75 prósent leikmanna vita ekki hvert er hægt að leita vegna ofbeldismála

Rúmlega 75 prósent leikmanna í karla- og kvennaliðum í efstu tveimur deildum knattspyrnu á Íslandi sem tóku þátt í könnun Leikmannasamtaka Íslands telja sig ekki vita hvert þau geta leitað ef ofbeldismál koma upp.

Fótbolti
Auglýsing

Fjallað er um könnun Leik­manna­sam­taka Íslands og sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs í til­lögum starfs­hóps KSÍ varð­andi vinnu­lag, við­horf og menn­ingu þegar kemur að kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar. Könn­unin var lögð fyrir leik­menn í vor og heild­ar­nið­ur­stöður verða birtar síðar en í skýrslu starfs­hóps KSÍ sem birt var í gær segir að í óbirtum gögnum könn­un­ar­innar komi þó ýmis­legt í ljós sem skiptir máli varð­andi til­kynn­ingar um ofbeldi, og þá einna helst að yfir 75% svar­enda telja sig ekki vita hvert þau geta leitað ef ofbeld­is­mál koma upp.

Það eitt og sér, að mati starfs­hóps­ins, gefur „til­efni til að bæta veru­lega upp­lýs­inga­gjöf svo iðk­endum sé ljóst að greina eigi frá ofbeldi og að þeir viti ávallt hvert þeir geti leitað og hvert ferli slíkra til­kynn­inga er.“ Mið er tekið af þessu í til­lögum hóps­ins og því snýr ein þeirra sér­stak­lega að því að skýra leiðir og við­brögð við ofbeld­is­málum innan KSÍ og hjá aðild­ar­fé­lög­um. Starfs­hóp­ur­inn er einn af fjórum sem KSÍ skip­aði í lok ágúst eftir að umræða um kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­manna í knatt­spyrnu komu upp á yfir­borð­ið.

Auglýsing

Þolendur geti til­kynnt um brot á heima­síðu félaga

Til­laga hóps­ins er þrí­þætt. Í fyrsta lagi er lagt til að fram­kvæmda­stjóri, bæði innan KSÍ og hvers félags innan KSÍ, verði skil­greindur sem tengiliður við sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­mála. Hlut­verk fram­kvæmda­stjóra verði að halda utan um töl­fræði mála, bregð­ast við til­lögum frá sam­skipta­ráð­gjafa og sinna eft­ir­fylgd með mál­um.

Í öðru lagi leggur starfs­hóp­ur­inn til að upp­lýs­ingar um til­kynn­ingar um ofbeldi og úrræði fyrir þolendur verði aðgengi­legar á heima­síðum KSÍ og öllum félögum innan þess verði gert skylt að til­kynna á heima­síðum sínum hvert þolendur geta leit­að. Félögin skulu bjóða tvær leiðir en önnur úti­loki ekki hina. Þannig geta þolendur fengið að ræða við aðila innan félags ef aðeins er óskað eftir áheyrn og stuðn­ingi. Þolendum gefst einnig kostur á að leita til sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs þar sem mál fara í við­eig­andi ferli, en til­kynn­ingar þangað geta þó bæði verið form­lega og óform­leg­ar. Þá leggur hóp­ur­inn til að forð­ast skuli að leysa mál innan félags eða á skrif­stofu KSÍ.

Í þriðja og síð­asta lagi leggur hóp­ur­inn til að stuðst verði við verk­ferla sem starfs­hópur sam­skipta­ráð­gjafa gefur út. Sú vinna stendur yfir og verður nið­ur­staða hennar kynnt í byrjun næsta árs og miðar að því að gildi fyrir öll íþróta­fé­lög Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bans Íslands (ÍSÍ).

Leik­menn upp­lýsi um kærur vegna brota

Aðrar til­lögur starfs­hóps­ins fel­ast meðal ann­ars í að upp­færa siða­reglur og samn­inga þar sem skýrt skal kveðið á um ofbeld­is­mál. Meðal ann­ars er lagt til að bætt verði við sér grein um ofbeldi í siða­regl­urnar og opna kæru- og áben­ing­ar­leiðir fyrir öll sem starfa á vett­vangi KSÍ varð­andi brot á siða­regl­um. Þá er einnig lagt til að leik­manna­samn­ingar inni­haldi ákvæði varð­andi ofbeld­is­brot, meðal ann­ars að leik­menn skuld­bindi sig til að upp­lýsa um kærur vegna kyn­ferð­is- og ofbeld­is­brota.

Í til­lög­unum segir einnig að for­ysta KSÍ skuli taka skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. For­ystan eigi til að mynda að koma sér saman um orða­notkun og orða­lag sem notað er um jafn­rétti og ofbeld­is­mál og að sam­ræmi sé í orða­vali full­trúa, til dæmis í fjöl­miðla­við­töl­um. Þá er lagt til að KSÍ geri átak og verði leið­andi á sviði jafn­rétt­is­mála innan íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar. Átakið felst meðal ann­ars í því að KSÍ og öll félög þessi verði með jafn­rétt­is­á­ætlun og innan hennar aðgerð­ar­á­ætlun sem fylgt er eft­ir. Þá er lagt til að ráð­ist verði í her­ferð gegn ofbeldi og skað­legri menn­ingu innan knatt­spyrn­unn­ar.

KSÍ mun ekki breyta sam­fé­lag­inu en „er í ein­stakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif“

Starfs­hóp­ur­inn er einn af fjórum innan KSÍ sem skip­aðir voru í haust til að fjalla um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hóp­inn skip­uðu:

  • Arnar Sveinn Geirs­son, for­seti Leik­manna­sam­taka Íslands
  • Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, for­kona jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands
  • Kol­brún Hrund Sig­ur­geirs­dótt­ir, verk­efna­stýra Jafn­rétt­is­skóla Reykja­víkur og full­trúi í stjórn ÍSÍ. For­maður hóps­ins.
  • Sig­ur­björg Sig­ur­páls­dótt­ir, sam­skipta­ráð­gjafi Íþrótta- og æsku­lýðs­starfs
  • Sig­urður Freyr Sig­urðs­son, lög­maður
  • Stein­unn Gyðu- og Guð­jóns­dótt­ir, tals­kona Stíga­móta
  • Svan­dís Anna Sig­urð­ar­dótt­ir, sér­fræð­ingur í kynja- og hinseg­in­málum hjá Mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­skrif­stofu Reykja­víkur

Í loka­orðum skýrsl­unnar segir starfs­hóp­ur­inn að umræðan og við­brögðin sem urðu til þess að þessi hópur var kall­aður saman sýni glöggt hversu mikil áhrif starf­semi KSÍ hefur á sam­fé­lagið og um leið hversu mikla ábyrgð stjórn og starfs­fólk þess ber. „Starfs­hóp­ur­inn hvetur KSÍ til þess að taka þessu ábyrgð­ar­hlut­verki alvar­lega og um leið fagn­andi. Sam­bandið mun ekki eitt og sér breyta sam­fé­lag­inu, en það er í ein­stakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokki