Konur af erlendum uppruna hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Einn forsvarsmanna samtakanna segir að þær séu þakklátar fyrir viðurkenninguna en að mikil vinna sé þó framundan.

Frá afhendingu verðlaunanna.
Frá afhendingu verðlaunanna.
Auglýsing

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Nichole Leigh Mosty einn forsvarsmanna hópsins segir í samtali við Kjarnann að þær séu auðmjúkar og þakklátar fyrir þessi verðlaun. „Mér finnst þetta vera staðfesting á því að við höfum ekki staðið nægilega vel að þessum hóp,“ segir hún og bætir því við að samfélagið í heild sinni hafi nú verk að vinna til að bæta aðstæður kvenna af erlendum uppruna. Verðlaunin séu hvatning til þess að taka höndum saman.

„Þetta er einungis fyrsta skrefið af mörgum. Við ætlum að halda áfram að valdefla konur og samtökin,“ segir Nichole. Og að standa vörð um mannréttindi og halda áfram að búa til sterk tengslanet fyrir konur af erlendum uppruna.

Auglýsing

Mannréttindaverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.

Vöktu fólk til umhugsunar um stöðu þessa hóps

Í rökstuðningi Reykjavíkurborgar fyrir verðlaununum segir að samtökin hafi staðið að vitundarvakningu á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sögur þeirra í tengslum við #Metoo hafi vakið fólk til umhugsunar um sérstaklega viðkvæma stöðu þessa hóps innan íslensks samfélags. Þær hafi sýnt hugrekki og styrk, verið fyrirmyndir og öflugt tengslanet þeirra hefur orðið afl til þjóðfélagsbreytinga.

„Með því að veita konum af erlendum uppruna mikilvægan og öruggan vettvang þá hafa þær fengið verkfæri til þess að takast á við ofbeldi og mismunun sem þær hafa orðið fyrir,“ segir í tilkynningunni.

Samtökin hafa skapað mikilvægan vettvang og samstöðuafl

Konur af erlendum uppruna á Íslandi er hópur sem hefur þurft að upplifa heimilisofbeldi, grófar kynferðisofbeldi, hópnauðganir, nauðung og innan hópsins eru fórnarlömb mansals. Þær hafa þurft að lifa með andlegu ofbeldi, einelti, misrétti og niðurlægingu. Þær stigu fram þann 25. janúar síðastliðinn og sögðu frá reynslu sinni undir merkjum #Metoo-byltingarinnar.

Í byrjun árs var stofnaður hópur á Facebook þar sem konum að erlendum uppruna var gert kleift að að segja sögur sínar um kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun sem þær hafa orðið fyrir. Á örfáum dögum fjölgaði konunum í hópnum úr nokkrum tugum í 660. Allar eru þær annað hvort af fyrstu eða annarri kynslóð innflytjenda. 

Borgarstjórinn sagði við afhendingu verðlaunanna að samtökin hafi skapað mikilvægan vettvang og samstöðuafl fyrir konur alls staðar að úr heiminum, sem búsettar eru á Íslandi, til þess að láta raddir sínar heyrast. Verðlaunin að þessu sinni eru 600 þúsund krónur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent