Vilja setja skilyrði við ráðningar í íþrótta- og æskulýðsstarf

Samkvæmt nýjum drögum að frumvarpi að lögum verður óheimilt að ráða til starfa hjá aðilum sem sinna íþróttastarfi einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á sérstökum ákvæðum almennra hegningarlaga.

Börn æfa fótbolta
Börn æfa fótbolta
Auglýsing

Óheim­ilt verður að ráða til starfa hjá aðilum sem sinna íþrótta­starfi ein­stak­linga sem hlotið hafa refsi­dóm vegna brota á sér­stökum ákvæðum almennra hegn­ing­ar­laga. Sama gildi um þá sem hlotið hafa refsi­dóm fyrir brot gegn ákvæðum laga um ávana- og fíkni­efni á síð­ast­liðnum fimm árum.

Ákvæðið mun einnig ná til þeirra sem falin er umsjón með íþrótta­starfi á grund­velli sjálf­boða­liða­starfs.

Þetta kemur fram í nýjum drög­um að frum­varpi til laga um sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs. Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra setur drögin fram og eru þau nú komið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Umsagn­ar­frestur er til 29. októ­ber næst­kom­and­i. 

Við ráðn­ingu til starfa hjá þeim aðilum sem falla undir lög skal ávallt liggja fyrir saka­vott­orð og upp­lýs­ingar úr saka­skrá um það hvort umsækj­andi hafi hlotið refsi­dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegn­ing­ar­laga. Á þetta við hvort sem ein­stak­lingur hyggst taka að sér launað starf eða sjálf­boða­liða­starf, eins og fyrr seg­ir. 

Auglýsing

Íþrótta- og æsku­lýðs­starf skuli fara fram í öruggu umhverfi

Starfs­svið sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs nær til skipu­lagðrar starf­semi á vegum Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands­ins, Ung­menna­fé­lags Íslands, æsku­lýðs­sam­taka sem ­starfa á grund­velli æsku­lýðslaga og aðila sem gera samn­ing við það ráðu­neyti sem fer með­ ­í­þrótta- og æsku­lýðs­mál um rekstr­ar­fram­lag vegna sam­bæri­legrar starf­semi.

Í drög­unum kemur fram að mark­mið lag­anna sé að íþrótta- og æsku­lýðs­starf fari fram í öruggu umhverfi þar sem ­börn, ung­lingar og full­orðn­ir, óháð kyn­ferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æsku­lýðs­starf og leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna atvika og mis­gerða sem þar kom­a ­upp án ótta við afleið­ing­arn­ar.

Setja á fót ­starf sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs

Ráð­herra setur á fót starf sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs til fimm ára í senn. Eftir 1. jan­úar 2023 getur ráð­herra lagt niður starf­sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs að feng­inni umsögn hags­muna­að­ila. ­Sam­skipta­ráð­gjafi íþrótta- og æsku­lýðs­starfs skal hafa háskóla­menntun og þekk­ingu sem nýt­ist í starfi.

Frum­varpið er unnið í mennta- og menn­ing­ar­ráðu­neyti á grund­velli vinnu starfs­hóps ­sem skip­aður var þann 19. mars síð­ast­lið­inn í kjöl­far yfir­lýs­inga íþrótta­kvenna undir myllu­merk­inu #metoo ásamt frá­sögnum þeirra. 

Brýnt að starf­inu verði komið á fót með lögum

Starfs­hóp­inn skip­uðu Óskar Þór Ármanns­son, sem var jafn­framt for­mað­ur, Val­gerður Þór­unn Bjarna­dótt­ir, Elísa­bet Pét­urs­dótt­ir, Jóna Páls­dóttir og Guðn­i Ol­geirs­son frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu, Ása Ólafs­dóttir frá Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bandi Íslands, Auður Inga Þor­steins­dóttir frá Ung­menna­fé­lag­i Ís­lands, Heiðrún Janus­ar­dóttir frá Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Haf­dís Inga Helgu­dóttir Hin­riks­dóttir frá #metoo-hreyf­ingu íþrótta­kvenna. 

Starfs­hópnum var ætlað að gera til­lögur um aðgerð­ir, meðal ann­ars með því að skoða þá verk­ferla sem ­gilda og gera til­lögur til úrbóta þar sem þess er þörf. ­Með frum­varp­in­u er lagt til að stofnað verði til starfs sér­staks sam­skipta­ráð­gjafa ­í­þrótta- og æsku­lýðs­starfs sem skal hafa það meg­in­hlut­verk að bæta umgjörð til að tryggja ­ör­yggi þeirra sem taka þátt í starfi þeirra sam­taka og félaga sem frum­varp þetta nær til. 

Að mati starfs­hóps­ins er afar brýnt að starf­inu verði komið á fót með lögum en það er for­senda þess að ­meg­in­mark­miði frum­varps­ins verði náð. Í þessu sam­hengi ber að nefna að frum­varpið veit­ir ­sam­skipta­full­trú­anum heim­ild til krefja þá sem skipu­leggja eða bera ábyrgð á íþrótta- og æsku­lýðs­starfi um allar þær upp­lýs­ingar sem hann metur nauð­syn­legar til að sinna hlut­verki sínu og er við­kom­andi aðilum þá skylt að afhenda honum umbeðnar upp­lýs­ing­ar, óháð þagn­ar­skyldu við­kom­andi aðila.

Hund­ruð kvenna skrif­uðu undir #metoo-­yf­ir­lýs­ingu

Íþrótta­konur sendu frá sér yfir­lýs­ingu í jan­úar síð­ast­liðnum vegna #metoo þar sem kom fram að þær sættu sig ekki við þá mis­mun­un, ofbeldi og áreitni sem hefur við­geng­ist á vett­vangi íþrótta fram til­ þessa. Meðal þess sem fram kom í yfir­lýs­ing­unni var að konum yrði gert kleift að segja frá­ of­beldi án þess að það kæmi niður á fram­tíð­ar­mögu­leikum þeirra innan íþrótt­ar­innar og að á þær yrði hlust­að, staðið með þeim og þeim trú­að. 

Undir yfir­lýs­ing­una skrif­uðu 462 ­í­þrótta­kon­ur. Sam­hliða yfir­lýs­ing­unni og und­ir­skriftum sendu íþrótta­kon­urnar frá sér 62 frá­sagnir sem lýstu margs­konar ofbeldi, áreitni, mis­mun­um, nið­ur­læg­ingum og ann­ars­kon­ar mis­rétti sem þær höfðu orðið fyrir innan íþrótta. Frá­sagn­irnar vöktu upp mikil við­brögð í sam­fé­lag­inu þar sem að alvar­leiki frá­sagn­anna var í mörgum til­vikum mik­ill. Mörg atvik­in áttu sér stað þegar kon­urnar voru undir 18 ára aldri ásamt því sem í sumum til­vikum var um brot að ræða sem eru refsi­verð sam­kvæmt ákvæðum almennra hegn­ing­ar­laga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent