Íslensk landslið munu neita að mæta Rússum og ekki leika í Hvíta-Rússlandi

Stjórn KSÍ hefur ákveðið, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, að íslensk landslið muni ekki mæta rússneskum andstæðingum á meðan hernaði standi. Einnig munu íslensk landslið ekki taka þátt í kappleikjum í Hvíta-Rússlandi.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ).
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ).
Auglýsing

Íslensk knatt­spyrnu­lands­lið munu ekki leika neina leiki við lands­lið frá Rúss­landi á meðan á hern­aði Rússa í Úkra­ínu stend­ur. Stjórn KSÍ tók þessa ákvörðun fyrr í dag og segir engu máli skipta þótt við­kom­andi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rúss­lands.

Einnig hefur stjórn KSÍ ákveð­ið, vegna stuðn­ings Hvíta-Rúss­lands við inn­rás Rússa í Úkra­ínu, að ekki komi til greina að íslensk knatt­spyrnu­lands­lið leiki við Hvít-rúss­nesk lið á Hvít-rúss­neskri grundu.

Knatt­pyrnu­sam­bandið seg­ist for­dæma inn­rás Rússa í Úkra­ínu og hvetur Rússa til að hætta árásum í Úkra­ínu og draga her­lið sitt til baka án taf­ar.

Körfu­bolt­inn einnig að hugsa sig um

Fram kom á vef Stund­ar­innar í dag að innan Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands (KKÍ) hafi einnig verið rætt óform­lega um það að hafna því að leika gegn rúss­neskum lands­liðum

​​„Eng­inn hefur áhuga á að mæta Rússum eins og staðan er núna. Það á ekki bara við um okkur Íslend­inga, Norð­ur­landa­þjóð­irnar eru að tala saman og ég heyri að þar hefur eng­inn áhuga á að spila við Rússa,“ sagði Hannes S. Jóns­son for­maður KKÍ í sam­tali við Stund­ina.

Auglýsing

Yfir­lýs­ing KSÍ vegna inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) for­dæmir inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu. Stríðs­á­tök hafa fært ólýs­an­legar hörm­ungar yfir mann­kynið í gegnum sög­una og nú hafa rúss­nesk yfir­völd, með stuðn­ingi Hvít-rúss­neskra yfir­valda fært slíkar hörm­ungar yfir Úkra­ínu.

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekk­ert íslenskt knatt­spyrnu­lands­lið muni leika við lands­lið frá Rúss­landi meðan á hern­aði Rússa stend­ur. Ákvörð­unin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóða­deild UEFA (A lands­lið karla) og engu skiptir þó við­kom­andi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rúss­lands.

Vegna stuðn­ings Hvíta-Rúss­lands við inn­rás Rússa í Úkra­ínu hefur stjórn KSÍ jafn­framt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knatt­spyrnu­lands­lið leiki við Hvít-rúss­nesk lið á Hvít-rúss­neskri grundu á meðan á hern­að­inum stend­ur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í und­ankeppni HM 2023 (A lands­lið kvenna).

KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglu­legu sam­bandi við UEFA og utan­rík­is­ráðu­neyti Íslands, og mun end­ur­skoða afstöðu sína ef ástæða er til.

Íslensk knatt­spyrna stendur með Úkra­ínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga her­lið sitt til baka taf­ar­laust.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent