Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?

Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Auglýsing

„Mitt gisk er að hann ráð­ist inn,“ sagði Joe Biden, Banda­ríkja­for­seti, um Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, sem hefur sent allt að 100 þús­und her­menn að landa­mærum Úkra­ínu á síð­ustu dög­um. Vest­ur­veldin hafa nú hvert á fætur öðru til­kynnt að slíkri inn­rás yrði mætt með hörðum aðgerð­um, til dæmis með hugs­an­legri lokun Nord Str­eam gasleiðsl­unn­ar.

Vest­ur­veldin sam­stíga

Sam­kvæmt umfjöllun Reuter­s-frétta­stof­unnar um málið hitti utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Ant­ony Blin­ken, ráð­herra Bret­lands, Frakk­lands og Þýska­lands í Berlín í dag til að ræða við­brögð við hugs­an­legri inn­rás Rússa. Á blaða­manna­fundi í kjöl­far fund­ar­ins sagði hann að löndin yrðu sam­stíga í sínum aðgerð­um, en þær færu eftir því hvaða leið Rúss­land vilja fara.

Auglýsing

Yfir­lýs­ingar Blin­ken koma degi eftir að Biden sagði að Vest­ur­veldin væru ósam­mála um hvernig væri rétt að bregð­ast við „smá­vægi­legri inn­rás,“ en þau ummæli mættu mik­illi gagn­rýni frá leið­togum Evr­ópu­þjóða. Volodomyr Zel­enskiy, for­seti Úkra­ínu, svar­aði Biden með Twitt­er-­færslu þar sem hann sagði enga inn­rás vera smá­vægi­lega, á sama hátt og að ekk­ert mann­tjón væri smá­vægi­legt.

Gervihnattamynd af rússnesku herliði við landamæri Rússland og Úkraínu.

Banda­ríkja­stjórn dró til baka þessi ummæli seinna um kvöld­ið, þar sem Jen Psaki, upp­lýs­inga­full­trúi Hvíta húss­ins, sagði að Vest­ur­lönd myndu setja harðar og sam­ræmdar refsi­að­gerðir á Rúss­land ef rúss­neski her­inn fer yfir landa­mæri Úkra­ínu.

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, og Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, voru sama sinnis og sögðu í dag að hvers kyns inn­rás myndi hafa slæmar afleið­ingar fyrir Rússa.

Gasleiðslan samn­inga­tæki

Kansl­ari Þýska­lands, Olaf Scholz, hefur áður sagt að hann væri opinn fyrir við­skipta­þving­unum við Rúss­land ef inn­rásin verður að veru­leika. Aðspurður um hvort slíkar þving­anir fælu í sér lok­unar á Nord Str­eam 2 gasleiðsl­unni, sem liggur í gegnum Eystra­salt, úti­lok­aði Scholz það ekki.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um Nord Str­eam 2 leiðsl­una, en hún er að mestu í eigu rúss­neska rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Gazprom. Leiðslan er til­búin en hefur ekki enn verið tekin í gagn­ið, þar sem hún hefur ekki fengið heim­ild til þess frá þýskum yfir­völd­um.

Lokun Nord Str­eam 2 myndi hafa mikil áhrif á efna­hag Rúss­lands, en helm­ingur útflutn­ings­tekna lands­ins er í gegnum útflutn­ing á jarð­gasi. Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, sagði að leiðslan myndi auka orku­ör­yggi Evr­ópu og að til­raunir til að blanda póli­tík inn í það verk­efni yrðu ekki væn­legar til árang­urs.

SWIFT-lokun hent af borð­inu

Aðrar teg­undir af við­skipta­þving­unum hafa einnig verið ræddar á meðal Vest­ur­veld­anna, en ein þeirra fól í sér að úti­loka Rúss­land úr alþjóð­lega SWIFT-greiðslu­kerf­inu. Hins vegar hurfu Evr­ópu­sam­bandið og Banda­ríkin frá þeim áformum fyrr í vik­unni, þar sem þau gætu leitt til upp­náms á fjár­mála­mörk­uðum og hvatt til bygg­ingar ann­ars konar greiðslu­kerfis sem Vest­ur­lönd ættu enga aðkomu að.

Í við­tali Bloomberg við emb­ætt­is­mann frá Evr­ópu­sam­band­inu voru mörg lönd mót­fallin því að úti­loka Rússa frá SWIFT-­kerf­inu, þótt mögu­leik­inn sé ekki alveg úti­lok­að­ur. Hins vegar væri lík­legt að rúss­neskir bankar yrðu í eld­lín­unni, kæmi til átaka á milli Rúss­lands og Úkra­ínu.

Hóta sjálfir að grípa til hern­að­ar­að­gerða

Rúss­nesk yfir­völd hafa gefið út að yfir­lýs­ing­arnar frá leið­togum Vest­ur­land­anna væru ekki til þess fallnar til að lægja öld­urn­ar. Sömu­leiðis þver­taka þau fyrir það að vera búin að skipu­leggja inn­rás, en hóta þó hern­að­ar­að­gerðum ef Atl­ants­hafs­banda­lagið lofar að sam­þykkja inn­göngu Úkra­ínu í sam­band­ið.

Rík­is­stjórn Bret­lands til­kynnti fyrr í vik­unni að hún myndi útvega úkra­ínskum stjórn­völdum vopn til að verj­ast hugs­an­legri inn­rás Rússa. Sömu­leiðis hefur rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna gefið Eystra­salts­ríkj­unum leyfi til að gefa Úkra­ínu banda­rísk flug­skeyti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent