„Bjórpönkari“ sakaður um ósæmilega hegðun og valdníðslu

James Watt, eigandi og annar stofnandi skoska handverksbjórrisans Brewdog hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun og valdníðslu af fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins.

Skoska brugghúsið BrewDog hefur vakið athygli síðustu ár fyrir fyrstaflokks handverksbjór. James Watt, annar stofnandi bjórrisans, hefur  verið sakaður um ósæmilega hegðun og valdníðslu af tugum starfsmanna BrewDog í Bandaríkjunum.
Skoska brugghúsið BrewDog hefur vakið athygli síðustu ár fyrir fyrstaflokks handverksbjór. James Watt, annar stofnandi bjórrisans, hefur verið sakaður um ósæmilega hegðun og valdníðslu af tugum starfsmanna BrewDog í Bandaríkjunum.
Auglýsing

Fimmtán fyrr­ver­andi starfs­menn BrewDog í Banda­ríkj­unum saka James Watt um ósæmi­lega hegðun og vald­níðslu í skosku heim­ilda­þátta­röð­inni Disclos­ure. Í þætt­in­um, sem ber yfir­skrift­ina „The Truth about Brewdog“ kemur fram að hegðun Watt hafi látið kven­kyns bar­þjónum líða „óþægi­lega“ og „hjálp­ar­vana“. Lög­fræð­ingar Watt segja ekk­ert til í ásök­un­unum og sjálfur þver­tekur hann fyrir að hafa hagað sér ósæmi­lega.

BrewDog var stofnað árið 2007 í Fra­serburg í Skotlandi af Watt og vini hans Martin Dickie. Þeir eru miklir hug­sjón­ar­menn sem voru komnir með ógeð af bragð­­lausum og flötum lag­er­­bjór. Á örskömmum tíma varð BrewDog eitt af mest vax­andi drykkj­­ar­vöru­fram­­leið­endum í Bret­landi.

Watt og Dickie fóru óhefð­bundnar leiðir þegar kom að fjár­mögnun rekst­urs­ins. Þeir gáfu fjár­mála­kerf­inu putt­ann og stóðu fyrir stærsta hóp­fjár­mögn­un­ar­verk­efni heims. Ári eftir stofnun var BrewDog orðið stærsta sjálf­stæða brugg­hús Skotlands. Árið 2016 færðu félag­arnir út kví­arnar og stefndu á Banda­ríkja­markað vopn­aðir við­skipta­á­ætlun sem þeir köll­uðu „and-við­­skipta­­lega“. Grunn­hug­­myndin var sú að fjár­­­magna rekstur fyr­ir­tæk­is­ins, og vöxt þess, án aðkomu hefð­bund­inna fjár­­­mála­­stofn­ana. Þ.e. engin fleiri banka­lán og engir ríkir stórir fjár­­­festar í jakka­­föt­u­m. Félag­arnir fengu því fljótt við­ur­nefnið „bjórpönk­ar­arn­ir“.

James Watt stofnaði BrewDog árið 2007 ásamt vini sínum Martin Dickie

Árið 2016 opn­aði fyrsti BrewDog bar­inn í Banda­ríkj­unum og í dag rekur BrewDog átta bari í þremur ríkj­um, auk bruggverk­smiðju. Útrás BrewDog hélt áfram og sum­arið 2018 opn­aði BrewDog í Reykja­vík. Í dag rekur BrewDog yfir hund­rað bari, er með yfir 2000 manns í vinnu og er metið á um tvo millj­arða punda, eða sem nemur tæpum 348 millj­örðum króna.

Í fyrra skrif­uðu 300 núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn BrewDog undir yfir­lýs­ingu þar sem Watt var sak­aður um ógn­ar­stjórnun og sagður stuðla að eitr­uðu starfs­um­hverfi. Í kjöl­farið hóf teymi Disclos­ure rann­sókn á BrewDog og starfs­háttum innan fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing
Meðal þess sem fram kemur í heim­ilda­þætt­inum er að konum sem störf­uðu sem bar­þjónar var ráð­lagt hvernig best væri að forð­ast að veita Watt athygli og reyndu vakt­stjórar að skipu­leggja vaktir þannig að sem fæstar konur væru að vinna þegar hann var vænt­an­legur í heim­sókn.

Þá lýsir starfs­fólk því þegar það sá Watt kyssa ölv­aðan við­skipta­vin á þaksvölum eins af börum BrewDog. Hann var einnig þekktur fyrir að bjóða konum í einka­ferðir um bruggverk­smiðjur BrewDog seint á kvöld­in.

„Vöruðum nýju stelp­urnar við“

Katelynn Ising, sem starf­aði á Dog­Tap, stærsta bar og brugg­húsi BrewDog í Ohio, segir konur sem unnu á barnum hafi klætt sig öðru­vísi þegar Watt var á svæð­inu.

„Við vöruðum nýju stelp­urnar við, eins og segja þeim að fara strax eftir vakt­ina, ekki mála sig eða hafa sig sér­stak­lega til, ekki vekja athygli hjá hon­um,“ segir Ising, sem varð einnig vitni af fjöl­mörgum skoð­un­ar­ferðum Watt um bruggverk­smiðj­una með ungum kon­um. „Þær voru alltaf drukknar og flestar á þrí­tugs­aldri. Þær voru sætar og hann sagð­ist vera að gefa þeim einka­skoð­un­ar­ferð um bruggverk­smiðj­una.“

Þessi hegðun Watt var óþægi­leg að mati Ising og Jackie Eng­lish, fyrr­ver­andi vakt­stjóri, tekur í sama streng. „Þú ert að sýna starfs­fólki þínu að þú getir gert hvað sem þú vilt vegna þess hver þú ert og hvað þú heit­ir. Þannig leið mér mjög oft,“ segir Eng­lish. Bar­þjónn sem kaus að koma ekki fram undir nafni segir Watt hafa verið gef­inn fyrir að stara. „Hann starði mik­ið. Mig lang­aði bara að fara og þurfa ekki að takast á við þetta,“ segir bar­þjónn­inn sem skipti vöktum eins og hún gat til að forð­ast Watt.

Lög­maður Watt segir það ekki rétt að Watt hafi boðið drukkn­um, ungum konum í skoð­un­ar­ferð­ir. Hann segir Watt vissu­lega hafa boðið bæði konum og körlum, vinum og við­skipta­vin­um, í skoð­un­ar­ferðir um bruggverk­smiðj­una að kvöldi til. Það sé hins vegar ekk­ert til í því að þau sem voru í þessum ferðum hafi verið drukk­in. Í bréfi til fjár­festa sem Watt sendi eftir þátt­inn útskýrir hann að í ferðum sínum til Banda­ríkj­anna hafi hann stundum farið á stefnu­mót og hafi nokkrum sinnum boðið konum á stefnu­mót í bruggverk­smiðj­unni. Að hans mati er ekk­ert óvið­eig­andi við þá hegð­un.

Rætt var við yfir hund­rað núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn BrewDog við vinnslu þátt­ar­ins. Flest þeirra sem enn starfa á börum fyr­ir­tæk­is­ins sögð­ust ekki vilja tjá sig opin­ber­lega þar sem þau gætu átt í hættu á að missa vinn­una. Kayla McGuire, starfs­maður í bruggverk­smiðj­unni í Ohio, er ein þeirra sem kemur fram undir nafni. „Stjórn­endur ættu ekki að geta ógnað starfs­fólki sín­u,“ segir hún.

Hafnar öllum ásök­unum en ætlar að „betrumbæta stjórn­un­ar­stíl­inn“

Watt er hvergi sak­aður um sak­næma hegðun gagn­vart konum í umfjöllum BBC Disclos­ure en hann baðst undan við­tali við vinnslu þátt­ar­ins. Stjórn­ar­maður í stjórn BrewDog seg­ist hafa gögn frá Watt sem sanna að því sem haldið er fram í þætt­inum sé byggt á röngum upp­lýs­ing­um. Á sama tíma segir hann þó að Watt sé stað­ráð­inn í að betrumbæta stjórn­un­ar­stíl sinn.

Eftir birt­ingu þátt­ar­ins bað Watt alla afsök­unar sem hefur liðið óþægi­lega í návist hans. Að hans mati eru allar ásak­anir á hendur honum byggðar á „ósönnum orðróm­um“ og „röngum upp­lýs­ing­um“. Watt hyggst leita réttar síns í kjöl­far þátt­ar­ins til að „vernda orð­spor sitt“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokki