Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar

Sjö af átta umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra, sem hæfisnefnd taldi ekki „mjög vel hæfa“ til að gegna stöðunni, andmæltu mati nefndarinnar og telja verulega vankanta á málsmeðferð hennar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Sjö af átta umsækj­endum um stöðu seðla­banka­stjóra, sem hæf­is­nefnd ­for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins tald­i ekki „mjög vel hæfa“ til að gegna stöð­unni, and­mæltu mati nefnd­ar­innar og telja veru­lega van­kanta á máls­með­ferð henn­ar. Umsækj­end­urnir telja með­al­ ann­ar­s að ­jafn­ræð­is­reglan hafi verið brotin og segja nefnd­ina ekki hafa fram­kvæmt heild­stæðan sam­an­burð. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Fjórir umsækj­endur taldir mjög hæfir

Hæf­is­nefnd, skipuð af Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra, hefur metið umsækj­endur um starf seðla­­banka­­stjóra. ­For­­maður nefnd­­ar­innar er Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, en með henni í nefnd­inni eru Eyjólfur Guð­­­munds­­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­­­nefndur af sam­­­starfs­­­nefnd háskóla­­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­­ar­lög­­­maður og vara­­­for­­­maður banka­ráðs, til­­­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­­banka Ís­lands­. Það er for­­sæt­is­ráð­herra sem að lokum skipar seðla­­banka­­stjóra, en Már Guð­­munds­­son mun láta af störfum í sum­­­ar, eftir tíu ára starf sem seðla­­banka­­stjóri.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í júní að tólf umsækj­endur um stöðu seðla­banka­stjóra hafi verið skipt niður í hæf­is­­flokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækj­endur voru upp­­haf­­lega 16, en Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og for­­maður Við­reisn­­­ar, umsókn sína til baka, en tveir aðrir umsækj­end­­ur, gerðu það líka, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Einn umsækj­enda, sem var nemi, upp­­­fyllti ekki skil­yrði til að vera hæfur í starfið og er því ekki í flokkun eftir hæfi, hjá nefnd­inn­i. 

Auglýsing

Fjórir umsækj­enda voru síðan taldir mjög vel hæf­ir. Það eru Gylfi Magn­ús­­son, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­­son, for­­set­i hag­fræði­deild­ar­ Há­skóla Íslands, Jón Dan­í­els­­son, pró­­fessor við L­SE í London, og Arnór Sig­hvats­­son, ráð­gjafi seðla­­banka­­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­­hag­fræð­ingur og aðstoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóri. Allir hafa þeir dokt­or­s­­próf í hag­fræði.

Segja nefnd­ina ekki hafa virt jafn­ræð­is­reglur

Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins hafa minnst sjö af þeim átta umsækj­endum sem ekki voru metnir mjög vel hæfir til að gegna stöðu seðla­banka­stjóra and­mælt mati hæf­is­nefnd­ar­inn­ar. Í frétt­inni segir að þeir umsækj­endur hafi furðað sig á því að nefndin hafi ekki tekið til greina þær miklu breyt­ingar sem fyr­ir­hug­aðar eru með sam­ein­ingu Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þetta er sagður „veru­legur ágalli á hæfn­is­mat­inu“ enda ljóst að starf ­seðla­banka­stjóra muni krefj­ast meiri stjórn­un­ar­hæfi­leika en áður. Þá telja þau sem mót­mæla hæf­is­mat­in­u að hæf­is­nefndin hafi hvorki virt jafn­ræð­is­reglur né gert heild­stæðan sam­an­burð á umsækj­end­um. 

Bene­dikt Jóhann­es­son, einn þeirra sem dró umsókn sína stöðu seðla­banka­stjóra til baka, hefur einnig gagn­rýnt vinn­u­brögð hæf­is­­nefnd­ar­innar og sagði hana van­rækja að horfa til þess við mat á umsækj­endum að sam­eina eigi Seðla­­bank­ann og Fjár­­­mála­eft­ir­lit­ið. „Í ljósi þess að meg­in­verk­efni nýs seðla­­banka­­stjóra verður að leiða breyt­ingar á þessu mik­il­væga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæf­is­­nefnd um stöð­una tjáði mér í upp­­hafi við­tals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breyt­inga sem boð­aðar hafa ver­ið,“ skrifar Bene­dikt í bréfi til Katrínar Jak­obs­dótt­­ur, for­­sæt­is­ráð­herra.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent