Bára Huld Beck

Sætta sig ekki við samfélag sem samþykkir kynferðisofbeldi með þögn sinni

Margmenni var mætt við Hallgrímskirkju til að taka þátt í hinni árlegu Druslugöngu í dag. Ljósmyndari Kjarnans fylgdi göngunni og athugaði stemninguna.

Fjöldi fólks tók þátt í Druslu­göng­unni í ár en gengið var frá Hall­gríms­kirkju klukkan 14 í dag niður á Aust­ur­völl. Gangan er gengin til að sýna sam­stöðu með þolendum kyn­ferð­is­of­beldis og skila skömm þolenda þangað sem hún á heima, hjá ger­end­um. Gangan hefur stækkað frá ári til árs síðan hún var gengin fyrst árið 2011 og í fyrra gengu hátt í 20.000 manns. 

Á Face­book-­síðu göng­unnar seg­ir: „Druslu­gangan er okk­ar. Hún er vopn okkar gegn órétt­læti og ofbeldi. Við sættum okkur ekki við sam­fé­lag sem sam­þykkir kyn­ferð­is­of­beldi með þögn sinni og aðgerð­ar­leysi, sama hvort við séum þolend­ur, aðstand­endur eða tengj­umst göng­unni á annan hátt.“

Þá er bent á að kyn­ferð­is­of­beldi eigi sér stað í öllum lögum sam­fé­lags­ins, þar sem þöggun virð­ist kerf­is­læg og nauðg­un­ar­menn­ing rót­gró­in. Við skulum ganga saman Druslu­göngu og standa saman gegn kyn­ferð­is­of­beldi.

Beðið við Hallgrímskirkju
Bára Huld Beck

Varð­hundar feðra­veld­is­ins klóra í bakk­ann með því að kæra þolendur fyrir meið­yrði. Þeir reyna að draga úr ofbeldi og upp­­lifun fólks sem verður fyrir ofbeldi sagði Eva Sig­­urð­­ar­dóttir í sam­tali við Kjarn­ann í vik­unni en hún er í skipu­lags­teymi Druslu­­göng­unnar í ár.

Í ár var engin ákveðin yfir­­­skrift Druslu­­göng­unnar en þó voru ákveðnir hlutir sem skipu­­leggj­endur vilja leggja áherslu á. „Eins og í fyrra vildum við leggja áherslu á að allir geti orðið fyrir ofbeldi óháð kyni, upp­­runa og stétt. Kyn­­ferð­is­of­beldi getur gerst allst staðar og geta ger­endur og þolendur verið alls stað­­ar. Við viljum vera meira inklús­í­v,“ sagði Eva. 

Lögreglan fylgdi göngunni
Bára Huld Beck

„Það hefur sýnt sig í kjöl­far auk­innar umræðu að það er þörf á Druslu­­göng­unni. Við sjáum magnið af ofbeldi í sam­­fé­lag­in­u,“ sagði Eva spurð um mik­il­vægi Druslu­­göng­unn­­ar. „Við sjáum varð­hunda feðra­veld­is­ins klóra í bakk­ann með því að kæra þolendur fyrir meið­yrði. Þeir reyna að draga úr ofbeld­inu og upp­­lifun fólks sem verður fyrir ofbeld­i.“

Eva sagði Druslu­­göng­una vera mik­il­vægt vopn í bar­átt­unni gegn kyn­­ferð­is­of­beldi. „Við þurfum að halda áfram þangað til að þetta er ekki lengur partur af sam­­fé­lag­in­u.“

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Sig­rún Braga­dótt­ir, hann­yrða­pönk­­­ari og aktí­visti, og Al­­dís Schram fluttu ávarp á Aust­ur­velli en þær hafa báðar talað opin­ber­lega um kyn­ferð­is­of­beldið sem þær hafa orðið fyr­ir. 

Al­dís Schram
Bára Huld Beck
Sigrún Bragadóttir
Bára Huld

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar