Vilja setja skilyrði við ráðningar í íþrótta- og æskulýðsstarf

Samkvæmt nýjum drögum að frumvarpi að lögum verður óheimilt að ráða til starfa hjá aðilum sem sinna íþróttastarfi einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á sérstökum ákvæðum almennra hegningarlaga.

Börn æfa fótbolta
Börn æfa fótbolta
Auglýsing

Óheim­ilt verður að ráða til starfa hjá aðilum sem sinna íþrótta­starfi ein­stak­linga sem hlotið hafa refsi­dóm vegna brota á sér­stökum ákvæðum almennra hegn­ing­ar­laga. Sama gildi um þá sem hlotið hafa refsi­dóm fyrir brot gegn ákvæðum laga um ávana- og fíkni­efni á síð­ast­liðnum fimm árum.

Ákvæðið mun einnig ná til þeirra sem falin er umsjón með íþrótta­starfi á grund­velli sjálf­boða­liða­starfs.

Þetta kemur fram í nýjum drög­um að frum­varpi til laga um sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs. Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra setur drögin fram og eru þau nú komið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Umsagn­ar­frestur er til 29. októ­ber næst­kom­and­i. 

Við ráðn­ingu til starfa hjá þeim aðilum sem falla undir lög skal ávallt liggja fyrir saka­vott­orð og upp­lýs­ingar úr saka­skrá um það hvort umsækj­andi hafi hlotið refsi­dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegn­ing­ar­laga. Á þetta við hvort sem ein­stak­lingur hyggst taka að sér launað starf eða sjálf­boða­liða­starf, eins og fyrr seg­ir. 

Auglýsing

Íþrótta- og æsku­lýðs­starf skuli fara fram í öruggu umhverfi

Starfs­svið sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs nær til skipu­lagðrar starf­semi á vegum Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands­ins, Ung­menna­fé­lags Íslands, æsku­lýðs­sam­taka sem ­starfa á grund­velli æsku­lýðslaga og aðila sem gera samn­ing við það ráðu­neyti sem fer með­ ­í­þrótta- og æsku­lýðs­mál um rekstr­ar­fram­lag vegna sam­bæri­legrar starf­semi.

Í drög­unum kemur fram að mark­mið lag­anna sé að íþrótta- og æsku­lýðs­starf fari fram í öruggu umhverfi þar sem ­börn, ung­lingar og full­orðn­ir, óháð kyn­ferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æsku­lýðs­starf og leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna atvika og mis­gerða sem þar kom­a ­upp án ótta við afleið­ing­arn­ar.

Setja á fót ­starf sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs

Ráð­herra setur á fót starf sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs til fimm ára í senn. Eftir 1. jan­úar 2023 getur ráð­herra lagt niður starf­sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs að feng­inni umsögn hags­muna­að­ila. ­Sam­skipta­ráð­gjafi íþrótta- og æsku­lýðs­starfs skal hafa háskóla­menntun og þekk­ingu sem nýt­ist í starfi.

Frum­varpið er unnið í mennta- og menn­ing­ar­ráðu­neyti á grund­velli vinnu starfs­hóps ­sem skip­aður var þann 19. mars síð­ast­lið­inn í kjöl­far yfir­lýs­inga íþrótta­kvenna undir myllu­merk­inu #metoo ásamt frá­sögnum þeirra. 

Brýnt að starf­inu verði komið á fót með lögum

Starfs­hóp­inn skip­uðu Óskar Þór Ármanns­son, sem var jafn­framt for­mað­ur, Val­gerður Þór­unn Bjarna­dótt­ir, Elísa­bet Pét­urs­dótt­ir, Jóna Páls­dóttir og Guðn­i Ol­geirs­son frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu, Ása Ólafs­dóttir frá Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bandi Íslands, Auður Inga Þor­steins­dóttir frá Ung­menna­fé­lag­i Ís­lands, Heiðrún Janus­ar­dóttir frá Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Haf­dís Inga Helgu­dóttir Hin­riks­dóttir frá #metoo-hreyf­ingu íþrótta­kvenna. 

Starfs­hópnum var ætlað að gera til­lögur um aðgerð­ir, meðal ann­ars með því að skoða þá verk­ferla sem ­gilda og gera til­lögur til úrbóta þar sem þess er þörf. ­Með frum­varp­in­u er lagt til að stofnað verði til starfs sér­staks sam­skipta­ráð­gjafa ­í­þrótta- og æsku­lýðs­starfs sem skal hafa það meg­in­hlut­verk að bæta umgjörð til að tryggja ­ör­yggi þeirra sem taka þátt í starfi þeirra sam­taka og félaga sem frum­varp þetta nær til. 

Að mati starfs­hóps­ins er afar brýnt að starf­inu verði komið á fót með lögum en það er for­senda þess að ­meg­in­mark­miði frum­varps­ins verði náð. Í þessu sam­hengi ber að nefna að frum­varpið veit­ir ­sam­skipta­full­trú­anum heim­ild til krefja þá sem skipu­leggja eða bera ábyrgð á íþrótta- og æsku­lýðs­starfi um allar þær upp­lýs­ingar sem hann metur nauð­syn­legar til að sinna hlut­verki sínu og er við­kom­andi aðilum þá skylt að afhenda honum umbeðnar upp­lýs­ing­ar, óháð þagn­ar­skyldu við­kom­andi aðila.

Hund­ruð kvenna skrif­uðu undir #metoo-­yf­ir­lýs­ingu

Íþrótta­konur sendu frá sér yfir­lýs­ingu í jan­úar síð­ast­liðnum vegna #metoo þar sem kom fram að þær sættu sig ekki við þá mis­mun­un, ofbeldi og áreitni sem hefur við­geng­ist á vett­vangi íþrótta fram til­ þessa. Meðal þess sem fram kom í yfir­lýs­ing­unni var að konum yrði gert kleift að segja frá­ of­beldi án þess að það kæmi niður á fram­tíð­ar­mögu­leikum þeirra innan íþrótt­ar­innar og að á þær yrði hlust­að, staðið með þeim og þeim trú­að. 

Undir yfir­lýs­ing­una skrif­uðu 462 ­í­þrótta­kon­ur. Sam­hliða yfir­lýs­ing­unni og und­ir­skriftum sendu íþrótta­kon­urnar frá sér 62 frá­sagnir sem lýstu margs­konar ofbeldi, áreitni, mis­mun­um, nið­ur­læg­ingum og ann­ars­kon­ar mis­rétti sem þær höfðu orðið fyrir innan íþrótta. Frá­sagn­irnar vöktu upp mikil við­brögð í sam­fé­lag­inu þar sem að alvar­leiki frá­sagn­anna var í mörgum til­vikum mik­ill. Mörg atvik­in áttu sér stað þegar kon­urnar voru undir 18 ára aldri ásamt því sem í sumum til­vikum var um brot að ræða sem eru refsi­verð sam­kvæmt ákvæðum almennra hegn­ing­ar­laga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent