Metoo-bylting hafin í Marokkó

Fjöldi kvenkyns háskólanema í Marokkó hefur rofið þögnina og greint frá þvingunum kennara til kynlífs gegn því að fá góðar einkunnir. Dæmi eru um að konur hafi verið reknar úr háskólum hafi þær ekki farið að vilja kennaranna.

Konur þyrptust út á götur í Marokkó nýverið til að mótmæla kynferðisofbeldi í háskólum landsins
Konur þyrptust út á götur í Marokkó nýverið til að mótmæla kynferðisofbeldi í háskólum landsins
Auglýsing

Háskóla­sam­fé­lagið í Marokkó er nú und­ir­lagt af ásök­unum kven­kynsnem­enda um kyn­ferð­is­lega mis­notkun kenn­ara. Sögur þeirra hafa fyllt sam­fé­lags­miðla í anda #metoo bylt­ing­ar­inn­ar. Þetta eru mikil tíma­mót því í hinu íhalds­sama Norð­ur­-Afr­íku­ríki hafa fórn­ar­lömb kyn­ferð­is­brota yfir­leitt ekki greint frá.

„Ég var rekin úr háskóla fyrir ári síðan vegna ásak­ana um að hafa svindlað á prófi,“ hefur AFP-frétta­stofan eftir hinni 24 ára gömlu Nadiu. „Sann­leik­ur­inn var hins vegar sá að ég hafði neitað að láta undan kyn­ferð­is­legri kúgun eins kenn­ara míns.“

Einn verið dæmdur

Nadia hefur aftur fengið skóla­vist í Hassan I háskól­anum í Settat í námunda við borg­ina Casa­blanca en fleiri konur hafa nú stigið fram og saka fimm kenn­ara skól­ans um sam­bæri­legar þving­an­ir.

Einn þeirra hefur þegar verið ákærður og dæmdur fyrir brot sín. Það gerð­ist fyrr í þessum mán­uði en brotin fólust í því að krefja konur úr nem­enda­hópnum um kyn­líf gegn því að fá góðar ein­kunn­ir. Þetta er fyrsta dóms­mál sinnar teg­undar í land­inu. Hinir fjórir kenn­ar­arnir hafa einnig verið ákærðir og hefj­ast rétt­ar­höld yfir þeim á næstu dög­um.

Auglýsing

Nadia segir að ekki hafi verið hlustað á sig þegar hún greindi frá kúg­un­un­um. Hún er í raun ekki fyrsta konan til að greina frá. Á síð­ustu árum hafa minni fjöl­miðlar í land­inu nokkrum sinnum fjallað um svip­aðar ásak­anir en það hefur engu skil­að.

En sam­fé­lags­miðl­arnir hafa breytt öllu og gefið kon­unum rödd. Þegar sögur fjölda þeirra fóru að flæða um miðl­ana fór almenn­ingur – og yfir­völd – að átta sig á hversu víð­feðmt ofbeldið var í háskól­un­um.

Skjá­skotið afdrifa­ríka

Þetta hófst allt fyrir nokkru er skjá­skot af sam­skiptum kven­kyns nem­anda og kenn­ara hennar voru birt á sam­fé­lags­miðl­um. Þar krafð­ist kenn­ar­inn þess að konan hefði við hann kyn­mök. Það var þá sem Nadia ákvað að segja frá. Áður hafði hún ekki ímyndað sér að opin­berun á reynslu hennar myndi hafa nokkur áhrif.

En nú var allt breytt. „Ég vildi segja frá og um leið hvetja önnur fórn­ar­lömb til að gera slíkt hið sama.“

Aktí­vistar í Marokkó stofn­uðu Face­book-­síðu og hvöttu konur til að segja frá ofbeldi gegn sér, hvort sem það væri undir nafni eða ekki. „Um leið og við ýttum þessu úr vör skall bylgja frá­sagna á okk­ur,“ hefur AFP-frétta­stofan eftir Söruh Ben­moussa, einum for­sprakka hreyf­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

„Ég bið ykkur að stöðva þá kyn­ferð­is­legu mis­notkun og þær ömur­legu og óásætt­an­legu aðferðir sem skrímsli dul­búin sem leið­bein­endur beita,“ skrif­aði ein konan sem kom ekki fram undir nafni en nafn­greindi skól­ann. Fleiri nem­endur við skól­ann greindu þá frá sam­bæri­legri reynslu sinni. Þetta var til þess að einn kenn­ar­inn við skól­ann var rek­inn. Fleiri kenn­urum var einnig sagt upp, kenn­urum sem höfðu vitað af brot­unum en ekk­ert aðhafst.

Sumir skól­arnir hafa ekki brugð­ist við ásök­unum og hefur mennta­mála­ráð­herra Marokkó, Abdelatif Mira­oui, sagt að hvorki ofbeldi né áreitni eigi að við­gang­ast innan veggja háskól­anna.

Aðrir skólar hafa sett á lagg­irnar við­bragð­steymi og gert nem­endum kleift að segja frá reynslu sinni og koma mál­unum í far­veg.

Ný lög en fáar kæra

„Það er lyk­il­at­riði að styðja fórn­ar­lömb og hjálpa þeim við að leita til dóms­kerf­is­ins,“ segir mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur­inn Karima Nad­ir. Það hefur vissu­lega ekki alltaf verið auð­velt að kæra kyn­ferð­is­brot í Marokkó. Fyrst árið 2018 var refsi­lög­unum breytt og við­ur­lögum um fang­els­is­vist fyrir „áreitni og kyn­ferð­is­lega mis­notk­un“ bætt inn. Nadir segir að það hafi vissu­lega verið fram­för en enn séu fáar konur sem kæri. Því vilji hún breyta.

„Kyn­líf gegn ein­kunn­um“ er ekki bundið við Marokkó. Árið 2019 gerði BBC heim­ild­ar­mynd um það hvernig kenn­arar við háskóla í Vest­ur­-Afr­íku, m.a. Níger­íu, mis­not­uðu aðstöðu sína gagn­vart kven­kyns nem­end­um.

Kennarar í háskólum í Nígeríu og Gana náðust á upptökur að áreita konur sem sóttu um nám við skólann.

„Ég er 28 ára og hef aldrei lokið námi og það er af einni ástæð­u,“ segir Kiki Mordi sem gerði heim­ild­ar­mynd­ina. „Það var ekki af því að ég væri ekki klár – ég var fram­úr­skar­andi nem­andi. En ég gat ekki einu sinni lokið námi. Allt út af kyn­ferð­is­legri áreitn­i.“

Mordi greindi svo frá því að einn af kenn­ur­unum hennar hafi neitað að gefa henni ein­kunn á prófi sem hún tók í tvær annir af því að hún hefði neitað að láta undan þving­unum hans um kyn­líf. Hún var þá í lækna­námi og sagði skóla­yf­ir­völdum frá mál­inu en við­brögðin voru eng­in. „Þetta er rán. Ef það er ein­hver staður á jörðu sem stúlkur eiga að búa við öryggi er það í skól­u­m.“

Mordi og teymi hennar not­uðu m.a. faldar mynda­vélar við gerð mynd­ar­innar og náðu upp­tökum af því þegar kenn­arar í virtum háskólum í bæði Gana og Níger­íu, áreittu konur og reyndu að kúga þær til kyn­lífs.

Í kjöl­farið á frum­sýn­ingu mynd­ar­innar voru þeir kenn­arar sem náð­ust á upp­tökur reknir frá skól­un­um. Þá tók Níger­íu­þing málið fyrir og færði í lög refs­ingar kenn­ara mis­noti þeir og áreiti nem­endur sína.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent