Benedikt gagnrýnir vinnubrögð hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóri

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur dregið umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Hann segir vinnubrögð hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra alls ekki standast þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi.

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, hefur dregið umsókn sína um stöðu seðla­banka­stjóra til baka. Í bréfi til Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, gagn­rýnir hann vinnu­brögð hæf­is­nefndar um skipan í emb­ætti seðla­banka­stjóri og segir hana van­rækja að horfa til þess við mat á umsækj­endum að sam­eina eigi Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið.  Frá þessu er greint Frétta­blaðinu  í dag. 

Hæf­is­nefndin lítur ekki til þeirra breyt­inga sem boð­aðar hafa verið

Í bréf­inu segir Bene­dikt að meg­in­verk­efni nýs seðla­banka­stjóra verði að leiða sam­ein­ingu Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um næst­u ­mán­aða­mót, auk ann­arra breyt­inga ­sem boð­aðir eru í laga­frum­varpi um breyt­ingar á Seðla­bank­an­um. Hann segir hins vegar að nefndin miða ekki við þær breyt­ingar í umsögn sinn­i. 

 „Í ljósi þess að meg­in­verk­efni nýs seðla­banka­stjóra verður að leiða breyt­ingar á þessu mik­il­væga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæf­is­nefnd um stöð­una tjáði mér í upp­hafi við­tals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breyt­inga sem boð­aðar hafa ver­ið“ skrifar Bene­dikt í bréf­inu. Hann segir jafn­framt að for­maður nefnd­ar­innar hafi sagt að það gæti verið Katrín líti þó til breytinganna. 

Auglýsing
 

Þannig segir Bene­dikt að vinnu­brögð ­nefnd­ar­innar stand­ist alls ekki þá kröfu til stjórn­sýslu sem við­hafa þurf­i. „­For­maður nefnd­ar­innar boðar í við­tali að önnur við­mið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöð­una en nefnd­inni sem fjallar um hæf­ið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráð­herr­anum til aðstoð­ar, ef hann notar svo allt önnur við­mið?“ spyr Bene­dikt í bréf­inu og kallar eftir annarri skamm­tíma­lausn í því skyni að störf nefnd­ar­innar valdi því ekki að gerð verði alvar­leg stjórn­sýslu­mi­s­tök­um. 

Skipun seðla­banka­stjóra rennur út í ágúst

Skip­un­ar­tím­i Más Guð­munds­­son­ar seðla­banka­­stjóra renn­ur út þann 20. ágúst næst­kom­and­i. ­For­­sæt­is­ráðu­neyt­inu hafa borist 16 um­­sókn­ir um emb­ætti seðla­banka­­stjóra sem aug­lýst var laust til um­­sókn­ar 20. fe­brú­­ar  ­Seðla­banka­­stjór­ar eru skip­aðir til fimm ára í senn og ein­ung­is má skipa þann sama tvisvar sinn­­um.

For­­maður hæf­is­nefnd­­ar­innar er Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræð­ingur við Ya­le há­skóla og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­sviðs Seðla­­banka Íslands. Sig­ríður sat einnig í rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­­mik­illi skýrslu í apríl 2010. ­Með henni í nefnd­inni eru Eyjólfur Guð­­munds­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­nefndur af sam­­starfs­­nefnd háskóla­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og vara­­for­­maður banka­ráðs, til­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­banka Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent