Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar

Sjö af átta umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra, sem hæfisnefnd taldi ekki „mjög vel hæfa“ til að gegna stöðunni, andmæltu mati nefndarinnar og telja verulega vankanta á málsmeðferð hennar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Sjö af átta umsækj­endum um stöðu seðla­banka­stjóra, sem hæf­is­nefnd ­for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins tald­i ekki „mjög vel hæfa“ til að gegna stöð­unni, and­mæltu mati nefnd­ar­innar og telja veru­lega van­kanta á máls­með­ferð henn­ar. Umsækj­end­urnir telja með­al­ ann­ar­s að ­jafn­ræð­is­reglan hafi verið brotin og segja nefnd­ina ekki hafa fram­kvæmt heild­stæðan sam­an­burð. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Fjórir umsækj­endur taldir mjög hæfir

Hæf­is­nefnd, skipuð af Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra, hefur metið umsækj­endur um starf seðla­­banka­­stjóra. ­For­­maður nefnd­­ar­innar er Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, en með henni í nefnd­inni eru Eyjólfur Guð­­­munds­­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­­­nefndur af sam­­­starfs­­­nefnd háskóla­­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­­ar­lög­­­maður og vara­­­for­­­maður banka­ráðs, til­­­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­­banka Ís­lands­. Það er for­­sæt­is­ráð­herra sem að lokum skipar seðla­­banka­­stjóra, en Már Guð­­munds­­son mun láta af störfum í sum­­­ar, eftir tíu ára starf sem seðla­­banka­­stjóri.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í júní að tólf umsækj­endur um stöðu seðla­banka­stjóra hafi verið skipt niður í hæf­is­­flokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækj­endur voru upp­­haf­­lega 16, en Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og for­­maður Við­reisn­­­ar, umsókn sína til baka, en tveir aðrir umsækj­end­­ur, gerðu það líka, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Einn umsækj­enda, sem var nemi, upp­­­fyllti ekki skil­yrði til að vera hæfur í starfið og er því ekki í flokkun eftir hæfi, hjá nefnd­inn­i. 

Auglýsing

Fjórir umsækj­enda voru síðan taldir mjög vel hæf­ir. Það eru Gylfi Magn­ús­­son, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­­son, for­­set­i hag­fræði­deild­ar­ Há­skóla Íslands, Jón Dan­í­els­­son, pró­­fessor við L­SE í London, og Arnór Sig­hvats­­son, ráð­gjafi seðla­­banka­­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­­hag­fræð­ingur og aðstoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóri. Allir hafa þeir dokt­or­s­­próf í hag­fræði.

Segja nefnd­ina ekki hafa virt jafn­ræð­is­reglur

Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins hafa minnst sjö af þeim átta umsækj­endum sem ekki voru metnir mjög vel hæfir til að gegna stöðu seðla­banka­stjóra and­mælt mati hæf­is­nefnd­ar­inn­ar. Í frétt­inni segir að þeir umsækj­endur hafi furðað sig á því að nefndin hafi ekki tekið til greina þær miklu breyt­ingar sem fyr­ir­hug­aðar eru með sam­ein­ingu Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þetta er sagður „veru­legur ágalli á hæfn­is­mat­inu“ enda ljóst að starf ­seðla­banka­stjóra muni krefj­ast meiri stjórn­un­ar­hæfi­leika en áður. Þá telja þau sem mót­mæla hæf­is­mat­in­u að hæf­is­nefndin hafi hvorki virt jafn­ræð­is­reglur né gert heild­stæðan sam­an­burð á umsækj­end­um. 

Bene­dikt Jóhann­es­son, einn þeirra sem dró umsókn sína stöðu seðla­banka­stjóra til baka, hefur einnig gagn­rýnt vinn­u­brögð hæf­is­­nefnd­ar­innar og sagði hana van­rækja að horfa til þess við mat á umsækj­endum að sam­eina eigi Seðla­­bank­ann og Fjár­­­mála­eft­ir­lit­ið. „Í ljósi þess að meg­in­verk­efni nýs seðla­­banka­­stjóra verður að leiða breyt­ingar á þessu mik­il­væga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæf­is­­nefnd um stöð­una tjáði mér í upp­­hafi við­tals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breyt­inga sem boð­aðar hafa ver­ið,“ skrifar Bene­dikt í bréfi til Katrínar Jak­obs­dótt­­ur, for­­sæt­is­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent