Jón Baldvin stefnir dóttur sinni og dagskrárgerðarmanni RÚV fyrir meiðyrði

Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni, Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni og RÚV fyrir meiðyrði, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson
Auglýsing

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og sendi­herra, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meið­yrði. Jafn­framt hefur hann stefnt Sig­mari Guð­munds­syni frétta­manni og RÚV. Stundin hefur fengið þetta stað­fest og birt frétt um málið á vef­síðu sinni í dag.

Jón Bald­vin var mikið í sam­fé­lags­um­ræð­unni í byrjun árs eftir að fjórar konur stigu fram opin­ber­lega og töl­uðu um meint kyn­ferð­is­áreiti hans í þeirra garð.

Jón Bald­vin og Bryn­­dís Schram, eig­in­kona hans, ­gáfu Magn­úsi Geir Þórð­­ar­­syni, útvarps­­­stjóra RÚV, eina viku til að draga til baka „til­hæfu­­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og meið­yrði“ í þeirra garð þann 13. febr­úar síð­ast­lið­inn. Yrði útvarps­­­stjóri ekki við þeirri beiðni hyggð­ust Jón Bald­vin og Bryn­­dís stefna hon­um, auk starfs­­mönnum hans, sem og við­­mæl­end­um, fyrir rétt til þess að fá „meið­yrð­i, rang­hermi og til­­hæfu­­lausar ásak­an­ir, dæmdar dauðar og ómerk­­ar.“ Auk þess yrði ­Rík­­is­út­­varp­in­u ­gert skylt að bæti „þolendum þess­­arar ófræg­in­­ar­her­­ferð­­ar“ það tjón þau hefðu orðið fyrir að völdum RÚV.

Auglýsing

Í grein­ þeirra hjóna sem birt var í Morg­un­blað­inu sama dag sök­uðu þau dag­­skrá­­gerð­­ar­­menn­ina Sig­mar Guð­­munds­­son og Helga Selj­an um til­­hæfu­­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og æru­­meið­ing­­ar, fyrst í við­tali í Morg­un­út­­varp­inu Rás 2 í jan­úar og aftur í aðsendri grein Sig­mars og Helga í Morg­un­­blað­inu þann 8. febr­­úar síð­­ast­lið­inn. Við­talið á Rás 2 var við Al­­dísi Schram, dóttur Jóns Bald­vins og Bryn­­dís­­ar. Þar sak­aði Aldís föður sinn um að hafa farið fram á að hún yrði nauð­ung­­ar­vi­­stuð á geð­­deild í kjöl­far ásak­ana í hans garð um kyn­­ferð­is­­lega áreitni og ofbeld­i. Jón Bald­vin gagn­rýndi svo vinn­u­brögð Sig­mars og Helga harð­­lega í aðsendri grein í Morg­un­­blað­inu þann 7. febr­­ú­ar og sagði það „há­al­var­­legt mál“ að fjöl­mið­ill á borð við Rík­­is­út­­varpið bæri á borð „fals­frétt­ir“ af þessu tagi fyrir hlust­­end­ur sína.

Sig­mar og Helgi svör­uðu síð­­an á­sök­un­um í grein Jón Bald­vins í aðsendri grein í Morg­un­­blað­inu dag­inn eft­ir, þann 8. febr­­ú­­ar. Í grein­inni segja þeir að við­talið hafa átt fullt erindi við almenn­ing. „­Blaða­­menn geta ekki í dag af­greitt sögu henn­ar sem „geð­veiki“ eða „fjöl­­­skyld­u­harm­­­leik“. Fjöldi kvenna hef­ur stað­­fest ásak­an­ir henn­ar í gegn­um árin með því að stíga fram og segja frá hegðun Jóns Bald­vins. Al­­­dís styður mál sitt gögn­um, svo sem sjúkra­­­skýrsl­um, lækn­is­vott­orð­um, lög­­­­­reglu­­­skýrsl­um og skrán­ingu, og svo ­send­i­ráðs­­papp­ír­­um. Við­talið við hana átti því fullt er­indi við al­­­menn­ing og von­andi er sá tími lið­inn að hægt sé að af­greiða upp­­­lif­un þeirra sem glíma við and­­­leg veik­indi sem óráðs­hjal.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent