Leggur fram kæru á hendur Þórði Má, Ara Edwald, Hreggviði – „Mikilvægt skref í rétta átt fyrir mig“

Vítalía Lazareva, sem greindi í viðtali frá meintu kynferðisofbeldi í byrjun janúar, hefur lagt fram kæru á hendur mönnunum þremur. „Hræðsla og óör­yggi er ekki í boði fyrir mig og ég kem til með að standa upp­rétt og ein­beita mér að rétt­læt­in­u.“

Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson
Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson
Auglýsing

Vítalía Laz­areva hefur lagt fram kærur á hendur Ara Edwald, Hregg­viði Jóns­syni og Þórði Má Jóhann­essyni. Frá þessu greinir hún á sam­fé­lags­miðlum og stað­festir við Kjarn­ann að um sé að ræða þessa þrjá menn.

„Ég ætla ekki skilja málin eftir í lausu lofti og þetta er stórt og mik­il­vægt skref í rétta átt fyrir mig. Hræðsla og óör­yggi er ekki í boði fyrir mig og ég kem til með að standa upp­rétt og ein­beita mér að rétt­læt­in­u,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann.

Hún skrifar jafn­framt í opinni færslu á Instagram að það hafi tekið tíma „að safna sér saman í næstu skref“ en í dag sé hún til­bú­in.

Auglýsing

Valda­miklir menn falla

Kjarn­inn fjall­aði um málið í byrjun jan­úar en Vítalía steig fram og greindi frá meintu ofbeldi í við­tali hjá Eddu Falak í Eigin konum þann 4. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Að­drag­and­inn var sá að seint í októ­ber birti Vítalía frá­­­sögn á sam­­fé­lags­mið­l­inum Instagram. Frá­­­sögnin var af kyn­­ferð­is­of­beldi sem hún sagði sig hafa orðið fyrir af hendi þriggja manna. Í frá­­­sögn­inni lýsti konan því ofbeldi sem hún sagði menn­ina hafa beitt sig í heitum potti og í sum­­­ar­­bú­­stað, aðdrag­anda þess að hún hefði endað með þeim þennan dag og í lok hennar nefndi hún þá alla þrjá með nafni, þá Ara Edwald, þáver­andi for­stjóra Ísey Skyr, Hregg­við Jóns­son, þáver­andi stjórn­ar­for­mann og aðal­eig­anda Veritas, og Þórð Má Jóhann­es­son, þáver­andi stjórn­ar­for­mann Festi.

Auk þess nefndi hún á nafn giftan mann, einka­­þjálf­­ar­ann Arnar Grant, sem hún átti í ást­­ar­­sam­­bandi við og fékk hana til að koma á þann stað sem meint brot fóru fram.

Færslan var síðar tekin niður af Instagram en hluti hennar er enn aðgeng­i­­legur á Twitt­er-­­síðu Vítal­­íu. Þar voru nöfn mann­anna hins vegar ekki birt. Þar segir meðal ann­­ars að henni hafi verið ráðið frá „því að segja frá og leita lengra vegna þess að aðilar þessir eru valda­­miklir í sam­­fé­lag­inu og allir fjöl­­skyld­u­­menn“.

Vildu engu svara

Skjá­­skot af frá­­­sögn kon­unnar fóru sem eldur í sinu um íslenskt sam­­fé­lag. Í stórum hópum var fátt annað rætt í margar vikur á eftir en hvar þetta mál stæði. Ekk­ert var hins vegar fjallað um málið í fjöl­mið­l­um, þrátt haft hafi verið sam­­band við menn­ina fjóra, meðal ann­­ars frá blaða­­manni Kjarn­ans. Við­brögðin voru eng­in. Þeir svör­uðu ekki.

Málið tók á sig nýja mynd þegar Vítalía steig fram hjá Eddu og greindi frá meintu ofbeldi.

Allir þrír stigu til hliðar úr ábyrgð­ar­stöðum eftir að fjöl­miðlaum­fjöllun um málið birt­ist. Eini sem hefur tjáð sig opin­ber­lega er Hregg­viður Jóns­son en hann sagði í yfir­lýs­ingu sinni: „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjöl­mið­l­­­um. Það er afar þung­­­bært að heyra um hennar reynslu.“

Hregg­viður sagð­ist jafn­framt líta þetta mál alvar­­­legum augum og þrátt fyrir að hann hefði „ekki gerst brot­­­legur við lög“ þá myndi hann stíga til hliðar úr stjórn Ver­­itas og stjórnum tengdra fyr­ir­tækja „til að raska ekki þeirra mik­il­vægu starf­­­sem­i“.

Hægt er að lesa ítar­lega umfjöllun Kjarn­ans um málið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent