Jón Baldvin stefnir dóttur sinni og dagskrárgerðarmanni RÚV fyrir meiðyrði

Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni, Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni og RÚV fyrir meiðyrði, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson
Auglýsing

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og sendi­herra, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meið­yrði. Jafn­framt hefur hann stefnt Sig­mari Guð­munds­syni frétta­manni og RÚV. Stundin hefur fengið þetta stað­fest og birt frétt um málið á vef­síðu sinni í dag.

Jón Bald­vin var mikið í sam­fé­lags­um­ræð­unni í byrjun árs eftir að fjórar konur stigu fram opin­ber­lega og töl­uðu um meint kyn­ferð­is­áreiti hans í þeirra garð.

Jón Bald­vin og Bryn­­dís Schram, eig­in­kona hans, ­gáfu Magn­úsi Geir Þórð­­ar­­syni, útvarps­­­stjóra RÚV, eina viku til að draga til baka „til­hæfu­­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og meið­yrði“ í þeirra garð þann 13. febr­úar síð­ast­lið­inn. Yrði útvarps­­­stjóri ekki við þeirri beiðni hyggð­ust Jón Bald­vin og Bryn­­dís stefna hon­um, auk starfs­­mönnum hans, sem og við­­mæl­end­um, fyrir rétt til þess að fá „meið­yrð­i, rang­hermi og til­­hæfu­­lausar ásak­an­ir, dæmdar dauðar og ómerk­­ar.“ Auk þess yrði ­Rík­­is­út­­varp­in­u ­gert skylt að bæti „þolendum þess­­arar ófræg­in­­ar­her­­ferð­­ar“ það tjón þau hefðu orðið fyrir að völdum RÚV.

Auglýsing

Í grein­ þeirra hjóna sem birt var í Morg­un­blað­inu sama dag sök­uðu þau dag­­skrá­­gerð­­ar­­menn­ina Sig­mar Guð­­munds­­son og Helga Selj­an um til­­hæfu­­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og æru­­meið­ing­­ar, fyrst í við­tali í Morg­un­út­­varp­inu Rás 2 í jan­úar og aftur í aðsendri grein Sig­mars og Helga í Morg­un­­blað­inu þann 8. febr­­úar síð­­ast­lið­inn. Við­talið á Rás 2 var við Al­­dísi Schram, dóttur Jóns Bald­vins og Bryn­­dís­­ar. Þar sak­aði Aldís föður sinn um að hafa farið fram á að hún yrði nauð­ung­­ar­vi­­stuð á geð­­deild í kjöl­far ásak­ana í hans garð um kyn­­ferð­is­­lega áreitni og ofbeld­i. Jón Bald­vin gagn­rýndi svo vinn­u­brögð Sig­mars og Helga harð­­lega í aðsendri grein í Morg­un­­blað­inu þann 7. febr­­ú­ar og sagði það „há­al­var­­legt mál“ að fjöl­mið­ill á borð við Rík­­is­út­­varpið bæri á borð „fals­frétt­ir“ af þessu tagi fyrir hlust­­end­ur sína.

Sig­mar og Helgi svör­uðu síð­­an á­sök­un­um í grein Jón Bald­vins í aðsendri grein í Morg­un­­blað­inu dag­inn eft­ir, þann 8. febr­­ú­­ar. Í grein­inni segja þeir að við­talið hafa átt fullt erindi við almenn­ing. „­Blaða­­menn geta ekki í dag af­greitt sögu henn­ar sem „geð­veiki“ eða „fjöl­­­skyld­u­harm­­­leik“. Fjöldi kvenna hef­ur stað­­fest ásak­an­ir henn­ar í gegn­um árin með því að stíga fram og segja frá hegðun Jóns Bald­vins. Al­­­dís styður mál sitt gögn­um, svo sem sjúkra­­­skýrsl­um, lækn­is­vott­orð­um, lög­­­­­reglu­­­skýrsl­um og skrán­ingu, og svo ­send­i­ráðs­­papp­ír­­um. Við­talið við hana átti því fullt er­indi við al­­­menn­ing og von­andi er sá tími lið­inn að hægt sé að af­greiða upp­­­lif­un þeirra sem glíma við and­­­leg veik­indi sem óráðs­hjal.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
450 afbrigði greinst á landamærunum – aðeins þrettán innanlands
Aðgerðir á landamærum Íslands hafa borið mikinn árangur og því er ekki ástæða til að loka þeim líkt og margar nágrannaþjóðir okkar eru að gera þessa dagana. Vel kemur til greina að aflétta aðgerðum innanlands á næstunni.
Kjarninn 28. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
Kjarninn 28. janúar 2021
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.
Kjarninn 28. janúar 2021
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent