„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“

Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.

Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Auglýsing

Óinn­sigluð atkvæð geymd inni í sal sem var ólæstur að hluta til. Lyklar að læstum dyrum í höndum „ótal starfs­manna“. Kjör­stjórn­ar­maður aleinn innan um atkvæðin í um hálf­tíma. Boðun umboðs­manna í lama­sessi. Úrskurðir um ágrein­ings­at­kvæði fram­kvæmdir án umboðs­manna. „Þetta er allt brotið í þess­ari svoköll­uðu end­ur­taln­ingu. Þau ákvæði í kosn­inga­lögum sem voru brotin eru svo mörg að það tekur langan tíma að telja þau upp.“

Þetta segir Karl Gauti Hjalta­son, odd­viti Mið­flokks­ins í Suð­ur­vest­ur­kjör­dæmi, sem var gestur Krist­jáns Krist­jáns­sonar í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. Það vafð­ist fyrir Krist­jáni að titla hann í þætt­inum og sagði Karl Gauti að lík­lega væri starfs­heiti hans „vafa­þing­mað­ur“.

Hann er fyrr­ver­andi sýslu­maður og hefur haft yfir­um­sjón með kosn­ingum marg­sinn­is. Hann er auk þess einn þeirra fimm fram­­bjóð­enda sem hlaut jöfn­un­­ar­­þing­­sæti eftir að upp­­runa­­legar loka­­tölur í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi voru kynntar skömmu eftir klukkan sjö að morgni 26. sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins. Síðar sama dag tók for­­maður yfir­­­kjör­­stjórnar í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi þá ákvörðun að end­­ur­telja atkvæð­in, sú end­­ur­taln­ing skil­aði nýrri nið­­ur­­stöðu og fimm­­menn­ing­­arnir misstu þing­­sæti sitt til fimm flokks­­fé­laga sinna.

Auglýsing

Allir fram­­bjóð­end­­urnir fimm sem misstu sæti sitt hafa kært fram­­kvæmd kosn­­ing­anna til Alþing­is, sem mun á end­­anum taka ákvörðun um hvaða þing­­menn séu rétt­­kjörn­­ir. Karl Gauti hefur auk þess kært málið til lög­reglu og sam­kvæmt Vísi hefur öll yfir­kjör­stjórnin í Norð­vest­ur­kjör­dæmi rétt­ar­stöðu sak­born­ings.

„Það er alls kyns mis­skilnigur í gangi varð­andi taln­ingu og með­ferð atkvæða, inn­sigli og umboðs­menn og slíkt,“ sagði Karl Gauti á Sprengisandi. „En þetta er mjög mik­il­vægt í kosn­ing­um, það er að segja að það sé fylgt ákveðnu ferli sem er bundið í kosn­inga­lög­um, mjög strang­lega.“

Hlut­verk umboðs­manna fram­boða væri t.d. veiga­mik­ið, þeir hafi rétt til að gera athuga­semd­ir, til að bóka þær sem og ágrein­ing, svo dæmi séu tek­in.

­Karl Gauti segir að þegar ákveðið var að telja atkvæði aftur í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, nokkrum klukku­stundum eftir að loka­tölur höfðu verið til­kynnt­ar, voru umboðs­menn t.d. mjög óánægðir með boð­un. Hann minnir á að eitt af því sem Hæsti­réttur fann að dómi sínum um kosn­ingar til stjórn­laga­ráðs árið 2011 var að umboðs­menn voru ekki skip­aðir við taln­ing­una. „Það var tal­inn veru­legur ann­marki á fram­kvæmd taln­ingar í það skipt­ið. Það sama er uppi á ten­ingnum núna. Þannig að menn hafa ekki lært af þessu.“

Oft talið marg­sinnis á kosn­inga­nótt

Karl Gauti segir að hvernig taln­ing eigi að fara fram sé „skýr­lega bund­ið“ í kosn­inga­lög­um. „Þarna koma atkvæða­kass­ar, inn­sigl­að­ir, menn skoða þá, umboðs­menn og kjör­stjórnin öll.“ Síðan séu þeir opn­aðir og talið upp úr þeim og sann­reynt að það sé sama atkvæða­magn í þeim og á að vera. Í kjöl­farið séu atkvæði sam­einuð og tal­in.

„Ef það koma upp mis­tök, sem ger­ist oft, það kemur upp ein­hver mis­taln­ing eða töl­urnar stemma ekki, þá ger­ist það um nótt­ina og það er þess vegna sem menn lenda stundum í því að vera fram á morg­un. Það er vegna þess að menn eru að telja sig til baka yfir nótt­ina. Þetta ger­ist í hverri ein­ustu taln­ingu og margoft. Stundum tekur þetta stuttan tíma en stundum lang­an. En menn hætta ekki fyrr en þeir finna vill­una í það skipt­ið. Það hefur tek­ist hingað til, alltaf. Það eru engin dæmi um það að eftir að loka­tölur hafa verið kynntar að það sé talið upp á nýtt. Engin dæmi úr Alþing­is­kosn­ing­um.“

Auglýsing

Hann segir því allt tal um „ein­hverja end­ur­taln­ingu“ ekki eiga sér stoð í kosn­inga­lög­un­um. „Menn eru að telja og telja sig til baka alla nótt­ina. Menn hætta ekki fyrr en villan finnst.“

Hins veg­ar, ef menn ætli að byrja að telja aftur seinna, vegna þess að þeir þurfi hvíld eða eitt­hvað slíkt, „sem hefur aldrei ger­st, aldrei ger­st“, gefi lögin „engan afslátt“. Í þeim komi nákvæm­lega fram hvernig taln­ing eigi að fara fram. Eigi hún að vera lög­leg eigi hún að fara nákvæm­lega eins fram og hin upp­runa­lega taln­ing.

Varð­andi hvers vegna ákveðið var að telja aftur í kjör­dæm­inu bendir Karl Gauti á að eng­inn hafi gert athuga­semd við taln­ing­una að morgni sunnu­dags­ins. Hvorki umboðs­menn né kjör­stjórn­ar­menn. „Hún stemm­ir, menn eru ánægðir og gefa út þessar loka­töl­ur.“

Eitt­hvað ger­ist

Karl Gauti segir að „síðan ger­ist eitt­hvað“ og mönnum hafi „allt í einu dottið í hug að fara að telja“ og jafn­vel aðeins einn eða tveir menn mætt í fyrstu. „Þetta er ekki svona ein­falt í lög­un­um. Í þeim er taln­ing strang­lega lög­bundið ferli.“

Aug­lýsa þurfi taln­ingu, boða til hennar alla kjör­stjórn­ina, alla umboðs­menn og ef þeir ekki mæta þurfi að skipa þá. Einnig þurfi að telja fyrir opnum dyrum svo almenn­ingur geti fylgst með. „Síðan koma atkvæð­in, inn­sigl­uð.“ En þannig var það ekki í þessu til­viki. Atkvæðin voru ekki inn­sigluð í „ein­hverja fjóra til fimm tíma“.

Lögin segja hins vegar að þau eigi sam­kvæmt lög­unum að vera það og vera svo opnuð á taln­ing­ar­stað undir „vök­ulu augna­ráði“ allra við­staddra, þau tekin upp og talin að nýju. „Auð­vitað þarf að taka lögin og fylgja þeim. Sem ekki var gert þarna.“

Karl Gauti undr­ast að menni haldi að það sé „bara leyfi­legt, eðli­legt“ að kjör­stjórn­ar­maður sé „einn með atkvæð­un­um“ áður en kjör­stjórn mætir á sama tíma og „at­kvæðin liggja þarna um sal­inn, óinn­sigl­uð, óvar­in“. Um þetta sé fjallað með skýrum hætti í lög­um. Þegar kosn­inga­at­höfn byrji í sveit­ar­fé­lögum sé „bók­staf­lega bann­að“ að færri en tveir séu innan um atkvæða­seðla. „Hvað segir þetta okkur um anda lag­anna? Þetta leyfir ekk­ert kæru­leysi.“

Hlust­uðu menn ekki?

Hann bendir einnig á að gerða­bók gegni mik­il­vægi hlut­verki. Í hana skuli t.d. færa athuga­semdir og bók­anir frá bæði kjör­stjórn­ar­mönnum og umboðs­mönn­um. Í hana eigi að skrá „allt sem ger­ist“. En því hafi ekki verið að heilsa í gerða­bók­inni í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Það hafi ekki heldur verið gert í seinni taln­ing­unni þrátt fyrir aug­ljósan ágrein­ing að minnsta kosti eins umboðs­manns líkt og fram hefur komið í fjöl­miðl­um. „Hlust­uðu menn ekk­ert eða heyrðu menn ekk­ert eða sögðu menn ekki neitt?“

Þegar loka­tölur séu gefnar út að morgni, eins og gert hefur verið í kosn­ingum í tugi ára, „þá eru það loka­töl­ur. Og þú gefur þær ekki út nema að kjör­stjórn og allir við­staddir sam­þykki það athuga­semda­laust.“

Hug­takið „end­urtaln­ing“ sé hins vegar ekki til í lög­un­um. Eina „end­urtaln­ing­in“ sem geti kall­ast svo er það sem ger­ist yfir nótt­ina á taln­ing­ar­stað, þar sem leitað er að villum sem upp koma.

Vissu­lega sé hægt að telja að nýju en þá vegna þess að ein­hver krefst þess, líkt og t.d. var raunin í Suð­ur­kjör­dæmi eftir kosn­ing­arnar í sept­em­ber. „Þá ganga menn að atkvæð­unum þar sem þau eru inn­sigluð í geymslu og byrja ferlið upp á nýtt.“

Hann minnir á að inn­sigli gegni gíf­ur­lega mik­il­vægu hlut­verki. Þau séu „eins og rauður þráður í gegnum alla athöfn­ina“ – alveg frá því að atkvæðin eru prent­uð.

„Auð­vitað játa ég það að það sé hægt að telja að nýju en þá þarf líka að fylgja lög­un­um,“ segir Karl Gauti. „Og þá þurfa atkvæðin að vera trygg. Til hvers er verið að tryggja atkvæð­in, alveg frá prent­smiðj­unni, í gegnum hendur yfir­kjör­stjórn­ar, til sveit­ar­fé­lag­anna, aftur til yfir­kjör­stjórnar og telja þau en síðan slitnar þessi keðja á milli, eftir loka­taln­ingu í Borg­ar­nesi. Því skyldum við leyfa það að öll þessi sterka keðja sé slitin á einum stað? Það er ekki boð­leg­t.“

Atkvæði sem ekki séu inn­sigluð og liggi frammi eins og gerð­ist í Borg­ar­nesi „eru því miður ónýt. Það er búið að eyði­leggja atkvæðin í þessu kjör­dæmi.“ Eftir að loka­töl­urnar voru gefnar út á sunnu­dags­morgun og þess fer­ils sem þá hófst við með­ferð atkvæða sé búið að „eyði­leggja, ónýta, þessi gögn. Það getur eng­inn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæð­i“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent