Leggur fram kæru á hendur Þórði Má, Ara Edwald, Hreggviði – „Mikilvægt skref í rétta átt fyrir mig“

Vítalía Lazareva, sem greindi í viðtali frá meintu kynferðisofbeldi í byrjun janúar, hefur lagt fram kæru á hendur mönnunum þremur. „Hræðsla og óör­yggi er ekki í boði fyrir mig og ég kem til með að standa upp­rétt og ein­beita mér að rétt­læt­in­u.“

Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson
Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson
Auglýsing

Vítalía Laz­areva hefur lagt fram kærur á hendur Ara Edwald, Hregg­viði Jóns­syni og Þórði Má Jóhann­essyni. Frá þessu greinir hún á sam­fé­lags­miðlum og stað­festir við Kjarn­ann að um sé að ræða þessa þrjá menn.

„Ég ætla ekki skilja málin eftir í lausu lofti og þetta er stórt og mik­il­vægt skref í rétta átt fyrir mig. Hræðsla og óör­yggi er ekki í boði fyrir mig og ég kem til með að standa upp­rétt og ein­beita mér að rétt­læt­in­u,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann.

Hún skrifar jafn­framt í opinni færslu á Instagram að það hafi tekið tíma „að safna sér saman í næstu skref“ en í dag sé hún til­bú­in.

Auglýsing

Valda­miklir menn falla

Kjarn­inn fjall­aði um málið í byrjun jan­úar en Vítalía steig fram og greindi frá meintu ofbeldi í við­tali hjá Eddu Falak í Eigin konum þann 4. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Að­drag­and­inn var sá að seint í októ­ber birti Vítalía frá­­­sögn á sam­­fé­lags­mið­l­inum Instagram. Frá­­­sögnin var af kyn­­ferð­is­of­beldi sem hún sagði sig hafa orðið fyrir af hendi þriggja manna. Í frá­­­sögn­inni lýsti konan því ofbeldi sem hún sagði menn­ina hafa beitt sig í heitum potti og í sum­­­ar­­bú­­stað, aðdrag­anda þess að hún hefði endað með þeim þennan dag og í lok hennar nefndi hún þá alla þrjá með nafni, þá Ara Edwald, þáver­andi for­stjóra Ísey Skyr, Hregg­við Jóns­son, þáver­andi stjórn­ar­for­mann og aðal­eig­anda Veritas, og Þórð Má Jóhann­es­son, þáver­andi stjórn­ar­for­mann Festi.

Auk þess nefndi hún á nafn giftan mann, einka­­þjálf­­ar­ann Arnar Grant, sem hún átti í ást­­ar­­sam­­bandi við og fékk hana til að koma á þann stað sem meint brot fóru fram.

Færslan var síðar tekin niður af Instagram en hluti hennar er enn aðgeng­i­­legur á Twitt­er-­­síðu Vítal­­íu. Þar voru nöfn mann­anna hins vegar ekki birt. Þar segir meðal ann­­ars að henni hafi verið ráðið frá „því að segja frá og leita lengra vegna þess að aðilar þessir eru valda­­miklir í sam­­fé­lag­inu og allir fjöl­­skyld­u­­menn“.

Vildu engu svara

Skjá­­skot af frá­­­sögn kon­unnar fóru sem eldur í sinu um íslenskt sam­­fé­lag. Í stórum hópum var fátt annað rætt í margar vikur á eftir en hvar þetta mál stæði. Ekk­ert var hins vegar fjallað um málið í fjöl­mið­l­um, þrátt haft hafi verið sam­­band við menn­ina fjóra, meðal ann­­ars frá blaða­­manni Kjarn­ans. Við­brögðin voru eng­in. Þeir svör­uðu ekki.

Málið tók á sig nýja mynd þegar Vítalía steig fram hjá Eddu og greindi frá meintu ofbeldi.

Allir þrír stigu til hliðar úr ábyrgð­ar­stöðum eftir að fjöl­miðlaum­fjöllun um málið birt­ist. Eini sem hefur tjáð sig opin­ber­lega er Hregg­viður Jóns­son en hann sagði í yfir­lýs­ingu sinni: „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjöl­mið­l­­­um. Það er afar þung­­­bært að heyra um hennar reynslu.“

Hregg­viður sagð­ist jafn­framt líta þetta mál alvar­­­legum augum og þrátt fyrir að hann hefði „ekki gerst brot­­­legur við lög“ þá myndi hann stíga til hliðar úr stjórn Ver­­itas og stjórnum tengdra fyr­ir­tækja „til að raska ekki þeirra mik­il­vægu starf­­­sem­i“.

Hægt er að lesa ítar­lega umfjöllun Kjarn­ans um málið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent