Störfum gæti fækkað um 600 á næstu 6 mánuðum

Samdráttur er í kortunum í efnahagslífinu.

image002.jpg
Auglýsing

Nið­ur­stöður nýrrar Gallup könn­unar fyrir SA og Seðla­banka Íslands meðal stjórn­enda 400 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins gefa til kynna að umsvif í atvinnu­líf­inu haldi áfram að minnka.

Starfs­mönnum gæti fækk­aðum 600 á næstu sex mán­uð­um, sam­kvæmt því sem svörin í könn­un­inni gefa til kynna. 

Mat stjórn­enda á núver­andi aðstæðum í atvinnu­líf­inu er tví­skipt, þar sem jafn margir telja aðstæður góðar og slæmar, en mun fleiri telja að þær versni frekar en batni á næst­unni.

Auglýsing

Stjórn­endur gera ráð fyrir að verð­bólga verði um 3 pró­sent næsta árið, en hún mælist nú 3,6 pró­sent og verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent.

Hag­spár Hag­stofu Íslands og Seðla­banka Íslands gera ráð fyrir að sam­dráttur verði á þessu ári. Spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti á þessu ári en spá Hag­stofu Íslands 0,2 pró­sent. 

Í fyrra var 4,6 pró­sent hag­vöxt­ur, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands, og urðu til 6.500 ný störf frá byrjun árs til loka árs­ins.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent