... uns sekt er sönnuð

Margrét Tryggvadóttir segist vilja lifa í samfélagi þar sem enginn sé fundinn sekur uns sekt er sönnuð en þá verði líka að taka kynferðisbrot alvarlega, hlusta á brotaþola, styrkja stöðu þeirra í réttarvörslukerfinu, rannsaka málin og fylgja þeim eftir.

Auglýsing

Seint á síð­ustu öld sat ég tíma í svoköll­uðum versl­un­ar­rétti í Verzl­un­ar­skóla Íslands. Í einum af fyrstu tímunum fór kenn­ar­inn yfir það með okkur að eng­inn væri sekur fyrr en sekt væri sönn­uð. Hann útskýrði að það væri talið betra að ein­staka sekir myndu sleppa með refs­ingu en að sak­lausu fólki yrði refs­að. Í minn­ing­unni var þetta allt að því helg stund þarna í marm­ara­höll­inni. Við vorum að læra um hluti sem skiptu virki­lega máli; mann­rétt­indi.

Nokkrum árum síðar upp­lifði ég það í fyrsta sinn að það væru ekki endi­lega allir jafnir í augum lag­anna, eða lag­anna varða. Þá vann ég í sjoppu í Efra-Breið­holti. Um tíma var oft brot­ist inn í sjopp­una. Einu sinni var brot­ist inn fimm sinnum á fjórum dögum í röð – eina nótt­ina voru inn­brotin tvö. Yfir­leitt var ekki miklu stolið enda verð­mæti ekki geymd í sjopp­unni af feng­inni reynslu en allt tekið af tóbaki og skipti­mynt og stundum öðrum vörum líka. Oft var meira tjón vegna inn­brots­ins sjálfs en þjófn­að­ar.

Í hvert skipti sem brot­ist var inn var hringt í lög­regl­una. Ég man ekki hvort hún kom alltaf en ég man að hún gerði ekki neitt. Ekki fyrr en líka var brot­ist inn í hár­greiðslu­stof­una við hlið­ina á sjopp­unni. Þá kom tækni­maður til að leita að fingraför­um. Þar. Ekki í sjopp­unni. Samt var aug­ljóst að um sama inn­brot var að ræða og ef ég man rétt var engu stolið úr hár­greiðslu­stof­unni enda ekk­ert tóbak geymt þar né annað sem auð­velt var að koma í verð.

Auglýsing

Það var áfall fyrir unga mann­eskju að sjá svona mis­munun en síðan þá hef ég séð mun fleiri og verri dæmi hér á landi. Meðal þeirra svæsn­ustu eru kyn­ferð­is­brot.

Nú ríður önnur bylgja #metoo hreyf­ing­ar­innar yfir og veldur titr­ingi víða og ekki eru allir sam­mála. Um dag­inn var ég í mat­ar­boði. Þar var kona sem sagði að svona mál ættu að fara í gegnum rétt­ar­vörslu­kerf­ið. Konur og aðrir þolendur ofbeldis ættu bara að kæra og málin fara sína leið. Sama við­horf má sjá víða, t.d. á sam­fé­lags­miðlum og í raun er ég hjart­an­lega sam­mála. Ég vildi ekk­ert frekar en að það myndi virka. Ímyndum okkur þá sviðs­mynd. Mann­eskja verður fyrir kyn­ferð­is­of­beldi af hálfu maka, kunn­ingja eða þjóð­þekkts manns af handa­hófi. Hún leitar á Bráða­mót­töku þar sem Neyð­ar­mót­taka fyrir þolendur kyn­ferð­is­of­beldis er stað­sett. Þar er opið allan sól­ar­hring­inn og þolendur kyn­ferð­is­brota eru í for­gangi og þurfa aldrei að bíða frammi. Þolendur fá aðstoð, geta fengið sál­fræði­þjón­ustu, rétt­ar­gæslu­mann, upp­lýs­ingar og ráð­gjöf, líf­sýnum og saka­gögnum er safnað sem og atvika­lýs­ing tekin niður. Einnig er gert að áverkum brota­þol­ans eftir atvik­um. Þjón­ustan kann að vera öðru­vísi ann­ars staðar á land­inu.

Það er kald­hæðn­is­legt að hugsa til þess að yfir­full og und­ir­mönnuð Bráða­móttakan í Foss­vogi er senni­lega sá staður í kerf­inu sem virkar einna best. Því flestallt sem ger­ist svo er í algjöru fokki eins og ímynd­aða sögu­hetjan okkar myndi kynn­ast ef hún færi áfram með mál­ið.

Fyrst ber að nefna að fæstir brota­þolar treysta sér til að kæra kyn­ferð­is­brot. Margir brota­þolar leita ekki einu sinni á Neyð­ar­mót­tök­una eða í aðra sam­bæri­lega þjón­ustu víða um land. Þeir brota­þolar sem kæra halda út í óvissu­ferð í bók­staf­legum skiln­ingi því eftir kæru eru þeir ekki aðilar máls heldur vitni. Þeir hafa því lítil tæki­færi til þess að fylgj­ast með fram­gangi máls­ins, hvernig rann­sókn­inni miði eða hrein­lega hvort ein­hver sé að rann­saka málið yfir höf­uð. Sak­born­ingur er hins vegar aðili máls og getur fylgst með öllu. Hann fær einnig tæki­færi til að greina frá sinni hlið máls­ins fyrst ef kemur til rétt­ar­halda. Brota­þoli fær sjaldn­ast að sitja rétt­ar­hald í eigin máli enda er rétt­ar­haldið yfir­leitt lokað í kyn­ferð­is­brota­málum og brota­þol­inn bara „vitni“ en ekki aðili máls.

Margir brota­þolar hafa sagt frá áfall­inu sem þeir hafa orðið fyrir þegar þeir fengu bréf frá yfir­völdum um að málið hafi verið látið niður falla oft löngu eftir að brotið var framið. Brota­þolar hafa jafn­vel greint frá því að aldrei hafi verið tekin almenni­leg skýrsla af þeim nema rétt eftir brotið þegar hugsun þeirra hafi ekki verið skýr og þeir í áfalli.

Nýlega kærðu níu konur íslenska ríkið til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu vegna máls­með­ferðar íslenska rétt­ar­kerf­is­ins. Kon­urnar höfðu kært ofbeld­is­brot, nauðg­anir og áreitni til lög­regl­unnar en málin voru felld nið­ur. Í minnst einu til­felli hafði málið fyrnst í með­förum lög­regl­unnar eftir margra mán­aða bið. Kvartað var yfir ýmsu, m.a. því að máls­með­ferð tæki alltof langan tíma. Lyk­il­vitni voru ekki kölluð til skýrslu­töku og litið fram hjá skýrslum vitna sem studdu frá­sögn brota­þola. Litið var fram­hjá sönn­un­ar­gögnum og lík­am­legum áverkum og stundum var játn­ing sak­born­ings jafn­vel huns­uð. Neitun sak­born­ings virt­ist almennt vega þyngra en fram­burður brota­þola, studdur vitnum og sönn­un­ar­gögn­um.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hefur krafið ríkið um svör vegna mála fjög­urra kvenn­anna. Ríkið hefur ekki leitað sátta við kon­urnar fjórar en rík­inu ber að svara í síð­asta lagi í sept­em­ber.

Dr. Hildur Fjóla Ant­ons­dóttir er senni­lega sá fræði­maður sem rann­sakað hefur stöðu þolenda hvað best hér á landi. Fyrir tveimur árum vann hún prýði­lega skýrslu fyrir stýri­hóp for­sæt­is­ráð­herra um kyn­ferð­is­legt ofbeldi.

Þar má lesa um upp­lifun brota­þola af rétt­ar­kerf­inu hér á landi sem er nokkuð átak­an­leg lesn­ing en einnig kynna sér rétt­ar­stöðu brota­þola á hinum Norð­ur­lönd­unum sem er nokkuð betri og til­lögur til úrbóta svo sem að brota­þolar verði aðilar máls og fái aðgang að gögnum þess og að staða brota­þola verði jöfn stöðu sak­born­ings. Og atriði sem manni finn­ast svo sjálf­sögð en eru alls ekki tryggð eins og að ríkið ábyrgist bætur til þolenda í einka­málum en þeir þurfi ekki sjálfir að standa í að reyna að rukka ofbeld­is­menn­ina.

Eitt af því sem bent er á í skýrsl­unni er að brota­þolar upp­lifa oft að ofbeld­inu sé með ein­hverjum hætti við­haldið inni í refsi­vörslu­kerf­inu. Þar segir:

„Er­lendar rannsóknir á upp­lifun þolenda kyn­ferð­is­brota sem leita réttar síns hafa einnig leitt í ljós að lögregla, saksókn­ar­ar, dómarar og læknar líta í sumum til­vikum svo á að brota­þoli hafi með ein­hverjum hætti borið ábyrgð á ofbeld­inu eða sé jafn­vel að ljúga til um það (Camp­bell o.fl. 2001). Slík við­brögð geta valdið því að brota­þolar upp­lifa það sem kallað er önnur árás eða annað áfall (Willi­ams 1984; Madigan og Gamble 1991; Martin og Powell 1994). Það eru ekki ein­göngu nei­kvæð við­brögð opin­berra aðila sem geta valdið brota­þolum öðru áfalli heldur einnig ákvörðun yfir­valda um að ekki verði aðhafst í mál­inu. Brota­þolar geta upp­lifað annað áfall ef lögregla ákveður að hætta rannsókn eða þegar saksókn­arar ákveða að gefa ekki út ákæru í mál­inu (Camp­bell 1998; Hildur Fjóla Ant­ons­dóttir 2018). Við­mót fag­að­ila innan rétt­ar­kerf­is­ins og hvernig málið er með­höndlað getur því verið gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir and­lega og líkam­lega heilsu þeirra sem kæra brot.“

Öllum sem fylgst hafa með ætti að vera ljóst að kerfið er stór­gallað og bregst brota­þolum ítrek­að. Brota­þolum finnst þeir ekki fá áheyrn eða vera teknir alvar­lega. Upp á síðkastið höfum við einnig horft upp á að Lands­réttur hefur ítrekað mildað dóma í þeim fáu málum sem þó rata sína leið í gegnum dóms­kerfið og enda með sak­fell­ingu.

Ég er ekki að halda því fram að rann­sókn kyn­ferð­is­brota sé ein­föld. Það sem ger­ist á milli tveggja og engin vitni eru að getur ver­ið, eðli máls­ins sam­kvæmt, erfitt að sanna. En stundum eru vitni, áverkar eða ýmis sönn­un­ar­gögn en það virð­ist litlu skipta. Það er því ekk­ert skrítið þótt brota­þolar kæri sjaldn­ast brot sem þeir verða fyrir eða hafi gef­ist upp á rétt­ar­kerf­inu.

Kyn­ferð­is­brot eru hræði­legir glæpir og afleið­ing­arnar geta verið langvar­andi. Sam­fé­lagið allt hefur ítrekað brugð­ist brota­þolum og ekki bara nýlega. Fyrr á öldum var konum refsað fyrir barn­eignir utan hjóna­bands hér á landi, jafn­vel þótt barnið hafi komið undir við nauð­ung. Nauð­gar­inn var oftar en ekki laus allra mála og jafn­vel prestur eða sýslu­mað­ur. Svo­leiðis er staðan jafn­vel enn í ein­hverjum löndum heims. Það er heldur ekki svo langt síðan umræðan var á þann veg að konur gætu sjálfum sér um kennt ef brotið var á þeim kyn­ferð­is­lega. Þær voru ekki rétt klædd­ar, voru drusl­ur, voru undir áhrifum áfeng­is, döðr­uðu eða brostu of mik­ið, buðu hætt­unni heim o.s.frv. Þessi við­horf eru á und­an­haldi en heyr­ast þó enn. Um kyn­ferð­is­brot gegn öðrum en konum var ein­fald­lega ekki tal­að.

Nú er árið 2021. Tölu­vert hefur áunn­ist í áranna rás en samt er staðan sú að margar konur hafa ítrekað lent í kyn­ferð­is­brot­um, kraf­ist rétt­lætis eftir lög­form­legum leiðum en ekk­ert ger­ist. Þær gætu allt eins hafa talað við stein og stundum hefur bar­áttan fyrir rétt­læti við­haldið skaða ofbeld­is­ins, virkað eins og önnur árás.

Ég vil lifa í sam­fé­lagi þar sem eng­inn er fund­inn sekur uns en sekt er sönnuð en þá verður líka að taka kyn­ferð­is­brot alvar­lega, hlusta á brota­þola, styrkja stöðu þeirra í rétt­ar­vörslu­kerf­inu, rann­saka málin og fylgja þeim eft­ir. Á meðan máls­með­ferð þess­ara mála er jafn broguð og raun ber vitni hafa brota­þolar engin önnur úrræði en að segja frá – nýta mál­frelsi sitt, jafn­vel þótt tölu­verðar líkur séu á að þeir hljóti dóm fyrir meið­yrði. Samt er tján­ing­ar­frelsi brota­þola er líka mann­rétt­indi og allir eiga rétt á að greina frá reynslu sinni og upp­lifun án þess að hljóta dóma fyr­ir.

Almenn­ings­á­litið og opin­ber umræða um ein­stök mál er sann­ar­lega ekki heppi­leg máls­með­ferð en nú er svo komið að margir brota­þolar og aðstand­endur þeirra sjá ekki aðra leið færa. #metoo frá­sagnir eru í raun neyð­ar­réttur fólks sem kerfið og sam­fé­lagið allt hefur brugð­ist.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar