Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi

Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.

Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Auglýsing

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti setti í upp­hafi emb­ætt­is­tíðar sinnar fram metn­að­ar­fulla aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um. Það sama hefur hann gert í mennta- og heil­brigð­is­málum og fleiri mála­flokkum og til stóð að frum­vörp þar um færu brátt í þing­lega með­ferð.

En þetta kostar sitt. Þing­menn Demókra­ta­flokks­ins spyrja nú hvort að ríki sem þegar er rekið með miklum halla í kjöl­far heims­far­ald­urs hafi efni á því að fjár­magna áætl­anir for­set­ans í umhverf­is- og vel­ferð­ar­málum en ekki síður hvort það hafi efni á að gera það ekki.

Auglýsing

Áform Bidens í lofts­lags- og vel­ferð­ar­málum eru sann­ar­lega metn­að­ar­full. Hann hefur lagt til að á næstu tíu árum verði 3,5 billjónum doll­ara varið til verk­efna til þess að draga veru­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, til að lækka kostnað við barna­gæslu, auka aðgengi að háskólum og lækka verð lyf­seð­ils­skyldra lyfja til efna­m­inna fólks auk fleiri atriða. Til að setja þessa upp­hæð í sam­hengi má benda á að búist er við að lands­fram­leiðsla Banda­ríkj­anna í ár nemi um 23 billjónum dala.

New York Times fjallar nú um þessi mál­efni í röð frétta­skýr­inga. Þar kemur m.a. fram að til að fjár­magna lofts­lags- og vel­ferð­ar­pakk­ann, verði skattar á auð­ugt fólk hækk­aðir sem og fyr­ir­tækja­skatt­ar. Þá ætlar hann að bretta upp ermar og taka hart á skattaund­anskot­um.

Lyk­il­málið lík­leg­ast úti

Repúblikanar eru þessum áformum mót­fallnir en efa­semdir eru einnig meðal þing­manna demókrata og því er nú reynt að skræla utan af aðgerða­pökk­unum svo koma megi frum­vörpum um þá í gegnum bæði full­trúa­deild Banda­ríkja­þings og öld­unga­deild­ina.

Með þessum mála­miðl­unum er talið að eitt lyk­il­at­riði í lofts­lags­að­gerðum Bidens verði undan að láta. Þar er um að ræða áætl­anir um orku­skiptin – að skipta hratt út kolum og gasi fyrir vind-, sól­ar- og kjarn­orku.

Og ástæðan fyrir þessum efa­semdum sem upp eru komnar má fyrst og fremst rekja til eins manns: Joe Manchin þriðja, öld­unga­deild­ar­þing­manns demókrata í Vest­ur­-Virg­in­íu.

Joe Manchin þriðji er öldungardeildarþingmaður. Mynd: EPA

Flóða­hætta er hvergi meiri í Banda­ríkj­unum en í Vest­ur­-Virg­iníu sam­kvæmt skýrslu sem gefin var út í síð­ustu viku. Í heimabæ Manchins er t.d. þyrp­ing um 200 húsa á eyri sem áin Buffalo Creek umlykur á þrjá vegu. Þar getur hratt mynd­ast flóða­hætta og síð­ustu miss­eri hafa flóðin orðið tíð­ari. Skýr­ingin er sú að vegna lofts­lags­breyt­inga hitnar and­rúms­loftið meira og í því mynd­ast meiri raki. Þess vegna rignir oftar og meira, ár og lækir flæða yfir bakka sína og jarð­veg­ur­inn verður gegn­sósa. Tekur ekki lengur við. Inn­viðir eyði­leggj­ast og hol­ræsa­kerfi hafa engan veg­inn und­an. Það flæðir inn í kjall­ara húsa og land­brot eykst.

Íbúar í hinni fjöll­óttu Vest­ur­-Virg­iníu eiga erf­ið­ara með en íbúar ann­arra ríkja þar sem flóða­hætta er vanda­mál að flytja sig um set. Flýja hætt­una þegar hún verður orðin við­var­andi. Ár og lækir fylgja fjöll­un­um. Og það getur verið skammt þeirra á milli.

Manchin hefur engu að síður til­kynnt rík­is­stjórn­inni að hann muni ekki styðja hröðu orku­skiptin sem Biden vill ráð­ast í.

En hvers vegna?

Vegna þess að Vest­ur­-Virg­inía er það ríki Banda­ríkj­anna þar sem mest er fram­leitt af kolum og jarð­gasi. Manchin seg­ist ótt­ast að fyr­ir­ætl­anir Bidens í orku­skiptum muni hafa gríð­ar­lega nei­kvæð efna­hags­leg áhrif í rík­inu.

New York Times greinir frá því að Manchin eigi reyndar per­sónu­lega mikið undir í þessum efn­um. Hann stofn­aði fyr­ir­tæki sem stundar við­skipti með kol. Í fyrra fékk hann hálfa milljón dala, um 65 millj­ónir króna, í arð frá fyr­ir­tæk­inu.

Kolanáma á fjallstoppi í Vestur-Virginíu.

Nokkrir þing­menn demókrata í báðum deildum þings­ins, m.a. vegna and­stöðu Manchins og þeirrar lyk­il­stöðu sem hann er í þegar kemur að því að greiða frum­vörp­unum leið, eru því farnir að hall­ast að annarri leið. Í stað hraðra orku­skipta verði settur skattur á losun koltví­sýr­ings. Sam­kvæmt til­lögum þeirra myndu meng­andi iðn­fyr­ir­tæki greiða kolefn­is­gjald. Slík leið hefur verið farin ann­ars staðar og hag­fræð­ingar hafa bent á að hún geti skilað árangri í að draga úr los­un.

En Biden vildi taka stærri skref og hlaupa hraðar í átt að grænni fram­tíð í ljósi allra þeirra svörtu spáa vís­inda­manna um hvað fram­tíðin ber í skauti sér verði ekki ráð­ist í rót­tækar aðgerðir strax.

Hverju hafa Banda­ríkin efni á?

Þing­menn­irnir sem eru farnir að draga í land og halla sér að kolefn­is­gjaldi, hafa bent á að útgjöld rík­is­ins séu miklu meiri en tekj­urnar og hinar metn­að­ar­fullu aðgerðir Bidens geti haft efna­hags­legar afleið­ingar fyrir kom­andi kyn­slóðir í formi verð­bólgu, skatta­hækk­ana og lít­ils hag­vaxt­ar.

En aðrir demókratar hafa bent á hið gagn­stæða: Að ríkið – þjóðin – hafi ekki efni á að bíða með rót­tækar aðgerðir í lofts­lags­mál­um, auð­velda konum að vera úti á vinnu­mark­aðnum og fjár­festa í menntun – ekki síst barna og ung­menna sem eiga efna­minni for­eldra, í takti við áætl­anir Bidens. Að þeirra mati þarf einmitt að fjár­festa í þessum „innvið­um“ til að koma í veg fyrir sárs­auka­fullan fórn­ar­kostnað í fram­tíð­inni sem myndi svo aftur hafa nei­kvæð áhrif á hag­vöxt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent