Bára Huld Beck

Sætta sig ekki við samfélag sem samþykkir kynferðisofbeldi með þögn sinni

Margmenni var mætt við Hallgrímskirkju til að taka þátt í hinni árlegu Druslugöngu í dag. Ljósmyndari Kjarnans fylgdi göngunni og athugaði stemninguna.

Fjöldi fólks tók þátt í Druslu­göng­unni í ár en gengið var frá Hall­gríms­kirkju klukkan 14 í dag niður á Aust­ur­völl. Gangan er gengin til að sýna sam­stöðu með þolendum kyn­ferð­is­of­beldis og skila skömm þolenda þangað sem hún á heima, hjá ger­end­um. Gangan hefur stækkað frá ári til árs síðan hún var gengin fyrst árið 2011 og í fyrra gengu hátt í 20.000 manns. 

Á Face­book-­síðu göng­unnar seg­ir: „Druslu­gangan er okk­ar. Hún er vopn okkar gegn órétt­læti og ofbeldi. Við sættum okkur ekki við sam­fé­lag sem sam­þykkir kyn­ferð­is­of­beldi með þögn sinni og aðgerð­ar­leysi, sama hvort við séum þolend­ur, aðstand­endur eða tengj­umst göng­unni á annan hátt.“

Þá er bent á að kyn­ferð­is­of­beldi eigi sér stað í öllum lögum sam­fé­lags­ins, þar sem þöggun virð­ist kerf­is­læg og nauðg­un­ar­menn­ing rót­gró­in. Við skulum ganga saman Druslu­göngu og standa saman gegn kyn­ferð­is­of­beldi.

Beðið við Hallgrímskirkju
Bára Huld Beck

Varð­hundar feðra­veld­is­ins klóra í bakk­ann með því að kæra þolendur fyrir meið­yrði. Þeir reyna að draga úr ofbeldi og upp­­lifun fólks sem verður fyrir ofbeldi sagði Eva Sig­­urð­­ar­dóttir í sam­tali við Kjarn­ann í vik­unni en hún er í skipu­lags­teymi Druslu­­göng­unnar í ár.

Í ár var engin ákveðin yfir­­­skrift Druslu­­göng­unnar en þó voru ákveðnir hlutir sem skipu­­leggj­endur vilja leggja áherslu á. „Eins og í fyrra vildum við leggja áherslu á að allir geti orðið fyrir ofbeldi óháð kyni, upp­­runa og stétt. Kyn­­ferð­is­of­beldi getur gerst allst staðar og geta ger­endur og þolendur verið alls stað­­ar. Við viljum vera meira inklús­í­v,“ sagði Eva. 

Lögreglan fylgdi göngunni
Bára Huld Beck

„Það hefur sýnt sig í kjöl­far auk­innar umræðu að það er þörf á Druslu­­göng­unni. Við sjáum magnið af ofbeldi í sam­­fé­lag­in­u,“ sagði Eva spurð um mik­il­vægi Druslu­­göng­unn­­ar. „Við sjáum varð­hunda feðra­veld­is­ins klóra í bakk­ann með því að kæra þolendur fyrir meið­yrði. Þeir reyna að draga úr ofbeld­inu og upp­­lifun fólks sem verður fyrir ofbeld­i.“

Eva sagði Druslu­­göng­una vera mik­il­vægt vopn í bar­átt­unni gegn kyn­­ferð­is­of­beldi. „Við þurfum að halda áfram þangað til að þetta er ekki lengur partur af sam­­fé­lag­in­u.“

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Sig­rún Braga­dótt­ir, hann­yrða­pönk­­­ari og aktí­visti, og Al­­dís Schram fluttu ávarp á Aust­ur­velli en þær hafa báðar talað opin­ber­lega um kyn­ferð­is­of­beldið sem þær hafa orðið fyr­ir. 

Al­dís Schram
Bára Huld Beck
Sigrún Bragadóttir
Bára Huld

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar