Biden reynist auðveldara að hækka fyrirtækjaskatta á heimsvísu en heima fyrir

Á sama tíma og G20 ríkin hafa komist að samkomulagi sem markar þáttaskil hvað varðar skattlagningu á alþjóðleg stórfyrirtæki miðar svipuðum áformum Bandaríkjaforseta lítið sem ekkert áfram.

Joe Biden Bandaríkjaforseti á ráðstefnu G20 ríkjanna sem fram fer í Róm um helgina.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á ráðstefnu G20 ríkjanna sem fram fer í Róm um helgina.
Auglýsing

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, og aðrir leið­togar G20-­ríkj­anna hafa kom­ist að sam­komu­lagi um 15 pró­sent lág­marks­skatt á alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki. Sam­komu­lagið var til umfjöll­unar á ráð­stefnu ríkj­anna sem hófst í Róm í dag. Mark­mið skatt­lagn­ing­ar­innar er að koma í veg fyrir að stór­fyr­ir­tæki á borð við Apple og Bristol Myers Squibb nýti sér skatta­skjól eða „skattaparadís­ir“ þar sem fyr­ir­tækja­skattar eru lágir og fyr­ir­tækin þurfa lítið annað að gera en að skrá höf­uð­stöðvar sínar í við­kom­andi ríki.

Sam­komu­lagið hefur verið í vinnslu í mörg ár undir hand­leiðslu OECD en um er að ræða stefnu­breyt­ingu og stórt skref í átt að umbótum á alþjóða skatt­kerf­inu og er meðal ann­ars liður í að koma böndum á starf­semi fyr­ir­tækja sem fer að mestu leyti fram á net­inu. Sjö af rík­ustu löndum heims; Banda­rík­in, Bret­land, Þýska­land, Frakk­land, Ítal­ía, Kanada og Jap­an, und­ir­rit­uðu sam­komu­lagið í sumar en með sam­þykkt­inni á ráð­stefnu G20 ríkj­anna í dag bæt­ast um 130 ríki í hóp­inn. OECD gerir ráð fyrir að sam­komu­lagið leiði til 150 millj­arða doll­ara í alþjóð­legar skatt­tekjur árlega frá fyr­ir­tækjum sem ann­ars geta flúið í skatta­skjól.

Auglýsing

„Við höfum kom­ist að sögu­legu sam­komu­lagi um heið­ar­legra og rétt­lát­ara skatt­kerf­i,“ sagði Mario Drag­hi, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, eftir und­ir­ritun sam­komu­lags­ins í dag. Svo virð­ist sem víð­tæk sátt leið­tanna 19, auk for­ystu Evr­ópu­sam­bands­ins, sé um sam­komu­lag­ið.

­Blaða­menn New York Times setja ákvörð­un­ina í sam­hengi við þróun skatta­mála í Banda­ríkj­unum undir leið­sögn Biden. Rík­is­stjórn hans lagði til dæmis fram til­­lögu um að byrja að skatt­­leggja fjár­­­magnstekjur sem næmu yfir einni milljón banda­­ríkja­dala til jafns við launa­­tekjur í efsta þrepi, sem myndi þýða að allt að 39,6 eða 43,4 pró­­senta skatt á tekjur sem í dag bera 20 pró­­sent skatt. Hvaða fyr­ir­tækja­skatta varðar lagði Biden til við þingið að tekju­skattur fyr­ir­tækja hækk­­aði upp í 28 pró­­sent, en fyr­ir­tækja­skatt­­ur­inn í Banda­­ríkj­unum er í dag flatur 21 pró­­sent skattur af hagn­aði. Hækk­unin myndi þannig draga þannig til baka að hluta skatta­lækkun frá for­seta­tíð Don­alds Trump, sem lækk­aði hlut­fallið úr 35 pró­sentum í 21.

Engin áform um hækkun fyr­ir­ækja­skatts í end­ur­skoð­aðri fjár­hags­á­ætlun

Lítið fór fyrir skatta­málum í end­ur­skoð­aðri fjár­hags­á­ætl­un, til­raun til að sam­eina demókrata, sem Biden kynnti rétt fyrir brott­för­ina til Róm­ar. Áætl­unin hljóðar upp á 1,75 billjónir banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 225 billjónum króna, og mun upp­hæðin að mestu renna til félags­mála. Ekk­ert er að finna um hækkun á fyr­ir­tækja­skatti í áætl­un­inni en þess í stað er kynntur til sög­unnar nýr tvenns konar 15 pró­senta lág­marks­skatt­ur. Leggst hann ann­ars vegar á tekjur sem banda­rísk fyr­ir­tæki afla erlendis og hins vegar á hagnað sem stór fyr­ir­tæki skila til hlut­hafa. Í áætl­un­inni er einnig kveðið á um refsi­að­gerðir á fyr­ir­tæki sem starfa í Banda­ríkj­unum en eru með höf­uð­stöðvar í ríkjum sem eru ekki hluti af sam­komu­lag­inu um sam­ræmdan alþjóð­legan fyr­ir­tækja­skatt.

Stjórn Biden telur að með þessum breyt­ing­um, auk nokk­urra ann­arra, á skatt­kerf­inu leiði til 350 millj­arða banda­ríkja­dala í skatt­tekjur næstu tíu árin. End­ur­skoðuð fjár­hags­á­ætlun á enn eftir að fara í gegnum þingið og óljóst er hvort Biden hafi meiri­hluta.

G20-ráð­stefn­unni lýkur á morgun og er merki­leg að mörgu leyti að þessu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem leið­tog­arnir hitt­ast eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Þetta er sömu­leiðis í fyrsta sinn sem ráð­stefna ríkj­anna er haldin í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26) en leið­togar ríkj­anna munu fara rak­leiðis til Glas­gow frá Róm á morgun þegar ráð­stefnu G20-­ríkj­anna lýkur og COP26 hefst form­lega.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent