Biden reynist auðveldara að hækka fyrirtækjaskatta á heimsvísu en heima fyrir

Á sama tíma og G20 ríkin hafa komist að samkomulagi sem markar þáttaskil hvað varðar skattlagningu á alþjóðleg stórfyrirtæki miðar svipuðum áformum Bandaríkjaforseta lítið sem ekkert áfram.

Joe Biden Bandaríkjaforseti á ráðstefnu G20 ríkjanna sem fram fer í Róm um helgina.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á ráðstefnu G20 ríkjanna sem fram fer í Róm um helgina.
Auglýsing

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, og aðrir leið­togar G20-­ríkj­anna hafa kom­ist að sam­komu­lagi um 15 pró­sent lág­marks­skatt á alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki. Sam­komu­lagið var til umfjöll­unar á ráð­stefnu ríkj­anna sem hófst í Róm í dag. Mark­mið skatt­lagn­ing­ar­innar er að koma í veg fyrir að stór­fyr­ir­tæki á borð við Apple og Bristol Myers Squibb nýti sér skatta­skjól eða „skattaparadís­ir“ þar sem fyr­ir­tækja­skattar eru lágir og fyr­ir­tækin þurfa lítið annað að gera en að skrá höf­uð­stöðvar sínar í við­kom­andi ríki.

Sam­komu­lagið hefur verið í vinnslu í mörg ár undir hand­leiðslu OECD en um er að ræða stefnu­breyt­ingu og stórt skref í átt að umbótum á alþjóða skatt­kerf­inu og er meðal ann­ars liður í að koma böndum á starf­semi fyr­ir­tækja sem fer að mestu leyti fram á net­inu. Sjö af rík­ustu löndum heims; Banda­rík­in, Bret­land, Þýska­land, Frakk­land, Ítal­ía, Kanada og Jap­an, und­ir­rit­uðu sam­komu­lagið í sumar en með sam­þykkt­inni á ráð­stefnu G20 ríkj­anna í dag bæt­ast um 130 ríki í hóp­inn. OECD gerir ráð fyrir að sam­komu­lagið leiði til 150 millj­arða doll­ara í alþjóð­legar skatt­tekjur árlega frá fyr­ir­tækjum sem ann­ars geta flúið í skatta­skjól.

Auglýsing

„Við höfum kom­ist að sögu­legu sam­komu­lagi um heið­ar­legra og rétt­lát­ara skatt­kerf­i,“ sagði Mario Drag­hi, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, eftir und­ir­ritun sam­komu­lags­ins í dag. Svo virð­ist sem víð­tæk sátt leið­tanna 19, auk for­ystu Evr­ópu­sam­bands­ins, sé um sam­komu­lag­ið.

­Blaða­menn New York Times setja ákvörð­un­ina í sam­hengi við þróun skatta­mála í Banda­ríkj­unum undir leið­sögn Biden. Rík­is­stjórn hans lagði til dæmis fram til­­lögu um að byrja að skatt­­leggja fjár­­­magnstekjur sem næmu yfir einni milljón banda­­ríkja­dala til jafns við launa­­tekjur í efsta þrepi, sem myndi þýða að allt að 39,6 eða 43,4 pró­­senta skatt á tekjur sem í dag bera 20 pró­­sent skatt. Hvaða fyr­ir­tækja­skatta varðar lagði Biden til við þingið að tekju­skattur fyr­ir­tækja hækk­­aði upp í 28 pró­­sent, en fyr­ir­tækja­skatt­­ur­inn í Banda­­ríkj­unum er í dag flatur 21 pró­­sent skattur af hagn­aði. Hækk­unin myndi þannig draga þannig til baka að hluta skatta­lækkun frá for­seta­tíð Don­alds Trump, sem lækk­aði hlut­fallið úr 35 pró­sentum í 21.

Engin áform um hækkun fyr­ir­ækja­skatts í end­ur­skoð­aðri fjár­hags­á­ætlun

Lítið fór fyrir skatta­málum í end­ur­skoð­aðri fjár­hags­á­ætl­un, til­raun til að sam­eina demókrata, sem Biden kynnti rétt fyrir brott­för­ina til Róm­ar. Áætl­unin hljóðar upp á 1,75 billjónir banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 225 billjónum króna, og mun upp­hæðin að mestu renna til félags­mála. Ekk­ert er að finna um hækkun á fyr­ir­tækja­skatti í áætl­un­inni en þess í stað er kynntur til sög­unnar nýr tvenns konar 15 pró­senta lág­marks­skatt­ur. Leggst hann ann­ars vegar á tekjur sem banda­rísk fyr­ir­tæki afla erlendis og hins vegar á hagnað sem stór fyr­ir­tæki skila til hlut­hafa. Í áætl­un­inni er einnig kveðið á um refsi­að­gerðir á fyr­ir­tæki sem starfa í Banda­ríkj­unum en eru með höf­uð­stöðvar í ríkjum sem eru ekki hluti af sam­komu­lag­inu um sam­ræmdan alþjóð­legan fyr­ir­tækja­skatt.

Stjórn Biden telur að með þessum breyt­ing­um, auk nokk­urra ann­arra, á skatt­kerf­inu leiði til 350 millj­arða banda­ríkja­dala í skatt­tekjur næstu tíu árin. End­ur­skoðuð fjár­hags­á­ætlun á enn eftir að fara í gegnum þingið og óljóst er hvort Biden hafi meiri­hluta.

G20-ráð­stefn­unni lýkur á morgun og er merki­leg að mörgu leyti að þessu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem leið­tog­arnir hitt­ast eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Þetta er sömu­leiðis í fyrsta sinn sem ráð­stefna ríkj­anna er haldin í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26) en leið­togar ríkj­anna munu fara rak­leiðis til Glas­gow frá Róm á morgun þegar ráð­stefnu G20-­ríkj­anna lýkur og COP26 hefst form­lega.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent