Vilja setja skilyrði við ráðningar í íþrótta- og æskulýðsstarf

Samkvæmt nýjum drögum að frumvarpi að lögum verður óheimilt að ráða til starfa hjá aðilum sem sinna íþróttastarfi einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á sérstökum ákvæðum almennra hegningarlaga.

Börn æfa fótbolta
Börn æfa fótbolta
Auglýsing

Óheim­ilt verður að ráða til starfa hjá aðilum sem sinna íþrótta­starfi ein­stak­linga sem hlotið hafa refsi­dóm vegna brota á sér­stökum ákvæðum almennra hegn­ing­ar­laga. Sama gildi um þá sem hlotið hafa refsi­dóm fyrir brot gegn ákvæðum laga um ávana- og fíkni­efni á síð­ast­liðnum fimm árum.

Ákvæðið mun einnig ná til þeirra sem falin er umsjón með íþrótta­starfi á grund­velli sjálf­boða­liða­starfs.

Þetta kemur fram í nýjum drög­um að frum­varpi til laga um sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs. Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra setur drögin fram og eru þau nú komið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Umsagn­ar­frestur er til 29. októ­ber næst­kom­and­i. 

Við ráðn­ingu til starfa hjá þeim aðilum sem falla undir lög skal ávallt liggja fyrir saka­vott­orð og upp­lýs­ingar úr saka­skrá um það hvort umsækj­andi hafi hlotið refsi­dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegn­ing­ar­laga. Á þetta við hvort sem ein­stak­lingur hyggst taka að sér launað starf eða sjálf­boða­liða­starf, eins og fyrr seg­ir. 

Auglýsing

Íþrótta- og æsku­lýðs­starf skuli fara fram í öruggu umhverfi

Starfs­svið sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs nær til skipu­lagðrar starf­semi á vegum Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands­ins, Ung­menna­fé­lags Íslands, æsku­lýðs­sam­taka sem ­starfa á grund­velli æsku­lýðslaga og aðila sem gera samn­ing við það ráðu­neyti sem fer með­ ­í­þrótta- og æsku­lýðs­mál um rekstr­ar­fram­lag vegna sam­bæri­legrar starf­semi.

Í drög­unum kemur fram að mark­mið lag­anna sé að íþrótta- og æsku­lýðs­starf fari fram í öruggu umhverfi þar sem ­börn, ung­lingar og full­orðn­ir, óháð kyn­ferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æsku­lýðs­starf og leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna atvika og mis­gerða sem þar kom­a ­upp án ótta við afleið­ing­arn­ar.

Setja á fót ­starf sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs

Ráð­herra setur á fót starf sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs til fimm ára í senn. Eftir 1. jan­úar 2023 getur ráð­herra lagt niður starf­sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs að feng­inni umsögn hags­muna­að­ila. ­Sam­skipta­ráð­gjafi íþrótta- og æsku­lýðs­starfs skal hafa háskóla­menntun og þekk­ingu sem nýt­ist í starfi.

Frum­varpið er unnið í mennta- og menn­ing­ar­ráðu­neyti á grund­velli vinnu starfs­hóps ­sem skip­aður var þann 19. mars síð­ast­lið­inn í kjöl­far yfir­lýs­inga íþrótta­kvenna undir myllu­merk­inu #metoo ásamt frá­sögnum þeirra. 

Brýnt að starf­inu verði komið á fót með lögum

Starfs­hóp­inn skip­uðu Óskar Þór Ármanns­son, sem var jafn­framt for­mað­ur, Val­gerður Þór­unn Bjarna­dótt­ir, Elísa­bet Pét­urs­dótt­ir, Jóna Páls­dóttir og Guðn­i Ol­geirs­son frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu, Ása Ólafs­dóttir frá Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bandi Íslands, Auður Inga Þor­steins­dóttir frá Ung­menna­fé­lag­i Ís­lands, Heiðrún Janus­ar­dóttir frá Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Haf­dís Inga Helgu­dóttir Hin­riks­dóttir frá #metoo-hreyf­ingu íþrótta­kvenna. 

Starfs­hópnum var ætlað að gera til­lögur um aðgerð­ir, meðal ann­ars með því að skoða þá verk­ferla sem ­gilda og gera til­lögur til úrbóta þar sem þess er þörf. ­Með frum­varp­in­u er lagt til að stofnað verði til starfs sér­staks sam­skipta­ráð­gjafa ­í­þrótta- og æsku­lýðs­starfs sem skal hafa það meg­in­hlut­verk að bæta umgjörð til að tryggja ­ör­yggi þeirra sem taka þátt í starfi þeirra sam­taka og félaga sem frum­varp þetta nær til. 

Að mati starfs­hóps­ins er afar brýnt að starf­inu verði komið á fót með lögum en það er for­senda þess að ­meg­in­mark­miði frum­varps­ins verði náð. Í þessu sam­hengi ber að nefna að frum­varpið veit­ir ­sam­skipta­full­trú­anum heim­ild til krefja þá sem skipu­leggja eða bera ábyrgð á íþrótta- og æsku­lýðs­starfi um allar þær upp­lýs­ingar sem hann metur nauð­syn­legar til að sinna hlut­verki sínu og er við­kom­andi aðilum þá skylt að afhenda honum umbeðnar upp­lýs­ing­ar, óháð þagn­ar­skyldu við­kom­andi aðila.

Hund­ruð kvenna skrif­uðu undir #metoo-­yf­ir­lýs­ingu

Íþrótta­konur sendu frá sér yfir­lýs­ingu í jan­úar síð­ast­liðnum vegna #metoo þar sem kom fram að þær sættu sig ekki við þá mis­mun­un, ofbeldi og áreitni sem hefur við­geng­ist á vett­vangi íþrótta fram til­ þessa. Meðal þess sem fram kom í yfir­lýs­ing­unni var að konum yrði gert kleift að segja frá­ of­beldi án þess að það kæmi niður á fram­tíð­ar­mögu­leikum þeirra innan íþrótt­ar­innar og að á þær yrði hlust­að, staðið með þeim og þeim trú­að. 

Undir yfir­lýs­ing­una skrif­uðu 462 ­í­þrótta­kon­ur. Sam­hliða yfir­lýs­ing­unni og und­ir­skriftum sendu íþrótta­kon­urnar frá sér 62 frá­sagnir sem lýstu margs­konar ofbeldi, áreitni, mis­mun­um, nið­ur­læg­ingum og ann­ars­kon­ar mis­rétti sem þær höfðu orðið fyrir innan íþrótta. Frá­sagn­irnar vöktu upp mikil við­brögð í sam­fé­lag­inu þar sem að alvar­leiki frá­sagn­anna var í mörgum til­vikum mik­ill. Mörg atvik­in áttu sér stað þegar kon­urnar voru undir 18 ára aldri ásamt því sem í sumum til­vikum var um brot að ræða sem eru refsi­verð sam­kvæmt ákvæðum almennra hegn­ing­ar­laga.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent