75 prósent leikmanna vita ekki hvert er hægt að leita vegna ofbeldismála

Rúmlega 75 prósent leikmanna í karla- og kvennaliðum í efstu tveimur deildum knattspyrnu á Íslandi sem tóku þátt í könnun Leikmannasamtaka Íslands telja sig ekki vita hvert þau geta leitað ef ofbeldismál koma upp.

Fótbolti
Auglýsing

Fjallað er um könnun Leik­manna­sam­taka Íslands og sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs í til­lögum starfs­hóps KSÍ varð­andi vinnu­lag, við­horf og menn­ingu þegar kemur að kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar. Könn­unin var lögð fyrir leik­menn í vor og heild­ar­nið­ur­stöður verða birtar síðar en í skýrslu starfs­hóps KSÍ sem birt var í gær segir að í óbirtum gögnum könn­un­ar­innar komi þó ýmis­legt í ljós sem skiptir máli varð­andi til­kynn­ingar um ofbeldi, og þá einna helst að yfir 75% svar­enda telja sig ekki vita hvert þau geta leitað ef ofbeld­is­mál koma upp.

Það eitt og sér, að mati starfs­hóps­ins, gefur „til­efni til að bæta veru­lega upp­lýs­inga­gjöf svo iðk­endum sé ljóst að greina eigi frá ofbeldi og að þeir viti ávallt hvert þeir geti leitað og hvert ferli slíkra til­kynn­inga er.“ Mið er tekið af þessu í til­lögum hóps­ins og því snýr ein þeirra sér­stak­lega að því að skýra leiðir og við­brögð við ofbeld­is­málum innan KSÍ og hjá aðild­ar­fé­lög­um. Starfs­hóp­ur­inn er einn af fjórum sem KSÍ skip­aði í lok ágúst eftir að umræða um kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­manna í knatt­spyrnu komu upp á yfir­borð­ið.

Auglýsing

Þolendur geti til­kynnt um brot á heima­síðu félaga

Til­laga hóps­ins er þrí­þætt. Í fyrsta lagi er lagt til að fram­kvæmda­stjóri, bæði innan KSÍ og hvers félags innan KSÍ, verði skil­greindur sem tengiliður við sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­mála. Hlut­verk fram­kvæmda­stjóra verði að halda utan um töl­fræði mála, bregð­ast við til­lögum frá sam­skipta­ráð­gjafa og sinna eft­ir­fylgd með mál­um.

Í öðru lagi leggur starfs­hóp­ur­inn til að upp­lýs­ingar um til­kynn­ingar um ofbeldi og úrræði fyrir þolendur verði aðgengi­legar á heima­síðum KSÍ og öllum félögum innan þess verði gert skylt að til­kynna á heima­síðum sínum hvert þolendur geta leit­að. Félögin skulu bjóða tvær leiðir en önnur úti­loki ekki hina. Þannig geta þolendur fengið að ræða við aðila innan félags ef aðeins er óskað eftir áheyrn og stuðn­ingi. Þolendum gefst einnig kostur á að leita til sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs þar sem mál fara í við­eig­andi ferli, en til­kynn­ingar þangað geta þó bæði verið form­lega og óform­leg­ar. Þá leggur hóp­ur­inn til að forð­ast skuli að leysa mál innan félags eða á skrif­stofu KSÍ.

Í þriðja og síð­asta lagi leggur hóp­ur­inn til að stuðst verði við verk­ferla sem starfs­hópur sam­skipta­ráð­gjafa gefur út. Sú vinna stendur yfir og verður nið­ur­staða hennar kynnt í byrjun næsta árs og miðar að því að gildi fyrir öll íþróta­fé­lög Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bans Íslands (ÍSÍ).

Leik­menn upp­lýsi um kærur vegna brota

Aðrar til­lögur starfs­hóps­ins fel­ast meðal ann­ars í að upp­færa siða­reglur og samn­inga þar sem skýrt skal kveðið á um ofbeld­is­mál. Meðal ann­ars er lagt til að bætt verði við sér grein um ofbeldi í siða­regl­urnar og opna kæru- og áben­ing­ar­leiðir fyrir öll sem starfa á vett­vangi KSÍ varð­andi brot á siða­regl­um. Þá er einnig lagt til að leik­manna­samn­ingar inni­haldi ákvæði varð­andi ofbeld­is­brot, meðal ann­ars að leik­menn skuld­bindi sig til að upp­lýsa um kærur vegna kyn­ferð­is- og ofbeld­is­brota.

Í til­lög­unum segir einnig að for­ysta KSÍ skuli taka skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. For­ystan eigi til að mynda að koma sér saman um orða­notkun og orða­lag sem notað er um jafn­rétti og ofbeld­is­mál og að sam­ræmi sé í orða­vali full­trúa, til dæmis í fjöl­miðla­við­töl­um. Þá er lagt til að KSÍ geri átak og verði leið­andi á sviði jafn­rétt­is­mála innan íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar. Átakið felst meðal ann­ars í því að KSÍ og öll félög þessi verði með jafn­rétt­is­á­ætlun og innan hennar aðgerð­ar­á­ætlun sem fylgt er eft­ir. Þá er lagt til að ráð­ist verði í her­ferð gegn ofbeldi og skað­legri menn­ingu innan knatt­spyrn­unn­ar.

KSÍ mun ekki breyta sam­fé­lag­inu en „er í ein­stakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif“

Starfs­hóp­ur­inn er einn af fjórum innan KSÍ sem skip­aðir voru í haust til að fjalla um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hóp­inn skip­uðu:

  • Arnar Sveinn Geirs­son, for­seti Leik­manna­sam­taka Íslands
  • Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, for­kona jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands
  • Kol­brún Hrund Sig­ur­geirs­dótt­ir, verk­efna­stýra Jafn­rétt­is­skóla Reykja­víkur og full­trúi í stjórn ÍSÍ. For­maður hóps­ins.
  • Sig­ur­björg Sig­ur­páls­dótt­ir, sam­skipta­ráð­gjafi Íþrótta- og æsku­lýðs­starfs
  • Sig­urður Freyr Sig­urðs­son, lög­maður
  • Stein­unn Gyðu- og Guð­jóns­dótt­ir, tals­kona Stíga­móta
  • Svan­dís Anna Sig­urð­ar­dótt­ir, sér­fræð­ingur í kynja- og hinseg­in­málum hjá Mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­skrif­stofu Reykja­víkur

Í loka­orðum skýrsl­unnar segir starfs­hóp­ur­inn að umræðan og við­brögðin sem urðu til þess að þessi hópur var kall­aður saman sýni glöggt hversu mikil áhrif starf­semi KSÍ hefur á sam­fé­lagið og um leið hversu mikla ábyrgð stjórn og starfs­fólk þess ber. „Starfs­hóp­ur­inn hvetur KSÍ til þess að taka þessu ábyrgð­ar­hlut­verki alvar­lega og um leið fagn­andi. Sam­bandið mun ekki eitt og sér breyta sam­fé­lag­inu, en það er í ein­stakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokki