Ólínulegar samgöngur

Þorkell Heiðarsson segist vera þeirrar skoðunar að línulegar samgöngur tilheyri ekki fortíðinni, þrátt fyrir að Eyþór Arnalds haldi slíku fram.

Auglýsing

Ég er á því að línu­legar sam­göngur til­heyri ekki for­tíð­inni, þrátt fyrir að Eyþór Arn­alds haldi öðru fram í nýlegu við­tali. Það er þó ekki ætlun mín að leggja sér­stak­lega út frá þessum orðum hans hér enda er hann marg­saga þessa daga. Ann­ars er kannski engin furða að póli­tíkus haldi þessu fram enda mjög í tísku að afneita öllu línu­legu um þessar mundir og því upp­lagt að stökkva á vin­sælda­vagn­inn. Línu­legt sjón­varp er jú að hverfa, lín­u-símar og línur bara svona almennt yfir­teknar af þráð­lausri tækni. 

Ég er mik­ill Star­Trek aðdá­andi og hef séð marga hluti sem kynntir voru til sög­unnar í þeim þáttum verða að veru­leika. Þar má nefna spjald­tölv­ur, far­síma og sneið­mynda­tæki. Engu að síður held ég að fjar­flutn­ings­pall­arnir sem þar eru not­aðir (tel­eport) og tryggja þráð­lausa fólks­flutn­inga séu ekki alveg á næsta leiti – því miður Eyþór.

Þannig að línu­legir fólks­flutn­ingar verða hluti raun­veru­leik­ans enn um sinn og ólínu­legar sam­göngur bíða betri tíma.

Það er mun nær­tækara vanda­mál í núinu hversu beinar þessar línur eru, hvert þær liggja og hvernig þær þjóna íbú­um. Fyrir íbúa í úthverfum borg­ar­innar eru sam­göngu­mál nefni­lega oftar en ekki kjarn­inn í dag­legu lífi og almenn­ings­sam­göngur eru stór hluti þess kjarna. 

Þjón­usta Strætó er oft bit­beinið í úthverf­unum og raunar víð­ar. Þessa dag­ana er verið að breyta þjón­ustu strætó í Staða­hverf­inu í Graf­ar­vogi sem þýðir örugg­lega þjón­ustu­skerð­ingu fyrir ein­hverja og bót fyrir aðra. Svipað átti sér stað fyrir ekki svo löngu í Árbænum þegar strætó­leið sem gekk þaðan upp í Breið­holt var lögð af. Sem for­maður hverf­is­ráðs kall­aði ég full­trúa strætó á fund ráðs­ins og þegar við höfðum kveinað í nokkra stund dró við­kom­andi upp excel skjal. Þar sást að fáir nýttu sér þessa leið og hún því óhag­kvæm í rekstri. Lög­mál hag­fræð­innar höfðu talað og við vorum kjaft­stopp um stund. En hvað með þá sem þó nýttu vagn­inn, hvað áttu þeir að gera? Nú ganga, keyra, hjóla eða vera mjög lengi á leið­inni í strætó vegna flók­inna skipt­inga. 

Auglýsing

Að mörgu leyti hefur þjón­usta Strætó batnað þegar flutn­ingur fólks, frá úthverfum vestur í bæ og öfugt, er ann­ars veg­ar. Þá hefur núver­andi stjórn Strætó komið til móts við úthverfin með end­ur­lífgun næt­ur­strætó – sem er til mik­illa bóta fyrir úthverfa­búa. Það sem hins vegar stendur eftir er þjón­ustan á milli úthverf­anna sem hefur heldur minnkað á síð­ustu árum. Norð­ur­-­suður sam­göngu­öx­ull­inn á milli þess­ara hverfa er að versna, en austur – vestur (úr úthverfi og niður í bæ) er í lagi. Þannig er orðið erfitt að taka strætó á milli Graf­ar­vogs, Graf­ar­holts, Árbæjar og Breið­holts. Það sama á raunar við víðar í borg­inni um almenn­ings­sam­göngur þvert á þennan aust­ur-vestur meg­in­öxul sam­gangn­anna. Stað­reyndin er hins vegar sú að mikið af fólki í úthverfum sækir þjón­ustu og frí­stundir á milli hverf­anna, jafn­vel frekar en niður í bæ. Mikið af þess­ari þjón­ustu er jafn­framt á veg­um, eða styrkt af borg­inni. Ég er viss um að margir íbúar úthverf­anna kann­ast við örvænt­ing­una sem fylgir því að skutla krökkum á æfingu í Egils­höll, eða skóla­hljóm­sveit í Breið­holti á háanna­tíma og svo mætti lengi telja. 

Það er deg­inum ljós­ara að línu­legar sam­göngur Strætó um úthverfin þurfa að vera til stað­ar. Með til­komu borg­ar­línu ætti þetta raunar að verða auð­veld­ara þar sem hún mun taka yfir fyrr­nefndan meg­in­öxul sam­gangn­anna (vest­ur­-aust­ur) og tengja auk þess saman sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá er hægt að byggja upp tíðar teng­ingar innan og á milli hverfa sem tengj­ast síðan inn á borg­ar­lín­una.

Þangað til verður að grípa til aðgerða! Ef akstur strætó á milli úthverfa er óhag­kvæm lausn þarf að hafa í huga að bygg­ing mann­virkja til þess að þjón­usta íbú­ana í hverju hverfi er dýr, þar eru bygg­ing íþrótta­halla og sund­lauga nær­tæk dæmi. Mætti ekki líta á aðrar lausnir til þess að bæta ástand­ið. Hvernig væri að treysta og sam­tvinna net frí­stunda­vagn­anna og styðja íþrótta­fé­lögin frekar við rekstur þeirra. Auka einnig samnýt­ingu með öðrum kostum sem fyrir eru eins sundrútum á vegum skól­anna sem keyra nú um borg­ina. Með þessu móti gætu frí­stunda­vagnar þjónað fleiri gerðum frí­stunda en þeir gera nú. Þetta myndi vissu­lega ekki leysa öll vanda­mál en ég er sann­færður um að þetta myndi minnka þörf margra á skutli barna í einka­bílum og þar með draga úr amstri og umferð.

Höf­undur er for­maður hverf­is­ráðs Árbæjar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar