Svar við yfirlýsingu Ágústs Ólafs Ágústssonar

Auglýsing

Síðastliðinn föstudag klukkan 20:22 birtist yfirlýsing frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu hans. Í henni greinir hann frá því að hann muni fara í leyfi eftir að hafa fengið áminningu frá flokki sínum vegna atviks sem átti sér stað síðasta sumar. Atvikið snérist um framkomu hans í garð konu.

Ég er sú kona og málsatvikalýsing Ágústar Ólafs, sem fram er sett í yfirlýsingu hans, er ekki í samræmi við upplifun mína af atvikinu. Þá upplifun hafði ég áður rakið fyrir honum og hann gengist við því að hún væri rétt. Þá upplifun rakti ég einnig fyrir trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar og Ágúst Ólafur gerði engar athugasemdir við málavexti. Þeir málavextir eru raktir í skriflegri niðurstöðu nefndarinnar og verða þar af leiðandi vart hraktir.

Í ljósi þess að Ágúst Ólafur kýs að gera minna úr atvikinu en hann hefur áður gengist við, þá finn ég mig því miður knúna að greina frá því sem er rangt í yfirlýsingu hans. Það geri ég einnig vegna þess að ýmsir fjölmiðlar hafa haft samband við mig undanfarna daga. Ég vil líka taka það skýrt fram að það vakti aldrei fyrir mér að gera þetta mál opinbert. Sú ákvörðun var hins vegar tekin úr mínum höndum.

Auglýsing

Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tvívegis heldur ítrekað. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig með ýmsum hætti.

Ágúst Ólafur yfirgaf ekki skrifstofuna þegar ég bað hann um það. Ég fylgdi honum á endanum ákveðin út með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að vera í sama rými og hann. Hann lét samt ekki segjast og hélt þvingandi áreitni sinni áfram í lyftunni á leiðinni út.

Vinnustaðurinn sem Ágúst Ólafur minnist á í yfirlýsingu sinni er vinnustaður minn, Kjarninn. Við höfðum hist fyrr um kvöldið með öðrum, haldið áfram spjalli eftir að hafa yfirgefið barinn þar sem við hittumst og tilgangurinn með því að fara á vinnustaðinn var eingöngu sá að halda spjalli okkar áfram. Hann er þingmaður, var í opinberu sambandi með annarri konu sem greint hafði verið frá í fjölmiðlum og fyrrverandi hluthafi í Kjarnanum. Allt þetta gerði það að verkum að ég hélt að hann hefði ekki með neinum hætti misskilið aðstæður.

Mín upplifun af þessum aðstæðum var algjört varnarleysi. Það orsakaðist af því að ég varð fyrir ítrekaðri áreitni af hálfu annars einstaklings. Það orsakaðist af því að ég var blaðamaður sem varð fyrir áreitni af hálfu þingmanns. Það orsakaðist af því að ég var starfsmaður fyrirtækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrrverandi hluthafa í því fyrirtæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugsaði að mögulega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferðinni áhrifamaður í valdastöðu.

Mér fannst ég líka algjörlega niðurlægð og var gjörsamlega misboðið vegna ítrekaðra ummæla hans um vitsmuni mína og útlit.

Næstu dagar voru mér erfiðir. Ég fann fyrir kvíða og vanlíðan og ég óttaðist áfram að atvikið gæti haft áhrif á starfsöryggi mitt. Meðal annars fylltist ég mikilli vanlíðan þegar ég sá hann í fjölmiðlum eða mynd af honum á netinu. Eins kveið ég fyrir því að rekast á hann á förnum vegi eða að þurfa starfa minna vegna að sjá eða hitta hann á þinginu. Þetta átti eftir að vara næstu mánuði og gerir í raun enn að vissu leyti.

Mér fannst ég þurfa að skila þessum afleiðingum til gerandans sem hafði orsakað þær. Og við tók löng atburðarás.

Ég sendi Ágústi Ólafi tölvupóst á tvö netföng í vikunni eftir þar sem hann hafði ekki haft samband að fyrra bragði. Hann svaraði ekki og ég sendi því ítrekun. Níu dögum eftir atvikið hringdi Ágúst Ólafur í mig og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann hafði að eigin sögn ekki fengið skilaboðin frá mér og kvaðst miður sín yfir því sem hann hafði gert.

Seinna um sumarið ákváðum við að hittast í vitna viðurvist og ræða saman um það sem átt hafði sér stað. Ég útskýrði þar fyrir honum líðan mína og áhrifin sem þetta hefði haft á mig. Hann rengdi ekki frásögn mína af atvikinu með neinum hætti og baðst aftur afsökunar. Þar varð mér einnig ljóst að hann virtist ekki ætla að segja neinum frá þessu atviki.

Mér fannst það ekki í lagi að ég væri ein með vitneskju um þessa hegðun hans og þar með ábyrgð vegna hennar. Ég gat ekki hugsað mér að annar einstaklingur myndi síðar lenda í viðlíka atviki með honum. Því væri eðlilegt að skilja vitneskjuna um atvikið eftir annars staðar. Sérstaklega í ljósi þess að um mann í valdstöðu var að ræða.

Ég hafði því samband við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, og greindi honum frá málavöxtum. Hann benti mér á að senda inn erindi til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar en hún hafði þá nýlega hafið störf. Ég gerði það þann 19. september síðastliðinn.

Nefndin skilaði niðurstöðu sinni þann 27. nóvember síðastliðinn. Niðurstaðan var skýr og afgerandi. Í henni segir: „Ágúst Ólafur Ágústsson sæti áminningu fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck með eftirfarandi hætti: Með því að reyna endurtekið og í óþökk þolanda að kyssa hana á starfsstöð Kjarnans 20. júní 2018 og varðar það við reglu 3.1.3. Með því að niðurlægja og auðmýkja þolanda meðal annars með niðurlægjandi og móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni þegar tilraunir hans báru ekki árangur og varðar það við reglu 3.1.2. Þá telur nefndin að Ágúst Ólafur hafi með framkomu sinni gegn þolanda sniðgengið stefnu Samfylkingarinnar gegn einelti og áreitni og bakað félögum sínum í Samfylkingunni tjón með því að virða ekki 1., 4. og 11. gr. siðareglna flokksins. Ákvörðunin styðst við verklagsreglur 6.1.3 um móttöku og meðferð umkvartana á sviði eineltis og áreitni.“

Ég vil taka það fram að ég ætlaði ekki, og ætla ekki, að taka afstöðu til þess hvort eða hvernig Ágúst Ólafur getur sinnt störfum sínum eftir að þessu ferli lauk. Líkt og ég er þegar búin að segja þá ætlaði ég aldrei að gera þetta mál opinbert. Fyrir mér vakti að fá viðurkenningu frá geranda á því sem átti sér stað og að skilja upplýsingarnar um atvikið eftir hjá öðrum ef viðlíka kæmi einhvern tímann aftur upp. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til þolanda að hann ákveði afleiðingar. Það er Ágústar Ólafs, Samfylkingarinnar og eftir atvikum Alþingis að ákveða það.

Það er ábyrgðarhlutur að senda frá sér yfirlýsingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur gerði. En ef slík yfirlýsing er skrumskæld á einhvern hátt er hætt við að röng og jafnvel varhugaverð skilaboð séu send út í samfélagið. Yfirlýsing Ágústar Ólafs er ekki í samræmi við málavexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en tilefni var til. Þetta var ekki bara misheppnuð viðreynsla, heldur ítrekuð áreitni og niðurlæging.

Mér finnst jafnframt mikilvægt að fram komi að mér finnist auðvitað í lagi að fólk reyni við annað fólk. Ef einhver vill kyssa aðra manneskju er um að gera að kanna áhuga fyrir því. Ef manneskja fær aftur á móti neitun, þá er mikilvægt að sá hinn sami beri virðingu fyrir þeirri ákvörðun.

Ég hef reynt að stíga hvert skref yfirvegað í þessu ferli og gert það sem ég hef talið rétt á hverjum tímapunkti fyrir sig. 

Einnig er nauðsynlegt að fólk í valdastöðum geri sér grein fyrir þeirri stöðu sem það er í. Fólk í valdastöðu er ekki „venjulegt“ fólk. Munur á aðstöðu fólks getur skipt sköpum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit