Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?

Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Auglýsing

„Mitt gisk er að hann ráð­ist inn,“ sagði Joe Biden, Banda­ríkja­for­seti, um Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, sem hefur sent allt að 100 þús­und her­menn að landa­mærum Úkra­ínu á síð­ustu dög­um. Vest­ur­veldin hafa nú hvert á fætur öðru til­kynnt að slíkri inn­rás yrði mætt með hörðum aðgerð­um, til dæmis með hugs­an­legri lokun Nord Str­eam gasleiðsl­unn­ar.

Vest­ur­veldin sam­stíga

Sam­kvæmt umfjöllun Reuter­s-frétta­stof­unnar um málið hitti utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Ant­ony Blin­ken, ráð­herra Bret­lands, Frakk­lands og Þýska­lands í Berlín í dag til að ræða við­brögð við hugs­an­legri inn­rás Rússa. Á blaða­manna­fundi í kjöl­far fund­ar­ins sagði hann að löndin yrðu sam­stíga í sínum aðgerð­um, en þær færu eftir því hvaða leið Rúss­land vilja fara.

Auglýsing

Yfir­lýs­ingar Blin­ken koma degi eftir að Biden sagði að Vest­ur­veldin væru ósam­mála um hvernig væri rétt að bregð­ast við „smá­vægi­legri inn­rás,“ en þau ummæli mættu mik­illi gagn­rýni frá leið­togum Evr­ópu­þjóða. Volodomyr Zel­enskiy, for­seti Úkra­ínu, svar­aði Biden með Twitt­er-­færslu þar sem hann sagði enga inn­rás vera smá­vægi­lega, á sama hátt og að ekk­ert mann­tjón væri smá­vægi­legt.

Gervihnattamynd af rússnesku herliði við landamæri Rússland og Úkraínu.

Banda­ríkja­stjórn dró til baka þessi ummæli seinna um kvöld­ið, þar sem Jen Psaki, upp­lýs­inga­full­trúi Hvíta húss­ins, sagði að Vest­ur­lönd myndu setja harðar og sam­ræmdar refsi­að­gerðir á Rúss­land ef rúss­neski her­inn fer yfir landa­mæri Úkra­ínu.

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, og Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, voru sama sinnis og sögðu í dag að hvers kyns inn­rás myndi hafa slæmar afleið­ingar fyrir Rússa.

Gasleiðslan samn­inga­tæki

Kansl­ari Þýska­lands, Olaf Scholz, hefur áður sagt að hann væri opinn fyrir við­skipta­þving­unum við Rúss­land ef inn­rásin verður að veru­leika. Aðspurður um hvort slíkar þving­anir fælu í sér lok­unar á Nord Str­eam 2 gasleiðsl­unni, sem liggur í gegnum Eystra­salt, úti­lok­aði Scholz það ekki.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um Nord Str­eam 2 leiðsl­una, en hún er að mestu í eigu rúss­neska rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Gazprom. Leiðslan er til­búin en hefur ekki enn verið tekin í gagn­ið, þar sem hún hefur ekki fengið heim­ild til þess frá þýskum yfir­völd­um.

Lokun Nord Str­eam 2 myndi hafa mikil áhrif á efna­hag Rúss­lands, en helm­ingur útflutn­ings­tekna lands­ins er í gegnum útflutn­ing á jarð­gasi. Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, sagði að leiðslan myndi auka orku­ör­yggi Evr­ópu og að til­raunir til að blanda póli­tík inn í það verk­efni yrðu ekki væn­legar til árang­urs.

SWIFT-lokun hent af borð­inu

Aðrar teg­undir af við­skipta­þving­unum hafa einnig verið ræddar á meðal Vest­ur­veld­anna, en ein þeirra fól í sér að úti­loka Rúss­land úr alþjóð­lega SWIFT-greiðslu­kerf­inu. Hins vegar hurfu Evr­ópu­sam­bandið og Banda­ríkin frá þeim áformum fyrr í vik­unni, þar sem þau gætu leitt til upp­náms á fjár­mála­mörk­uðum og hvatt til bygg­ingar ann­ars konar greiðslu­kerfis sem Vest­ur­lönd ættu enga aðkomu að.

Í við­tali Bloomberg við emb­ætt­is­mann frá Evr­ópu­sam­band­inu voru mörg lönd mót­fallin því að úti­loka Rússa frá SWIFT-­kerf­inu, þótt mögu­leik­inn sé ekki alveg úti­lok­að­ur. Hins vegar væri lík­legt að rúss­neskir bankar yrðu í eld­lín­unni, kæmi til átaka á milli Rúss­lands og Úkra­ínu.

Hóta sjálfir að grípa til hern­að­ar­að­gerða

Rúss­nesk yfir­völd hafa gefið út að yfir­lýs­ing­arnar frá leið­togum Vest­ur­land­anna væru ekki til þess fallnar til að lægja öld­urn­ar. Sömu­leiðis þver­taka þau fyrir það að vera búin að skipu­leggja inn­rás, en hóta þó hern­að­ar­að­gerðum ef Atl­ants­hafs­banda­lagið lofar að sam­þykkja inn­göngu Úkra­ínu í sam­band­ið.

Rík­is­stjórn Bret­lands til­kynnti fyrr í vik­unni að hún myndi útvega úkra­ínskum stjórn­völdum vopn til að verj­ast hugs­an­legri inn­rás Rússa. Sömu­leiðis hefur rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna gefið Eystra­salts­ríkj­unum leyfi til að gefa Úkra­ínu banda­rísk flug­skeyti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent