Klara farin í leyfi frá störfum sínum sem framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri KSÍ er farinn í ótímabundið leyfi frá störfum. Birkir Sveinsson sviðsstjóri KSÍ mun taka við skyldum framkvæmdastjóra á meðan á því stendur.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Auglýsing

Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ), er farin í leyfi frá störf­um, að því er fram kemur í frétt Vísis í dag.

Guðni Bergs­son, fyrr­ver­andi for­maður KSÍ, sagði starfi sínu lausu á sunnu­dag­inn og gerði stjórnin slikt hið sama í fyrra­dag. Klara greindi frá því í á mánu­dag að hún myndi halda áfram störfum sem fram­kvæmda­stjóri sam­bands­ins.

Hávær krafa hefur aftur á móti verið í sam­fé­lagi að Klara stigi einnig til hliðar en hún hefur starf­aði fyrir KSÍ síðan 1994.

Auglýsing

Óákveðið hversu lengi leyfið muni standa

Óskar Örn Guð­brands­son á sam­skipta­deild KSÍ vís­aði í sam­tali við Vísi á full­trúa stjórnar varð­andi nán­ari upp­lýs­ing­ar. Gísli Gísla­son, annar tveggja vara­for­manna KSÍ, seg­ist í sam­tali við Vísi ekki ætla að gefa upp ástæðu leyfis Klöru. „En það undr­ast kannski engan í ljósi aðstæð­an,“ segir Gísli. Hann segir að ekki sé búið að ákveða hversu lengi leyfið mun standa. „Við eigum eftir að ræða það við hana.“

Birkir Sveins­son, sviðs­stjóri KSÍ mun taka við skyldum Klöru á meðan hún er í leyfi, að því er fram kemur hjá Vísi.

Vinna fag­fólks verði í for­gangi

Stjórn KSÍ sam­þykkti á fundi sínum í fyrra­dag að boða með fjög­urra vikna fyr­ir­vara til auka­þings í sam­ræmi við 13. grein laga KSÍ. Stjórn, vara­full­trúar og lands­hluta­full­trúar ákváðu á sama tíma að segja af sér og munu skila umboði sínu í síð­asta lagi þegar til auka­þingis kem­ur.

Ásgeir Ásgeirs­son stjórn­ar­maður til­kynnti fyrr um kvöldið að hann segði sig frá trún­að­ar­störfum fyrir KSÍ sam­stund­is. Í pistli sem hann rit­aði á Face­book sagði Ásgeir að drullan hefði dunið yfir hann án þess að hann hefði gert nokkuð af sér. „Ég get ekki boðið mér og minni fjöl­skyldu uppá þann við­bjóð sem hefur verið sagt um okkur í stjórn KSÍ.“

„Þessi nið­ur­staða er í sam­ræmi við áskor­anir Íslensks Topp­fót­bolta, óskir full­trúa félaga sem sent hafa áskorun um auka­þing og þrýst­ing frá sam­fé­lag­inu. Stjórnin hefur fundað með for­seta ÍSÍ um fram­gang máls­ins og um það hvernig best verður haldið um starf­semi KSÍ fram að auka­þingi svo starf­semin hald­ist órof­in. Fundað verður með full­trúum UEFA og FIFA um stöðu máls­ins og fyr­ir­huguð stjórn­ar­skipti þannig að ekki þurfi að koma til afskipta knatt­spyrnu­sam­band­anna að starf­semi sam­bands­ins,“ sagði í til­kynn­ingu frá KSÍ. Þar kom einnig fram að vinna fag­hóps um end­ur­skoðun við­bragða við kyn­ferð­is­brotum og ofbeldi innan hreyf­ing­ar­innar og hvernig staðið var og verður að stuðn­ingi við þolendur yrði í for­gangi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent