„Enn þá spurningar sem bíða okkar“

Starfshópur KSÍ mun skila af sér skýrslu á morgun sem snýr að verkferlum og skipulagi þegar kemur að ofbeldis- og kynferðisbrotum innan hreyfingarinnar.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Auglýsing

„Við erum á fleygi­ferð í þeirri vinnu að búa til betra vinnu­lag, betri regl­ur, betri ferla,“ sagði Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, for­maður Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ), í Silfr­inu á RÚV í dag. Fjórir starfs­hópar eru að störfum og mun fyrsti hóp­ur­inn skila af sér til­lögum á morg­un. Þá á Vanda á fund á þriðju­dag með starfs­fólki KSÍ sem kemur að fræðslu­mál­um. „Við erum að fara að leggja fram metn­að­ar­fulla for­varn­ar- og fræðslu­á­ætl­un.“

Gustað hefur um KSÍ frá því í ágúst þegar frá­sagnir af kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­manna í knatt­spyrnu komu upp á yfir­borð­ið. Þjar­mað var að KSÍ í kjöl­farið en sam­bandið neit­aði ítrekað að slík mál hefðu „komið á þeirra borð“. Guðni Bergs­son, þáver­andi for­maður KSÍ, sagði af sér auk stjórnar KSÍ og Vanda var kjör­inn for­maður á auka­þingi sam­bands­ins í októ­ber.

Auglýsing

Hvenær eru mál í skoð­un?

Val í lands­liðs­hóp karla hefur verið til umræðu í und­an­förnum verk­efnum liðs­ins en Arnar Þór Við­ars­son, þjálf­ari karla­lands­liðs­ins, stóð ekki til boða að velja alla þá leik­menn sem hann hafði hug á. Að sögn Vöndu er þetta sé eitt af því sem vinna starfs­hópanna felist í, það er að setja reglur um hvenær lands­liðs­menn eru gjald­gengir í leik­manna­hóp.

„Þetta er flókið en við erum að vinna að þessu. Við erum að viða að okkur upp­lýs­ingum og ætlum svo að búa til regl­ur,“ sagði Vanda. Meðal þess sem hóp­arnir líta til er vinna ÍSÍ að nýrri reglu­gerð sem á að kynna í mars og gildir um öll íþrótta­fé­lög. „En við verðum að gera eitt­hvað þangað til, það eru þessar bráða­birgða­regl­ur.“ Almenna reglan nú sé að á meðan mál eru í skoðun stígi leik­menn til hliðar en Vanda telur að mik­il­vægt sé að skýra hvenær mál telj­ist til skoð­un­ar, þ.e. hvort það nægi að fjallað hafi verið um mál á sam­fé­lags­miðl­un, sem er að hennar mati ekki nægj­an­legt, eða hvort mál hafi verið til­kynnt, eða jafn­vel ákært, til lög­reglu.

„Við þurfum líka að spá í „hvað svo?“ Er leið til baka? Já mér finnst það. En hvernig er hún? Það eru enn þá spurn­ingar sem bíða okk­ar. Við ætlum að gera þetta fag­lega og við ætlum að gera þetta vel. Við ætlum að standa við þessi orð okkar sem við höfum sagt að við líðum ekki ofbeld­i,“ sagði Vanda í sam­tali við Þóru Arn­órs­dóttur í Silfr­inu.

Árs­þing KSÍ fer fram í febr­úar á næsta ári og hyggst Vanda sækj­ast áfram eftir for­manns­sæt­inu. „Þetta er áhuga­vert við­fangs­efni og mér finnst ég henta vel í það út frá minni reynslu.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent