110 prósent formaður

Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli Dana en fréttir af skrautlegu einkalífi danska verkalýðsforkólfsins Per Christensen. Orðatiltækið að leika tveim skjöldum er kannski nærtækasta lýsingin.

Per Christensen var formaður verkalýðsfélagsins 3F er upp komst um hans tvöfalda líf.
Per Christensen var formaður verkalýðsfélagsins 3F er upp komst um hans tvöfalda líf.
Auglýsing

110 pró­sent for­maður var yfir­skriftin á grein sem birt­ist í tíma­rit­inu Fag­bla­det 3F 16. júní árið 2017. Til­efnið var sex­tugs­af­mæli for­manns sam­tak­anna 3F. Fag­bla­det 3F kemur að jafn­aði út átta sinnum á ári, upp­lagið hverju sinni 270 þús­und ein­tök og dregur nafn sitt af sam­tök­unum 3F. Þessi sam­tök voru stofnuð árið 2005 þegar tvö stétt­ar­fé­lög sam­ein­uð­ust. 3F (Fagligt Fæl­les For­bund) eru ein fjöl­menn­ustu sam­tök launa­fólks í Dan­mörku og þar er jafnt að finna fag­lærða og ófag­lærða, sam­tals tæp­lega 270 þús­und manns. Innan 3F eru 64 félags­deildir um allt land. Fag­bla­det 3F hóf göngu sína sama ár og 3F sam­tökin voru stofnuð og hefur allt frá byrjun lagt höf­uð­á­herslu á mál­efni sem varða mál­efni launa­fólks og jafn­framt vand­aða rann­sókn­ar­blaða­mennsku.

Byrj­aði snemma í verka­lýðs­málum

Eins og áður hefur komið fram varð Per Christen­sen for­maður 3F sex­tugur árið 2017. Af því til­efni birti Fag­bla­det 3F langa lof­grein (orða­lag Berl­ingske) um for­mann­inn, hann hafði þá gegnt for­mennsk­unni í 4 ár.

Per Christen­sen er fæddur í Ála­borg, tré­smiður að mennt. Eftir að námi lauk hóf hann störf hjá sem­ents­verk­smiðj­unni Aal­borg Portland. Hann lét fljótt að sér kveða í sam­tökum starfs­manna og eftir fimm ára starf hjá sem­ents­verk­smiðj­unni var hann kos­inn trún­að­ar­maður á vinnu­staðn­um. Nokkru síðar var hann kos­inn vara­for­maður félags starfs­fólks í sem­ents­iðn­að­inum í Ála­borg.

Auglýsing

Maður margra stjórna

Þegar sam­tökin 3F urðu til árið 2005 hóf Per Christen­sen, sem hafði þá um ára­bil setið í stjórn ann­ars aðild­ar­fé­lag­anna, störf á aðal­skrif­stofu sam­tak­anna í Kaup­manna­höfn. Árið 2013 var hann kos­inn for­maður 3F, var einn í fram­boði. For­mennsk­unni í 3F fylgdu ýmis ábyrgð­ar­störf, þar á meðal for­mennska í bank­anum Arbejdernes Lands­bank og líf­eyr­is­sjóðnum Pension Dan­mark, sem bæði hafa sterk tengsl við sam­tök launa­fólks. Þar að auki hefur Per Christen­sen setið í stjórn LO (danska alþýðu­sam­bands­ins) sem í dag heitir FH (Fag­bevægel­sens Hovedorgan­isation).

Enn­fremur situr hann í stjórn Kon­ung­lega leik­húss­ins, í stjórn Sund og Bælt, fyr­ir­tæk­is­ins sem ann­ast rekstur Eyr­ar­sunds- og Stóra­belt­is­brúnna og Fem­ern­teng­ing­ar­innar milli Dan­merkur og Þýska­lands. Per Christen­sen situr sömu­leiðis í stjórn Evida en það fyr­ir­tæki rekur gas­dreifi­kerfið í Dan­mörku. Stjórn­ar­setan í þessum þremur síð­ast­nefndu er launuð og á síð­asta ári fékk hann greitt jafn­gildi 11 millj­óna íslenskra króna fyrir þessi „auka­störf“.

Verkalýðsforinginn Per Christiansen hefur sannarlega verið mikið á milli tannanna á Dönum síðustu daga. Mynd: EPA

110 pró­sent for­maður

Í grein­inni sem birt­ist í Fag­bla­det 3F á afmæl­is­degi Per Christen­sen 16. júní 2017 undir yfir­skrift­inni 110 pró­sent for­maður var honum lýst sem ein­stak­lega dug­legum morg­un­hana. Hann færi á fætur við fyrsta hana­gal, eða jafn­vel fyrr, og byrji dag­inn á hlaupa­túr eða í æfinga­salnum í aðal­stöðvum 3F skammt frá aðal­járn­braut­ar­stöð­inni í Kaup­manna­höfn. Ekki nóg með að hann mæti fyrstur allra á morgn­ana, hann er líka sá sem fer síð­astur heim. Hann er líka mjög dug­legur að heim­sækja félags­deildir víða um land og hitta félags­menn. Með putt­ann á púls­inum eins og það var orðað í blað­inu.

Þótt 3F séu ópóli­tísk sam­tök launa­fólks hafa þau eigi að síður mikil póli­tísk áhrif og sterk tengsl við flokka jafn­að­ar­manna, Soci­alde­mokra­ter­ne. Í áður­nefndri grein er farið mörgum orðum um þátt Per Christen­sen í því að efla tengsl verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar við þing­menn og hann hafi stýrt mörgum hags­muna­málum í höfn.

Í afmæl­is­grein­inni var ekki minnst einu orði á fjöl­skyldu­mál Per Christen­sen. Fram kom í grein­inni að hann hefði alla tíð haldið fjöl­skyldu sinni og einka­lífi fyrir utan kast­ljós fjöl­miðla. Fyrir skömmu kom í ljós að fyrir því voru ríkar ástæð­ur.

Grein í dag­blað­inu B.T.

Klukkan 19.30 föstu­dags­kvöldið 21. jan­úar sl. birt­ist á vef­síðu dag­blaðs­ins B.T. löng grein með yfir­skrift­inni „Fag­boss levede vildt dobbelt­liv i årevis: Dann­ede par med flere kvind­er, som intet vid­ste“. Sem kannski mætti þýða: Verka­lýðs­leið­togi lifði ótrú­legu tvö­földu lífi árum sam­an. Konur sem hann bjó með vissu ekk­ert.

Konurnar tvær í lífi Per Christiansen, Amalie Mathiassen og Louise Mogensen, er þær hittust fyrst og báru saman bækur sínar. Skjáskot: B.T.

Tveimur tímum áður en greinin sjálf birt­ist hafði Per Christen­sen skrifað á Face­book síðu sína útskýr­ingu (hans orða­lag) og ósk um fyr­ir­gefn­ingu þeirra kvenna, sem hann hefði svik­ið, og fjöl­skyldna þeirra. Góð­vinur Per Christen­sen, Jan E. Jørg­en­sen þing­maður Ven­stre flokks­ins, skrif­aði sam­stundis að hann (Per) ætti umsvifa­laust að útvega sér lög­fræð­ing og stefna B.T. fyrir að snuðra um einka­líf hans. Slíkt varði við lög um frið­helgi einka­lífs­ins.

Svo las þing­mað­ur­inn grein­ina í B.T. og þá var engu lík­ara en hann hefði breyst í hinn þekkta álits­gjafa Ragnar Reykás „þegar ég skrif­aði Per Christen­sen á Face­book hafði ég ekki lesið grein­ina í B.T. Ég ætla ekki að verja Per Christen­sen, sem hefur hegðað sér eins og svín. En ef lögin um frið­helgi einka­lífs ná ein­ungis til fólks sem eng­inn þekkir og hefur áhuga á og myndi ekki skrifa um, þá eru þessi lög einskis virð­i“. Síðan heldur þing­mað­ur­inn áfram „svo er spurn­ingin hvort þetta varð­andi Per Christen­sen telj­ist einka­mál eða opin­bert mál“. Og bætir við að „sé það rétt, sem fram komi í grein­inni, að hann hafi notað íbúð 3F í eigin þágu sé málið opin­bert“. Fleiri þing­menn, og ýmsir aðr­ir, voru fljótir til að lýsa stuðn­ingi við Per Christen­sen en sneru svo við blað­inu eftir að hafa lesið grein­ina.

Auglýsing

Marg­faldur í roð­inu

Áður­nefnd grein sem birt­ist á vef­síðu B.T föstu­dags­kvöldið 21. jan­úar sl. vakti mikla athygli, að ekki sé fastar að orði kveð­ið. Í þess­ari löngu blaða­grein var flett ofan af tvö­földu líf­erni Per Christen­sen og frá­sögnin er lyg­inni lík­ust. Verka­lýðs­leið­tog­inn hafði árum saman lifað tvö­földu lífi og að minnsta kosti tvisvar búið með tveimur konum á sama tíma. Öll dönsku dag­blöðin hafa í lið­inni viku fjallað um þetta ótrú­lega mál. Lang ítar­leg­ustu umfjöll­un­ina er að finna á síðum B.T. og Berl­ingske en blaða­menn beggja þess­ara blaða, sem eru í eigu sama útgef­anda, höfðu lengi unnið að und­ir­bún­ingi grein­ar­innar og í fram­hald­inu fleiri greinum sem birst hafa í lið­inni viku, um sama efni.

Skrif­aði til stjórnar 3F

Per Christen­sen varð for­maður 3F árið 2013, en var áður hátt­settur starfs­maður sam­tak­anna. Árið 2008 tók hann upp sam­band við konu að nafni Laila Kild­es­gard, hana nafn­greinir Berl­ingske í sinni umfjöll­un. Það sam­band stóð til 2014. Laila Kild­es­gaard, segir að á sama tíma hafi hann verið í sam­bandi með annarri konu. Þegar hún komst að því sleit hún sam­band­inu og skrif­aði til stjórn­ar­manna 3F og sagði frá sam­bandi sínu við Per Christen­sen og tvö­földu lífi hans Hún beindi því til stjórn­ar­manna hvort maður sem lifði svona lífi væri sá rétti til að vera í for­mennsku fyrir fjöl­mennum sam­tökum launa­fólks. Skömmu síðar hafði lög­maður 3F sam­band við kon­una og lét að því liggja að hún skyldi halda þessu fyrir sig.

Per Christiansen heldur ræðu á fundi verkalýðsfélagsins 3F. Mynd: EPA

Giftur og bjó sam­tímis með annarri

Árið 2016 gift­ist Per Christen­sen. Það kom hins­vegar ekki í veg fyrir að hann stofn­aði síðar til sam­bands við aðra konu. Þegar eig­in­konan og ,,hin kon­an“ komust, svo að segja á sama tíma síð­ast­liðið haust, að þessu tvö­falda líf­erni, skildi eig­in­konan við Per Christen­sen og ,,hin kon­an“ kastaði honum á dyr. Þær skrif­uðu í sam­ein­ingu bréf til stjórnar 3F og sögðu frá mál­inu. ,,Stjórnin verður að ákveða hvort hún vilji aðhaf­ast eitt­hvað en það er mik­il­vægt að stjórn­inni sé ljóst hvernig for­mað­ur­inn komi fram“. Á sama tíma end­ursendi Laila Kild­es­gaard tölvu­póst­inn sem hún hafði sent stjórn­inni árið 2014. Hún fékk það svar frá 3F að um einka­mál væri að ræða og ekki meira um það að segja.

Stjórn­ar­fundur 22. des­em­ber og afsögn

Þegar kom fram í nóv­em­ber var Per Christen­sen ljóst að farið væri að ,,hitna undir hon­um“ og sömu­leiðis var stjórnin áhyggju­full. Málið kæmi örugg­lega upp á yfir­borð­ið, blaða­menn B.T. væru á fullu að vinna að því kom­ast til botns í kvenna­málum for­manns­ins og það væri ekki gott fyrir stjórn­ina að þegja þunnu hljóði. Ákveðið var að boða til fjar­fundar aðal­stjórnar 22. des­em­ber.

Á þessum fundi sagði Per Christen­sen frá tvö­földu líf­erni sínu. Að sögn eins stjórn­ar­manna var því lík­ast að for­mað­ur­inn væri að lesa eins konar til­kynn­ingu og stjórn­ar­mönnum gafst ekki færi á að spyrja hann spurn­inga. Í aðal­stjórn­inni sitja 88 en helm­ingur þeirra tók þátt í fund­in­um. Einn fund­ar­manna sagði að sér hefði virst Per Christen­sen tala um hátt­erni sitt sem fram­hjá­hald fremur en tvö­falt líf­erni. Sami stjórn­ar­maður sagði að Per Christen­sen hefði virst sann­færður um að þetta mál myndi fljótt gleym­ast og hann gæti haldið áfram sem for­mað­ur.

Auglýsing

Ekki voru allir í stjórn­inni á þeirri skoðun og í tölvu­póstum milli stjórn­ar­manna var greini­legt að Per Christen­sen naut ekki trausts, og sömu sögu var að segja hjá 12 manna fram­kvæmda­stjórn.

Sl. þriðju­dag, 25, jan­úar til­kynnti Per Christen­sen afsögn sína. Það gerð­ist á stjórn­ar­fundi sem boðað hafði verið til í skyndi. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á þann árangur sem hann hefði náð í störfum sínum og ásak­aði blöð­in, bláu press­una eins og hann komst að orði, um að snuðra um einka­líf sitt. Hann til­kynnti svo afsögn sína og gekk á dyr.

Flók­inn lyga­vefur

Í B.T. er mjög ítar­leg umfjöllun um hið tvö­falda líf Per Christen­sen. Birtir eru bútar úr við­tölum við þrjár þeirra kvenna sem hann bjó með. Í frá­sögnum þeirra kemur fram að lyga­vef­ur­inn hafa verið úthugs­aður og skipu­leg­ur. Hann ferð­að­ist mikið vegna vinn­unnar og það átti þátt í því að auð­velda honum að leyna slóð­inni, hann sagði kannski annarri kon­unni að hann þyrfti að sækja ráð­stefnu á til­teknum stað en fór þá beina leið til hinnar kon­unn­ar. Og svo fram­veg­is.

Í pistli sem þessum er engin leið að fara yfir þessa ótrú­legu sögu en hér er hægt að fræð­ast meira um hið tvö­falda líf Per Christen­sen og frá­sagnir kvenna sem B.T. ræddi við vegna umfjöll­unar blaðs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar