Jón Baldvin stefnir dóttur sinni og dagskrárgerðarmanni RÚV fyrir meiðyrði

Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni, Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni og RÚV fyrir meiðyrði, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson
Auglýsing

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og sendi­herra, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meið­yrði. Jafn­framt hefur hann stefnt Sig­mari Guð­munds­syni frétta­manni og RÚV. Stundin hefur fengið þetta stað­fest og birt frétt um málið á vef­síðu sinni í dag.

Jón Bald­vin var mikið í sam­fé­lags­um­ræð­unni í byrjun árs eftir að fjórar konur stigu fram opin­ber­lega og töl­uðu um meint kyn­ferð­is­áreiti hans í þeirra garð.

Jón Bald­vin og Bryn­­dís Schram, eig­in­kona hans, ­gáfu Magn­úsi Geir Þórð­­ar­­syni, útvarps­­­stjóra RÚV, eina viku til að draga til baka „til­hæfu­­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og meið­yrði“ í þeirra garð þann 13. febr­úar síð­ast­lið­inn. Yrði útvarps­­­stjóri ekki við þeirri beiðni hyggð­ust Jón Bald­vin og Bryn­­dís stefna hon­um, auk starfs­­mönnum hans, sem og við­­mæl­end­um, fyrir rétt til þess að fá „meið­yrð­i, rang­hermi og til­­hæfu­­lausar ásak­an­ir, dæmdar dauðar og ómerk­­ar.“ Auk þess yrði ­Rík­­is­út­­varp­in­u ­gert skylt að bæti „þolendum þess­­arar ófræg­in­­ar­her­­ferð­­ar“ það tjón þau hefðu orðið fyrir að völdum RÚV.

Auglýsing

Í grein­ þeirra hjóna sem birt var í Morg­un­blað­inu sama dag sök­uðu þau dag­­skrá­­gerð­­ar­­menn­ina Sig­mar Guð­­munds­­son og Helga Selj­an um til­­hæfu­­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og æru­­meið­ing­­ar, fyrst í við­tali í Morg­un­út­­varp­inu Rás 2 í jan­úar og aftur í aðsendri grein Sig­mars og Helga í Morg­un­­blað­inu þann 8. febr­­úar síð­­ast­lið­inn. Við­talið á Rás 2 var við Al­­dísi Schram, dóttur Jóns Bald­vins og Bryn­­dís­­ar. Þar sak­aði Aldís föður sinn um að hafa farið fram á að hún yrði nauð­ung­­ar­vi­­stuð á geð­­deild í kjöl­far ásak­ana í hans garð um kyn­­ferð­is­­lega áreitni og ofbeld­i. Jón Bald­vin gagn­rýndi svo vinn­u­brögð Sig­mars og Helga harð­­lega í aðsendri grein í Morg­un­­blað­inu þann 7. febr­­ú­ar og sagði það „há­al­var­­legt mál“ að fjöl­mið­ill á borð við Rík­­is­út­­varpið bæri á borð „fals­frétt­ir“ af þessu tagi fyrir hlust­­end­ur sína.

Sig­mar og Helgi svör­uðu síð­­an á­sök­un­um í grein Jón Bald­vins í aðsendri grein í Morg­un­­blað­inu dag­inn eft­ir, þann 8. febr­­ú­­ar. Í grein­inni segja þeir að við­talið hafa átt fullt erindi við almenn­ing. „­Blaða­­menn geta ekki í dag af­greitt sögu henn­ar sem „geð­veiki“ eða „fjöl­­­skyld­u­harm­­­leik“. Fjöldi kvenna hef­ur stað­­fest ásak­an­ir henn­ar í gegn­um árin með því að stíga fram og segja frá hegðun Jóns Bald­vins. Al­­­dís styður mál sitt gögn­um, svo sem sjúkra­­­skýrsl­um, lækn­is­vott­orð­um, lög­­­­­reglu­­­skýrsl­um og skrán­ingu, og svo ­send­i­ráðs­­papp­ír­­um. Við­talið við hana átti því fullt er­indi við al­­­menn­ing og von­andi er sá tími lið­inn að hægt sé að af­greiða upp­­­lif­un þeirra sem glíma við and­­­leg veik­indi sem óráðs­hjal.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent