Katrín látin vita af ámælisverðri hegðun Kolbeins Proppé fyrir um ári síðan

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna hvorki játar því né neitar, sem heimildir Kjarnans herma, að hún hafi verið upplýst um ámælisverða háttsemi þingmannsins Kolbeins Ó. Proppé gagnvart konu fyrir um það bil ári síðan.

Forsætisráðherra segir að ef mögulegur þolandi myndi leita til sín vegna einhverra mála, teldi hún sig bundna trúnaði um þau samskipti.
Forsætisráðherra segir að ef mögulegur þolandi myndi leita til sín vegna einhverra mála, teldi hún sig bundna trúnaði um þau samskipti.
Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna upp­lýst um ámæl­is­verða hegðun þing­manns­ins Kol­beins Ótt­ars­sonar Proppé í garð konu fyrir um ári síð­an.

Þá hafa reynslu­sögur fleiri kvenna af Kol­beini verið á vit­orði margra innan og utan Vinstri grænna um nokk­urt skeið, en sem kunn­ugt er til­kynnti þing­mað­ur­inn fyrir réttum mán­uði síðan að hann myndi kveðja stjórn­málin vegna þess­ara mála.

Í skrif­legu svari, sem for­sæt­is­ráð­herra veitti Kjarn­anum eftir að fyr­ir­spurn blaða­manns hafði verið ítrekuð nokkrum sinn­um, hvorki játar Katrín því né neitar að hafa fengið ábend­ingu um ámæl­is­verða hátt­semi Kol­beins fyrir um það bil ári síð­an. Í svari hennar segir einnig að ef þol­andi myndi leita til sín vegna ein­hvers máls myndi hún telja sig bundna trún­aði um slík sam­skipti.

Form­leg kvörtun um hegðun Kol­beins, sem barst fagráði Vinstri grænna í lok mars, kom upp á yfir­borðið þann 11. maí, er þing­mað­ur­inn sjálfur sendi frá sér yfir­lýs­ingu. Í kjöl­farið fékk Kjarn­inn upp­lýs­ingar um að leitað hefði verið til Katrínar vegna ann­ars máls fyrir um ári síð­an.

Vert er að taka fram að málið sem Katrín var upp­lýst um fyrir um það bil ári síðan er ekki hið sama og leiddi til kvört­unar til fagráðs, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Einnig er vert að taka fram að Kjarn­inn hefur ekki heim­ildir fyrir því að sú ámæl­is­verða hegðun gagn­vart konum sem Kol­beinn hefur orðið upp­vís að falli undir það sem telj­ast mætti sak­næmt athæfi.

Sagði að VG ætti ekki að þurfa að svara fyrir sína hegðun

Kol­beinn ákvað sem áður segir að hætta við þátt­töku í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík vegna þess­ara mála, en þing­mað­ur­inn hafði þó boðið sig fram til áfram­hald­andi þing­setu í Reykja­vík þrátt fyrir að hafa vit­neskju um form­lega kvörtun til fagráðs gagn­vart sér. Katrín sem for­maður flokks­ins hafði einnig fengið vit­neskju um það snemma í apríl að kvartað hefði verið undan þing­mann­in­um, sem einnig er vara­for­maður þing­flokks VG, til fagráðs­ins undir lok mars­mán­að­ar.

Kolbeinn Óttarsson Proppé gaf það út í maí að hann ætlaði ekki að sækjast eftir þingsæti á ný. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég er hluti af valda­kerf­inu og ég er hluti af fem­inískum flokki sem á alltaf að standa með kon­um. Ég held að ég geti ekki staðið bæði með mér og kon­unum sem líður illa mín vegna á meðan ég er í fram­boði fyrir VG. Og Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð, eða nokkur þar innan borðs, á ekki að þurfa að svara fyrir mína hegð­un,“ sagði þing­mað­ur­inn meðal ann­ars í yfir­lýs­ingu sinni að kvöldi dags þann 11. maí.

Skjá­skot af reynslu kvenna á flakki fyrir fram­boðs­fund

Það sama kvöld stóð til að þing­mað­ur­inn tæki þátt í fyrsta fram­boðs­fund­inum vegna flokksvals Vinstri grænna í Reykja­vík.

Kol­beinn til­kynnti að hann væri hættur við fram­boðið skömmu fyrir þann fund og hefur Kjarn­inn heyrt að stemn­ingin á þessum fram­boðs­fundi hafi verið lituð af því sem fram kom í yfir­lýs­ingu þing­manns­ins, sem hann setti á Face­book um það leyti sem fund­ur­inn hófst. Hún var ögn „vand­ræða­leg“ eins og einn við­mæl­andi Kjarn­ans orð­aði það.

Auglýsing

Þennan sama dag höfðu konur rætt um reynslu sína af Kol­beini á lok­uðum hópi á sam­fé­lags­miðl­um. Kjarn­inn hefur upp­lýs­ingar um að skjá­skot af því sem fram kom í þeirri umræðu hafi borist til ein­stak­linga innan Vinstri grænna, þar á meðal með­fram­bjóð­enda Kol­beins, í aðdrag­anda fram­boðs­fund­ar­ins.

Sögur kvenna af sam­skiptum þeirra við Kol­bein virð­ast þannig hafa verið við það að skjót­ast upp á yfir­borð­ið, sama dag og þing­mað­ur­inn til­kynnti að hann ætl­aði að draga sig í hlé frá stjórn­mála­þátt­töku.

Katrín upp­lýst um kvörtun til fagráðs VG í byrjun apríl

Kjarn­inn beindi fyrst spurn­ingum til for­sæt­is­ráð­herra vegna þess­ara mála allra þann 12. maí. Þá spurði blaða­maður hvenær Katrín hefði fyrst fengið vit­neskju um ein­hverjar ásak­anir í garð þing­manns­ins, hvort hún hefði rætt þessi mál við þing­mann­inn og hvort hún teldi, í ljósi þess sem fram hefði kom­ið, rétt að Kol­beinn héldi áfram þing­störfum út kjör­tíma­bil­ið.

Skrif­leg svör frá Katrínu bár­ust þann 17. maí. Ljóst er af svör­unum að for­sæt­is­ráð­herra tók því sem svo að blaða­maður væri ein­göngu að spyrja um það mál sem hafði verið í hámæli í umfjöllun fjöl­miðla dag­ana á undan og farið í form­legt ferli innan Vinstri grænna.

„Fagráð Vinstri-grænna upp­lýsti mig í byrjun apríl um að ein­stak­lingur hefði leitað til fagráðs­ins vegna þing­manns­ins,“ sagði Katrín í svari sínu. Hún kom því einnig á fram­færi að Kol­beinn hefði í sam­tali við sig útskýrt ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér „með svip­uðum hætti og hann gerði svo opin­ber­lega þennan sama dag“ og að hún teldi ákvörðun hans rétta. Katrín sagð­ist ekki gera athuga­semdir við að Kol­beinn lyki þing­vetr­in­um.

Ný bylgja af frásögnum kvenna af áreitni og ofbeldi braust upp á yfirborðið í byrjun maímánaðar. Mynd: Kjarninn

For­sæt­is­ráð­herra fékk í fram­hald­inu aðra spurn­ingu frá blaða­manni, þar sem spurt var á skýr­ari hátt og áréttað að ekki væri ein­ungis átt við þá til­teknu kvörtun sem barst inn á borð fagráðs Vinstri grænna.

„Hafðir þú aldrei heyrt um erf­iða reynslu kvenna af Kol­beini eða ásök­unum í hans garð áður en fagráðið upp­lýsti þig um kvörtun vegna hans í byrjun apr­íl?“ spurði blaða­maður skrif­lega síð­degis 17. maí. Spurn­ingin var svo ítrekuð dag­ana 26. maí og 2. júní, án þess að svör skil­uðu sér.

Kjarn­inn beindi því annarri spurn­ingu til Katrínar 9. júní um það hvort rétt væri, sem heim­ildir Kjarn­ans herma, að hún hefði verið per­sónu­lega upp­lýst um ámæl­is­verða hegðun Kol­beins gagn­vart konu fyrir um ári síð­an. „Er þetta rétt?“ spurði blaða­maður og svar barst í gær, fimmtu­dag­inn 10. júní.

Í svar­inu hvorki játar Katrín né neitar því sem spurt var um, sem áður seg­ir. En jafn­framt segir hún að fagráð Vinstri grænna sé „sá far­vegur sem rétt er að leita til vegna mögu­legrar áreitni eða ofbeldis sem teng­ist starfi VG.“

„Fagráðið er bundið trún­aði og for­ysta hreyf­ing­ar­innar hefur ekki upp­lýs­ingar um það hverjir leita þang­að. Að sama skapi teldi ég mig bundna trún­aði ef mögu­legur þol­andi leit­aði til mín. Hvað varðar mál þing­manns­ins sem spurt er um þá hefur fagráð VG fjallað um það og hann hefur sjálfur ákveðið að draga sig út úr stjórn­mála­starf­i,“ segir einnig í svari Katrín­ar.

Fram­sögu­maður í lyk­il­málum Vinstri grænna

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé hefur setið á þingi frá árinu 2016 sem alþing­is­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis suð­ur. Hann hefur á þessu kjör­tíma­bili verið fram­sögu­maður nefnda í nokkrum lyk­il­málum Vinstri grænna.

Hann hefur meðal ann­ars verið fram­sögu­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar vegna stjórn­ar­skrár­frum­varps Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem enn er óvíst hvað verður um og sömu­leiðis fram­sögu­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefndar vegna frum­varps Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um Hálend­is­þjóð­garð, sem búið er að slá út af borð­inu.

Svar Katrínar í heild sinni

„Eins og kunn­ugt er hefur VG sett sér stefnu og aðgerða­á­ætlun gegn ein­elti, kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu ofbeldi og áreitni. Þar er kveðið á um for­varnir og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir ann­ars vegar og við­brögð við umkvört­unum hins veg­ar. Sett var á lagg­irnar sér­stakt fagráð til að takast á við ein­stök mál sem er sú leið sem talin er heilla­væn­leg­ust í starfi félaga­sam­taka og reyndar víð­ar. Fagráðið er sá far­vegur sem rétt er að leita til vegna mögu­legrar áreitni eða ofbeldis sem teng­ist starfi VG. Fagráðið er bundið trún­aði og for­ysta hreyf­ing­ar­innar hefur ekki upp­lýs­ingar um það hverjir leita þang­að. Að sama skapi teldi ég mig bundna trún­aði ef mögu­legur þol­andi leit­aði til mín. Hvað varðar mál þing­manns­ins sem spurt er um þá hefur fagráð VG fjallað um það og hann hefur sjálfur ákveðið að draga sig út úr stjórn­mála­starf­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar