Fjármálaráðuneytið lagði ekki í sérstaka vinnu til að reikna út heimtur af stóreignaskatti

Þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í útvarpsviðtali í aðdraganda kosninga að flokkur hans hafi látið reikna út kostnað af skattatillögum Samfylkingarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í aðdraganda kosninga. Ráðuneytið segir þetta ekki rétt.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið lagð­ist ekki í sér­staka útreikn­inga eða vinnu í aðdrag­anda síð­ustu þing­kosn­inga vegna fyr­ir­spurna um væntar heimtur af stór­eigna­skatti á rík­asta eitt pró­sent lands­manna. Þetta kemur fram í svari þess við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. 

Í byrjun sept­em­ber var mætt­ust Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, og Kristrún Frosta­dótt­ir, þá fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í útvarps­þætt­inum Harma­geddon og ræddu meðal ann­ars skatta­til­lögur Sam­fylk­ing­ar­innar sem lagðar voru fram í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. Í þeim fólst meðal ann­ars að leggja á stór­­eigna­skatt­ á hreinar eignir yfir 200 millj­­ónir króna, sem flokk­­ur­inn taldi að myndi skila hátt í 15 millj­­örðum króna á ári í við­­bót­­ar­­tekjur fyrir rík­­is­­sjóð. 

Í umræddum þætti sagði orð­rétt: „Þessar tölur um 20 millj­arða. Við höfum látið reikna þetta út í fjár­mála­ráðu­neyt­inu og okkur sýn­ist að þetta gæti legið í kringum sex millj­arða“.

Svör­uðu ekki fyrr en eftir kosn­ingar

Vegna þess­ara ummæla sendi Kjarn­inn fyr­ir­spurn á fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið þann 10. sept­em­ber og spurði hvort þessi full­yrð­ing væri rétt, að ráðu­neytið hefði látið starfs­fólk sitt reikna út mögu­legar heimtur vegna kosn­inga­lof­orðs stjórn­ar­and­stöðu­flokks í aðdrag­anda kosn­inga. Svar barst mán­uði síð­ar, 11. októ­ber þegar kosn­ing­arnar voru afstaðn­ar, sem svar­aði fyr­ir­spurn­inni ekki með tæm­andi hætt­i. 

Auglýsing
Þar sagði að ekki væri óvana­legt að leitað sé til ráðu­neyt­is­ins og þess óskað að það leggi mat á ýmsar til­lögur og hug­myndir sem fram koma á opin­berum vett­vangi í aðdrag­anda þing­kosn­inga. „Ráðu­neytið hefur fyrir reglu að leggja ekki í sér­staka útreikn­inga af þessu tagi en lýsir sig fúst til að leggja til þau gögn sem geta nýst þeim sem óska eftir mat­inu til að við­kom­andi geti fram­kvæmt eigin athug­anir – enda séu þau gögn til­tæk í ráðu­neyt­in­u. 

­Vegna þess sem snýr að fyr­ir­spurn­inni þinni skal tekið fram að þar var vísað til upp­lýs­inga sem er að finna í svari við fyr­ir­spurn á Alþingi sem ráðu­neytið svar­aði sl. vor.“

Umrætt svar er við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um um eigið fé þeirra fimm pró­sent, eitt pró­sent og 0,1 pró­sent Íslend­inga sem mest eiga. Umrætt svar, sem var birt í byrjun júlí, var til ítar­legrar umfjöll­unar í fjöl­miðl­um, meðal ann­ars í Kjarn­anum, og hafði verið aðgengi­legt á vef Alþingis í rúma tvo mán­uði þegar útvarps­þátt­ur­inn fór fram. 

Í ljósi þess að svar ráðu­neyt­is­ins svar­aði ekki fyr­ir­spurn Kjarn­ans með tæm­andi hætti var hún ítrekuð og gerð ítar­legri. Í nýju svari, sem barst á föstu­dag, segir að ekki hafi verið lagt í „sér­staka útreikn­inga eða vinnu vegna fyr­ir­spurna um væntar heimtur af stór­eigna­skatti á rík­asta 1 pró­sent lands­manna.“

Að öðru leyti er vísað í fyrra svar og það end­ur­tek­ið. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent