þær gætu aldrei farið út að djamma án þess að vera spurðar hvað þær tæki nú á tím­ann, ég vissi – og veit – um konur sem afsöl­uðu sér for­ræði yfir börn­unum sín, ann­að­hvort vegna þess að sýslu­menn panta ekki túlk heldur leyfa eig­in­mönnum að útskýra fyrir kon­unum sínum hvað sé í gangi eða vegna þess að kon­urnar héldu þetta væri bara svona á Íslandi eða jafn­vel að þetta væri börn­unum fyrir best­u. En það var rangt hjá mér, ég var svo langt frá því að vita þetta allt og á meðan sög­urnar hrúg­uð­ust inn á lok­uðum face­book hóp­inn, þurfti ég oft að taka mér hvíld.

Ég byrj­aði sem sagt í þessum mála­flokki árið 2004, þegar ég tók sæti í stjórn Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa. Á þeim tíma voru stað­al­myndir erlendra kvenna alls­ráð­andi þar sem erlendar konur voru í augum sam­fé­lags­ins með stimpil fórn­ar­lambs­ins frá byrj­un, pant­aðar á net­inu af lág­mennt­uðum ofbeld­is­mönn­um. Við börð­umst á þessum tíma fyrir konur utan EES svæð­is­ins sem voru neyddar að fara aftur til ofbeld­is­manns því það var ekki mögu­leiki á að fá dval­ar­leyfi óháð hjóna­band­inu fyrr en eftir 3 ár. Og bar­áttan bar árang­ur, þessi lög­gjöf var breytt, og bæði Útlend­inga­stofnun og vel­ferða­kerfið unnu með okkur þar. Því alltaf völdum við þá leið að þetta væru ekki við útlend­ingar á móti ykkur Íslend­ing­um, heldur við öll fyrir betra sam­fé­lag. Þess vegna var alla tíð mikið sam­starf við íslensku kvenna­hreyf­ing­una. En málið var oft, og ég von­ast einmitt til að sjá breyt­ingar á því núna, að það skorti stundum skiln­ing á því hvernig konur af erlendum upp­runa upp­lifa marg­þætta mis­mun­un, því í okkar feðra­veldi eru nefni­legar ekki bara karl­menn, það getur verið sam­fé­lag­ið, það er tungu­mál, menn­ing­ar­heim­ur, sauma­klúbba­menn­ing­in, hræðsla við hið ókunn­uga og svo margt ann­að.

Það er ekki til eitt svar við af hverju yfir­leitt meira en helm­ingur dval­arkvenna í Kvenna­at­hvarf­inu eru konur af erlendum upp­runa. Þær vantar tengsla­net, fjöl­skyldu sem er til­búin að skjóta skjóls­húsi yfir þær. Leigu­mark­að­ur­inn er inn­flytj­endum væg­ast sagt mjög fjand­sam­leg­ur, stundum koma kon­urnar frá menn­ing­ar­heimum þar sem við­horf til ofbeldis gagn­vart konum er ein­fald­lega á allt öðrum stað, ofbeldið getur einnig þrif­ist í álag­inu sem flutn­ingur milli land­anna hefur í för með sér, og það er svo miklu ein­fald­ara að ein­angra konu af erlendum upp­runa sem hefur ekki tengsla­net, upp­lýs­ing­ar, tungu­mála­kunn­áttu eða fjöl­skyldu, þannig að margir ofbeld­is­menn leita sér­stak­lega inn í þennan hóp.

Auglýsing

Sög­urnar sem birtar voru eru margar hrotta­fengn­ar. Sumar það slæmar að ég sé hætta á að sam­fé­lagið í heild sinni gæti skýlt sér á bak við hugs­un­ina að þetta séu bara örfá skrímsli og kemur okkur ekki við. En rót vanda­máls­ins liggur svo miklu dýpra. Ég heyrði bara núna um ungt par sem breytti ætt­ar­nafni nýfædda barns­ins síns sem hljóm­aði útlenskt því þau vildu tryggja því betri fram­tíð, vildu vera viss um að barnið fengi a.m.k. sím­tal til baka frá leigu­sala eða atvinnu­rek­anda. Það er þessi stóri mis­skiln­ingur sem ég upp­lifi oft að við inn­flytj­endur höfum öll fæðst á Kefla­vík­ur­flug­velli með lítið fram að færa. Reykja­vík­ur­borg hefur tekið forrystu í ofbeld­is­málum áður, við höfum Bjark­ar­hlíð og Ofbeld­is­ráð­ið, við höfum líka Fjöl­menn­ing­ar­ráðið og -þing­ið. Svið­stjóri Vel­ferða­sviðs er nú þegar búin að tala við full­trúa hóps­ins og ég held að það sé eng­inn vafi hér hjá okkur kjörnum fulltrúum að Reykja­vík þarf að stuðla að auk­inni fag­þekk­ingu á meðal starfs­fólks vel­ferð­ar­sviðs um þjón­ustu við inn­flytj­end­ur, hæl­is­leit­endur og flótta­fólk með sér­stakri fræðslu. Ég hef til dæmis oft upp­lifað að starfs­fólk er ein­fald­lega óör­uggt í þjón­ustu við inn­flytj­end­ur, kenn­arar eða félags­ráð­gjar gefa eftir þegar for­eldrar vilja frekar að barnið þeirra túlki fyrir þá.

Jú, það þarf að þýða verk­ferla vegna áreitni og ofbeldis á vinnu­stöðum á erlend tungu­mál, styrkja erlendra for­eldra til dæmis með brú­ar­smíðum eins og við höfum byrjað á Skóla- og frí­stunda­sviði en það þarf að gera það rétt. Ég flutti hingað með 2 lítil börn og það var margt sem ég þurfti að læra í sam­bandi við rétt­indi og skyldur í kerf­inu en einnig við­horf sam­fé­lags­ins, ef ein­hver félags­rá­gjafi hefði sent mér boð um að kenna mér hvernig ég ætti að ala upp börnin mín á Íslandi, þá stæði ég nú örugg­lega ekki hér í dag. Reykja­vík­ur­borg er einnig stærsti vinnu­veit­and­inn hér, þannig að við þurfum að end­ur­skoða starfs­manna­stefn­una með til­liti til breytts veru­leika, en ný inn­flyt­enda­stefna sem hefur verið hér til umræða leggur til marg­vís­legar aðgerðir þar.

Því aldrei munum við skilja og styðja þennan hóp sem sagði okkur sínar sögur ef við förum ekki að líta á inn­flyt­endur sem eðli­legan hlut af þessu sam­fé­lagi, sem mannauð, ekki vanda­mál. Þegar áskorun frá hópnum í skugga valds­ins birtist, var það tæp­lega helm­ingur kvenn­ana þar sem skrif­aði undir með nafni. Í hópi MeToo kvenna af erlendum upp­runa voru það 97 af 660. Það segir okkur að íslenskt sam­fé­lag á eftir að vinna sér inn traust þess­ara kvenna og þar er ekki síst verk að vinna fyrir okkur hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar