Bjórpönkarar sem leiða nýja kapítalismann

BrewDog hefur á tæpum áratug búið til á sjötta tug tegunda af handverksbjórum, sett heimsmet í hópfjármögnun, sent fjármálafyrirtækjum ítrekað fingurinn og látið til sín taka í mannréttindamálum.

Allt áhuga­fólk um hand­verks­bjór (e. craft beer) þekkir skoska brugg­húsið BrewDog. Eða ættu að minnsta kosti að þekkja það. Á tæpum ára­tug hefur þessu hug­ar­fóstri tveggja þá rúm­lega tví­tugra Skota, sem voru komnir með ógeð af bragð­lausum og flötum lag­er­bjór, náð að verða eitt af mest vax­andi drykkj­ar­vöru­fram­leið­endum í Bret­landi, gefa fjár­mála­kerf­inu risa­stóran putt­ann og standa fyrir stærsta hóp­fjár­mögn­un­ar­verk­efni heims. Án þess að gefa neinn afslátt að því sem gerir fyr­ir­tækið sér­stakt. 

Og nú ætla þessir pönk­arar bjór­heims­ins að sigra Banda­rík­in. Án banka­lána en vopn­aðir við­skipta­á­ætlun sem þeir kalla „and-við­skipta­lega“.

Skoskir hug­sjón­ar­menn og hund­ur­inn þeirra

BrewDog var stofnað árið 2007 í Fra­serburg í Skotlandi af tveimur hug­sjóna­mönn­um, James Watt og Martin Dickie. Fyr­ir­tækið verður því tíu ára á næsta ári. Þeir eru hug­sjóna­menn af mörgum ástæð­um. Á Twitt­er-­síðu Watt segir til að mynda að hann sé kapteinn BrewDog, og verk­efni hans sé að bjarga heim­inum frá vondum bjór. 

James Watt og Martin Dickie stofnuðu BrewDog árið 2007 í Skotlandi.

Þegar þeir stofn­uðu BrewDog voru menn­irnir tveir ein­ungis 24 ára gaml­ir. Til að byrja með voru þeir Watt og Dickie einu hlut­haf­arn­ir, fram­leiddu bjór­inn sjálfir, settu hann á flöskur og seldu annað hvort beint til kaup­manna eða út um skottið á gömlum sendi­bíl sem þeir áttu. Á ein­hvern ótrú­legan hátt tókst þeim að útvega sér það sem þeir kalla „skelfi­leg“ banka­lán til að koma starf­sem­inni af stað. 

Ári síðar voru starfs­menn­irnir orðnir níu, auk eins hunds. Sá hund­ur, sem nú er lát­inn, var af labrador kyni og hét Brac­ken. BrewDog-­fyr­ir­tækið er nefnt eftir hon­um.

Strax á því ári, 2008, varð BrewDog stærsta sjálf­stæða bjór­brugg­hús Skotlands. 2009 var fyr­ir­tækið orðið mest ört vax­andi „alt­ernati­ve“ bjór­fram­leið­andi í Bret­landi og flagg­skips­bjór­inn þeirra, hinn dásam­legi Punk IPA, varð mest seldi IPA (India Pale Ale) bjór­inn í Skand­in­av­íu. Á grunni þessa vaxtar varð til það sem Watt og Dickie kalla and-við­skipta við­skipta­á­ætl­unin þeirra, „Equity for Punks“. Grunn­hug­myndin er sú að fjár­magna rekstur fyr­ir­tæk­is­ins, og vöxt þess, án aðkomu hefð­bund­inna fjár­mála­stofn­ana. Þ.e. engin fleiri banka­lán og engir ríkir stórir fjár­festar í jakka­föt­u­m. 

Í lok árs 2009 hafði hlut­höfum fjölgað í 1.329 þótt að stofn­end­urnir tveir, og starfs­fólk þeirra, ættu enn langstærstan hlut í BrewDog.

Bankar gera bjór lélegan

Síðan þá hefur leiðin legið hratt upp á við hjá þessu eina áhuga­verð­asta fyr­ir­tæki Evr­ópu. Það hóf að opna BrewDog bari víða um Bret­land og sækja sér fé í gegnum hóp­fjár­mögn­un. Þ.e. áhuga­sömum BrewDog aðdá­endum var gefið tæki­færi til þess að fjár­festa í fyr­ir­tæk­inu sem fram­leiddi upp­á­halds­bjór­inn þeirra. Þeir gátu orðið virðu­legir eig­endur að brugg­húsi.

Punk IPA er vinsælasti IPA-bjórinn í skandinaívu.

Hóp­fjár­mögn­unaræv­in­týri BrewDog hefur verið stigið í nokkrum skrefum frá árinu 2010. Árið 2013 safn­aði fyr­ir­tækið 4,25 millj­ónum punda, um 780 millj­ónum króna, á innan við hálfu ári. Sá árangur var á þeim tíma met í hóp­fjár­mögn­un.

Í fyrra til­kynnti BrewDog en metn­að­ar­fyllra plan. Fyr­ir­tækið ætl­aði sér að safna 25 millj­ónum punda, um 4,6 millj­arða króna, með hóp­fjár­mögn­un. Eng­inn sér­stakur tímara­mmi var settur til að ná þess­ari upp­hæð. Þeir ætl­uðu bara að ná henni. Fyr­ir­tækið sagði sem fyrr að ástæða þessa væri sú að það vildi kom­ast hjá því að fjár­mála­fyr­ir­tæki myndu græða á fjár­mögnun þess. Alls voru 526.316 hlutir í BrewDog boðnir til sölu í skiptum fyrir fram­lög almenn­ings og lág­marks­þát­taka lág­markið sem þurfti að kaupa voru tveir hlutir á 95 pund, alls tæp­lega 17.500 krón­ur.

„Fjármálastofnanir hafi ýtt undir það að bjór sé lélegur og ódýr með því að hafa gróða alltaf að leiðarljósi. Það sætti BrewDog sig ekki við.“

Venju sam­kvæmt sendi BrewDog frá sér yfir­lýs­ingu vegna fjár­mögn­un­ar­inn­ar. Hún var hástemmd og her­ská, líkt og von var á úr þeirri átt­inni. Þar er haft eftir Watt að bylt­ing hafi orðið í gerð hand­verks­bjórs á und­an­förnum árum og með þeirri bylt­ingu hafa tek­ist að end­ur­skil­greina bjór. Nú væri hins vegar komið að því að end­ur­skil­greina fjár­mögn­un­ar­kerfi heims­ins. Fjár­mála­stofn­anir hafi ýtt undir það að bjór sé lélegur og ódýr með því að hafa gróða alltaf að leið­ar­ljósi. Það sætti BrewDog sig ekki við. 

Heims­met í hóp­fjár­mögnun

Í októ­ber  2015 var til­kynnt að metið hefði verið slegið þegar hóp­fjár­mögn­unin fór yfir tíu millj­ónir punda, rúm­leg 1,8 millj­arð króna. Sam­an­lagt hefur Brewdog náð í yfir 20 millj­ónir punda, um 3,6 millj­arða króna, í hóp­fjár­mögnun frá árinu 2010. Það er meira en nokk­urt annað fyr­ir­tæki hefur náð í í gegnum þetta fjár­mögn­un­ar­for­m. 

Í lok árs 2015 voru hlut­hafar í BrewDog orðnir fleiri en 32 þús­und tals­ins. Barir fyr­ir­tæk­is­ins víða um heim eru orðnir 44 tals­ins og það fram­leiddi 160 þús­und hektólítra (um 16 millj­ónir lítr­ar) af bjór á síð­asta ári. Það er rúm­lega fjórum sinnum meira en það gerði árið 2012 og svipað magn og ÁTVR seldi af bjór allt árið 2014. Til að setja þá tölu í skilj­an­legra sam­hengi þá fram­leiddi BrewDog alls 2,2 millj­ónir flaskna og um 400 þús­und dósir af bjór í hverjum mán­uði á síð­ast ári. Alls brugg­aði BrewDog 65 mis­mun­andi bjór­teg­undir á árinu 2015. Og und­ir­bjó sína metn­að­ar­fyllstu útrás til þessa, inn á Banda­ríkja­mark­að.

Rekst­ur­inn hef­ur, svo vægt sé til orða tek­ið, gengið vel á und­an­förnum árum. Í fyrra jókst velta BrewDog um 52 pró­sent í 45 millj­ónir punda, um 8,2 millj­arða króna. Salan í Bret­landi meira en tvö­fald­að­ist. Rekstr­ar­hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins hefur auk­ist um 112 pró­sent á ári að með­al­tali frá árinu 2011. Hann var um 1,5 millj­arðar króna í fyrra. 

Þessi mikli árangur hefur orðið til þess að metn­aður BrewDog-­manna hefur auk­ist hratt. Og nú ætla þeir að sigra Banda­ríkja­mark­að. Fyr­ir­tækið ætlar að opna nýja verk­smiðju í Col­umbus í Ohi­o-­ríki síðar á þessu ári til að styðja við þetta háleita mark­mið. 

Við þetta mun fram­leiðslu­geta BrewDog marg­fald­ast. Hún mun fara úr um 160 þús­und hektólítrum í 1,5 milljón hektólítra. Fyrir lok árs 2016. Sam­hliða verður Banda­ríkja­mönnum í fyrsta sinn gert kleift að taka þátt í hóp­fjár­mögnun fyr­ir­tæk­is­ins, „Equity for Punks“. 

Hello my name is Vladimir-bjórinn er dæmi um það hvernig BrewDog kýs að vekja á sér athygli.

Gáfu allar upp­skrift­irnar sínar

Það er auð­vitað mjög djarft að ætla sér í alþjóð­lega útrás á þeim skala sem BrewDog er að ráð­ast í án láns­fjár­mögn­un­ar. Og í algjörri and­stöðu við það sem telst hefð­bundið í þeim efn­um. Því þarf fyr­ir­tækið reglu­lega að vekja athygli á sér. Það gerir BrewDog m.a. með því að gefa út bjór sem hét „Hello My Name is Vla­dimir“, með mynd af Vla­dimir Putin Rúss­lands­for­seta með farða sem var ekki fyrir sam­kyn­hneigða. Bjór­inn var sér­stak­lega fram­leiddur til að mót­mæla fram­ferði rúss­neskra stjórn­valda gagn­vart sam­kyn­hneigðum og helm­ingur ágóð­ans vegna sölu hans rann til góð­gerða­sam­taka sem berj­ast fyrir rétt­indum kúg­aðra minni­hluta­hópa víðs vegar um heim­inn.

Í fyrra setti fyr­ir­tækið á markað „No Label“ bjór­inn sem átti að vera sér­stak­lega fyrir trans­fólk og sýna bar­áttu þeirra fyrir auk­inni við­ur­kenn­ingu stuðn­ing.

Snemma á þessu ári settu BrewDog síð­an allar upp­skriftir af bjórum sem fyr­ir­tækið hefur fram­leitt frá því að það var stofn­sett, á net­ið. Það ákvað sem sagt, undir því yfir­varpi að gjörn­ing­ur­inn væri ein­hvers­konar virð­ing­ar­vottur við heima­brugg, að gefa við­skipta­vinum sínum leið­ar­vís­inn að því að búa til upp­á­halds­bjór­anna sína. The Guar­dian sagði að verk­efnið setti BrewDog í fram­varð­ar­sveit póst­-kap­ít­alísm­ans. Þess skeiðs sem muni taka við af hinum hreina kap­ít­al­isma, þar sem þriðju aðilar á borð við fjár­mála­fyr­ir­tæki högn­uð­ust mest á hug­myndum og frum­kvæði ann­ara. Nú sé tími milli­lið­anna hins vegar að líða undir lok. 

Og árangur BrewDog hefur vakið athygli ann­arra og stærri aðila á mark­aðn­um. Meira að segja þeirra sem BrewDog gagn­rýnir mest. En afstaða stofn­enda og stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins er skýr, og í henni felst líka mikið aug­lýs­inga­gildi. Hér er tíst frá James Watt, öðrum stofn­enda BrewDog, frá því í jan­ú­ar:

En BrewDog á sína gagn­rýnendur líka. Mann­rétt­inda­bjór­arnir þeirra hafa verið kall­aðir yfir­læt­is­legar til­raunir til að nýta sér mann­rétt­inda­brot til að mark­aðs­setja fyr­ir­tæk­ið. Og þeir hlutir sem fyr­ir­tækið lætur „með­fjár­fest­um“ sínum í té í hóp­fjár­mögnun sinni eru af dýr­ari gerð­inni, enda eiga stofn­end­urnir tveir enn yfir 60 pró­sent hlut í BrewDog og starfs­menn þeirra á annan tug pró­senta til við­bót­ar. 

BrewDog-bar í Reykja­vík?

Hvað sem öllum finnst þá heldur BrewDog ævin­týrið áfram. Til við­bótar við Banda­ríkja­út­rás­ina ætlar fyr­ir­tækið að halda áfram að opna sér­staka BrewDog-bari í sam­starfi við góða rekstr­ar­að­ila víðs vegar um heim­inn á þessu ári. Og þegar áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins í  fyrir árið 2016 voru kunn­gerðar í jan­úar vakti athygli að ein þeirra borga sem það hefur auga­stað á nú er Reykja­vík. 

Því gæti verið stutt í að hand­verks­bjór­þyrstir Íslend­ingar geti fengið breitt úrval af BrewDog bjór af krana í höf­uð­borg­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar