Benedikt gagnrýnir vinnubrögð hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóri

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur dregið umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Hann segir vinnubrögð hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra alls ekki standast þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi.

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra.
Auglýsing

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur dregið umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, gagnrýnir hann vinnubrögð hæfisnefndar um skipan í embætti seðlabankastjóri og segir hana vanrækja að horfa til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.  Frá þessu er greint Fréttablaðinu  í dag. 

Hæfisnefndin lítur ekki til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið

Í bréfinu segir Benedikt að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verði að leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um næstu mánaðamót, auk annarra breytinga sem boðaðir eru í lagafrumvarpi um breytingar á Seðlabankanum. Hann segir hins vegar að nefndin miða ekki við þær breytingar í umsögn sinni. 

 „Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið“ skrifar Benedikt í bréfinu. Hann segir jafnframt að formaður nefndarinnar hafi sagt að það gæti verið Katrín líti þó til breytinganna. 

Auglýsing
 

Þannig segir Benedikt að vinnubrögð nefndarinnar standist alls ekki þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi. „Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“ spyr Benedikt í bréfinu og kallar eftir annarri skammtímalausn í því skyni að störf nefndarinnar valdi því ekki að gerð verði alvarleg stjórnsýslumistökum. 

Skipun seðlabankastjóra rennur út í ágúst

Skipunartími Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra renn­ur út þann 20. ágúst næstkomandi. For­sæt­is­ráðuneyt­inu hafa borist 16 um­sókn­ir um embætti seðlabanka­stjóra sem aug­lýst var laust til um­sókn­ar 20. fe­brú­ar  Seðlabanka­stjór­ar eru skipaðir til fimm ára í senn og ein­ung­is má skipa þann sama tvisvar sinn­um.

For­maður hæfisnefnd­ar­innar er Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræð­ingur við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs Seðla­banka Íslands. Sig­ríður sat einnig í rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­mik­illi skýrslu í apríl 2010. Með henni í nefnd­inni eru Eyjólfur Guð­munds­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­nefndur af sam­starfs­nefnd háskóla­stigs­ins, og Þór­unn Guð­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­ar­lög­maður og vara­for­maður banka­ráðs, til­nefnd af banka­ráði Seðla­banka Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent