Gegnsæi og jafnræði í íslenskum sjávarútvegi

Kjartan Jónsson segir að mikið verk sé óunnið við að skapa eðlilegt viðskiptaumhverfi á sviði sjávarútvegs og ekki sé við því að búast að núverandi ríkisstjórn muni hrófla við því.

Auglýsing

Margt og mikið hefur verið skrifað um íslenska kvóta­kerfið og sjáv­ar­út­veg almennt und­an­farna ára­tugi, eða allt frá því að kerf­inu var komið á 1984, og einkum eftir að fram­salið var leyft 1990. Gagn­rýnendur hafa í gegnum tíð­ina nefnt byggða­rösk­un, órétt­læti og mis­mun­un, en hags­muna­að­ilar hafa mest þagað þunnu hljóði, þumb­ast við og spornað gegn breyt­ingum í gegnum ítök sín í stjórn­mála­flokk­um og fjöl­miðlum í sinni eigu, auk þess sem fóbía vinstri manna gagn­vart mark­aðs­lausnum hefur gert þá að nyt­sömum sak­leys­ingjum útgerð­ar­auð­valds­ins. Hér ætla ég að fjalla um eina hlið á þessu máli, sem lítið hefur verið rædd; þau mark­mið og gildi sem koma fram í lögum um fisk­veiðar og hvort þeim mark­miðum og gildum hafi verið náð, ásamt því að bæta við mark­miðum og gildum sem ættu að vera sjálf­sögð á 21. öld, gegn­sæi og jafn­ræði.

Í fyrstu grein núver­andi laga um fisk­veiðar segir m.a.: „Mark­mið laga þess­ara er að stuðla að verndun og hag­kvæmri nýt­ingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í land­in­u.“ Hér má finna þrjú mark­mið: Sjálf­bærnihag­kvæmni og byggða­sjón­ar­mið. 

Sjálf­bærni: Kvóta­kerf­inu var komið á í kjöl­far mik­illar umræðu um slæmt ástand fiski­stofna við land­ið. Síld­ar­stofn­inn hafði hrunið upp úr miðri öld­inni og ekki mátti hugsa þá hugsun til enda að hið sama gerð­ist með þorsk­stofn­inn. Svarta skýrslan sem birta var 1975 lagði sitt á vog­ar­skál­arnar í þróun sem varð til þess að kvóta­kerf­inu var loks komið á 1984. Þannig var mark­mið þess bein­línis að stuðla að sjálf­bærni, en hins vegar hefur verið bent á að kerfið felur bein­línis í sér hvata til brott­kasts (bæði útgerð og áhöfn hefur bein­línis hvata til þess að koma með sem verð­mætastan afla í land). Þá er mat á hrygn­ing­ar­stofni (sem er grund­völlur til­lagna Hafró um árlegan kvóta) óná­kvæm vís­indi – kannski ófram­kvæm­an­leg að nokkru gagni. Tak­mörkun á sókn, í stað tak­mörk­unar á afla, gæti rétt eins stuðlað að sjálf­bærum veið­um. En sókn­ar­marks­kerfi er ekki við­fangs­efni þess­arar grein­ar, hér geng ég út frá óbreyttu afla­marks­kerfi.

Auglýsing

Hag­kvæmni: Vissu­lega skap­aði fram­salið 1990 mögu­leika á að hag­ræða og skapa hag­kvæmar rekstr­ar­ein­ingar frá því sem áður hafði ver­ið. Hægt var að nán­ast full­nýta skip sem áður höfðu verið bundin við bryggju stóran hluta árs vegna tak­mark­aðs kvóta og afskrifa stóran hluta flot­ans. 

Byggða­sjón­ar­mið: Meg­in­upp­spretta starfa á lands­byggð­inni er í sjáv­ar­út­vegi, á því leikur eng­inn vafi, þótt ferða­þjón­ustan sæki á. Fyrir því eru praktískar ástæð­ur, aðal­lega nánd við mið­in. Spurn­ingin hlýtur að vera sú hvort fisk­veiði­kerfið styðji á ein­hvern sér­stakan hátt við byggð í land­inu, umfram það sem annað kerfi myndi gera. Reynslan virð­ist sýna að útgerðin og fisk­vinnslan, sem eru að stórum hluta í sömu hönd­um, styðji við byggð í land­inu þar og þegar þeim hentar. Þegar þeim hentar að flytja tugi starfa úr Þor­láks­höfn í Hafn­ar­fjörð, gera þau það. Þetta eru fyr­ir­tæki í rekstri sem hugsa fyrst og fremst um eigin afkomu­töl­ur. Byggða­kvóta hefur svo verið ætlað að stoppa upp í göt­in, en hefur verið upp­spretta tor­tryggni vegna meintrar spill­ingar og frænd­hygli við úthlutun hans.

Gildi og mark­mið nýs kerfis

Hvað gildi og mark­mið ætti þá nýtt kerfi að hafa? Mark­miðin sem eru fyrir í lög­un­um; sjálf­bærni, hag­kvæmni og byggða­sjón­ar­mið, eru ágæt í sjálfu sér en að auki myndi ég vilja bæta við gegn­sæi og jafn­ræði. Gegn­sæi er meg­in­krafan í dag hvað varðar stjórn­sýslu og úthlutun veiði­heim­ilda úr sam­eig­in­legum fisk­stofnum lands­ins fellur undir opin­bera stjórn­sýslu og hið sama gildir um með­höndlun byggða­kvóta af hálfu sveit­ar­stjórna. Jafn­ræði er hluti af almennum mann­rétt­indum og var for­senda dóms Mann­rétt­inda­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna árið 2007, þar sem dæmt var gegn íslenska rík­inu – fyr­ir­komu­lag við úthlutun á kvóta stenst ekki kröfur um jafn­ræði (Í svari rík­is­stjórn­ar­innar til Mann­rétt­inda­nefnd­ar­innar var lofað umbótum innan 180 daga, sem var ekki efn­t). 

Ekki er ástæða til að ætla að nýtt fyr­ir­komu­lag við úthlutun á kvóta, t.d. á mark­aðs­for­send­um, fæli í sér rekstr­ar­lega óhag­kvæmni, þótt fyr­ir­tæki sem hefur notið for­gjafar finni vænt­an­lega fyrir því að missa slíka for­gjöf – mark­mið­inu um hag­kvæmi myndi því nást eftir sem áður. Aukið aðgengi, sem fylgir því að nýir aðilar þurfi ekki að skuld­setja sig upp í rjáfur í kvóta­kaup­um, mun vænt­an­lega leiða til auk­innar sam­keppni, sem sam­kvæmt flestum kenn­ingum leiðir til auk­innar hag­kvæmni. Ekki er heldur hægt að sjá að nokkuð myndi breyt­ast varð­andi mark­miðið um sjálf­bærni, þar sem gengið er út frá því að áfram verði afla­marks­kerfi. 

Mark­mið byggða­sjón­ar­miða og hag­kvæmni eru í vissum skiln­ingi and­stæð gildi, þar sem eitt getur verið á kostnað ann­ars og sagan segir okkur að í núver­andi kerfi hefur hag­kvæmnin venju­lega orðið ofan á þegar fyr­ir­tæki ákveða um stað­setn­ingu útgerða og fisk­vinnslu. Nýtt kerfi við úthlutun veiði­heim­ilda mun vænt­an­lega litlu breyta í því. Það vekur hins vegar upp spurn­ingar um hvort besta leiðin til að styðja við byggð í land­inu sé sú að tryggja bæj­ar­fé­lögum kvóta eða fisk­vinnslu. Eyrna­merkja mætti hluta af þeim auknu tekjum sem ríkið fengi í gegnum mark­aðs­kerfi í úthlutun til byggða­mála, þannig að sveit­ar­stjórnir hefðu svig­rúm til atvinnu­upp­bygg­ingar á eigin for­sendum í gegnum gegn­sætt úthlut­un­ar­kerfi, sem gæti verið í ferða­þjón­ustu, menn­ingu og listum eða ein­hverju allt öðru en fiski.

Flestar þær hug­myndir sem nefndar hafa verið í gegnum tíð­ina, sem val­kostur við núver­andi úthlut­un­ar­kerfi á kvóta, hafa verið ein­hvers konar mark­aðs­lausnir, þ.e. að ríkið leysi til sín kvót­ann á ein­hverju til­teknum tíma og úthluti síðan á upp­boði, til lengri eða skemmri tíma. Það er eina fyr­ir­komu­lagið sem er í senn gegn­sætt og upp­fyllir kröf­una um jafn­ræði. Besti, eða að því er sumir segja skásti, mögu­leik­inn á gegn­særri verð­myndun er í gegnum virkan opin mark­að, undir vök­ulum augum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem í dag skiptir sér ekk­ert af iðn­að­in­um. Í þessu sam­bandi er ekki nóg að taka fyrir úthlutun á kvóta. 

Snertifletir við­skipta í íslensku sjáv­ar­út­vegi

Á með­fylgj­andi mynd má sjá í grófum dráttum snertifleti við­skipta í íslenskum sjáv­ar­út­vegi, þar sem eru mark­aðs­for­sendur og þar sem þær eru ekki til stað­ar. 

Snertifletir viðskipta í íslenskum sjávarútvegi.Mik­il­væg­asti snerti­flöt­ur­inn er auð­vitað úthlutun kvót­ans, næst kemur sala til fisk­vinnslu í sömu eigu, sem brýtur öll megin prinsipp sam­keppn­is­reglna, skapar mik­inn aðstöðumun gagn­vart fisk­vinnslu sem þarf að kaupa á mark­aði. Sala útgerðar til eigin vinnslu er auk þess orðin hluti af samn­ingum sjó­manna, sem fá laun í sam­ræmi við verð­mæti afla og byggða­kvót­inn, eins og áður var nefnt, er á algjör­lega ógegn­sæjum for­send­um. Það er því mikið verk óunnið við að skapa eðli­legt við­skiptaum­hverfi á sviði sjáv­ar­út­vegs og ekki við því að búast að núver­andi rík­is­stjórn muni hrófla við því. Síð­ustu ára­mót tóku gildi ný lög í Fær­eyjum sem kveða á um að fara eigi í auknum mæli í upp­boðs­leið við úthlutun veiði­heim­ilda. Það verður for­vitni­legt að fylgj­ast með þeirri þróun og mun hún eflaust hjálpa til, þar sem sam­an­burð­ur­inn mun varpa enn betra ljósi á hve fárán­legt íslenska fyr­ir­komu­lagið er. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Múltikúlti íslensku, Pírati og stundar meist­ara­nám í heim­speki í HÍ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar