Viðskiptaþvinganir gætu leitt til neyðarástands í sumum ESB-löndum

Hugsanlegt er að Evrópusambandið loki á allan innflutning á jarðgasi frá Rússlandi vegna hugsanlegrar innrásar í Úkraínu. Sambandið kemst líklega af án rússnesks gass í tvo mánuði, en nokkur aðildarríki gætu þó orðið illa úti vegna þess.

Lagning Nord Stream 2 gasleiðslunnar á milli Rússlands og Þýskalands.
Lagning Nord Stream 2 gasleiðslunnar á milli Rússlands og Þýskalands.
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) gæti lík­lega orðið sér úti um nægi­legt orku­magn til að þurfa ekki að reiða sig á inn­flutn­ing jarð­gass frá Rúss­landi út þennan vet­ur. Þrátt fyrir það gæti slík ráð­stöfun leitt til enn frek­ari verð­hækk­ana á orku til hús­hit­un­ar, auk þess sem sum aðild­ar­ríki sam­bands­ins í Aust­ur-­Evr­ópu gætu þurft að grípa til var­úð­ar­ráð­staf­ana. Þetta kemur fram í grein­ingu frá hug­veit­unni Bru­egel sem birt­ist í síð­ustu viku.

Boða sam­rýmdar refsi­að­gerðir

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um áður hefur rúss­neskt her­lið nú safn­ast saman við landa­mæri Úkra­ínu. Evr­ópu­sam­band­ið, ásamt Banda­ríkj­unum og öðrum aðild­ar­ríkjum NATO, hótað Rússum hörðum og sam­ræmdum refsi­að­gerð­um, komi til þess að þeir ráð­ist inn í Úkra­ínu.

Á meðal hugs­an­legra refsi­að­gerða sem rætt hefur verið um er stöðvun á inn­flutn­ingi jarð­gass frá land­inu til ESB, meðal ann­ars með því að lok Nord Str­eam 2 leiðsl­una á milli Rúss­lands og Þýska­lands.

Auglýsing

Sam­kvæmt Bru­egel hefur Evr­ópu­sam­bandið reynt að flytja inn hlut­falls­lega minna af jarð­gasi frá Rúss­landi á síð­ustu árum. Þó eru Rússar enn stærstu inn­flutn­ings­að­ilar sam­bands­ins á jarð­gasi, en 38 pró­sent af öllum gasinn­flutn­ingi ESB í fyrra kom frá þeim.

ESB í við­kvæmri stöðu

Meg­in­land Evr­ópu hefur nú þegar glímt við nokkurn orku­skort á síð­ustu mán­uðum og miklar verð­hækk­an­ir, þar sem birgðir voru litlar og fram­leiðsla á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum var undir vænt­ingum í fyrra. Þó segir Bru­egel að verstu spárnar hafi ekki ræst, meðal ann­ars þar sem vetr­ar­mán­uð­irnir í álf­unni hafa verið hlýrri en venju­lega. Einnig hefur auk­inn inn­flutn­ingur af jarð­gasi kom­ist til móts við minni orku­fram­leiðslu í álf­unni.

Orku­birgðir sam­bands­ins hafa auk­ist á síð­ustu mán­uðum og nema nú 442 ter­awatts­stund­um, en til sam­an­burðar fram­leiðir Kára­hnjúka­virkjun 4,6 ter­awatts­stundir á ári. Ef gasinn­flutn­ingur frá Rúss­landi stöðvast um næstu mán­að­ar­mót segir Bru­egel að Evr­ópu­sam­bandið ætti fræði­lega að geta gengið á birgð­irnar sínar fram í apr­íl. Ef vet­ur­inn verður kaldur í álf­unni gæti sam­bandið þó þurft á rúss­nesku jarð­gasi að halda í mars.

Tækni­legir og póli­tískir erf­ið­leikar

Hins vegar er óvíst hvort öll aðild­ar­ríki sam­bands­ins munu geta mætt eft­ir­spurn­inni eftir jarð­gasi, þar sem orku­flutn­ings­kerfi á milli landa er tak­mörk­unum háð, segir hug­veit­an. Lík­legt sé því að flösku­hálsar mynd­ist ef inn­flutn­ingur á jarð­gasi frá Vest­ur­-­Evr­ópu til Aust­ur-­Evr­ópu eykst skyndi­lega.

Sömu­leiðis nefnir Bru­egel að staðan gæti boðið upp á ýmsar póli­tískar hindr­an­ir. Mögu­legt sé að ríki sem hafa meiri birgðir af jarð­gasi veigri sér við að deila því til ann­arra aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins sem eru í verri stöðu. Hætta á slíkri hömstrun eykst svo eftir því sem óvissan um lengd inn­flutn­ings­banns­ins er meiri.

Í ljósi þess segir hug­veitan að lík­legt sé að sum aðild­ar­ríkja ESB sem séu verr tengd öðrum löndum og hafi litlar orku­birgðir muni þurfa að grípa til neyð­ar­ráð­staf­ana í vet­ur, ef lokað verður á inn­flutn­ingi rúss­nesks jarð­gass.

Miklar verð­hækk­anir

Tíma­ritið The Economist fjall­aði einnig um áhrif hugs­an­legs inn­flutn­ings­banns á jarð­gasi frá Rúss­landi í síð­ustu viku. Þar var því haldið fram að Evr­ópu­sam­bandið gæti þraukað í fjóra til fimm mán­uði með slíkt bann í gildi ef það gengi meira á eigin birgðir en núver­andi reglur leyfa, en mögu­legt væri að þessar reglur yrðu rýmkaðar í ljósi aðstæðna.

Þó bendir tíma­ritið á að inn­flutn­ings­bannið yrði mjög nei­kvætt fyrir evr­ópskan efna­hag. Sárs­auk­inn yrði þó miklu frekar í formi mun hærra orku­verðs í stað fram­boðs­skorts á orkunni sjálfri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar