Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar

Sjö af átta umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra, sem hæfisnefnd taldi ekki „mjög vel hæfa“ til að gegna stöðunni, andmæltu mati nefndarinnar og telja verulega vankanta á málsmeðferð hennar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Sjö af átta umsækj­endum um stöðu seðla­banka­stjóra, sem hæf­is­nefnd ­for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins tald­i ekki „mjög vel hæfa“ til að gegna stöð­unni, and­mæltu mati nefnd­ar­innar og telja veru­lega van­kanta á máls­með­ferð henn­ar. Umsækj­end­urnir telja með­al­ ann­ar­s að ­jafn­ræð­is­reglan hafi verið brotin og segja nefnd­ina ekki hafa fram­kvæmt heild­stæðan sam­an­burð. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Fjórir umsækj­endur taldir mjög hæfir

Hæf­is­nefnd, skipuð af Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra, hefur metið umsækj­endur um starf seðla­­banka­­stjóra. ­For­­maður nefnd­­ar­innar er Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, en með henni í nefnd­inni eru Eyjólfur Guð­­­munds­­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­­­nefndur af sam­­­starfs­­­nefnd háskóla­­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­­ar­lög­­­maður og vara­­­for­­­maður banka­ráðs, til­­­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­­banka Ís­lands­. Það er for­­sæt­is­ráð­herra sem að lokum skipar seðla­­banka­­stjóra, en Már Guð­­munds­­son mun láta af störfum í sum­­­ar, eftir tíu ára starf sem seðla­­banka­­stjóri.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í júní að tólf umsækj­endur um stöðu seðla­banka­stjóra hafi verið skipt niður í hæf­is­­flokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækj­endur voru upp­­haf­­lega 16, en Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og for­­maður Við­reisn­­­ar, umsókn sína til baka, en tveir aðrir umsækj­end­­ur, gerðu það líka, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Einn umsækj­enda, sem var nemi, upp­­­fyllti ekki skil­yrði til að vera hæfur í starfið og er því ekki í flokkun eftir hæfi, hjá nefnd­inn­i. 

Auglýsing

Fjórir umsækj­enda voru síðan taldir mjög vel hæf­ir. Það eru Gylfi Magn­ús­­son, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­­son, for­­set­i hag­fræði­deild­ar­ Há­skóla Íslands, Jón Dan­í­els­­son, pró­­fessor við L­SE í London, og Arnór Sig­hvats­­son, ráð­gjafi seðla­­banka­­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­­hag­fræð­ingur og aðstoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóri. Allir hafa þeir dokt­or­s­­próf í hag­fræði.

Segja nefnd­ina ekki hafa virt jafn­ræð­is­reglur

Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins hafa minnst sjö af þeim átta umsækj­endum sem ekki voru metnir mjög vel hæfir til að gegna stöðu seðla­banka­stjóra and­mælt mati hæf­is­nefnd­ar­inn­ar. Í frétt­inni segir að þeir umsækj­endur hafi furðað sig á því að nefndin hafi ekki tekið til greina þær miklu breyt­ingar sem fyr­ir­hug­aðar eru með sam­ein­ingu Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þetta er sagður „veru­legur ágalli á hæfn­is­mat­inu“ enda ljóst að starf ­seðla­banka­stjóra muni krefj­ast meiri stjórn­un­ar­hæfi­leika en áður. Þá telja þau sem mót­mæla hæf­is­mat­in­u að hæf­is­nefndin hafi hvorki virt jafn­ræð­is­reglur né gert heild­stæðan sam­an­burð á umsækj­end­um. 

Bene­dikt Jóhann­es­son, einn þeirra sem dró umsókn sína stöðu seðla­banka­stjóra til baka, hefur einnig gagn­rýnt vinn­u­brögð hæf­is­­nefnd­ar­innar og sagði hana van­rækja að horfa til þess við mat á umsækj­endum að sam­eina eigi Seðla­­bank­ann og Fjár­­­mála­eft­ir­lit­ið. „Í ljósi þess að meg­in­verk­efni nýs seðla­­banka­­stjóra verður að leiða breyt­ingar á þessu mik­il­væga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæf­is­­nefnd um stöð­una tjáði mér í upp­­hafi við­tals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breyt­inga sem boð­aðar hafa ver­ið,“ skrifar Bene­dikt í bréfi til Katrínar Jak­obs­dótt­­ur, for­­sæt­is­ráð­herra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent