„Enn þá spurningar sem bíða okkar“

Starfshópur KSÍ mun skila af sér skýrslu á morgun sem snýr að verkferlum og skipulagi þegar kemur að ofbeldis- og kynferðisbrotum innan hreyfingarinnar.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Auglýsing

„Við erum á fleygi­ferð í þeirri vinnu að búa til betra vinnu­lag, betri regl­ur, betri ferla,“ sagði Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, for­maður Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ), í Silfr­inu á RÚV í dag. Fjórir starfs­hópar eru að störfum og mun fyrsti hóp­ur­inn skila af sér til­lögum á morg­un. Þá á Vanda á fund á þriðju­dag með starfs­fólki KSÍ sem kemur að fræðslu­mál­um. „Við erum að fara að leggja fram metn­að­ar­fulla for­varn­ar- og fræðslu­á­ætl­un.“

Gustað hefur um KSÍ frá því í ágúst þegar frá­sagnir af kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­manna í knatt­spyrnu komu upp á yfir­borð­ið. Þjar­mað var að KSÍ í kjöl­farið en sam­bandið neit­aði ítrekað að slík mál hefðu „komið á þeirra borð“. Guðni Bergs­son, þáver­andi for­maður KSÍ, sagði af sér auk stjórnar KSÍ og Vanda var kjör­inn for­maður á auka­þingi sam­bands­ins í októ­ber.

Auglýsing

Hvenær eru mál í skoð­un?

Val í lands­liðs­hóp karla hefur verið til umræðu í und­an­förnum verk­efnum liðs­ins en Arnar Þór Við­ars­son, þjálf­ari karla­lands­liðs­ins, stóð ekki til boða að velja alla þá leik­menn sem hann hafði hug á. Að sögn Vöndu er þetta sé eitt af því sem vinna starfs­hópanna felist í, það er að setja reglur um hvenær lands­liðs­menn eru gjald­gengir í leik­manna­hóp.

„Þetta er flókið en við erum að vinna að þessu. Við erum að viða að okkur upp­lýs­ingum og ætlum svo að búa til regl­ur,“ sagði Vanda. Meðal þess sem hóp­arnir líta til er vinna ÍSÍ að nýrri reglu­gerð sem á að kynna í mars og gildir um öll íþrótta­fé­lög. „En við verðum að gera eitt­hvað þangað til, það eru þessar bráða­birgða­regl­ur.“ Almenna reglan nú sé að á meðan mál eru í skoðun stígi leik­menn til hliðar en Vanda telur að mik­il­vægt sé að skýra hvenær mál telj­ist til skoð­un­ar, þ.e. hvort það nægi að fjallað hafi verið um mál á sam­fé­lags­miðl­un, sem er að hennar mati ekki nægj­an­legt, eða hvort mál hafi verið til­kynnt, eða jafn­vel ákært, til lög­reglu.

„Við þurfum líka að spá í „hvað svo?“ Er leið til baka? Já mér finnst það. En hvernig er hún? Það eru enn þá spurn­ingar sem bíða okk­ar. Við ætlum að gera þetta fag­lega og við ætlum að gera þetta vel. Við ætlum að standa við þessi orð okkar sem við höfum sagt að við líðum ekki ofbeld­i,“ sagði Vanda í sam­tali við Þóru Arn­órs­dóttur í Silfr­inu.

Árs­þing KSÍ fer fram í febr­úar á næsta ári og hyggst Vanda sækj­ast áfram eftir for­manns­sæt­inu. „Þetta er áhuga­vert við­fangs­efni og mér finnst ég henta vel í það út frá minni reynslu.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent