Viðskiptaþvinganir gætu leitt til neyðarástands í sumum ESB-löndum

Hugsanlegt er að Evrópusambandið loki á allan innflutning á jarðgasi frá Rússlandi vegna hugsanlegrar innrásar í Úkraínu. Sambandið kemst líklega af án rússnesks gass í tvo mánuði, en nokkur aðildarríki gætu þó orðið illa úti vegna þess.

Lagning Nord Stream 2 gasleiðslunnar á milli Rússlands og Þýskalands.
Lagning Nord Stream 2 gasleiðslunnar á milli Rússlands og Þýskalands.
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) gæti lík­lega orðið sér úti um nægi­legt orku­magn til að þurfa ekki að reiða sig á inn­flutn­ing jarð­gass frá Rúss­landi út þennan vet­ur. Þrátt fyrir það gæti slík ráð­stöfun leitt til enn frek­ari verð­hækk­ana á orku til hús­hit­un­ar, auk þess sem sum aðild­ar­ríki sam­bands­ins í Aust­ur-­Evr­ópu gætu þurft að grípa til var­úð­ar­ráð­staf­ana. Þetta kemur fram í grein­ingu frá hug­veit­unni Bru­egel sem birt­ist í síð­ustu viku.

Boða sam­rýmdar refsi­að­gerðir

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um áður hefur rúss­neskt her­lið nú safn­ast saman við landa­mæri Úkra­ínu. Evr­ópu­sam­band­ið, ásamt Banda­ríkj­unum og öðrum aðild­ar­ríkjum NATO, hótað Rússum hörðum og sam­ræmdum refsi­að­gerð­um, komi til þess að þeir ráð­ist inn í Úkra­ínu.

Á meðal hugs­an­legra refsi­að­gerða sem rætt hefur verið um er stöðvun á inn­flutn­ingi jarð­gass frá land­inu til ESB, meðal ann­ars með því að lok Nord Str­eam 2 leiðsl­una á milli Rúss­lands og Þýska­lands.

Auglýsing

Sam­kvæmt Bru­egel hefur Evr­ópu­sam­bandið reynt að flytja inn hlut­falls­lega minna af jarð­gasi frá Rúss­landi á síð­ustu árum. Þó eru Rússar enn stærstu inn­flutn­ings­að­ilar sam­bands­ins á jarð­gasi, en 38 pró­sent af öllum gasinn­flutn­ingi ESB í fyrra kom frá þeim.

ESB í við­kvæmri stöðu

Meg­in­land Evr­ópu hefur nú þegar glímt við nokkurn orku­skort á síð­ustu mán­uðum og miklar verð­hækk­an­ir, þar sem birgðir voru litlar og fram­leiðsla á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum var undir vænt­ingum í fyrra. Þó segir Bru­egel að verstu spárnar hafi ekki ræst, meðal ann­ars þar sem vetr­ar­mán­uð­irnir í álf­unni hafa verið hlýrri en venju­lega. Einnig hefur auk­inn inn­flutn­ingur af jarð­gasi kom­ist til móts við minni orku­fram­leiðslu í álf­unni.

Orku­birgðir sam­bands­ins hafa auk­ist á síð­ustu mán­uðum og nema nú 442 ter­awatts­stund­um, en til sam­an­burðar fram­leiðir Kára­hnjúka­virkjun 4,6 ter­awatts­stundir á ári. Ef gasinn­flutn­ingur frá Rúss­landi stöðvast um næstu mán­að­ar­mót segir Bru­egel að Evr­ópu­sam­bandið ætti fræði­lega að geta gengið á birgð­irnar sínar fram í apr­íl. Ef vet­ur­inn verður kaldur í álf­unni gæti sam­bandið þó þurft á rúss­nesku jarð­gasi að halda í mars.

Tækni­legir og póli­tískir erf­ið­leikar

Hins vegar er óvíst hvort öll aðild­ar­ríki sam­bands­ins munu geta mætt eft­ir­spurn­inni eftir jarð­gasi, þar sem orku­flutn­ings­kerfi á milli landa er tak­mörk­unum háð, segir hug­veit­an. Lík­legt sé því að flösku­hálsar mynd­ist ef inn­flutn­ingur á jarð­gasi frá Vest­ur­-­Evr­ópu til Aust­ur-­Evr­ópu eykst skyndi­lega.

Sömu­leiðis nefnir Bru­egel að staðan gæti boðið upp á ýmsar póli­tískar hindr­an­ir. Mögu­legt sé að ríki sem hafa meiri birgðir af jarð­gasi veigri sér við að deila því til ann­arra aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins sem eru í verri stöðu. Hætta á slíkri hömstrun eykst svo eftir því sem óvissan um lengd inn­flutn­ings­banns­ins er meiri.

Í ljósi þess segir hug­veitan að lík­legt sé að sum aðild­ar­ríkja ESB sem séu verr tengd öðrum löndum og hafi litlar orku­birgðir muni þurfa að grípa til neyð­ar­ráð­staf­ana í vet­ur, ef lokað verður á inn­flutn­ingi rúss­nesks jarð­gass.

Miklar verð­hækk­anir

Tíma­ritið The Economist fjall­aði einnig um áhrif hugs­an­legs inn­flutn­ings­banns á jarð­gasi frá Rúss­landi í síð­ustu viku. Þar var því haldið fram að Evr­ópu­sam­bandið gæti þraukað í fjóra til fimm mán­uði með slíkt bann í gildi ef það gengi meira á eigin birgðir en núver­andi reglur leyfa, en mögu­legt væri að þessar reglur yrðu rýmkaðar í ljósi aðstæðna.

Þó bendir tíma­ritið á að inn­flutn­ings­bannið yrði mjög nei­kvætt fyrir evr­ópskan efna­hag. Sárs­auk­inn yrði þó miklu frekar í formi mun hærra orku­verðs í stað fram­boðs­skorts á orkunni sjálfri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar