75 prósent leikmanna vita ekki hvert er hægt að leita vegna ofbeldismála

Rúmlega 75 prósent leikmanna í karla- og kvennaliðum í efstu tveimur deildum knattspyrnu á Íslandi sem tóku þátt í könnun Leikmannasamtaka Íslands telja sig ekki vita hvert þau geta leitað ef ofbeldismál koma upp.

Fótbolti
Auglýsing

Fjallað er um könnun Leik­manna­sam­taka Íslands og sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs í til­lögum starfs­hóps KSÍ varð­andi vinnu­lag, við­horf og menn­ingu þegar kemur að kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar. Könn­unin var lögð fyrir leik­menn í vor og heild­ar­nið­ur­stöður verða birtar síðar en í skýrslu starfs­hóps KSÍ sem birt var í gær segir að í óbirtum gögnum könn­un­ar­innar komi þó ýmis­legt í ljós sem skiptir máli varð­andi til­kynn­ingar um ofbeldi, og þá einna helst að yfir 75% svar­enda telja sig ekki vita hvert þau geta leitað ef ofbeld­is­mál koma upp.

Það eitt og sér, að mati starfs­hóps­ins, gefur „til­efni til að bæta veru­lega upp­lýs­inga­gjöf svo iðk­endum sé ljóst að greina eigi frá ofbeldi og að þeir viti ávallt hvert þeir geti leitað og hvert ferli slíkra til­kynn­inga er.“ Mið er tekið af þessu í til­lögum hóps­ins og því snýr ein þeirra sér­stak­lega að því að skýra leiðir og við­brögð við ofbeld­is­málum innan KSÍ og hjá aðild­ar­fé­lög­um. Starfs­hóp­ur­inn er einn af fjórum sem KSÍ skip­aði í lok ágúst eftir að umræða um kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­manna í knatt­spyrnu komu upp á yfir­borð­ið.

Auglýsing

Þolendur geti til­kynnt um brot á heima­síðu félaga

Til­laga hóps­ins er þrí­þætt. Í fyrsta lagi er lagt til að fram­kvæmda­stjóri, bæði innan KSÍ og hvers félags innan KSÍ, verði skil­greindur sem tengiliður við sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­mála. Hlut­verk fram­kvæmda­stjóra verði að halda utan um töl­fræði mála, bregð­ast við til­lögum frá sam­skipta­ráð­gjafa og sinna eft­ir­fylgd með mál­um.

Í öðru lagi leggur starfs­hóp­ur­inn til að upp­lýs­ingar um til­kynn­ingar um ofbeldi og úrræði fyrir þolendur verði aðgengi­legar á heima­síðum KSÍ og öllum félögum innan þess verði gert skylt að til­kynna á heima­síðum sínum hvert þolendur geta leit­að. Félögin skulu bjóða tvær leiðir en önnur úti­loki ekki hina. Þannig geta þolendur fengið að ræða við aðila innan félags ef aðeins er óskað eftir áheyrn og stuðn­ingi. Þolendum gefst einnig kostur á að leita til sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs þar sem mál fara í við­eig­andi ferli, en til­kynn­ingar þangað geta þó bæði verið form­lega og óform­leg­ar. Þá leggur hóp­ur­inn til að forð­ast skuli að leysa mál innan félags eða á skrif­stofu KSÍ.

Í þriðja og síð­asta lagi leggur hóp­ur­inn til að stuðst verði við verk­ferla sem starfs­hópur sam­skipta­ráð­gjafa gefur út. Sú vinna stendur yfir og verður nið­ur­staða hennar kynnt í byrjun næsta árs og miðar að því að gildi fyrir öll íþróta­fé­lög Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bans Íslands (ÍSÍ).

Leik­menn upp­lýsi um kærur vegna brota

Aðrar til­lögur starfs­hóps­ins fel­ast meðal ann­ars í að upp­færa siða­reglur og samn­inga þar sem skýrt skal kveðið á um ofbeld­is­mál. Meðal ann­ars er lagt til að bætt verði við sér grein um ofbeldi í siða­regl­urnar og opna kæru- og áben­ing­ar­leiðir fyrir öll sem starfa á vett­vangi KSÍ varð­andi brot á siða­regl­um. Þá er einnig lagt til að leik­manna­samn­ingar inni­haldi ákvæði varð­andi ofbeld­is­brot, meðal ann­ars að leik­menn skuld­bindi sig til að upp­lýsa um kærur vegna kyn­ferð­is- og ofbeld­is­brota.

Í til­lög­unum segir einnig að for­ysta KSÍ skuli taka skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. For­ystan eigi til að mynda að koma sér saman um orða­notkun og orða­lag sem notað er um jafn­rétti og ofbeld­is­mál og að sam­ræmi sé í orða­vali full­trúa, til dæmis í fjöl­miðla­við­töl­um. Þá er lagt til að KSÍ geri átak og verði leið­andi á sviði jafn­rétt­is­mála innan íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar. Átakið felst meðal ann­ars í því að KSÍ og öll félög þessi verði með jafn­rétt­is­á­ætlun og innan hennar aðgerð­ar­á­ætlun sem fylgt er eft­ir. Þá er lagt til að ráð­ist verði í her­ferð gegn ofbeldi og skað­legri menn­ingu innan knatt­spyrn­unn­ar.

KSÍ mun ekki breyta sam­fé­lag­inu en „er í ein­stakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif“

Starfs­hóp­ur­inn er einn af fjórum innan KSÍ sem skip­aðir voru í haust til að fjalla um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hóp­inn skip­uðu:

  • Arnar Sveinn Geirs­son, for­seti Leik­manna­sam­taka Íslands
  • Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, for­kona jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands
  • Kol­brún Hrund Sig­ur­geirs­dótt­ir, verk­efna­stýra Jafn­rétt­is­skóla Reykja­víkur og full­trúi í stjórn ÍSÍ. For­maður hóps­ins.
  • Sig­ur­björg Sig­ur­páls­dótt­ir, sam­skipta­ráð­gjafi Íþrótta- og æsku­lýðs­starfs
  • Sig­urður Freyr Sig­urðs­son, lög­maður
  • Stein­unn Gyðu- og Guð­jóns­dótt­ir, tals­kona Stíga­móta
  • Svan­dís Anna Sig­urð­ar­dótt­ir, sér­fræð­ingur í kynja- og hinseg­in­málum hjá Mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­skrif­stofu Reykja­víkur

Í loka­orðum skýrsl­unnar segir starfs­hóp­ur­inn að umræðan og við­brögðin sem urðu til þess að þessi hópur var kall­aður saman sýni glöggt hversu mikil áhrif starf­semi KSÍ hefur á sam­fé­lagið og um leið hversu mikla ábyrgð stjórn og starfs­fólk þess ber. „Starfs­hóp­ur­inn hvetur KSÍ til þess að taka þessu ábyrgð­ar­hlut­verki alvar­lega og um leið fagn­andi. Sam­bandið mun ekki eitt og sér breyta sam­fé­lag­inu, en það er í ein­stakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokki