Ragnar Þór: Samningsstaðan hefur styrkst gríðarlega

Formaður VR fagnar nýrri forystu í verkalýðshreyfingunni en Drífa Snædal var í gær kjörin forseti ASÍ.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag, að staða verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í land­inu haf styrkst veru­lega að und­an­förnu, og ný for­ysta sé í kjör­stöðu til að ná fram kjara­bótum fyrir launa­fólk. „Ég held að allt launa­fólk og allir félags­menn stétt­ar­fé­laga ­geti andað léttar og ver­ið ­bjart­sýn­ir. Samn­ings­staða okk­ar hefur styrkst alveg gríð­ar­lega með­ því að for­ystan er að fara óklofin til­ ­leiks. Nú mega við­semj­endur okk­ar fara að vara sig,“ segir Ragnar Þór í við­tali við Frétta­blaðið í dag, í til­efni af kjöri Drífu Snæ­dal sem for­seta ASÍ. 

Drífa Snæ­­dal var kjörin nýr for­­seti ASÍ á 43. þingi sam­­bands­ins í gær fyrst kvenna. T­veir ein­stak­l­ingar buðu sig fram til emb­ætt­is­ins, þau Drífa Snæ­­dal fram­­kvæmda­­stjóri SGS og Sverrir Mar Alberts­­son fram­­kvæmda­­stjóri og stjórn­­­ar­­maður Afls.

Drífa hlaut 192 atkvæði eða 65,8 pró­­sent en Sverrir Mar fékk 100 atkvæði eða 34,2 pró­­sent. Atkvæði greiddu 293 og var eitt atkvæði ógilt.

Auglýsing

Drífa er 45 ára við­­skipta­fræð­ingur frá Háskóla Íslands auk þess að vera með meist­­ara­­próf í vinn­u­­mark­aðs­fræðum og vinn­u­rétti frá Háskól­­anum í Lund­i. 

Hún hefur starfað sem fram­­kvæmda­­stjóri Starfs­­greina­­sam­­bands Íslands frá árinu 2012 en áður var hún fram­­kvæmda­­stjóri Vinstri­hreyf­­ing­­ar­innar – græns fram­­boðs og Sam­­taka um Kvenna­at­hvarf. Hún­­ er fyrsta konan sem er kjörin í emb­ætti for­­seta ASÍ í 102 ára sögu Alþýð­u­­sam­­bands Íslands.

Framundan eru kjara­við­ræður þar sem aðild­ar­samn­ingur SA og ASÍ rennur út um ára­mót­in. 

Meðal krafna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar eru 425 þús­und króna lág­marks­laun, en þau eru 300 þús­und nú. 

Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent