Metoo-bylting hafin í Marokkó

Fjöldi kvenkyns háskólanema í Marokkó hefur rofið þögnina og greint frá þvingunum kennara til kynlífs gegn því að fá góðar einkunnir. Dæmi eru um að konur hafi verið reknar úr háskólum hafi þær ekki farið að vilja kennaranna.

Konur þyrptust út á götur í Marokkó nýverið til að mótmæla kynferðisofbeldi í háskólum landsins
Konur þyrptust út á götur í Marokkó nýverið til að mótmæla kynferðisofbeldi í háskólum landsins
Auglýsing

Háskóla­sam­fé­lagið í Marokkó er nú und­ir­lagt af ásök­unum kven­kynsnem­enda um kyn­ferð­is­lega mis­notkun kenn­ara. Sögur þeirra hafa fyllt sam­fé­lags­miðla í anda #metoo bylt­ing­ar­inn­ar. Þetta eru mikil tíma­mót því í hinu íhalds­sama Norð­ur­-Afr­íku­ríki hafa fórn­ar­lömb kyn­ferð­is­brota yfir­leitt ekki greint frá.

„Ég var rekin úr háskóla fyrir ári síðan vegna ásak­ana um að hafa svindlað á prófi,“ hefur AFP-frétta­stofan eftir hinni 24 ára gömlu Nadiu. „Sann­leik­ur­inn var hins vegar sá að ég hafði neitað að láta undan kyn­ferð­is­legri kúgun eins kenn­ara míns.“

Einn verið dæmdur

Nadia hefur aftur fengið skóla­vist í Hassan I háskól­anum í Settat í námunda við borg­ina Casa­blanca en fleiri konur hafa nú stigið fram og saka fimm kenn­ara skól­ans um sam­bæri­legar þving­an­ir.

Einn þeirra hefur þegar verið ákærður og dæmdur fyrir brot sín. Það gerð­ist fyrr í þessum mán­uði en brotin fólust í því að krefja konur úr nem­enda­hópnum um kyn­líf gegn því að fá góðar ein­kunn­ir. Þetta er fyrsta dóms­mál sinnar teg­undar í land­inu. Hinir fjórir kenn­ar­arnir hafa einnig verið ákærðir og hefj­ast rétt­ar­höld yfir þeim á næstu dög­um.

Auglýsing

Nadia segir að ekki hafi verið hlustað á sig þegar hún greindi frá kúg­un­un­um. Hún er í raun ekki fyrsta konan til að greina frá. Á síð­ustu árum hafa minni fjöl­miðlar í land­inu nokkrum sinnum fjallað um svip­aðar ásak­anir en það hefur engu skil­að.

En sam­fé­lags­miðl­arnir hafa breytt öllu og gefið kon­unum rödd. Þegar sögur fjölda þeirra fóru að flæða um miðl­ana fór almenn­ingur – og yfir­völd – að átta sig á hversu víð­feðmt ofbeldið var í háskól­un­um.

Skjá­skotið afdrifa­ríka

Þetta hófst allt fyrir nokkru er skjá­skot af sam­skiptum kven­kyns nem­anda og kenn­ara hennar voru birt á sam­fé­lags­miðl­um. Þar krafð­ist kenn­ar­inn þess að konan hefði við hann kyn­mök. Það var þá sem Nadia ákvað að segja frá. Áður hafði hún ekki ímyndað sér að opin­berun á reynslu hennar myndi hafa nokkur áhrif.

En nú var allt breytt. „Ég vildi segja frá og um leið hvetja önnur fórn­ar­lömb til að gera slíkt hið sama.“

Aktí­vistar í Marokkó stofn­uðu Face­book-­síðu og hvöttu konur til að segja frá ofbeldi gegn sér, hvort sem það væri undir nafni eða ekki. „Um leið og við ýttum þessu úr vör skall bylgja frá­sagna á okk­ur,“ hefur AFP-frétta­stofan eftir Söruh Ben­moussa, einum for­sprakka hreyf­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

„Ég bið ykkur að stöðva þá kyn­ferð­is­legu mis­notkun og þær ömur­legu og óásætt­an­legu aðferðir sem skrímsli dul­búin sem leið­bein­endur beita,“ skrif­aði ein konan sem kom ekki fram undir nafni en nafn­greindi skól­ann. Fleiri nem­endur við skól­ann greindu þá frá sam­bæri­legri reynslu sinni. Þetta var til þess að einn kenn­ar­inn við skól­ann var rek­inn. Fleiri kenn­urum var einnig sagt upp, kenn­urum sem höfðu vitað af brot­unum en ekk­ert aðhafst.

Sumir skól­arnir hafa ekki brugð­ist við ásök­unum og hefur mennta­mála­ráð­herra Marokkó, Abdelatif Mira­oui, sagt að hvorki ofbeldi né áreitni eigi að við­gang­ast innan veggja háskól­anna.

Aðrir skólar hafa sett á lagg­irnar við­bragð­steymi og gert nem­endum kleift að segja frá reynslu sinni og koma mál­unum í far­veg.

Ný lög en fáar kæra

„Það er lyk­il­at­riði að styðja fórn­ar­lömb og hjálpa þeim við að leita til dóms­kerf­is­ins,“ segir mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur­inn Karima Nad­ir. Það hefur vissu­lega ekki alltaf verið auð­velt að kæra kyn­ferð­is­brot í Marokkó. Fyrst árið 2018 var refsi­lög­unum breytt og við­ur­lögum um fang­els­is­vist fyrir „áreitni og kyn­ferð­is­lega mis­notk­un“ bætt inn. Nadir segir að það hafi vissu­lega verið fram­för en enn séu fáar konur sem kæri. Því vilji hún breyta.

„Kyn­líf gegn ein­kunn­um“ er ekki bundið við Marokkó. Árið 2019 gerði BBC heim­ild­ar­mynd um það hvernig kenn­arar við háskóla í Vest­ur­-Afr­íku, m.a. Níger­íu, mis­not­uðu aðstöðu sína gagn­vart kven­kyns nem­end­um.

Kennarar í háskólum í Nígeríu og Gana náðust á upptökur að áreita konur sem sóttu um nám við skólann.

„Ég er 28 ára og hef aldrei lokið námi og það er af einni ástæð­u,“ segir Kiki Mordi sem gerði heim­ild­ar­mynd­ina. „Það var ekki af því að ég væri ekki klár – ég var fram­úr­skar­andi nem­andi. En ég gat ekki einu sinni lokið námi. Allt út af kyn­ferð­is­legri áreitn­i.“

Mordi greindi svo frá því að einn af kenn­ur­unum hennar hafi neitað að gefa henni ein­kunn á prófi sem hún tók í tvær annir af því að hún hefði neitað að láta undan þving­unum hans um kyn­líf. Hún var þá í lækna­námi og sagði skóla­yf­ir­völdum frá mál­inu en við­brögðin voru eng­in. „Þetta er rán. Ef það er ein­hver staður á jörðu sem stúlkur eiga að búa við öryggi er það í skól­u­m.“

Mordi og teymi hennar not­uðu m.a. faldar mynda­vélar við gerð mynd­ar­innar og náðu upp­tökum af því þegar kenn­arar í virtum háskólum í bæði Gana og Níger­íu, áreittu konur og reyndu að kúga þær til kyn­lífs.

Í kjöl­farið á frum­sýn­ingu mynd­ar­innar voru þeir kenn­arar sem náð­ust á upp­tökur reknir frá skól­un­um. Þá tók Níger­íu­þing málið fyrir og færði í lög refs­ingar kenn­ara mis­noti þeir og áreiti nem­endur sína.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent