Vextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í 4,25 prósent.

Már Guðmundsson
Már Guðmundsson
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bank­ans óbreytt­um. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­lán­um, verða því áfram 4,25 pró­sent. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Seðla­bank­an­um.

Í henni segir að sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Seðla­bank­ans sem birt er í maí­hefti Pen­inga­mála séu horfur á að hag­vöxtur verði aðeins minni í ár en í fyrra. Fari þar saman hæg­ari vöxtur útflutn­ings og minni vöxtur inn­lendrar eft­ir­spurn­ar. Þetta sé áþekkur hag­vöxtur og gert hafi verið ráð fyrir í febr­ú­ar­spá bank­ans og líkt og þá sé talið að hann minnki frekar á næstu tveimur árum.

Auglýsing

„Verð­bólga var 2,5% á fyrsta fjórð­ungi árs­ins og 2,3% í apr­íl. Und­ir­liggj­andi verð­bólga er á svip­uðu róli. Verð­bólga hefur því í stórum dráttum verið í sam­ræmi við 2½% verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans síð­ustu mán­uði. Áfram hefur dregið úr árs­hækkun hús­næð­is­verðs en gagn­stæð áhrif geng­is­breyt­inga krón­unnar á verð­bólg­una hafa dvín­að. Lík­legt er að þessi þróun haldi áfram á næst­unni. Gengi krón­unnar er nær óbreytt frá síð­asta fundi pen­inga­stefnu­nefndar og gjald­eyr­is­mark­að­ur­inn hefur áfram verið í ágætu jafn­vægi. Hvorki verð­bólgu­horfur né verð­bólgu­vænt­ingar hafa breyst að neinu marki frá síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.“

Sam­kvæmt Seðla­bank­anum eru horfur á minnk­andi spennu í þjóð­ar­bú­skapn­um. „Eigi að síður er áfram þörf fyrir pen­inga­legt aðhald til að halda aftur af örum vexti inn­lendrar eft­ir­spurn­ar. Dregið hefur úr hættu á ósjálf­bærum launa­hækk­unum til skamms tíma litið en und­ir­liggj­andi spenna á vinnu­mark­aði er enn til stað­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni

Meira úr sama flokkiInnlent