Ragnar Þór: Samningsstaðan hefur styrkst gríðarlega

Formaður VR fagnar nýrri forystu í verkalýðshreyfingunni en Drífa Snædal var í gær kjörin forseti ASÍ.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag, að staða verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í land­inu haf styrkst veru­lega að und­an­förnu, og ný for­ysta sé í kjör­stöðu til að ná fram kjara­bótum fyrir launa­fólk. „Ég held að allt launa­fólk og allir félags­menn stétt­ar­fé­laga ­geti andað léttar og ver­ið ­bjart­sýn­ir. Samn­ings­staða okk­ar hefur styrkst alveg gríð­ar­lega með­ því að for­ystan er að fara óklofin til­ ­leiks. Nú mega við­semj­endur okk­ar fara að vara sig,“ segir Ragnar Þór í við­tali við Frétta­blaðið í dag, í til­efni af kjöri Drífu Snæ­dal sem for­seta ASÍ. 

Drífa Snæ­­dal var kjörin nýr for­­seti ASÍ á 43. þingi sam­­bands­ins í gær fyrst kvenna. T­veir ein­stak­l­ingar buðu sig fram til emb­ætt­is­ins, þau Drífa Snæ­­dal fram­­kvæmda­­stjóri SGS og Sverrir Mar Alberts­­son fram­­kvæmda­­stjóri og stjórn­­­ar­­maður Afls.

Drífa hlaut 192 atkvæði eða 65,8 pró­­sent en Sverrir Mar fékk 100 atkvæði eða 34,2 pró­­sent. Atkvæði greiddu 293 og var eitt atkvæði ógilt.

Auglýsing

Drífa er 45 ára við­­skipta­fræð­ingur frá Háskóla Íslands auk þess að vera með meist­­ara­­próf í vinn­u­­mark­aðs­fræðum og vinn­u­rétti frá Háskól­­anum í Lund­i. 

Hún hefur starfað sem fram­­kvæmda­­stjóri Starfs­­greina­­sam­­bands Íslands frá árinu 2012 en áður var hún fram­­kvæmda­­stjóri Vinstri­hreyf­­ing­­ar­innar – græns fram­­boðs og Sam­­taka um Kvenna­at­hvarf. Hún­­ er fyrsta konan sem er kjörin í emb­ætti for­­seta ASÍ í 102 ára sögu Alþýð­u­­sam­­bands Íslands.

Framundan eru kjara­við­ræður þar sem aðild­ar­samn­ingur SA og ASÍ rennur út um ára­mót­in. 

Meðal krafna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar eru 425 þús­und króna lág­marks­laun, en þau eru 300 þús­und nú. 

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent