TeaTime fékk 770 milljóna króna fjármögnun

Erlendir fjárfestingasjóðir hafa lagt fyrirtækinu til um milljarð króna frá því það var stofnað í fyrra. Fyrrverandi starfsmenn Plain Vanilla stofnuðu fyrirtækið.

Þorsteinn Friðriksson
Auglýsing

Íslenska tækni­fyr­ir­tækið Teatime hefur aflað 7,5 millj­óna doll­ara, sem sam­svarar 770 millj­ón­um króna, í nýtt hluta­fé. Meðal stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins er Þor­steinn B. Frið­riks­son, stofn­andi Plain Vanilla. Hann er jafn­framt stjórn­andi Teatime.

Frá þessu er greint í Mark­aðnum í dag, en áður hafði félagið til­kynnt um að hafa lokið 1,6 milljón Banda­ríkja­dala fjár­mögn­un.

Teatime vinnur að því að þróa búnað fyrir far­síma­leiki, og segir Þor­steinn í við­tali við Mark­að­inn að mik­ill áhugi hafi verið á starf­semi Teati­me, alveg frá því það hóf starf­sem­i. 

Auglýsing

Meiri­hluti félags­ins er enn í eigu Íslend­inga, og er ætl­unin að fjölga starfs­fólki á næst­unni, úr 13 í 20, en félagið er með starf­semi á Ísland­i. 

Aðal­fjár­festir­inn í hluta­fjár­aukn­ing­unn­i er Index Ventures, fjár­fest­ing­ar­sjóður sem hefur fjár­fest í leikja­fyr­ir­tækjum á borð við K­ing, Roblox og Supercell. 

Fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn Atomico, sem hefur meðal ann­ars fjár­fest í leikja­fyr­ir­tækj­un­um Supercell, Rovio og ­Bossa Studi­os, tekur einnig þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni, að því er segir í umfjöllun Mark­að­ar­ins.

Meira úr sama flokkiInnlent