Útgáfufélag Fréttablaðsins tapað yfir milljarði á þremur árum – Tapið var 240 milljónir í fyrra

Hópurinn sem keypti Torg um mitt ár 2019 hefur sett samtals 1,5 milljarð króna í kaupverð og hlutafjáraukningar síðan að gengið var frá kaupunum. Torg hefur síðan stækkað með sameiningum en tapar umtalsverðum fjárhæðum á hverju ári.

Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Auglýsing

Fjöl­miðla­­fyr­ir­tækið Torg tap­aði 240 millj­­ónum króna á síð­­asta ári, að því er fram kemur í frétt Frétta­­blaðs­ins í dag. Torg gefur út Frétta­­blað­ið, sem og vef­miðl­ana dv.is, eyj­an.is, press­an.is, 433.is, hring­braut.is og fretta­bla­did.­is. Fyr­ir­tækið rekur enn fremur sjón­­varps­­stöð­ina Hring­braut. Árið áður var end­an­legt tap Torgs 599 millj­ónir króna og því tap­aði það sam­tals 839 millj­ónum króna á tveimur árum. Þá er búið að gera ráð fyrir 146 millj­ónum króna sem Torg fékk í rekstr­ar­styrk úr rík­is­sjóði á árunum 2020 og 2021.

Þegar end­an­legu tapi árs­ins 2019 er bætt við nemur tapið á þriggja ára tíma­bili rúmum millj­arði króna. 

Í frétt Frétta­blaðs­ins segir að tap­rekstur síð­ustu tveggja ára megi rekja til veiru­vand­ans sem hafi komið illa við tekju­hlið rekst­urs­ins. Þar segir einnig að Torg skuldi engin önnur vaxta­ber­andi lán en banka­lán til þriggja ára að fjár­hæð 180 millj­ónir króna.Tap­inu hafi verið mætt með nýju hlutafé upp á 900 millj­ónir króna sem komið hefur frá stærsta hlut­hafa Torgs, Helga Magn­ús­syn­i. 

Í árs­reikn­ingi fyrir árið 2020 má sjá að rekstr­ar­tap var mun hærra en end­an­legt tap. Á árunum 2019 og 2020 var millj­arðs króna tap af reglu­legri starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Mun­ur­inn á rekstr­ar­tapi árs­ins 2020 og end­an­legu tapi fólst aðal­lega í því að tekju­skattsinn­­eign sem skap­að­ist vegna taps, alls upp á 150 millj­­ónir króna, var tekju­­færð. Þar sagði einnig að heild­ar­skuldir félags­ins í árs­lok 2020 hafi verið um 1,5 millj­arðar króna.

Helgi Magn­ús­son á nán­ast allt fyr­ir­tækið

​​Torg er í eigu tveggja félaga, Hof­­­garða ehf. og HFB-77 ehf. Eig­andi fyrr­­­nefnda félags­­­ins er fjár­­­­­fest­ir­inn Helgi Magn­ús­­­son og hann á 82 pró­­­sent í því síð­­­­­ar­­­nefnda. Helgi er auk þess stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Torgs. Aðrir eig­endur þess eru Sig­­­urður Arn­gríms­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­skipta­­­fé­lagi Helga til margra ára, Jón G. Þór­is­­­son, fyrr­ver­andi rit­­­stjóri Frétta­­­blaðs­ins, og Guð­­­­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­­­­varps­­­­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­­­­kvæmda­­­­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­­­­mála og dag­­­­­­­­skrár­­­­­­­­gerðar hjá Torg­i. Hlutur ann­­arra en Helga er hverf­andi.

Auglýsing
Hóp­­ur­inn keypti Torg í tveimur skrefum á árinu 2019. Kaup­verðið var trún­­­að­­­ar­­­mál en í árs­­­reikn­ingi HFB-77 ehf. fyrir árið 2019 má sjá að það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­­­ónir króna á því ári. Torg var og er eina þekkta eign félags­­­ins.  

Hlutafé í Torgi var svo aukið um 600 millj­­ónir króna í lok árs 2020 og aftur um 300 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Með nýju hluta­fjár­­aukn­ing­unni er ljóst að settir hafa verið 1,5 millj­­arðar króna í kaup á Torgi og hluta­fjár­­aukn­ingar frá því að Helgi og sam­­starfs­­menn hans komu að rekstr­inum fyrir tæp­lega þremur árum síð­an.

Fór undir 30 pró­sent lestur í fyrsta sinn í byrjun árs

Flagg­­­skipið í útgáfu Torgs er Frétta­­­blað­ið. Útgáfu­­­dögum þess var fækkað úr sex í fimm á viku á árinu 2020 þegar hætt var með mán­u­­­dags­út­­­­­gáfu blaðs­ins. Auk þess hefur dreif­ing frí­­blaðs­ins dreg­ist saman úr 80 í 75 þús­und ein­tök á dag. 

Lestur Frétta­­­blaðs­ins mæld­ist 30 pró­­­sent í febr­úar 2022. Hann hefur dalað jafnt og þétt und­an­farin ár en í apríl 2007 var hann 65,2 pró­­­sent og hélst yfir 50 pró­­­sent þangað til í des­em­ber 2015. Síð­­­sum­­­­­ars 2018 fór lest­­­ur­inn svo undir 40 pró­­­sent í fyrsta sinn og í jan­úar 2022 fór hann í fyrsta sinn undir 30 pró­sent. Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Frétta­­­­blaðs­ins auk­ist á milli mán­aða í sjö skipti en dalað 41 sinn­­­­um.

Í ald­­­­ur­s­hópnum 18 til 49 ára mælist lest­­­­ur­inn nú 21,2 pró­­­­sent og er nú um þriðj­ungur þess sem hann var fyrir tólf árum. 

Renndu tveimur fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum í miklum tap­rekstri inn í Torg

Í frétt Frétta­blaðs­ins um rekstr­ar­af­komu Torgs í dag segir að á árunum 2020 og 2021 hafi verið unnið að sam­ein­ingu þriggja fyr­ir­tækja: Torgs, DV og sjón­varps­stöðv­ar­innar Hring­braut­ar. Vinnu vegna sam­ein­ing­ar­innar sé nú að fullu lok­ið. 

Búið var að sökkva umtals­verðum fjár­munum í bæði DV og Hring­braut áður en þeim var rennt saman við Torg.

­Torg gekk frá kaupum á DV og tengdum miðlum frá Frjálsri fjöl­mið­l­un, félags sem skráð er í eigu Sig­­­urðar G. Guð­jóns­­­sonar en var alla tíð fjár­­­­­magnað með vaxta­­­lausum lánum frá fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagi Björg­­­ólfs Thors Björg­­­ólfs­­­son­­­ar, á árinu 2020.  Frá því að Frjáls fjöl­miðlun eign­að­ist mið­l­anna haustið 2017 og þangað til að þeir voru seldir til Torgs í apríl 2020 tap­aði útgáfu­­­fé­lagið um 745 millj­­­ónum króna. Torg greiddi samt sem áður 300 millj­­­ónir króna fyrir mið­l­anna en sam­­­kvæmt árs­­­reikn­ingi voru 100 millj­­­ónir króna greiddar með fjár­­­munum úr rekstr­inum og 200 millj­­­ónir króna með nýjum lang­­­tíma­lán­­­um. Frjáls fjöl­miðlun virð­ist hafa lánað að minnsta kosti 150 millj­­­ónir króna af þeirri upp­­­hæð í formi selj­enda­láns, en eina fasta­fjár­­­muna­­­eign þess félags er skulda­bréf upp á þá tölu sem varð til á árinu 2020.

Sam­runi Torgs og Hring­brautar á árinu 2019 bjarg­aði síð­­­ar­­nefnda félag­inu frá gjald­­þroti, sam­kvæmt því sem kom fram í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem heim­il­aði sam­run­ann á þeim for­­sendum að ef ekki kæmi til hans, þá myndi rekstur Hring­brautar leggj­­ast af. Sam­tals tap­aði móð­ur­fé­lag Hring­brautar 191 milljón króna á árunum 2016 til 2019. 

Kjarn­inn er á meðal þeirra fjöl­miðla sem þiggja rekstr­­­­ar­­­­styrki úr rík­­­­is­­­­sjóði og fékk 14,4 millj­­­­ónir króna við síð­­­­­­­ustu úthlut­un. Þau fyr­ir­tæki sem hér eru til umfjöll­unar eru sam­keppn­is­að­ilar Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir
Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent