Utankerfismaðurinn Jón Steinar

Auður Jónsdóttir rithöfundur fór í kaffi til Jóns Steinars fyrir ekki svo löngu og spjallaði við hann um tjáningarfrelsið. Sá fundur rifjaðist upp eftir umræðu síðastliðinnnar viku um hatursorðræðu og íslenska samræðuhefð.

Auglýsing

Ég vakn­aði við sím­ann og reyndi að hljóma glað­vökn­uð. Sæl Auð­ur, sagði röddin í sím­an­um. Ég er nú bara gam­all skröggur en var einu sinni ungur utankerf­is­mað­ur. Ég heiti Jón Stein­ar. Mig langar að ræða tján­ing­ar­frelsið við þig.

Þetta var fyrir nokkrum mán­uðum svo kannski man ég ekki sím­talið nákvæm­lega en það var nokkurn veg­inn í þessum dúr. Og ég leyfi mér að efast um að Jón Steinar stefni mér þó ég fari rangt með smá­ræðis blæ­brigði.

Þennan dag­inn hafði ég nýlega verið í við­tali í Morg­un­blað­inu og vitnað þar í við­tal við Úlf Þor­móðs­son, rit­höf­und og fyrr­ver­andi rit­stjóra Speg­ils­ins, og sagt að hann hefði haft á orði að það hafi ekki verið talað um hug­takið tján­ing­ar­frelsi þegar hann stóð í mála­vaf­stri eftir að Speg­ill­inn var stimpl­aður ósið­legur af yfir­völd­um, tek­inn úr umferð og Úlfar dæmdur fyrir guð­last – árið 1983. Reyndar príl­aði Úlfar sjálfur upp á hús­þak í öllu því vaf­stri og brosti framan í sól­ina þegar hann hélt ræðu um mál­frelsið fyrir blað­burð­ar­börnin sem lög­reglan elti við húsið en hið opin­bera var þá enn ekki búið að venj­ast hug­tak­in­u. Er­indi Jóns Stein­ars var að segja mér að hann hefði í þessu máli snú­ist önd­verður gegn sínu póli­tíska bræðra­lagi og staðið með tján­ing­ar­frels­inu með því að hafa senni­lega skrifað fyrstu blaða­grein­ina um það á Íslandi. Hann spurði hvort hann mætti bjóða mér í kaffi á skrif­stof­una sína og ég þáði það.

Auglýsing

Kaffið gott

Morg­un­inn eftir mætti ég til Jóns Stein­ars sem bauð mér sæti og gaf mér kaffi. Þegar ég sagði honum frá meið­yrða­máli, sem ég stóð þá í út af pistli sem ég hafði skrifað í Kjarn­ann, var hann fljótur að segja að ég ætti að vinna það – sem ég er nú búin að gera í tvígang. Kaffið bragð­að­ist sam­stundis vel.

Við röbbuðum dágóða stund um frelsið til tján­ingar og, ef ég man rétt, – jú, ætli það ekki bara – eitt­hvað um gildi þess að ann­ar­legar skoð­anir fái að koma upp á yfir­borðið svo hægt sé að svara þeim og gagn­rýna.

Ég þekkti mann­inn ekki neitt, aðeins með ímynd í hausnum af lög­fræð­ingi sem væri sífellt að ögra með harð­snúnum rökum í alræmdum málum og hinn mesti harð­haus – ef það orð er til. Og kannski er hann það. En þarna sat skraf­hreif­inn karl á virðu­legum aldri, ram­maður inn af laga­bindum úr leðri og ansi kerf­is­legur að sjá, en þegar hann fór á mesta flugið grillti í utankerf­is­mann­inn.

Hat­urs­orð­ræða eða ekki?

Og þá að nýj­ustu ævin­týrum Jóns Stein­ars. Hann tók að sér að vera lög­maður Krist­ins Sig­ur­jóns­sonar sem var rek­inn úr lekt­or­stöðu í HR eftir að hafa skrifað eft­ir­far­andi á face­book-­síð­una Karl­mennsku­spjall­ið:

„Ég er svo hjart­an­lega sam­mála, það á að aðgreina vinnu­staði karla og kvenna. Vand­inn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karl­menn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyði­leggja hann, því allir karl­menn­irnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerl­ing­ar, allt annað er áreiti og ef sagður en neð­an­belt­is­brand­ari, svo ég nefni ekki klám­brand­ari, þá er það kyn­ferð­is­of­beld­i.“

Nú veit ég ekki hvort ummælin hans flokk­ast undir útbreiðslu hat­urs­orð­ræðu, ég er ekki nógu lög­lærð til að dæma um það. Tján­ing­ar­frels­inu fylgir jú sú ábyrgð að spyrna gegn útbreiðslu hat­urs­orð­ræðu. En það er lög­lærðra að skera úr um það í mál­inu, þó að auð­vitað séu þetta und­ar­lega grunn­hyggin orð, væg­ast sagt, og Kristni þessum ekki til sóma. Og raunar væri nokkuð á nem­endur lagt að sitja í tímum hjá manni sem virð­ist vera svona forn­ald­ar­leg­ur.

Að afhjúpa heims­mynd sína

En um þessar mundir virð­ist Jóni Stein­ari sjálfum vera nokkuð brugðið vegna ummæla um hann á face­book síð­unni „Karlar gera merki­lega hlut­i“.

Í frétt á Vísi.is kemur fram að hann tengi nýleg ummæli þar við að hann hafi tekið að sér mál Krist­ins. En sam­kvæmt yfir­lýs­ingu frá stjórn­endum síð­unnar eru flest ummæl­anna vegna við­tals þar sem Jón Steinar virt­ist ætl­ast til þess að þolendur í kyn­ferð­is­af­brota­málum fyr­ir­gæfu ger­endum sín­um.

Allt snýst í hringi. Jón Steinar virð­ist vera í upp­námi yfir ummælum um sjálfan sig og konur salla merki­lega orð­ljótar niður þennan lög­fræð­ing sem tók að sér mál fyrir mann sem hafði sallað niður konur á svip­uðum vett­vangi. Og lög­fræð­ing­ur­inn skrifar þá grein þar sem hann nafn­greinir ein­hverjar konur svo ein­hverjir karla­vit­leys­ingar byrja að salla þær nið­ur, og þá sér­stak­lega eina – skilst mér – með ógeðis­orðum á face­book. Kannski ekki alslæmt að þeir hafi afhjúpað svona inni­lega þröng­sýni sína og heim­ótt­ar­skap, ef kona skyldi rekast á þá á öld­ur­hús­i. ­Ís­lensk sam­ræða rokk­ar!

Valdið liggur hjá Jóni Stein­ari

En ef þetta mál Krist­ins hefur kynt undir spjallið á þessum þræði, þá má samt alveg pæla í að eitt er að þykja alræmd­ur, umdeildur lög­fræð­ingur – og liggja undir grun um að vera dyra­vörður á skemmti­staðnum Feðra­veldið – annað að vilja í starfi láta reyna á þan­þol tján­ing­ar­frels­is­ins fyrir dóm­stól­um. Þar má jú skera úr um hvar mörk frelsis og hat­urs­orð­ræðu liggja. Nú veit ég ekki á hvaða for­sendum málið verður rekið en býst við að þessi mörk hljóti þó að koma til tals á einn eða annan hátt. Og Jón Steinar var strax átta­tíu og eitt­hvað nógu mik­ill utankerf­is­maður til að ögra kerf­is­læga flokka­fjöl­skyldna­sam­fé­lag­inu í við­leitni sinni til að sporna gegn rit­skoðun hins opin­bera á Spegl­in­um. Svo þrátt fyrir allt virð­ist hann elta sína hug­sjón á sinn hátt, hvað annað sem um hann má segja.

En það má samt ekki gleyma að í þess­ari sam­fé­lags­gerð liggur valdið hjá Jóni Stein­ari. Hann hefur opin­bera rödd í krafti stöðu sinn­ar, ólíkt flestum brota­þolum kyn­ferð­is­of­beldis og konum að fá útrás fyrir erf­iða reynslu og órétt­læti á spjall­síðu á face­book.

Að nota sam­ræð­una til að upp­fræða

En meðan þetta allt var að ger­ast kíkti vin­kona mín í heim­sókn sem er sjálf harð­snú­inn lög­fræð­ing­ur. Hún lagð­ist leti­lega í horn­sófann minn og flat­mag­aði þar þegar önnur vin­kona hringdi til að býsnast yfir því að Krist­inn hefði verið rek­inn fyrir orð sín. Sjálf hafði ég lítið fylgst með þessu og því síður komið mér upp skoð­un.

Hvað finnst þér um þetta? spurði ég hina harð­snúnu vin­konu mína eftir sím­tal­ið. Hún geispaði leti­lega og teygði úr sér eins og hún nennti ekki að hafa skoð­un. Svo sagði hún: Kannski hefði verið smart­ara hjá rekt­ornum að reka hann ekki heldur svara hon­um. Senda inn grein stíl­aða á hann í fjöl­miðil og and­mæla honum með rök­um. Nota sam­ræð­una til að upp­fræða hann opin­ber­lega!

Síðan geispaði hún aftur og sofn­aði í sóf­anum mín­um.

Ég skal ekki segja!

Allir í kaffi til Jóns Stein­ars

Kannski væri ráð að Jón Steinar hringdi í þessar tíu þús­und konur í umræddum face­book-hópi og byði þeim í kaffi og líka öllum orð­ljótu körlunum og já, Kristni líka! Ekk­ert jafn­ast á við eld­heita sam­ræðu! Og þetta yrði sko fjörugt morg­un­kaffi. Getur verið að hann þyrfti þá líka að bjóða mér, ég held að ég sé með­limur í þessum hópi því ég sé hann reglu­lega þegar ég skrolla niður face­book.

Ég skrifa þennan pistil í letikasti á laug­ar­dags­kvöldi og getur vel verið að ég fari vit­laust með eitt­hvað um tíu þús­und konur og líka Jón Steinar eða Úlfar Þor­móðs. Kannski eiga þeir báðir eftir að hringja í mig til að hnykkja á ein­hverju sem betur hefði mátt orða og vilja ræða það aðeins. En ólík­legt samt að þessir tveir stefni mér þó að ég móðgi þá. Þeir eiga það sam­eig­in­legt en kannski fátt ann­að. Nema jú, við Úlfar drekkum oft morg­un­kaffi sam­an. Fyr­ir­gefðu, Úlf­ar, að ég skuli troða þér og þínu merki­lega máli inn í þetta raus!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit