Stjórnvöld í Norður-Kóreu hóta að hætta við fundinn með Trump

Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreu eru álitnar ögrun við Norður-Kóreu.

h_53458115.jpg
Auglýsing

Stjórn­völd í Norður Kóreu hóta því að aflýsa fyr­ir­hug­uðum leið­toga­fundi þeirra Kim Jong-Un og Don­alds Trump í júní næst­kom­andi, en hann á að fara fram í Singapúr.

Grund­vall­ar­krafa Banda­ríkj­anna er sögð vera sú að Norð­ur­-Kórea eyði sínum kjarn­orku­vopn­um, en nú þegar hefur til­rauna­svæði lands­ins, þar sem eld­flaugum hefur verið skotið á loft­ið, verið jafnað við jörð­um.

Í umfjöllun Was­hington Post segir að stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu hafi frestað fundi með yfir­völdum í Suð­ur­-Kóreu þar sem her­æf­ingar Banda­ríkj­anna og Suð­ur­-Kóreu, á Kóreu­skaga, feli í sér ögrun við Norð­ur­-Kóreu.

Auglýsing

Aðstoð­arutan­rík­is­ráð­herra Norður Kóreu, Kim Kye Gvan, sendi frá sér yfir­lýs­ingu í gær, sem flutt var sam­visku­sam­lega í rík­is­fjöl­miðlum lands­ins, meðal ann­ars í sjón­varpi. Þar var­aði hann við því, að Norð­ur­-Kórea yrði ekki kúguð til að afvopn­ast að fullu, og að her­æf­ingar Banda­ríkj­anna og Suð­ur­-Kóreu væru ekki til þess fallnar að skapa ráð­rúm til góðra sam­skipta.Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur sagst vera von­góður um að við­ræður við Kim Jong Un muni leiða til þess, að meiri frið­semd skap­ist á Kóreu­skaga, og að ógnin af Norð­ur­-Kóreu yrði ekki lengur fyrir hendi. Hefur það verið afdrátt­ar­laus krafa Banda­ríkj­anna að Norð­ur­-Kórea afvopn­ist alveg af kjarn­orku­vopn­um. 

Meira úr sama flokkiErlent