Biden reynist auðveldara að hækka fyrirtækjaskatta á heimsvísu en heima fyrir

Á sama tíma og G20 ríkin hafa komist að samkomulagi sem markar þáttaskil hvað varðar skattlagningu á alþjóðleg stórfyrirtæki miðar svipuðum áformum Bandaríkjaforseta lítið sem ekkert áfram.

Joe Biden Bandaríkjaforseti á ráðstefnu G20 ríkjanna sem fram fer í Róm um helgina.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á ráðstefnu G20 ríkjanna sem fram fer í Róm um helgina.
Auglýsing

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, og aðrir leið­togar G20-­ríkj­anna hafa kom­ist að sam­komu­lagi um 15 pró­sent lág­marks­skatt á alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki. Sam­komu­lagið var til umfjöll­unar á ráð­stefnu ríkj­anna sem hófst í Róm í dag. Mark­mið skatt­lagn­ing­ar­innar er að koma í veg fyrir að stór­fyr­ir­tæki á borð við Apple og Bristol Myers Squibb nýti sér skatta­skjól eða „skattaparadís­ir“ þar sem fyr­ir­tækja­skattar eru lágir og fyr­ir­tækin þurfa lítið annað að gera en að skrá höf­uð­stöðvar sínar í við­kom­andi ríki.

Sam­komu­lagið hefur verið í vinnslu í mörg ár undir hand­leiðslu OECD en um er að ræða stefnu­breyt­ingu og stórt skref í átt að umbótum á alþjóða skatt­kerf­inu og er meðal ann­ars liður í að koma böndum á starf­semi fyr­ir­tækja sem fer að mestu leyti fram á net­inu. Sjö af rík­ustu löndum heims; Banda­rík­in, Bret­land, Þýska­land, Frakk­land, Ítal­ía, Kanada og Jap­an, und­ir­rit­uðu sam­komu­lagið í sumar en með sam­þykkt­inni á ráð­stefnu G20 ríkj­anna í dag bæt­ast um 130 ríki í hóp­inn. OECD gerir ráð fyrir að sam­komu­lagið leiði til 150 millj­arða doll­ara í alþjóð­legar skatt­tekjur árlega frá fyr­ir­tækjum sem ann­ars geta flúið í skatta­skjól.

Auglýsing

„Við höfum kom­ist að sögu­legu sam­komu­lagi um heið­ar­legra og rétt­lát­ara skatt­kerf­i,“ sagði Mario Drag­hi, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, eftir und­ir­ritun sam­komu­lags­ins í dag. Svo virð­ist sem víð­tæk sátt leið­tanna 19, auk for­ystu Evr­ópu­sam­bands­ins, sé um sam­komu­lag­ið.

­Blaða­menn New York Times setja ákvörð­un­ina í sam­hengi við þróun skatta­mála í Banda­ríkj­unum undir leið­sögn Biden. Rík­is­stjórn hans lagði til dæmis fram til­­lögu um að byrja að skatt­­leggja fjár­­­magnstekjur sem næmu yfir einni milljón banda­­ríkja­dala til jafns við launa­­tekjur í efsta þrepi, sem myndi þýða að allt að 39,6 eða 43,4 pró­­senta skatt á tekjur sem í dag bera 20 pró­­sent skatt. Hvaða fyr­ir­tækja­skatta varðar lagði Biden til við þingið að tekju­skattur fyr­ir­tækja hækk­­aði upp í 28 pró­­sent, en fyr­ir­tækja­skatt­­ur­inn í Banda­­ríkj­unum er í dag flatur 21 pró­­sent skattur af hagn­aði. Hækk­unin myndi þannig draga þannig til baka að hluta skatta­lækkun frá for­seta­tíð Don­alds Trump, sem lækk­aði hlut­fallið úr 35 pró­sentum í 21.

Engin áform um hækkun fyr­ir­ækja­skatts í end­ur­skoð­aðri fjár­hags­á­ætlun

Lítið fór fyrir skatta­málum í end­ur­skoð­aðri fjár­hags­á­ætl­un, til­raun til að sam­eina demókrata, sem Biden kynnti rétt fyrir brott­för­ina til Róm­ar. Áætl­unin hljóðar upp á 1,75 billjónir banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 225 billjónum króna, og mun upp­hæðin að mestu renna til félags­mála. Ekk­ert er að finna um hækkun á fyr­ir­tækja­skatti í áætl­un­inni en þess í stað er kynntur til sög­unnar nýr tvenns konar 15 pró­senta lág­marks­skatt­ur. Leggst hann ann­ars vegar á tekjur sem banda­rísk fyr­ir­tæki afla erlendis og hins vegar á hagnað sem stór fyr­ir­tæki skila til hlut­hafa. Í áætl­un­inni er einnig kveðið á um refsi­að­gerðir á fyr­ir­tæki sem starfa í Banda­ríkj­unum en eru með höf­uð­stöðvar í ríkjum sem eru ekki hluti af sam­komu­lag­inu um sam­ræmdan alþjóð­legan fyr­ir­tækja­skatt.

Stjórn Biden telur að með þessum breyt­ing­um, auk nokk­urra ann­arra, á skatt­kerf­inu leiði til 350 millj­arða banda­ríkja­dala í skatt­tekjur næstu tíu árin. End­ur­skoðuð fjár­hags­á­ætlun á enn eftir að fara í gegnum þingið og óljóst er hvort Biden hafi meiri­hluta.

G20-ráð­stefn­unni lýkur á morgun og er merki­leg að mörgu leyti að þessu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem leið­tog­arnir hitt­ast eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Þetta er sömu­leiðis í fyrsta sinn sem ráð­stefna ríkj­anna er haldin í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26) en leið­togar ríkj­anna munu fara rak­leiðis til Glas­gow frá Róm á morgun þegar ráð­stefnu G20-­ríkj­anna lýkur og COP26 hefst form­lega.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent