SFS vill að fiskeldisfrumvarpi verði frestað

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja að með frumvarpi um fiskeldi sé of langt gengið í því að hamla gegn uppbyggingu fiskeldisiðnaðar.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Auglýsing

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) telja að betra sé að fresta afgreiðslu fisk­eld­is­frum­varps, en að ljúka mál­inu og lög­festa það sem stefnt er að. 

Í frétta­bréfi SFS segir Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, að frum­varpið muni fela í sér íþyngj­andi atriði fyrir fisk­eld­is­iðn­að­inn. „Frum­varp til laga um starfs­um­hverfi fisk­eldis er nú til ann­arrar umræðu á Alþingi. Fram kom í ræðu fram­sögu­manns atvinnu­vega­nefndar á Alþingi að mikil ein­drægni hefði verið í nefnd­inni um málið og tek­ist hefði að sætta þar ýmis sjón­ar­mið. Þótt sögð hafi verið sam­staða í nefnd­inni, eru það þó fyr­ir­tækin í land­inu sem þurfa að fylgja ákvæðum nýrra laga, þar er veru­leik­inn fyrir utan veggi Alþing­is. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vilja árétta að fisk­eldi er að verða veiga­mikil stoð í íslensku efna­hags­lífi og mik­il­vægt er að upp­bygg­ing þess verði í sátt við bæði sam­fé­lag og umhverfi. Fyr­ir­liggj­andi frum­varp þrengir hins vegar mjög að rekstr­ar­skil­yrðum fisk­eld­is­fyr­ir­tækja og hamlar veru­lega þeirri upp­bygg­ingu sem nauð­syn­leg er í atvinnu­grein­inni svo hún geti til fram­tíðar skapað góð störf og skilað tekjum til sam­fé­lags­ins. Margir þýð­ing­ar­miklir agn­úar eru á frum­varp­inu og um áhrif þeirra fást engin svör, hvorki frá ráð­herra né þing­mönn­um,“ segir Heiðrún Lind.

Heiðrún Lind segir jafn­framt að af þessum sökum sé ekki hægt að sam­þykkja að frum­varpið verði að lög­um, eins og það er núna. „Af þessum sökum óska Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi þess að afgreiðslu frum­varps­ins verði frestað. Færi gefst þá til að end­ur­skoða mik­il­væga efn­is­þætti frum­varps­ins og færa til betri veg­ar. Sú vinna gæti þá orðið til þess að skapa meiri sátt um fisk­eld­i,“ segir Heiðrún Lind.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent