Þingflokkarnir efna til metoo-fundar

Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi bjóða til morgunverðarfundar þann 18. mars næstkomandi. Markmið fundarins er að ræða metoo og stjórnmál. Pallborðsumræður verða með fulltrúum frá öllum stjórnmálaflokkum, þar á meðal Miðflokknum.

Þingmenn, Rósa Björk og Oddný - Þingsetning 14/12/2017
Auglýsing

Stjórn­mála­flokk­arnir átta sem eiga full­trúa á Alþingi hafa tekið sig saman og efnt til metoo-morg­un­verð­ar­fundar á Grand Hótel Reykja­vík mánu­dag­inn 18. mars. Athygli vekur að Mið­flokk­ur­inn er hluti af hópnum en flokk­ur­inn hefur legið undir ámælum vegna klaust­urs­máls­ins. Sam­kvæmt sam­eig­in­legri frétta­til­kynn­ingu frá flokk­unum er fund­ur­inn boð­aður í kjöl­far #metoo bylt­ing­ar­innar en yfir­lýst mark­mið fund­ar­ins er að ræða metoo og stjórn­mál­in.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra mun opna fund­inn með ávarpi og fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­þing­mann­sam­bands­ins mun halda erindi um nið­ur­stöður rann­sóknar á kyn­ferð­is­of­beldi og áreiti innan þjóð­þinga Evr­ópu. Ragna Árna­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Lands­virkj­un­ar, mun síðan stýra pall­borðsum­ræðum með full­trúum allra flokka í kjöl­far erind­anna. Athygli er vak­inn á því að fund­ur­inn er opin öllum og án end­ur­gjalds.

85 pró­sent þing­kvenna hafa upp­lifað kyn­bund­ið, and­legt ofbeldi á þjóð­þingum

Sér­stakur gestur á morg­un­verð­ar­fund­inum verður Martin Chun­gong, fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­þing­manna­sam­bands­ins (IPU). Hún mun kynna skýrslu um nið­ur­stöður viða­mik­illar rann­sóknar Alþjóða­þing­manna­sam­bands­ins og Evr­ópu­ráðs­þings­ins á kynja­mis­munun og kyn­bundnu ofbeldi og áreiti gegn konum í þjóð­þingum í Evr­ópu.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar séu slá­andi þar sem 85 pró­sent þing­kvenna sem tóku þátt í rann­sókn­inni höfðu upp­lifað ein­hvers konar kyn­bund­ið, and­legt ofbeldi á þjóð­þing­um. Sam­kvæmt rann­sókn­inni eru þing­konur undir 40 ára aldri eru lík­legri til að verða fyrir áreiti og kven­kyns starfs­menn þinga verða frekar fyrir kyn­ferð­is­legu ofbeldi en þing­kon­ur. 

Nið­ur­stöð­urnar sýna jafn­framt að í flestum til­vikum skorti vett­vang þar sem konur geta tjáð sig um ofbeldið sem þær verða fyr­ir. Skýrslan er sú fyrsta í röð svæð­is­bund­inna rann­sókna sem alþjóða­sam­bandið stendur fyrir um kyn­bundið ofbeldi og áreiti gagn­vart konum í þjóð­þingum heims.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent