Ólínulegar samgöngur

Þorkell Heiðarsson segist vera þeirrar skoðunar að línulegar samgöngur tilheyri ekki fortíðinni, þrátt fyrir að Eyþór Arnalds haldi slíku fram.

Auglýsing

Ég er á því að línulegar samgöngur tilheyri ekki fortíðinni, þrátt fyrir að Eyþór Arnalds haldi öðru fram í nýlegu viðtali. Það er þó ekki ætlun mín að leggja sérstaklega út frá þessum orðum hans hér enda er hann margsaga þessa daga. Annars er kannski engin furða að pólitíkus haldi þessu fram enda mjög í tísku að afneita öllu línulegu um þessar mundir og því upplagt að stökkva á vinsældavagninn. Línulegt sjónvarp er jú að hverfa, línu-símar og línur bara svona almennt yfirteknar af þráðlausri tækni. 

Ég er mikill StarTrek aðdáandi og hef séð marga hluti sem kynntir voru til sögunnar í þeim þáttum verða að veruleika. Þar má nefna spjaldtölvur, farsíma og sneiðmyndatæki. Engu að síður held ég að fjarflutningspallarnir sem þar eru notaðir (teleport) og tryggja þráðlausa fólksflutninga séu ekki alveg á næsta leiti – því miður Eyþór.
Þannig að línulegir fólksflutningar verða hluti raunveruleikans enn um sinn og ólínulegar samgöngur bíða betri tíma.
Það er mun nærtækara vandamál í núinu hversu beinar þessar línur eru, hvert þær liggja og hvernig þær þjóna íbúum. Fyrir íbúa í úthverfum borgarinnar eru samgöngumál nefnilega oftar en ekki kjarninn í daglegu lífi og almenningssamgöngur eru stór hluti þess kjarna. 

Þjónusta Strætó er oft bitbeinið í úthverfunum og raunar víðar. Þessa dagana er verið að breyta þjónustu strætó í Staðahverfinu í Grafarvogi sem þýðir örugglega þjónustuskerðingu fyrir einhverja og bót fyrir aðra. Svipað átti sér stað fyrir ekki svo löngu í Árbænum þegar strætóleið sem gekk þaðan upp í Breiðholt var lögð af. Sem formaður hverfisráðs kallaði ég fulltrúa strætó á fund ráðsins og þegar við höfðum kveinað í nokkra stund dró viðkomandi upp excel skjal. Þar sást að fáir nýttu sér þessa leið og hún því óhagkvæm í rekstri. Lögmál hagfræðinnar höfðu talað og við vorum kjaftstopp um stund. En hvað með þá sem þó nýttu vagninn, hvað áttu þeir að gera? Nú ganga, keyra, hjóla eða vera mjög lengi á leiðinni í strætó vegna flókinna skiptinga. 

Auglýsing

Að mörgu leyti hefur þjónusta Strætó batnað þegar flutningur fólks, frá úthverfum vestur í bæ og öfugt, er annars vegar. Þá hefur núverandi stjórn Strætó komið til móts við úthverfin með endurlífgun næturstrætó – sem er til mikilla bóta fyrir úthverfabúa. Það sem hins vegar stendur eftir er þjónustan á milli úthverfanna sem hefur heldur minnkað á síðustu árum. Norður-suður samgönguöxullinn á milli þessara hverfa er að versna, en austur – vestur (úr úthverfi og niður í bæ) er í lagi. Þannig er orðið erfitt að taka strætó á milli Grafarvogs, Grafarholts, Árbæjar og Breiðholts. Það sama á raunar við víðar í borginni um almenningssamgöngur þvert á þennan austur-vestur meginöxul samgangnanna. Staðreyndin er hins vegar sú að mikið af fólki í úthverfum sækir þjónustu og frístundir á milli hverfanna, jafnvel frekar en niður í bæ. Mikið af þessari þjónustu er jafnframt á vegum, eða styrkt af borginni. Ég er viss um að margir íbúar úthverfanna kannast við örvæntinguna sem fylgir því að skutla krökkum á æfingu í Egilshöll, eða skólahljómsveit í Breiðholti á háannatíma og svo mætti lengi telja. 

Það er deginum ljósara að línulegar samgöngur Strætó um úthverfin þurfa að vera til staðar. Með tilkomu borgarlínu ætti þetta raunar að verða auðveldara þar sem hún mun taka yfir fyrrnefndan meginöxul samgangnanna (vestur-austur) og tengja auk þess saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þá er hægt að byggja upp tíðar tengingar innan og á milli hverfa sem tengjast síðan inn á borgarlínuna.
Þangað til verður að grípa til aðgerða! Ef akstur strætó á milli úthverfa er óhagkvæm lausn þarf að hafa í huga að bygging mannvirkja til þess að þjónusta íbúana í hverju hverfi er dýr, þar eru bygging íþróttahalla og sundlauga nærtæk dæmi. Mætti ekki líta á aðrar lausnir til þess að bæta ástandið. Hvernig væri að treysta og samtvinna net frístundavagnanna og styðja íþróttafélögin frekar við rekstur þeirra. Auka einnig samnýtingu með öðrum kostum sem fyrir eru eins sundrútum á vegum skólanna sem keyra nú um borgina. Með þessu móti gætu frístundavagnar þjónað fleiri gerðum frístunda en þeir gera nú. Þetta myndi vissulega ekki leysa öll vandamál en ég er sannfærður um að þetta myndi minnka þörf margra á skutli barna í einkabílum og þar með draga úr amstri og umferð.

Höfundur er formaður hverfisráðs Árbæjar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar