Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir

Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“

Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Auglýsing

Fyrir Kirkju­þingi, sem hefst á laug­ar­dag, liggur til­laga um að afnema gjald­töku fyrir auka­verk presta. Slík auka­verk eru meðal ann­ars skírn­ir, útfar­ir, kistu­lagn­ing, hjóna­vígsl­ur, ferm­inga­fræðsla frá og með byrjun árs 2023. Til­lagan er lögð fram af nefnd sem kosin var á Kirkju­þingi í fyrra til að end­ur­skoða starfs­reglur um starfs­kostnað vegna prests­þjón­ustu þjóð­kirkj­unnar og pró­fasts­starfa. ­Sam­kvæmt gild­andi gjald­skrá fyrir prest­þjón­ustu þjóð­kirkj­unnar ber að greiða prestum fyrir til að mynda útför 27.552 krónur og ferm­ing­ar­fræðsla kostar 21.194 krónur á hvert barn. 

Í til­lög­unni er nið­ur­lagn­ing greiðslna meðal ann­ars rök­studd með því að laun presta sam­kvæmt gild­andi kjara­samn­ingum verði „að telj­ast ágæt með hlið­sjón af launum allra þeirra sem eru í BHM“. Rík­is­sjóður greiðir laun presta. Þeir heyrðu lengst af undir kjara­ráð, sem ákvarð­aði laun þeirra, en sam­þykktu í sumar sem leið fyrsta kjara­samn­ing­inn sem gerður var við þjóð­kirkj­una og Bisk­ups­stofu. Sam­kvæmt úttekt Frjálsrar versl­unar á tekjum lands­manna, sem birt var í ágúst, voru tíu prestar með tekjur á bil­inu 1.427 til 2.163 þús­und krónur á mán­uði í fyrra. Þær tekjur inni­halda ekki fjár­magnstekjur eða skatt­frjálsar greiðslur en geta í ein­hverjum til­fellum inni­haldið úttekt á sér­eign­ar­sparn­aði.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir enn fremur að vígð þjón­usta kirkj­unnar eigi ávallt að vera grund­völluð á kristi­legum kær­leika og sem mest án hind­r­ana fyrir fólk. „Það er tíma­skekkja og frá­hrind­andi ásýnd kirkju­legrar þjón­ustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorg­ar­stundum sendi við­kom­andi síðan reikn­ing vegna þjón­ustu sinn­ar. Þetta dregur mjög úr trú­verð­ug­leika kirkju­legrar þjón­ustu. Einkum er þetta slæm birt­ing­ar­mynd þegar um efna­lítið fólk er að ræða.“

Helm­ingur umsagna um auka­greiðsl­urnar

Hægt var að senda inn umsagnir um þær til­lögur sem leggja á fyrir Kirkju­þing, en frestur til að skila þeim inn rann út 15. októ­ber síð­ast­lið­inn. Alls bár­ust sex umsagnir um þau 35 mál sem liggja fyrir þing­inu. Helm­ingur umsagna barst vegna til­lög­unnar um afnám greiðslna vegna prests­þjón­ustu.

Auglýsing
Ein umsögnin er frá Arn­aldi A. Bárð­ar­syni, kjara­mála­full­trúa Presta­fé­lags Íslands. Þar segir hann að inn­heimtan fyrir þessi til­teknu prests­verk byggi á „gam­alli hefð“ og varði miklu um kjör og hags­muni presta­stétt­ar­inn­ar. Arn­aldur efast um að það sé laga­stoð til að afnema greiðsl­urnar og segir að ef Kirkju­þing ákveði upp á sitt eins­dæmi að afnema greiðsl­urnar þurfi „þjóð­kirkjan að bæta prestum tekju­tap vegna slík­s.“ Hann segir einnig að það að „greiða presti hóf­lega þóknun fyrir þjón­ustu er því mörgum kær­komin við­ur­kenn­ing, - þakk­læt­is­vottur til prests fyrir vel veitta þjón­ust­u.“ 

Vill afslátt fyrir þá sem eru í þjóð­kirkj­unni

Þor­geir Ara­son, sókn­ar­prestur Egils­staða­presta­kalls, skrifar einnig umsögn. Hann er heilt yfir ekki sáttur með til­lög­una og segir í umsögn sinni að með henni sé „ein­fald­lega gert ráð fyrir að þessi hluti af launa­kjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjaraupp­bót komi í stað­inn. Ekki veit ég um neina starfs­stétt með snefil af sjálfs­virð­ingu sem myndi fella sig við slíkt.“ 

Á meðal þess sem Þor­geir leggur til í umsögn sinni er að gjald­skránni fyrir auka­verk presta verði breytt með þeim hætti að fólk sem sé skráð í þjóð­kirkj­una fái afslátt. Það væri „eðli­legt að umb­una þá fyrst og fremst þeim sem kjósa að vera í Þjóð­kirkj­unni með slíku gjald­skrár­frelsi. Í fjöl­mörgum félaga­sam­tökum tíðkast að með­limir njóti með ein­hverjum hætti sér­stakra kjara á þeirri þjón­ustu sem félagið býður upp á. Sem dæmi má nefna að félagar í félaga­sam­tökum sem ráða yfir sal­ar­kynnum leigja gjarnan hús­næði félags­ins á öðru verði en utan­að­kom­andi aðil­ar. Ekk­ert er óeðli­legt við þá ráð­stöf­un, enda leggja þeir ein­stak­lingar til félags­ins með sinni aðild, rétt eins og félagar í Þjóð­kirkj­unni láta sitt sókn­ar­gjald renna til sinnar sókn­ar.“

Alls eru 229.623 ein­stak­lingar skráðir í þjóð­kirkj­una, eða 61,3 pró­sent lands­manna. Næstum 150 þús­und manns standa utan þjóð­kirkj­unnar sem stend­ur, en sá hópur taldi tæp­lega 31 þús­und manns um síð­ustu alda­mót. 

„Blaut tuska í and­lit­ið“

Síð­asta umsögnin er svo frá Sig­urði Grét­ari Sig­urðs­syni, presti í Útskála­presta­kalli. Hann segir meðal ann­ars að engin stétt geti fall­ist á kjara­skerð­ingu á borð við þá sem boðuð er í til­lög­unni og segir að prestum hafi verið lofað að kjör þeirra myndu ekki versna við það að Bisk­ups­stofa færi að greiða þeim laun í stað Fjár­sýslu rík­is­ins. 

Sig­urður segir að kristi­legur kær­leikur verði ekk­ert minni í þjón­ust­unni þó prestur fái laun fyr­ir. „Launin hafa verið byggð upp með ákveðnum hætti í mjög langan tíma, ann­ars vegar föst laun frá launa­greið­anda og hins vegar þóknun vegna prests­verka sem prestur inn­heimtir sjálf­ur. Það er blaut tuska í and­litið að slengja svona til­lögu fram.“

Hann telur svo upp rök­semdir fyrir því að greiðsl­urnar séu hóf­legar og að fólk furði sig oft á því hvað þær séu lágar þegar kemur að greiðslu. „Greiðslan til prests­ins fyrir ferm­ing­ar­fræðsl­una er u.þ.b. 2500 krónum hærri en kran­sa­kaka fyrir 30 manns sem borðuð er á hálf­tíma.“

Sig­urður hefur áhyggjur af því að verði til­lagan sam­þykkt muni það leiða til veru­legrar þjón­ustu­skerð­ingar þar sem prestar muni ekki verða fúsir til að sinna umræddum verkum utan hefð­bund­ins vinnu­tíma án greiðslu. „Allar til­lögur sem miða að því að skerða launa­kjör presta eru óásætt­an­leg­ar,“ skrifar Sig­urður í lok umsagnar sinn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent