Ólínulegar samgöngur

Þorkell Heiðarsson segist vera þeirrar skoðunar að línulegar samgöngur tilheyri ekki fortíðinni, þrátt fyrir að Eyþór Arnalds haldi slíku fram.

Auglýsing

Ég er á því að línu­legar sam­göngur til­heyri ekki for­tíð­inni, þrátt fyrir að Eyþór Arn­alds haldi öðru fram í nýlegu við­tali. Það er þó ekki ætlun mín að leggja sér­stak­lega út frá þessum orðum hans hér enda er hann marg­saga þessa daga. Ann­ars er kannski engin furða að póli­tíkus haldi þessu fram enda mjög í tísku að afneita öllu línu­legu um þessar mundir og því upp­lagt að stökkva á vin­sælda­vagn­inn. Línu­legt sjón­varp er jú að hverfa, lín­u-símar og línur bara svona almennt yfir­teknar af þráð­lausri tækni. 

Ég er mik­ill Star­Trek aðdá­andi og hef séð marga hluti sem kynntir voru til sög­unnar í þeim þáttum verða að veru­leika. Þar má nefna spjald­tölv­ur, far­síma og sneið­mynda­tæki. Engu að síður held ég að fjar­flutn­ings­pall­arnir sem þar eru not­aðir (tel­eport) og tryggja þráð­lausa fólks­flutn­inga séu ekki alveg á næsta leiti – því miður Eyþór.

Þannig að línu­legir fólks­flutn­ingar verða hluti raun­veru­leik­ans enn um sinn og ólínu­legar sam­göngur bíða betri tíma.

Það er mun nær­tækara vanda­mál í núinu hversu beinar þessar línur eru, hvert þær liggja og hvernig þær þjóna íbú­um. Fyrir íbúa í úthverfum borg­ar­innar eru sam­göngu­mál nefni­lega oftar en ekki kjarn­inn í dag­legu lífi og almenn­ings­sam­göngur eru stór hluti þess kjarna. 

Þjón­usta Strætó er oft bit­beinið í úthverf­unum og raunar víð­ar. Þessa dag­ana er verið að breyta þjón­ustu strætó í Staða­hverf­inu í Graf­ar­vogi sem þýðir örugg­lega þjón­ustu­skerð­ingu fyrir ein­hverja og bót fyrir aðra. Svipað átti sér stað fyrir ekki svo löngu í Árbænum þegar strætó­leið sem gekk þaðan upp í Breið­holt var lögð af. Sem for­maður hverf­is­ráðs kall­aði ég full­trúa strætó á fund ráðs­ins og þegar við höfðum kveinað í nokkra stund dró við­kom­andi upp excel skjal. Þar sást að fáir nýttu sér þessa leið og hún því óhag­kvæm í rekstri. Lög­mál hag­fræð­innar höfðu talað og við vorum kjaft­stopp um stund. En hvað með þá sem þó nýttu vagn­inn, hvað áttu þeir að gera? Nú ganga, keyra, hjóla eða vera mjög lengi á leið­inni í strætó vegna flók­inna skipt­inga. 

Auglýsing

Að mörgu leyti hefur þjón­usta Strætó batnað þegar flutn­ingur fólks, frá úthverfum vestur í bæ og öfugt, er ann­ars veg­ar. Þá hefur núver­andi stjórn Strætó komið til móts við úthverfin með end­ur­lífgun næt­ur­strætó – sem er til mik­illa bóta fyrir úthverfa­búa. Það sem hins vegar stendur eftir er þjón­ustan á milli úthverf­anna sem hefur heldur minnkað á síð­ustu árum. Norð­ur­-­suður sam­göngu­öx­ull­inn á milli þess­ara hverfa er að versna, en austur – vestur (úr úthverfi og niður í bæ) er í lagi. Þannig er orðið erfitt að taka strætó á milli Graf­ar­vogs, Graf­ar­holts, Árbæjar og Breið­holts. Það sama á raunar við víðar í borg­inni um almenn­ings­sam­göngur þvert á þennan aust­ur-vestur meg­in­öxul sam­gangn­anna. Stað­reyndin er hins vegar sú að mikið af fólki í úthverfum sækir þjón­ustu og frí­stundir á milli hverf­anna, jafn­vel frekar en niður í bæ. Mikið af þess­ari þjón­ustu er jafn­framt á veg­um, eða styrkt af borg­inni. Ég er viss um að margir íbúar úthverf­anna kann­ast við örvænt­ing­una sem fylgir því að skutla krökkum á æfingu í Egils­höll, eða skóla­hljóm­sveit í Breið­holti á háanna­tíma og svo mætti lengi telja. 

Það er deg­inum ljós­ara að línu­legar sam­göngur Strætó um úthverfin þurfa að vera til stað­ar. Með til­komu borg­ar­línu ætti þetta raunar að verða auð­veld­ara þar sem hún mun taka yfir fyrr­nefndan meg­in­öxul sam­gangn­anna (vest­ur­-aust­ur) og tengja auk þess saman sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá er hægt að byggja upp tíðar teng­ingar innan og á milli hverfa sem tengj­ast síðan inn á borg­ar­lín­una.

Þangað til verður að grípa til aðgerða! Ef akstur strætó á milli úthverfa er óhag­kvæm lausn þarf að hafa í huga að bygg­ing mann­virkja til þess að þjón­usta íbú­ana í hverju hverfi er dýr, þar eru bygg­ing íþrótta­halla og sund­lauga nær­tæk dæmi. Mætti ekki líta á aðrar lausnir til þess að bæta ástand­ið. Hvernig væri að treysta og sam­tvinna net frí­stunda­vagn­anna og styðja íþrótta­fé­lögin frekar við rekstur þeirra. Auka einnig samnýt­ingu með öðrum kostum sem fyrir eru eins sundrútum á vegum skól­anna sem keyra nú um borg­ina. Með þessu móti gætu frí­stunda­vagnar þjónað fleiri gerðum frí­stunda en þeir gera nú. Þetta myndi vissu­lega ekki leysa öll vanda­mál en ég er sann­færður um að þetta myndi minnka þörf margra á skutli barna í einka­bílum og þar með draga úr amstri og umferð.

Höf­undur er for­maður hverf­is­ráðs Árbæjar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar